Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Síða 25
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
31
dv Merming
Kristján Steingrímur sýnir í Birgi Andréssyni gallerí:
Horfur í bláu
Galleríiö við Vesturgötuna sem virðist heita Birgir Andrésson ef marka
má merkingar á hurðinni er ekki stórt en býður þó upp á ýmsa möguleika
í uppsetningu. Nýlega betrekkti Jón Óskar sýningarherbergið með port-
rettljósmyndum þöktum vaxi og olíu, og fullkomnaði sýninguna með því
að gefa samtímis út bók með sambærilegum mannamyndum.
Nú hefur Kristján Steingrímur sett upp sína sýningu, „Horfur", og fer
hann ailt öðruvísi að. Hér er það herbergið sjálft sem er efniviður verks-
ins og rými þess sem ákvarðar umfang verksins. Veggirnir eru blámálað-
ir og herbergið er allt fremur drungalegt, en þegar nánar er að gáð kemur
í ljós að það er nokkur munur á flötunum: einn veggur gljáir en annar
Myndlist
Jón Proppé
er mattur. Þá má greina í málningunni myndir: geómetrískt mynstur og
galdrastaf. Merking þessara tákna er óljós, en skiptir líklega ekki miklu
máli - það er mun frekar stíllinn í framsetningunni sem dregur að sér
athygb áhorfandans. Stíllinn er hreinn, einfaldur og óvæginn; verkið
umlykur áhorfandann og knýr hann til að sættast við umhverfl sem
hann getur ekki skilið út frá neinum hversdagslegum forsendum (þetta
er íslenska fyrir það sem við annars köllum „minímaliska installasjón").
Sýningin er vel heppnuð og gefur sem fyrr segir til kynna hve miklu
má áorka í litlu rými ef það er nýtt sem skyldi.
Leiðrétting:
Röng kjall-
aramynd
Með kjallaragrein í DV miðvikud.
19. okt. sl. eftir Sigurð Þráinsson
garðyrkjubónda birtist röng mynd,
nefnilega af Sigurgeiri Skírnissyni
véltæknifræðingi. - Hér birtist rétta
myndin - af Sigurði Þráinssyni garð-
yrkjubónda. - DV biðst afsökunar á
mistökunum.
Ný blóma- og gjafavöruverslun, Is-Blóm, hefur verið opnuð að Háaleitisbraut 58-60. Boðið er upp á skreytingar
við öll tækifæri og bestu gæði í blómum sem völ er á. Afskorin blóm, pottaplöntur og gjafavörur. Eigandi er
Ragnar Stefánsson.
Starfa aldraða
Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.
Laugarneskirkja: Mömmumorgunn kl.
10-12.
Tilkyimingar
Fataleiga Garðabæjar
Opið hús á laugardaginn frá kl. 14-16.
Heiðar verður á staðnum. Mikið af nýjum
fótum. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Spiluð veröur félagsvist og dansað í Fé-
lagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30.
Þöll og hljómsveit leika fyrir dansi. Hús-
iö öllum opið.
Félag eldri borgara í
Rvík og nágrenni
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Guðmund-
ur Guðjónsson stjórnar. Göngu-Hrólfar
leggja af stað frá Risinu kl. 10 laugardags-
morgun.
Eskfirðingar og Reyðfirðingar
í Reykjavík og nágrenni verða með árlegt
síödegiskafíi fyrir eldri sveitunga á
sunnudaginn kl. 15 í félagsheimilinu
Drangey, Stakkahlíð 17.
Hana-nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsgánga Hana-nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Kafíi
og meðlæti aö venju í tilefni vetrarkomu.
Breiðfirðingafélagið
Vetrarfagnaður Breiðfirðingafélagsins
verður haldinn í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, laugardaginn 22. okt. og hefst kl.
