Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Page 24
32
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
Fréttir
Refsiheimiklir aðeins f ull-
nýtfar í manndrápsmálum
- segir Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
„Eg held að það þarfnist umræðu
í þjóðfélaginu hvaða refsipólitík eigi
að fylgja og þeirri umræðu þarf að
gefa meira vægi. Það eru hins vegar
dómstólarnir sem dæma. Refsing-
amar hafa verið að þyngjast í kyn-
ferðisofbeldismálum og það er æski-
leg þróun. Þetta tel ég að sé vísbend-
ing um að mál séu að þokast í rétta
átt. Öll breyting á dómapraksís tekur
sinn tíma,“ segir Ari Edwald, aðstoð-
armaöur dómsmálaráðherra, um þá
staðreynd að dómstólarnir hafa ein-
ungis nýtt sér lítið brot af þeim refsi-
heimildum sem fyrir hendi eru í
hegningarlögum og beita má gegn
barnaníðingum.
Hann bendir á að dómsmálaráð-
herra hafi þegar beitt sér fyrir þyng-
ingu refsinga í ýmsum kynferðis-
brotum með breytingu á hegningar-
lögum árið 1992. Sú breyting hafi fal-
ið í sér styrkingu á kynferðisbrota-
lagakafla þeirra laga. Það sé hins
vegar einungis í manndrápsmálum
sem tilhneiging hafi verið til að
dæma í efri mörkum refsiramm-
anna.
Ari segir eðlilegt að krafa um
þyngri refsingar komi fram þegar
umræðan um brot af þessu tagi sé
áberandi og telur það eðlilega þróun
í þessum málaflokki.
Ari efast þó um hvort þynging refs-
ingar í afbrotamálum almennt skili
tilætluðum árangri. Setja megi
spumingarmerki við það hvort beint
samhengi sé á milli þyngri refsingar
og fækkandi afbrota. Einungis þurfi
að bera saman Bandaríkin og Evr-
ópu. Mikil þynging refsingar í
Bandaríkjunum virðist ekki hafa
skilað færri afbrotum. Hins vegar
þurfi eðlilegt hlutfall að vera á milh
refsinga í kynferðisafbrotamálum og
öðram málum. Þau fyrmefndu séu
miklu aivarlegri en önnur brot.
Starfsmannamál ríkisins voru í brennidepli á ráðstefnu sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hélt í gærdag.
Með honum á myndinni eru Ulf Göranson, framkvæmdastjóri vinnuveitendasambands sænska ríkisins, Magnús
Pétursson ráðuneytisstjóri, Inga Jóna Þóröardóttir ráðstefnustjóri og Haukur Ingibergsson deildarstjóri.
DV-mynd GVA
Ráðstefna um launa- og starfsmannamál ríkisins:
Gera þarf kröf u um
fyllstu hagkvæmni
- segir Friðrik Sophusson flármálaráðherra
„Mikil umsvif ríkisins krefjast nú-
tímalegra vinnubragða og gera kröfu
til að fyllstu hagkvæmni sé gætt,“
sagði Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra á ráðstefnu sem hann hélt
í gær um launa- og starfsmannamál
ríksins.
Á ráðstefnunni kom fram að út-
gjöld ríkisins vegna greiðslu launa
eru um 36 milljarðar króna á ári.
Starfsmenn ríkisins eru um 25 þús-
und og skila um 20 þúsund ársverk-
um. Meðallaunin eru um 128 þúsund
krónur á mánuði og að jafnaði fá rík-
isstarfsmenn greiddar um 39 yfir-
vinnustundir á mánuði. Greiðslum-
ar taka mið af um 140 kjarasamning-
um og í launakerfi ríkisins eru 307
launategundir og 16 þúsund starfs-
heiti.
í ræðu sinni lagði Friðrik áherslu
á ýmsar breytingar sem gera þyrfti
á launa- og starfsmannamálum ríkis-
ins. Meðal annars vfil ráðherrann
leggja af æviráðningar og skerpa
ábyrgð yfirmanna ríkisfyrirtækja og
stofnana. Þá viil hann hverfa frá
þeirri lagalegu sérstöðu sem ríkir um
málefni ríkisstarfsmanna og í stað
þess að leggja megináherslu á starfs-
aldurshækkanir í kjarasamningum
viU hann að aukið tillit verði tekið
til ábyrgðar og frammistööu.
Auk þessa sagðist Friörik vilja
freista þess að samræma lífeyrismál
opinberra starfsmanna því sem ger-
ist á opinberum markaði, færa um-
sýsiu launa og starfsmannamála út
í stofnanir og sjá þá stefnu mótaða í
starfsmannahaldi að ríkið geti keppt
við einkamarkaðinn um hæft starfs-
fólk á jafnréttisgrundvelli.
Á ráðstefnunni flutti Ulf Görans-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands sænska ríkisins, er-
indi um reynslu Svía af breytingum
í launa- og starfsmannamálum
sænska ríkisins. Að sögn Friðriks
var innlegg Ulfs mjög þarft því ýmsa
lærdóma megi draga af reynslu Svía.
Friðrik segir augljóst að Starfs-
mannaskrifstofa fjármálaráðuneyt-
isins muni gerbreytast.
