Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
Fréttir
Vantrauststillagan tekin fyrir á manudaginn
Búist við f rávísunartil-
lögu frá stjórnarsinnum
- ef vafi leikur á að einhver stjómarþingmaður styðji ekki ráðherra
Nú er orðið ljóst að vantrauststil-
laga stjómarandstöðunnar á ráð-
herrana er orðin að hinu alvarleg-
asta máh fyrir stjórnarflokkana.
Búist er við því að borin verði fram
frávísunartillaga á vantrauststillög-
una ef einhver minnsti vafi leikur á
að einhver stjórnarþingmaður bili í
stuðningi við ráðherra.
Geir Haarde, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórn-
arsinnar væru með þennan mögu-
leika inni í myndinni eftir að stjórn-
arandstaðan hafnaði því að hver ráð-
herranna 9 fengi sinn ræðutíma.
Vantrauststillagan verður tekin
fyrir á mánudagskvöld og verður
bæði útvarpað og sjónvarpað frá
umræðunum. Hver flokkur fær 15
mínútur til umráða en Jóhanna Sig-
urðardóttir sjö og hálfa mínútu.
Kratar hafa sett þaö skilyrði að all-
ir þingmenn Sjálfstæöisflokksins
sýni ráðherrum Alþýðuflokksins
stuðning í atkvæðagreiðslunni. Þó
er undanskiliö að Eggert Haukdal
má lýsa yfir vantrausti á Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra.
Hann hefur svo oft gert það opinber-
lega. Eins er Ingi Björn Albertsson
ekki lengur talinn með þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins. Þetta gera
kratar vegna þess að Bjöm Bjarna-
son og Egill Jónsson drógu báðir í
efa að þeir gætu lýst yfir stuðningi
við Guðmund Áma Stefánsson þegar
mest gekk á í hans málum. Þá er
einnig vitað að fleiri þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins eru hikandi í mál-
inu.
Samkvæmt heimildum DV ætlar
Davíð Oddsson að ræða persónulega
við alla þá þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins sem talinn er minnsti vafi
á að geti bilað í málinu.
Stjórnarandstæðingar em með
krók á móti bragði ef borin verður
fram og samþykkt frávísunartillaga
á vantrauststillöguna. Þeir munu þá
ætia að bera fram níu vantrauststil-
lögur, eina á hvem ráðherra. Það
vantraust yrði að taka fyrir og út-
varpa og sjónvarpa aftur frá van-
traustsumræðum. Verði enn beitt
frávísunartillögum mun verða borið
fram vantraust á ríkisstjómina í
heild og enn þyrftu umræður að fara
fram.
„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á
að stjórnarandstaðan beri fram frá-
vísunartillögu. Það væri staðfesting
þess að hún treysti sér ekki til að
láta vantraustið fara í atkvæða-
greiðslu. Það væri því hrein uppgjöf
enda þótt forsætisráðherra væri að
kalla eftir vantrauststillögu í eldhús-
dagsumræöunum á dögunum," sagði
Finnur Ingólfsson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins.
Þóröur Friðjónsson:
Enginn upp-
gangur til
aldamóta
Mannvirkjaþing 1994 hófst í Húsi
iðnaðarins í morgun. Að loknu
ávarpi fjármálaráðherra flutti Þórð-
ur Friðjónsson, forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunar, htinn fagnaðarboð-
skap um ástand og horfur til alda-
móta í fjárfestingu í mannvirkjum.
Þórður sagði að stöðnun myndi ríkja
í fjárfestingum næstu árin og fátt
benti til þess að uppgangstímar færu
í hönd það sem eftir lifði aldarinnar.
Þórður benti á að batamerkin í
þjóðarbúskapnum væru ekki sérlega
sterk. Hagvöxtur yrði hægari en í
öðrum löndum og hægari en svo að
fjárfesting tæki einhvern fjörkipp.
Þórður sagði að því yrði áfram
dauft yflr byggingarframkvæmdum
og mannvirkjafj árfestingum. Hann
tók dæmi um að fjárfestingar í dag
væru í kringum 11% af landsfram-
leiðslu en hefðu samsvarað um 14%
um miðjan síðasta áratug. Þórður
reiknaði ekki með að þetta hlutfall
hækkaði á næstu árum.
Blómlegur vikurútflutningur hefur verið frá Ólafsvík undanfarnar vikur og er það fyrirtækið Vikuriðnaður hf. sem
stendur að úHiutningnum. Þrjú skip hafa farið frá Ólafsvík með fullfermi af vikri til Þýskalands frá því í lok septemb-
er og er búist við fleiri skipum um mánaðamótin. Þýski fraktarinn Vilm frá Rostock stoppaði nokkra daga i Ólafsvík
í vikunni og var myndin tekin þegar verið var að dæla vikrinum í lestir skipsins. DV-mynd Ægir Þórðarson
Úttekt DV í gær á dómum í kynferðisaíbrotamálum gegn bömum:
Viðbrögðin eru fyrst
og fremst undrun
- þarf þyngri doma, segir Arthur Morthens, formaður Bamaheiila
„Viðbrögð mín eru fyrst og fremst
undrun þótt þetta komi mér ekki á
óvart. Það sem er aö gerast gagnvart
þessum börnum eru svo alvarlegir
hlutir fyrir sálarlíf þeirra að í mörg-
um tilvikum, og kannski flestum, eru
afleiðingamar ófyrirsjáanlegar um
langa framtíð. Þess vegna er maður
undrandi á því að réttarkerfið skuli
ekki taka harðar á þessum málum
en raun ber vitni,“ segir Arthur
Morthens, formaður Barnaheiila,
um úttekt þá sem birtist í DV í gær
um dóma í kynferðisafbrotamálum.
