Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 Neytendur_______________________________________ f slenskur markaður í Flugstöðinni: Gamalt og illa valið lesefni? - höfum fengið hrós, segir bóksalinn Um 150 tímaritatitlar og 10-15 aðaltitlar i dagblöðum fást í íslenskum markaði. Myndin er úr verslun í Reykjavík. „Við höfum einmitt fengið hrós fyr- ir að vera með góðu vörusamsetn- ingu. Þama stílum við inn á að hafa bækur fyrir flugfarþega, bæði fólk eins og Islendinga sem eru að fara til útlanda og eins „transit“-farþega. Ég ætla að u.þ.b. helmingur þeirra sem koma í Flugstööina fari aldrei inn í landið og þarna er oft eini vett- vangur íslenskra bókaútgefenda til að kynna útlendingum sína fram- leiðsluvöru. Þarna höfum við mjög gott úrval af landkynningarbókum en erlendu ferðamennirnir (transit- farþegarnir) eru einmitt ánægðir með að geta komist í íslenska bóka- búð,“ segir Jón Sigfússon, fram- kvæmdastjóri hjá Eymundsson. Gamlir titlar teknir út Ekki eru alhr á eitt sáttir með sam- setningu lestrarefnis sem er til sölu í íslenskum markaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en það eru starfsmenn bókaverslunar Eymundssonar sem bera ábyrð á úrvalinu. „Við erum með mikið af vasabrotsbókum sem fólki flnnst gott að grípa með sér í frí, bæði á íslensku og ensku. Þetta er allavega rifið út. Við erum líka meö kort, sem margir gleyma að kaupa áður en þeir fara af stað og lítið eitt af ritföngum og t.d. spil.“ Gagnrýnin sem barst DV snerist hka mikið um dagblöð og tímarit og Jón var spurður sérstaklega út í það. „Varðandi tímaritin að þá forum við héðan úr Reykjavík og í verslunina tvisvar í viku til þess að taka út gamla titla. Og alltaf þegar við erum búnir að fá nýjan titil, hvort sem það er okkar eigin innílutningur eða frá íslenskum birgi, þá fer það suður eftir og gamla blaðið er tekið út. Þannig að sú gagnrýni er örugglega röng.“ Blöðin uppseld DV veit hins vegar af nýlegu dæmi af ferðalangi sem ætlaði að kaupa sér hið kunna blað Economist en greip í tómt. Nýjustu tölublöðin voru hvergi sjáanleg en aftur á móti voru til nokkurra vikna gömul eintök af Economist. Hvað segir Jón um það? „Ég myndi þora að fullyrða að nýj- ustu blöðin hafa verið uppseld. Ef svo er þá er þaö eitthvað sem við ráðum ekki viö. Það er kannski ekkert til að skammast sín fyrir að eiga eldri blöðin en auðvitað er aðalatriðið að eiga nýjustu blöðin. Um kvartanir vegna gamalla dag- blaða sagði Jón að oft væru flug frá Evrópu ekki fyrr en um og eftir há- degi og það væri þeirra fyrsti séns til að koma blöðuip í sölu. Hann sagði rangt að blöðin færu fyrst í bæinn og svo aftur út í Flugstöð. „Blöðin eru komin í sölu í Keflavík áður en við fáum þau hérna í bæinn vegna þess að það er skilinn eftir skammtur í Flugstöðinni fyrir íslenskan mark- að.“ Jón bætti því við þjónusta þeirra sem dreifðu til þeirra blöðum og tímaritum væri upp til hópa til fyrir- myndar og hann hefði ekkert á þá að klaga. Árstíðabundið úrval Um 150 tímaritatitlar eru nú í ís- lenskum markaði og 10-15 aðaltitlar í dagblöðum en það er svolítiö árs- tíðabundið því á veturna er þeim fækkaö þegar straumur útlendinga er minni. Jón segir að plássleysi hafi komið í veg fyrir fleiri titla en um og eftir næstu mánaðamót standi þó th að áuka úrvahð. Fram til þessa hafi plássið, sem þeir hafa til um- ráða, verið um 50 fermetrar og það sé afskaplega erfitt að koma öllu fyr- ir sem þeir vilja. Hvemig geyma á kartöflur: Taka þær úr plastinu og forða frá ljósi - segir KolbeinnÁgústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna Kartöflur hafa verið í brennidepli að undanförnu en segja má að „verð- stríð“ hafi ríkt með þessa vöru. Verð- ið á kílóinu var komið niður í 5 