„Ég tel fylliiega koma til greina að
losa hana undan umsjón ráðuneytis-
ins. í framtíðinni sé ég fyrir mér að
hún sjái um fræöslustörf og aðstoði
við gerð kjarasamninga sem færu þá
meira og minna fram hjá fyrirtækj-
unum og stofnununum sjáifum. Fyr-
ir þá aðstoð gæti jafnvel komið ein-
hver þóknun," segir Friðrik.
Hæstiréttur dæmlr í máli meints kynferöisbrotamanns:
Málinu vísað
aftur heim
- dómur um 15 mánaöa fangelsi ómerktur
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi 15
mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms
Norðurlands eystra í máli meints
kynferðisafbrotamanns, sem ákærö-
ur var fyrir að misnota tvær stjúp-
dætur sínar og visaði málinu aftur
heim í hérað til meðferðar.
Málið var höfðað í héraði í kjölfar
þess að konurnar kærðu stjúpföður
sinn 8 árum eftir að meintri misnotk-
un lauk og fjórum árum eftir að
móður þeirra varð kunnugt um
meintu misnotkunina. Hæstiréttur
telur að mikiisverð gögn eins og sér-
fræðilegar skýrslur um líkamlegt og
andlegt atgervi kærenda, viðhorf
þeirra til ákærða og ákæruefnisins
og áhrif hinna meintu brota hefðu á
þær vantaði. Þá var því haldið fram
fyrir héraðsdómi að viðtalsskýrslur
sálfræðings, sem önnur kvennanna
gekk til, fyndust ekki þannig að ekki
væri hægt að leggja þær fram og
læknirinn væri staddur erlendis. Gat
Hæstiréttur eigi séð að ákæruvaldið
hefði gert nokkuð í því að kveðja
lækninn fyrir dóminn til skýrslugjaf-
ar. Ennfremur vantaði frekari gögn
sem vörðuðu ákærða sjálfan og við-
horf hans.
í ljósi þessa var málinu vísað aftur
heim í hérað til meðferðar.
Meiming___________
Á okkar tímum
Tvö tónverk voru á efnisská tón-
leika Sinfóníuhijómsveitar íslands
í gærkvöld, Requiem in Our Time,
eftir finnska tónskáldið Einojuhani
Rautavaara og A Child of Our
Time, eftir enska tónskáldið Mic-
hael Tippet.
Rautavaara samdi verk sitt á ár-
inu 1953 og má segja að með því
hafi hann fyrst vakið verulega at-
hygli sem tónskáld. Verkið er enda
geysivel skrifað og er bæði frum-
legt og áhrifamikið. Málmblásarar
og slagverk Sinfóniuhljómsveitar-
innar stóðu sig með prýði undir
styrkri stjórn Osmo Vanská.
Síðara verkið á tónleikunum, ór-
atorían A Child of Our Time, var
beinlínis samið út frá atburðum
sem tengdust upphafi síðari heims-
styrjaldarinnar. Það var í nóvemb-
er 1938 að ungur Pólverji skaut
þýskan diplómat til bana í þýska
sendiráðinu í París í mótmæla-
skyni fyrir morð nasistá á foreldr-
um hans. Var Pólverjinn handtek-
inn og spurðist síðan ekkert um
hann síðan. Nasistar notfærðu sér
atvikið til réttlætingar grimmileg-
ustu athafna og hófu mestu fjölda-
aftökur á gyðingum sem þá höfðu
þekkst. Tippett hóf samningu
verksins þrem dögum eftir að styrj-
öldin skall á og vann að því næstu
tvö árin. Textann skrifaði hann
sjálfur eftir að hafa ráðfært sig við
vin sinn, skáldið T.S. Elliot. Verkið
var síðan frumflutt snemma árs
1944. Flytjendur, auk Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, voru ein-
söngvaramir Sigrún Hiálmtýsdótt-
ir, sópran, Björk Jónsdóttir, alt,
Garðar Cortes, tenór, og Tómas
Tónlist
Áskell Másson
Tómasson, bassi, og auk þess Kór
íslensku óperunnar. Þannig má
með sanni segja að valinn maður
hafi verið í hverju rúmi. Tónleik-
amir voru haldnir í Hallgríms-
kirkju og hvers vegna er undirrit-
uðum hulin ráðgáta. Þetta verk
naut sín engan veginn í þeim mikla
og langa hljóm sem kirkjan býr
yfir. Hraðir kaflar og rytmískir
runnu saman og jafnvægi hljóms
radda og hljómsveitar var oft
ábótavant. Um frammistöðu ein-
stakra söngvara, kórs og hljóm-
sveitar er því lítið hægt að fullyrða
annað en að einsöngsraddirnar
hljómuðu fallega þegar þær voru
einar eða með litlum undirleik,
einkum hljómuðu einsöngsstrófur
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur vel. Kór-
inn virtist og vel æfður en um
hljómsveitarleikinn er því miður
nánast ekkert hægt að segja annað
en að intonasjón var góð. Bæði
verkið og flytjendurnir eiga betra
skilið, að ekki sé minnst á áheyr-
endur.