Þar kom fram að refsing er alltaf ein-
ungis lítið brot af þeim refsiheimild-
um sem eru fyrir hendi í hegningar-
lögum.
Hann segir að þrennt þurfi að koma
til: Harðari dómar og þyngri refsing-
ar, ráðgjöf við oíbeldismennina sem
oftast eru sjúkir og í þriðja lagi ráð-
gjöf fyrir börnin þannig að þau geti
komist yfir áfallið sem þau verða
fyrir.
Arthur segir að samtökin hafi rætt
refsingar í málum af þessum toga
undanfarin ár. Málin hafi verið rædd
víða innan kerfisins og á það bent
aö nauðsynlegt sé að taka fastar á
þessum málum en í dag.
„Menn viðurkenna nú almennt að
nauðsynlegt er að gera eitthvað í
málunum. Síðan kemur hver dómur-
inn á fætur öðrum þar sem ekkert
gerist. Maður veltir auðvitað upp
þeirri spurningu hvort mannréttindi
bama í þjóðfélaginu séu ekki fótum
troðin hvað varðar viðhorf dómstóla
til þeirra."
Aðspurður hvort hann telji þá stað-
reynd að oftast séu það karlmenn
sem sitji í dómarasætinu, þegar dóm-
ur er kveðinn upp í málum sem þess-
um, hafa eitthvað að segja segist
Arthur ekki ætla dómurum aö láta
það hafa áhrif á sig. „En auðvitað
vekur það upp spumingar. Það fer
ekki á milli mála.“
Hann telur að almennum viðhorf-
um í íslensku þjóðfélagi sé um að
kenna. Það eimi eftir af þeirri gömlu
hugsun að böm séu eign þeirra full-
orðnu og að böm hafi ekki sjálfstæö-
an rétt. Það viðhorf ráði miklu bæöi
í dómskerfi og annars staðar. Nauð-
synlegt sé að almenn viðhorfsbreyt-
ing komi til í samfélaginu og þar
skipti miklu máh vönduð umfjöllun
fjölmiðla. Málið þurfi að taka uþp
meðal lögfræðinga, á Alþingi og til
þurfi aö koma fræðsla og umræða í
ríkara mæh en er í dag.
Samtökin Barnaheih halda upp á 5
ára afmæli sitt um næstu helgi en
þau voru stofnuð í kjölfar umræðu í
fjölmiðlum og þjóðfélaginu um kyn-
ferðislegt ofbeldi. Arthur telur að þaö
sem hafi áunnist sé aukin umræöa
og áhersla stjómmálamanna á bætt-
an hag barna. Þá hafi verið komið á
laggirnar meðferðarheimih og margt
fleira.
Stuttar fréttir
Samkeppni í bensínsölu
Kanadískt olíufyrirtæki hefur
áhuga á að hefja sölu á olíu og
bensíni á íslandi. Skv. Morgun-
blaðinu hafa fulitniar fyrirtækis-
ins átt viðræöur við stjórnvöld
um þetta.
Skortur á þjónustulund
Samhliða fækkun ríkisstarfs-
manna þarf að efla hollustu
þeirra og þjónustulund við ríkið.
Þetta kom fram í máli Siguröur
Líndal lagaprófessors á ráðstefnu
um launa- og starfsmannamál
ríkisins í gær.
Gosollihungursneyð
Heklugos árið 1693 er talið hafa
valdið hungursneyð í Svíþjóð.
Mbl. greindi frá þessu.
Háskóiahátíð á morgun
Háskóh íslands brautskráir á
morgun 186 kandídata.
Óréttiátur biti
Reykjavikurborg hefur haft all-
ar sínar tryggingar hjá Sjóvá-
Almennum frá 1991. Borgarstjóri
segir óréttlátt að eitt tryggingafé-
lag fai þennan bita án útboðs.
Iðgjöld námu um 40 milljónum í
fyrra. RÚV greindi frá þessu.
Launfyriraðhætta
Forstjóri SVR hefur ákveðið að
hætta um áramótin og verður
staðan auglýst bráðlega. Tímimi
segir starfslokasamning gera ráð
fyrir að forstjórinn fái hálf laun
í 16 mánuði fyrir að hætta.
Bækur hækkaíverði
Bókaverð á jólabókavertíðinni
í ár mun líklega verða um 10%
hærra en í fyrra. Alþýðublaðið
hafði þetta eftír forstjóra bókaút-
gáfunnar Skjaldborgar.
Presti hafnað
Sóknarnefnd Grenjaðarstaða-
þrestakalls hafnaöi á dögunum
Ólafi Þórissyni sem var eini um-
sækjandinn um stöðu sóknar-
prests. Tíminn greindi frá þessu.
Gríðarlegt landgræðsluverk-
efiii hófst á Norðausturiandi í
haust. Næstu 10 árin á að græða
Hólasand upp en hann þekur 140
ferkílómetra, Skv. Tímanum er
búið að sá í 10 ferkílóraetra.