Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 5
PV Fréttir
Svört endurskoðunarskýrsla um Listahátíð Hafnarflarðar 1993:
Óútskýrt gat tæp milljón
- framkvæmdastjóri ábyrgur þar til viðblítandi skýringar fást
Endurskoðunarskýrsla vegna Lista-
hátíðar Hafnaríjarðar vorið 1993 hef-
ur verið lögð fram í bæjarráði Hafnar-
fjarðar. í skýrslunni kemur fram að
velta hátíðarinnar nam tæpum 55
milljónum og tekjur 18,5 milljónum
króna. Bærinn greiddi mismuninn
upp á rúmlega 36 milljónir króna,
samkvæmt bókhaldi hátíðarinnar. í
gögnum bæjarsjóðs kemur fram að
framlag bæjarins nam 37 milljónum
króna og var framlag bæj arins þannig
867 þúsundum króna hærra en fram
kemur í bókhaldinu. í endurskoðun-
arskýrslunni segir að þessi mismun-
ur sé á ábyrgð Amórs Benónýssonar
framkvæmdastjóra þar til viðhlítandi
skýringar hafi komið fram.
í skýrslunni segir að verulegar
veilur séu í bókhaldi listahátíðar í
Hafnarfirði og meðferð gagna svo
ábótavant að ekki sé unnt að gefa
áht á reikningsskilum hátíðarinnar.
Fylgiskjöl hafi vantað, þau hafi verið
ófullkomin og ekki hægt að henda
reiður á að aUar tekjur hafi skilað
sér. Greiðslur hafi verið greiddar
með peningum án þess að haldin
hafi verið sjóöbók og kvittanir hafi
ýmist verið í formi reikninga sem
ekki hafi verið áritaðir eða sam-
þykktir eða greiðslukvittana án þess
að reikningar eða samningar lægju
Formaður bæjarráðs:
Skýrslan hálf-
gerður reyfari
„Þessi skýrsla er hálfgerður reyfari
og skólabókardæmi um það hvernig
ekki á að fara með fjármuni úr sam-
eiginlegum sjóði bæjarbúa. Við höf-
um óskað skýringa frá forráðamönn-
um Listahátíðar hf. og embættis-
mönnum bæjarins í sambandi við
fjármálastjórnina," segir Magnús
Gunnarsson, formaður bæjarráðs
Hafnarfjaröar, um endurskoðunar-
skýrsluna um íjármál Listahátíðar
Hafnarfiarðar sem lögð var fram í
bæjarráði í gær.
„Það vekur mikla athygli að fram-
kvæmdastjóri listahátíðar skyldi
geta farið beint í aðalreikning bæjar-
sjóðs, sem aðeins þrír eru prókúru-
hafar að, og tekið út 10 milljónir
króna beint af aðalreikningi bæjar-
sjóðs Hafnarfiarðar. Þetta er alveg
með ólíkindum," segir hann.
„Engin ákvörðun hefur verið tekin
um kærú til RLR. Við hljótum að
leita fyrst skýringa og skoða svo
hlutína miðað við þessar niðurstöður
og þær skýringar sem við fáum,“
segir Magnús að lokum.
Hæstiréttur
staðfestir
fíkniefnadóma
Hæstíréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 34 ára
konu fyrir innflutning á 2,6 kílóum
af hassi og 24 ára karli fyrir aðild að
máhnu. Konan var dæmd í 6 mánaða
fangelsi í héraðsdómi, þar af 3 mán-
uði skilorðsbundið. Hún var jafn-
framt dæmd fyrir að afhenda efniö
manninum og greiða honum 300 til
400 krónur fyrir grammið ef hann
seldi efnið á 900 tíl 1000 krónur hvert
gramm. Sá maður var dæmdur í 4
mánaða fangelsi, þar af 2 mánuði
skilorðsbundið.
Þá staðfesti Hæstíréttur einnig
dóm í máli manns sem tengdist stóra
fíkniefnamálinu. Maðurinn var
ákærður ásamt öðrum í stóra fikni-
efnamálinu en játaði innflutning og
var' mál hans flutt sér. Hann hlaut
nokkra mánaða dóm í héraði.
fyrir. Ábyrgð á meðferð fiármuna
hafi verið á hendi bæjarins.
Löggiltír endurskoðendur fóru yfir
alla reikninga, kvittanir og samninga
listahátíöarinnar og fengu staðfest-
ingar fyrir móttöku á öllum óljósum
greiðslum þó að það staðfesti ekki
að greiðslurnar hafi átt rétt á sér og
hafi í raun tilheyrt listahátíð. Nokk-
uð var um að fólk fékk hærri greiöslu
en gert var ráð fyrir í samningi og
segir í skýrslunni að ítrekað hafi
komið fram efasemdir um að ein-
stakar greiðslur, sérstaklega tíl TKO,
hafi verið í samræmi við samninga.
Því sé brýnt að stjórn og fram-
kvæmdaaðilar listahátíðarinnar
gangi úr skugga um réttmæti þessara
ásakana.
Tekjur listahátíðarinnar voru lagð-
ar inn á einn reikning og tók fram-
kvæmdastjóri listahátíðarinnar pen-
inga út af honum til kaupa á gjald-
eyri eða sótti peninga beint til gjald-
kera bæjarsjóðs. í hvorugu tilviki
þurftí að gera grein fyrir úttektunum
heldur gekk hann hindrunarlaust að
þessum úttektum án nokkurra skýr-
inga, segir í endurskoöunarskýrsl-
unni. Gjaldeyriskaupin námu rúm-
um 9 milljónum króna.
Rétt er að geta þess að framtaldar
greiðsiur innlendra aðila árið 1993
námu 8,1 milljón króna. í endurskoð-
unarskýrslunni segir aö þær hafi getað
numið tæpum 16 milljónum króna.
Hagstæðustu
ársins!
:am
Verðið á Renault 19 RN
árgerð 1995
er aðeins kr. 1195.000.-
INNIFALIÐ:
Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél,
vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar
samlæsingar, útvarp/segulband með fjarstýringu,
styrktarbitar 1 hurðum, bílbeltastrekkjarar,
málmlitur, ryðvörn, skráning ..
Fallegurfjölskyldubíll á fínu verði.
w
Hvar
gerir þú
betri
bílakaup
Reynsluaktu
Renault!
KEMAULT
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1 • Sími 876633 • 110 Reykjavík