Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 15
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 15 Bætt skilyrði at- vinnulvfsins Starfsskilyrði og samkeppnis- staöa íslenskra atvinnuvega hefur batnað mikið undanfarin misseri. Þeir mælikvarðar sem við höfum á stöðuna eru einkum þrír: 1. Raungengi krónunnar 2. Skattar á atvinnulífið 3. Raunvextir Alhr þessir mæhkvarðar sýna jákvæða þróun. Raungengiö, sem er mikilvægur mælikvarði á sam- keppnisstöðu okkar, er nú hag- stæðara en um langt árabii, skattar á atvinnulífið hafa lækkað, m.a. hefur skatthlutfall tekjuskatts ver- ið lækkað og aðstöðugjald fellt nið- ur og raunvextir hafa lækkað. Við bætist að stöðugleiki hefur ríkt í verðlagsmálum. Þessarbreytingar eru nú að skila sér í aukinni framleiðslu og öflugra atvinnulífi. Unnið hefur verið markvisst að settu marki og er ár- angurinn smám saman að koma í ljós. Viö eigum enn nokkuð í land en sígandi lukka er best og þaö ekki síst í þeirri vinnu sem fram- undan er. Við verðum að byggja íslenskt atvinnulíf í framtíðinni á fyrirhyggju. KjaUarinn Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður í þjóðhagsáætlun sem nýlega var lögð fram á Alþingi segir meðal annars að útflutningsiðnaður sé að ná sér á strik, ferðaþjónusta sé í örum vexti og ýmsar samkeppnis- greinar hafi sótt í sig veðrið á heimamarkaði. Jafnframt kemur þar fram, að afkoma fyrirtækja fer nú batnandi. Þetta sýnir vel hversu mikilvægt það er að starfsskilyrði atvinnulífsins séu góð og stöðug- leiki ríki í þjóðarbúskapnum. Jöfnum skilyrði atvinnuveganna Miklar sveiflur hafa verið í helsta atvinnuvegi okkar, sjávarútvegin- um, og hefur það haft í fór með sér óstööugleika í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki hefur nánast verið Akkilesarhæll íslensks atvinnulífs. Efnahagsstefna okkar á hveijum tíma hefur að mestu leyti tekið mið af afkomu sjávarútvegsins og þannig hefur verið hallað á fram- þróun annarra atvinnugreina. Því er það eitt mikilvægasta verk- efni okkar að gera öðrum greinum jafn hátt undir höfði þannig aö unnt verði að skjóta fleiri stoðum undir þann grundvöll sem við byggjum afkomu okkar á. Við þurfum að halda stöðugleika í starfsskilyrðum og jákvæðu raun- gengi. Viö þurfum aö koma vöxtum hér á landi í sambærilegt horf og gerist í nágrannalöndum okkar og tryggja hóflega skatta sem hvetja til aukinnar framleiðni. Síðast en ekki síst verðum við að tryggja aðgang okkar að sem flestum er- lendum mörkuðum. Lára Margrét Ragnarsdóttir Miklar sveiflur í sjávarútvegi hafa orsakað óstöðugleika í atvinnulífinu, segir m.a. i grein Láru Margrétar. „Efnahagsstefna okkar á hverjum tíma hefur að mestu leyti tekið mið af af- komu sjávarútvegsins og þannig hefur verið hallað á framþróun annarra at- vinnugreina.“ Er vilji allt sem þarf ? - hvers vegna höfum við ekki komið á fj ármagnstekj uskatti? Skattur á fjármagnstekjur er lík- lega sá skattur sem mest hefur ver- ið ræddur á liðnum árum án þess þó að komast til framkvæmda. Oft mætti halda að skattur á fjár- magnstekjur sé áróðursmál sfjóm- arandstöðu gegn óviljugri ríkis- stjórn, ríkisstjórn sem beiti skatta- maskínunni óréttlátt, viljandi og í vondri póhtík. Ef til vill telja einhverjir stjórn- málamenn að ekki sé ástæða til að koma á shkum skatti, en ég er sannfærð