22. Allir velkomnir.
Fyrsti vetrardagur - Garða-
bæjardagur
Laugardaginn 22. okt. kl. 13-17 verður
haldinn í Garðaskóla og næsta nágrenni
sérstakur Garðabæjardagur undir yfir-
skriftinni „Fjölskyldan og bærinn okk-
ar“. Deginum er ætlað að vera vettvang-
ur fyrir bæjarbúa á öllum aldri til að
koma saman, fræðast, njóta skemmtiat-
riða og veitinga og kynnast starfsemi
ýmissa félagasamtaka og annarra aðila í
bænum. Málþing verður haldið í tveimur
málstofum, þar verður fyrirlestrar um
málefni fjölskyldunnar og fyrirlestrar
um ýmis málefni Garöabæjar. Á bóka-
safninu verða sögustundir fyrir böm og
jafnframt kynningar á bókum um sögu
Garöabæjar. Myndlistarskóiinn mun
setja upp sýningu á verkum nemenda
sinna. Aðgangur er ókeypis og eitthvað
ætti að vera viö allra hæfi.
SÁÁ-Félagsvist
Félagsvist verður í kvöld í Úlfaldanum,
Ármúla 17a kl. 20.30. Allir velkomnir.
Vegleg verðlaun og kaffiveitingar.
Laugardagskaffi
Kvennalistans
Konur í verkalýðshreyfingunm. Kvenna-
listinn býður til laugardagskaffis á
Laugavegi 17 á fyrsta degi vetrar, 22.
okt. Þar mun Ásdís Guðmundsdóttir
leiða umræðuna um konur í verkalýðs-
hreyfmgunni, en hún hefur m.a. kannað
stöðu kvenna á þingum Alþýðusam-
bandsins árin 1940-1992. Húsið er opnað
kl. 11 og eru allir velkomnir í þetta fyrsta
laugardagskafft Kvennalistans á þessum
vetri.
2001 í Undirheimum
I dag kl. 19 verða tónleikar í Undirheim-
um í Fjölbrautaskólaniun í Breiðholti og
eru þessir tónleikar liður í Unglistarhá-
tíöinni. Þar mun hijómsveitin 2001 troða
upp ásamt upphitunarhljómsveit. Að-
gangur er ókeypis éins og á öllum uppá-
komum Unglistar.
Snerruútgáfan
minnir á ljósmyndasýningu, sem stendur
nú yfir í verslun ATVR í Kringlunni,
Reykjavík. Þar eru sýndar myndir sem
prýða almanök útgáfunnar fyrir áriö
1995. Sýningin er opin alla virka daga frá
kl. 10-18.
Unglist ’94
Laugardaginn 22. október kl. 13-16:
Markaðstorg menningarinnar - blönduö
dagskrá í Kolaportinu. Kl. 22 rokktón-
leikar: Norræna tónlistarhátíðin Norden
rokkar á Tveimur vinum.
Háskólahátíð
verður haldin í Háskólabíói laugardaginn
22. okt. kl. 14 og fer þar fram brautskrán-
ing kandídata. Að þessu sinni verða
brautskráðir 186 kandidatar. Athöfnin
hefst með því að Björk Jónsdóttir sópran-
söngkona og Svana Víkingsdóttir píanó-
leikari flytja nokkur lög. Því næst mun
háskólarektor, Sveinbjöm Björnsson,
ávarpa kandídata og ræða málefni Há-
skólans. Deildarforsetar afhenda kandíd-
ötum prófskirteini. Að lokum syngur
Háskólakórinn nokkur lög undir stjóm
Hákonar Leifssonar.
Regnboginn
í dag frumsýnir Regnboginn bandarísku
kvikmyndina Pulp Fiction eða Reyfara.
