Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 11
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
11
Merming
Ólöf Nordal sýnir 1 Gerðubergi:
SjáNsmynd íslenskrar konu
„Sjálfsmynd" er yfirskrift sýn-
ingar Ólafar Nordal í Gerðubergi
en þó er hér ekki um eiginleg port-
rett af listakonunni að ræða heldur
eins konar skoðun á því hver bak-
grunnur hennar sé - sögu íslenskra
kvenna og þeirri myndhefð sem
helst tengist kvennasögu og -störf-
um. Á sýningunni eru reyndar að-
eins þrjú verk, enda er plássið lítið
í sýningaraðstöðunni í Gerðubergi.
Engu að síður nær Ólöf að setja
fram sterka heildarhugsun á ein-
faldan hátt og að marka sér stefnu
sem vonandi á eftir að leiöa til
stærri sýninga síðar.
Ólöf skipar sér í hóp þeirra hsta-
kvenna sem á undanförnum árum
hafa reynt að nálgast sögu og veru-
leika kvenna með tilvísun í hvers-
dagslíf og starf kvenna. Hún gerir
þetta með því að nota kvenbúninga
og vísa til íslenskrar útsaumshefð-
ar, en á léttan og frumlegan hátt.
Þannig fær áhorfandinn á tilfinn-
inguna að henni hafi tekist að nýta
sér hefðina til sjálfsskilnings og í
stað þess að hefta hana í verkunum
virðist hefðin veita henni frelsi til
tjáningar. Þótt útfærsla verkanna
sé nákvæm virðist hún fyrirhafn-
arlaus eins og ávallt er þegar lista-
Myndlist
Jón Proppé
maður hefur fundið rétta tóninn í
verki sínu. Hinn þjóðlegi andi verk-
anna sýnir hka að það er vel hægt
að nýta þær hefðir sem kotungarn-
ir forfeður og -mæður okkar þrosk-
uðu með sér í einangrun aldanna.
Þegar áhorfandinn gengur út af
sýningunni réttir hann ósjálfrátt
úr bakinu og hrópar glaður innra
með sér: „Það er ekkert púkó að
vera íslendingur; það er ekkert
asnalegt við það að vera íslensk
kona!“
Fréttir
Bergljót Pétursdóttir, einn vinningshafanna i októbermánuði, var að vonum
ánægð með vinninginn, ferð fyrir tvo á íslandi að verðmæti 60.000 krónur.
DV-mynd GVA
Ferðaáskriftargetraun DV:
Dugleg að f erð-
ast innanlands
„Ég er ein af þeim sem aldrei vinna
nokkurn skapaðan hlut svo það kem-
ur mér svo sannarlega á óvart að
hafa verið dregin út sem einn vinn-
ingshafanna í ferðaáskriftargetraun
DV,“ sagöi Bergljót Pétursdóttir í
Reykjavík.
Bergljót var svo heppin aö vera
dregin út sem einn af fjórum vinn-
ingshöfum októbermánaðar. Hún
fær í verðlaun ferð innanlands fyrir
tvo að verðmæti 60.000 krónur og
getur valið á milli 9 ferðamöguleika.
„Ég hef verið nokkuð dugleg að
ferðast innanlands þó að ahtaf megi
gera meira að því. Ég fór til dæmis
í ferð yfir Kjöl og Sprengisand í sum-
ar. Ég verð örugglega ekki í vand-
ræðum með að ráðstafa vinningnum
í eitthvert spennandi ferðalag hér-
lendis."
Eitt af verkum Olafar Nordal í Gerðubergi.
Mtðvifeudag - Fitnmtudag - Föstudag - Laugardag
19.- 22. okt.
KRINGLU
komdu
IFJÓRA DAGA
Nýjanmmmá útsöluveröi
Gerðu ævintýralega
Yfir SOO tilboö á nýíum vörum
Aðeins þessa 4 daga
KRINGMN
AÐALSTÖÐIN
kynnir Kringlukast
gatan min
HELGAR-
TILBOÐ
>
KJÖT OG FISKUR
Mjódd
Opið 9-20
Sími 73900
Seljabraut
Opið 10-23.30
Sími 71780