um að þeir sem bera í bijósti réttlætiskennd vilja aö allar tegundir tekna lúti sömu lögmál- um. Hvað tefur - skortir vilja? Auövitað er maður ósáttur við að jafn sjálfsagt pólitískt áhersluatriði skuh ekki hafa komist til fram- kvæmda en engu að síður verður að viðurkenna aö talsvert hefur verið unnið í málinu á hðnum árum. í lok síðasta kjörtímabils var lögð fram skýrsla á vegum þáverandi ijármálaráðherra um sköttun fjár- magnstekna en máhð hlaut ekki þá afgreiðslu að frumvarp kæmi frarn fyrir kosningar. Samræming á skattlagningu Kjallarinn Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður eigna og eignatekna er eitt af stefnuskrármálum núverandi rík- isstjórnar og á árinu 1992 skilaði nefnd tillögum þess eðhs að skatt- lagning eignatekna yrði felld inn í tekjuskattskerfið og raunvextir skattlagðir. Vorið 1993 var svo gert sam- komulag um kjaramál miUi ríkis- stjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingar sem fól í sér viljayfirlýsingu um að taka upp tiu prósenta flatan vaxtaskatt. Ekki réttlát útfærsla Undirrituð sat í þeirri nefnd og þó það hljómi einfalt að innheimtur sé skattur af öllum vöxtum reynd- ist útkoman flóknari í reynd. Vaxtaskatturinn hefði lagst strax með fuhum þunga á eigendur inn- stæðna í bönkum og sparisjóðum, en verðbréf hefðu lotið öðrum lög- málum. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum reyndust al- mennir launamenn, börn og aldr- aðir eiga stærsta hluta bankainn- stæðna. Skatturinn hefði skilað 100 til 150 milljónum fyrsta árið en síð- ar þegar skattur á vexti verðbréfa hefði farið að skila sér mátti búast við að hann skilaði 6 til 700 miUjón- um í ríkissjóð. Innheimtuaðilar skattsins hefðu orðið allmargir þ.e. aUir bankar, sparisjóðir og verð- bréfasalar á landinu. Þau vand- kvæði komu í ljós að skattur á vexti langtímabréfa heföi ekki komið til fyrr en að loknum líftíma þeirra, eigendur húsbréfa hefðu svo dæmi sé tekið fyrst greitt skatt af sínum vöxtum að loknum 25 árum, ef bréf- in voru ekki uppgreidd fyrr. Skött- un vaxta af erlendum bréfum næðist vart undir þetta form. Og ljóst var að lífeyrissjóðir myndu að óbreyttu verða utan skattlagning- ar. Nefndin skUaði frumvarpsdrög- um í samræmi við verkefniö sem henni var faliö en undirritaður er ófeimin að láta þá skoðun í ljós að þessi aöferð við að skatta fjár- magnstekjur kom ójafnt niður og hitti fyrst fyrir þá er síst skyldi. Hvenær er rétti tíminn? Þegar þarna var komið hafði loks orðið vaxtalækkun í landinu og menn vildu hinkra við, ekki trufla fjármagnsmarkaðinn á viðkvæm- um tíma. Mér finnst ekki ósenni- legt að fleirum hafi þótt það sama og mér að tíu prósent flati vaxta- skatturinn væri ekki sú góða leið sem hann virtist í upphafi. Sú skoð- un hefur jafnframt verið sett fram að þar sem fjármagnsmarkaðurinn sé að opnast alveggagnvart útlönd- um um næstu áramót geti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar að leggja á fjármagnstekjuskatt á sama tíma. Það er þung krafa frá fólki að við séum með réttláta skattapóhtík. Þess vegna er stuðningur svo mik- Ul við hátekjuskatt og fjármagns- tekjuskatt. Þeim sem eiga fjármagn ber að borga skatt af vöxtum til jafns við þann sem greiðir skatt af arði og eignum. Þaö er til vansa að svo stórt skarð sé í okkar skattastefnu og að nær