krón- ur þegar síðast fréttist og sjálfsagt hugsa margir neytendur sér gott til glóðarinnar og birgja sig nú upp af kartöflum. Af þessu tilefni leitaði DV th Kolbeins Ágústssonar, innkaupa- og gæðastjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, og spurði hann hvernig best væri að geyma kartöflurnar. Grænmetisskúffan og ísskápurinn „Það er náttúrlega best að geyma þær í grænmetisskúffunni. ísskáps- hitinn er mjög góður en hafa þær bara helst í myrkri, alls ekki í ljósi. Þegar fólk er nýbúið að kaupa kart- öflur er mikið atriði að þær séu sem styst í plastpokanum og halda þeim frá ljósi en það er mjög mikhl óvinur kartaflna. Þær verða grænar og þá eru þær orðnar óætar. Það gildir það sama í verslunum en það er mjög Kartöflur er hægt að geyma vikum saman við réttar aðstæður. Þ.e. í myrkri og undir átta gráðum. slæmt þegar kartöflur fá að vera í miklu ljósi og hita.“ Skemmast á skömmum tíma Þeir sem geyma kartöflur í geymsl- unni eða bhskúmum verða að hafa hitastigið í huga en um það segir Kolbeinn þetta: „Það er allt í lagi að geyma kartöflur í geymslunni eða bílskúrnum svo framarlega sem þar séu ekki yfir tíu gráður. Þær hnast upp og eyðileggjast á skömmum tíma ef þær eru geymdar við 10-15 gráö- ur. Það er hægt að geyma kartöflur vikum saman en þar verður þá að vera undir átta gráðum og myrkur." Pappakassar hentugir Kolbeinn ítrekar að slæmt sé aö geyma kartöflunar lengi í plasti. Hann segir að gömlu bréfpokarnir hafi reynst vel en slæm auglýsing af fmnsku kartöflunum geri það að verkum að ekki sé hægt að nota þá í dag. Hins vegar sé hið besta mál að geyma þær í pappakössum. DV Nokkrar leidir til aðfástvið timburmenn Sjálfsagt kannast margir við að vakna upp með timburmenn eftir að haf'a neytt áfengis. Th að vinna bug á áhrifunum, höfuðverknum, ógleðinni og þreytmtni eru ýmis ráð. Eitt þeirra er aö drekka ávaxta- safa, annað er að borða kex og hunang og það þriðja er að inn- byrða verkjalyf. Þá má ennfrem- ur prófa að naga börk, drekka tært kjötseyði, taka inn B-vítamín eöa borða amínósýrur. Ef þetta dugar ekki heldur má fá sér tvo kaffibolla eða borða góða máltíð. Varast skal þó að borða eitthvað sem er þungt í maga. Frá þessu er sagt í Læknabók- inni (Heilsugæsla heimilatma). Hrotur og mataræðið í sömu bók er sagt frá því að þeir sem helst er hætt við að hrjóta séu miðaldra, feitír karl- menn. Þeim hinum sömu er bent á aö neyta léttara fæðis og þá á miðnæturhressingin að fara á bannlístann. Það eru fleiri en fitukeppir sem glíma við þetta vandamál því um leið og Mkamsþynd karlmanna fer 20% yfir æskilega þyngd geta þeir farið að lirjóta. Hjá konum er þetta sama hlutfall með kjör- þyngdina mun hærra, eða 30^0%. Annað ráð sem bent er á í þessu sambandi er að liggja á hliðinni en alls ekki á bakinu. Þetta á þó bara við um þá sem hrjóta lítið. Þeir sem hrjóta mikið gera það án tillits tíl þess hvernig þeir liggja. Ef allt þetta bregst má láta makann hafa eyrnatappa. Fríhöfn og Flugstöð Vegna umfjöllunar DV í gær um bar og kaffistofu í Leifsstöð vildi starfsmaður Fríhafnarinnar taka skýrt fram að reksturinn þar væri ekki á þeirra vegum. Barinn og kafiistofan væru í Flugstöð- inni en ekki í Fríhöfninni. Til varnar bílnum Nú þegar veturinn er að ganga í garö eru væntanlega margh- farnir að taka til í bílskúmum með þaö fyrir augum að koma bhnum þar fyrir í mestu frost- hörkunum. Þar sem bílskúrinn er þröngur eða bfilínn stór verða stundum skemmdir á hhðum og höggdeyf- um. Til varnar þessu má klæða skúrinn að innan með gleypnum trefjaplötum, a.m.k. þar sem mæðir á. Skemradahættan minnkar og bhskúrinn verður hlýnl. Þetta kemur fram í hand- bók heimihsins, 500 hohráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.