Þessi nýjasta mynd hins umdeilda leik-
stjóra og handritshöfundar Quentin Tar-
antinos hefur vakið gríðalega athygli og
hrifsaði til sin Guilpálmannn á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Myndin segir
í raun þrjár sögur af nokkmm lítilsigld-
um persónum í kvikmyndaborginni
Hollywood og allar fléttast sögurnar sam-
an í tíma og rúmi. Mikill stjömufans
kemur fram í Pulp Fiction, þ. á m. John
Travolta, Samuel L. Jackson, Bruce Will-
is, Harvey Keitel, Christopher Walken,
Uma Thurman, Rosanne Arquette að
ónefndum Tarantino sjálfmn.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
SNÆDROTTNINGIN
ettir Evgeni Schvartz
Byggt á ævintýri H.C. Andersen
Frumsýning mvd. 26/10 kl. 17.00,2. sýn.
sud. 30/10 kl. 14.00,3. sýn. sud. 6/11 kl.
14.00.
VALD ÖRLAGANNA
eftir Giuseppe Verdi
Föd. 25/11, uppselt, sud. 27/11, uppselt.
Þrd. 29/11, nokkur sætl laus, föd. 2/12,
uppselt, sud. 4/12, nokkur sætl laus, þrd.
6/12, laus sæti, fld. 8/12, nokkur sætl laus,
Id. 10/12, örfá sæti laus.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Á morgun, nokkur sæti laus, fid. 27/10,
fid. 3/11, uppselt, föd. 4/11, fid. 10/11, upp-
seit.ld. 12/11.
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Dale Wasserman
í kvöld, föd. 28/10, laud. 29/10, Id. 5/11,
föd. 11/11.
Litla sviðið kl. 20.30.
DÓTTIR LÚSÍFERS
eftir William Luce
Á morgun, uppselt, föd. 28/10, upp-
selt, Id. 29/10, fid. 3/11, Id. 5/11.
Smiðaverkstæðið kl. 20.00
SANNAR SÖGURAF
SÁLARLÍFISYSTRA
eftir Guðberg Bergsson í leikgerð
Viðars Eggertssonar.
I kvöld, uppselt, föd. 28/10, uppselt, Id.
29/10, Id. 5/11, sud. 6/11.
Miðasala Þjóðleikhusslns er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýningardaga. Teklð á
móti simapöntunum alla virka daga frá
kl. 10.00.
Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00.
Símil 12 00-Greiðslukortaþjónusta.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna-
búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir.
Stofnun Árna Magnússonar
Kynnrng Flateyjarbókar á vegum Stofn-
unar Árna Magnússonar á íslandi. Laug-
ardaginn 22. okt. kl. 14-18 verður Árna-
stofnun með handritasýningu þar sem
m.a. verður sýnd Flateyjarbók, en hún
hefur ekki verið á almennum handrita-
sýningum mörg undaníarin ár. Jafn-
framt veröur handritið kynnt með þrem-
ur stuttum fyrirlestrum kl. 16.30 í stofu
201 í Ámagarði. Sérstakt tilefni til að
kynna Flateyjarbók nú er að yngsti text-
inn í upphaflegum hluta bókarinnar er
annáll sem endar áriö 1394 - þannig að
Flateyjarbók er nú sex alda gömul.
Iðnnemasamband íslands
í dag kl. 16 verður 52. þing Iðnnemasam-
bands íslands sett í Rúgbrauðsgerðinni,
Borgartúni 6. Við þingsetningu munu
Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráð-
herra, Benedikt Davíðsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, og Sigurður
Gunnarsson, stjórnarformaður Félags-
íbúða iðnnema, flytja ávörp. Yfirskrift
þingsins aö þessu sinni er „Eru hags-
munir iðnnema tryggðir innan sveitarfé-
laga?“ og mun það verða aðalmál þings-
ins. Á laugardeginum hefst þingið kl. 9
með umræðum um drög að ályktunum.
Á sunnudeginum kl. 12 verður fram hald-
ið umræðum um ályktanir og þær að lok-
um afgreiddar og ný stjórn kosin.