allir flokkar séu búnir að vera viö stjórnvöhnn á liðnum árum án þess að koma þessu máli í höfn. í það minnsta þrjár nefndir hafa sest yfir útfærslu og tilhögun svo brátt hlýtur að vera fuUkannað hvernig hægt sé að standa að skattheimt- unni. Ég hreyfi þeirri hugmynd hvort leiðin til lausnar sé sú að fulltrúar allra stjórnmálaflokka setjist niður komi sér saman um útfærslu og sameinist í lagasetn- ingu sem taki gUdi á næsta kjör- tímabiU. Rannveig Guðmundsdóttir „Það er þung krafa frá fólki að við séum með réttláta skattapólitík. Þess vegna er stuðningur svo mikill við hátekju- skatt og fj ármagnstekj uskatt. “ Meðog ámóti Fiskiþing lagtniður Einfaldlega liðintíð „Þessi sam- nefnari : sem Fiskifélag ís- lands hefur veriö fram undir þetta er einfaldlega liðin tíð. Starfsemi fé- lagsins hefur verið tiltölu- lega Util og félagsstarfiö fremur máttlaust. Hinar ýmsu defidir. vítt og breitt um landið hafa verið meira og minna óvirkar og sinnt málum litiö. Það liefur verið ríkjandi deyfð í félagsstarfinu. Það má finna ákveðna jákvæða þætti inn- an Fiskifélagsins en neikvæðu þættirnir eru bara fleiri. Ég tel farsælla fyrir þau hagsmunasam- tök sem starfa innan sjávarút- vegsins að sameinast í eitt. Þar er ég að tala um útgerð og vinnslu. Starf félagsins í þá veru að það átti að vera samnefnari innan sjávarútvegsins hefur ekki skilað sér, þaö veröur bara aö viðurkennast. Það hefur veriö þannig aö Fiskifélagið hefur verið rekið af hinu opinbera, nú er ekk- ert framlag til Fiskifélagsins á Öárlögum sem þýðir auðvitaö það að verði haldið áfram rekstri þess verður að öármagna það á annan hátt. Það yrði þá væntanlega af félagsmöimum og þá erum við komnir að því að menn myndu ekki meta þetta sem nauðsynleg- an þátt í félagsstarfi. Hér er kom- in Fiskistofa, stórt og mikið bákn, og spurningin er einfaldlega sú hver sé hinn raunverulegi vett- vangur Fiskifélagsins. Mín lend- ing í þessu máh er einfaldlega sú að það beri að leggja þetta af og þetta heyri til fortíðinni." Sameiginlegur vettvangur „Það væru mikil mistök ef . íiskiþing yrði lagt nið- ur. Ástæðan er einföld, sjávarútveg- urinn eins og aðrar stórar atvinnugrein- ar þurfa sam- eiginlegan umræðu- og samstarfsvettvang. Þessu er eöli málsins samkvæmt þarrnig farið að hagsmunasam- tökin bítast og slást þegar þau eru ein og sér að berjast. Málið er nú það að við erum ein þjóð í einu landi og því hlýtur að vera n\jög eðlilegt að menn reyni að finna einhvern einn samræðugrund- völl. Fiskiþing hefur tvímæla- laust fullnægt þessari þörf. Þær skoðanir sem fram hafa komið hjá LÍÚ og stjórn þess að fiskiþing sé orðið úrelt og Fiskifélagið ónýt stofnun eru fráleitar og ég hafha þeim alfarið. Fiskiþing sitja fjöldi útgerðarmanna stærri skipa auk útgerðarmanna smærri skipa, þá situr þar fiskvinnslufólk þar á meöal ein kona. Ég tel brýnt aö allt þetta fólk tali saman því að það vill nú oft vera svo að lending í málum sem er hnakkrifist um á opinberum vettvangi og í fjöl- miölum finnst oft þegar menn fara að tala saman. Þetta er eini vettvangurinn innan sjávai’út- vegsins þar sem mögulegt er að leiða saman sjónarmið allra greina innan hans og það ber skilyrðíslaust að viðhalda hon- um.“ ' • Arihúr Bogason, for- madur Smðbátaeig-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.