Fundir
Landsfundur jafnréttisnefnda
sveitarfélaga
Dagana 21. og 22. október verður haldinn
í Ráðhúsi Reykjavíkur landsfundur jafn-
réttisnefnda sveitarfélaga og námskeið til
undirbúnings starfi á nýbyrjuðu kjör-
timabili. Að fundinum standa Jafnréttis-
nefnd Reykjavíkur, Jafnréttisráð og
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Markmið þessa fundar, sem er annar
landsfundur jafnréttisnefnda, er að efla
samstarf nefndanna og þeirra aðila sem
málið varðar, að miðla reynslu og veita
nýskipuðum fullti-úum ffæðslu.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Litlasviðkl. 20.00
ÓSKIN (G ALDR A-LOFTU R)
ettir Jóhann Sigurjónsson
Laugard. 22. okt.
Sunnud. 23. okt.
Þriðjud. 25. okt., uppselt.
Fimmtud. 27. okt., örfá sæti laus.
Föstud. 28. okt., fáein sætl laus
Laugard. 29. okt.
Flmmtud. 3. nóv., uppselt.
Föstud. 4. nóv., örfá sæti laus.
Laugard. 5. nóv.
40. sýn. fimmtud. 10. nóv., örfá sæti laus.
Föstud. 11.nóv.
Stóra sviðkl. 20.
LEYNIMELUR13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil
Thoroddsen og Indriða Waage.
Laugard. 22/10, fáein sæti laus, föstud.
28/10, fáein sæti laus, laugard. 29/10, fáein
sæti laus.
Stóra svið kl. 20.
HVAÐ UM LEONARDO?
ettir Evald Flisar.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson.
Búningar: Aðalheiöur Alfreðsdóttir.
Lýsing: Elfar Bjarnason.
Leikhljóð: Baldur Már Arngrimsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikarar: Ari Matthíasson, Bessi Bjarna-
son, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Magnús Ólafs-
son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, María
Sigurðardóttir, Pétur Einarsson, Soffia Jak-
obsdóttir, Valgerður Dan, Vigdis Gunnars-
dóttir, Þorsteinn Gunnarsson, ÞórTulinius.
Frumsýning í kvöld, uppselt, 2. sýn.
sunnud. 23. okt., grá kort gilda, fáein sæti
laus, 3. sýn. miðv. 26/10 rauð kort gllda,
örfá sæti laus, 4. sýn. fimmtud. 27/10, blá
kort gilda, örfá sæti laus.
Miðasala er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða-
pantanir I sima 680680 alla virka daga
frá kl. 10-12.
Munið gjafakortin, vinsæl
tækifærisgjöf.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús
Leikfélag Akureyrar
KARAMELLUKVÖRNIN
KVORNIN
Gamanleikur með söngvum fyrir
allafjölskyiduna!
Laugard. 22. okt. kl. 14, örfá sæti laus.
Sunnud. 23. okt. kl. 14.
Þriðjud. 25. okt. kl. 17, örfá sæti laus.
BAR PAR
Tveggja manna kabarettinn sem
sló í gegn á síðasta leikári!
Sýnt í Þorpinu, Höfðahlíð 1
Laugard. 22. okt. kl. 20.30. Uppselt.
60. sýning föstud. 28. okt. kl. 20.30.
Laugard. 29. okt. kl. 20.30.
TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI!
Sala aðgangskorta
stendur yfir!
Miðasala i Samkomuhúsinu er opin
alla virka daga nema mánudaga kl.
14-18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu. Sími 24073. Simsvari tekur við
miðapöntunum utan afgreiðslutíma.
Greiðslukortaþjónusta.
Kúba á tímum vaxandi
heimsátaka
Vináttufélag íslands og Kúbu og Mál-
fundafélag alþjóðasinna standa að fundi
um Kúbu á tímum vaxandi heimsátaka
laugardaginn 22. október kl. 15 á Litlu-
brekku, bak við veitingahúsið Lækjar-
brekku. Nýr sendiherra Kúbu á íslandi,
Martin Mora, verður gestur fundarins.
Öllum er heimill aðgangur.