Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
Afmæli__________________
Bjami V. Guðmundsson
Bjarni Valgeir Guðmundsson for-
setabílstjóri, til heimilis að Jörfa á
Álftanesi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Bjarni fæddist í Reykjavík en ólst
upp í foreldrahúsum á Fjalli í Sæ-
mundarhlíð í Skagaflrði til tólf ára
aldurs og síðan á Botnastöðum í
Svartárdal í Húnavatnssýslu.
Bjami flutti til Reykjavíkur 1951,
hóf nám í bifvélavirkjun, lauk
sveinsprófl í þeirri iðngrein og starf-
aði síðan við greinina í tuttugu og
þrjú ár. Hann hóf störf hjá forseta-
embættinu 1980 og hefur starfað þar
síðan.
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 24.5.1958 Maríu
Birnu Sveinsdóttur, f. 18.3.1936, full-
trúa hjá Pósti og síma. Foreldrar
hennar: Sveinn Erlendsson, b. á
Breiðabólstöðum á Álftanesi, og
k.h., Júlíana K. Björnsdóttir hús-
freyja.
Börn Bjarna og Maríu eru Sveinn
Bjarnason, f. 16.7.1957, verkamaður,
búsettur á Jörfa; Salbjörg,f. 11.4.
1966, sölumaður, búsett á Áiftanesi
og á hún tvö börn, Óskar Örn Þór-
hailsson, f. 22.7.1986, og Júlíönu
Kristbjörgu Þórhallsdóttur, f. 30.1.
1989; Anna María, f. 22.4.1969, hús-
móðir í Reykjavík, gift Jónasi Þóris-
syni húsasmið og eiga þau eina dótt-
ur, Marey Jónasdóttur, f. 8.10.1993.
Bræður Bjarna: Óskar Guð-
mundsson, f. 1930, d. 1956, prentari
i Reykjavík; Gunniaugur Guö-
mundsson, f. 1942, múrarameistari
á Álftanesi; Jón Eyjólfur Guð-
mundsson, f. 1944, húsasmíöameist-
ari í Ástrahu.
Foreldrar Bjarna voru Guðmund-
ur Jónsson, f. 6.3.1904, nú látinn,
bóndi á Botnastöðum og síðast
starfsmaður Pósts og síma í Reykja-
vík, og k.h., Anna Guðrún Bjarna-
dóttir, f. 29.12.1910, nú látin, hús-
freyja.
Ætt
Guðmundur var bróðir Þórðar,
afa Þórarins Tyrfingssonar yfir-
læknis, og bróðir Helgu, ömmu
Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ.
Guðmundur var sonur Jóns, skálds
á Háreksstöðum, bróður Guðrúnar
skáldkonu, Sæmundar, guðfræð-
ings og skálds og Jóhanns, alþm. í
Sveinatungu, fóður Guðmundar,
bæjarfulltrúa í Reykjavík, afa
Sveins Rúnars læknis og Óttars Fel-
ix framkvæmdastjóra Haukssona.
Jón var sonur Eyjólfs, skálds og
hreppstjóra í Sveinatungu Jóhanns-
sonar, og Helgu Guðmundsdóttur,
b. á Sámsstöðum, bróður Sigurðar,
afa Jóns Helgasonar, skálds og pró-
fessors. Meðal annarra bræðra Guð-
mundar voru Jónas og Gísh, afar
Steins Dofra ættfræðings. Guð-
mundur var sonur Guðmundar,
ættfóður Háafellsættarinnar Hjálm-
arssonar. Móðir Helgu var Guðrún
Þorsteinsdóttir, b. á Hallkelsstöð-
um, Hjálmarssonar.
Móðir Guðmundar á Botnastöðum
var Ragnhildur Þórðardóttir, b. á
Brekku, Jónssonar, ogHalldóru Tí-
motheusdóttur.
Anna Guðrún var dóttir Bjama,
smiðs í Glæsibæ í Skagaflrði, bróður
Sigurlaugar, móður Jakobs Bene-
diktssonar orðabókaritstjóra. Önn-
ur systir Bjarna var Hallfr íður,
amma Stefáns Guðmundssonar
alþm. Bjarni var sonur Sigurðar, b.
á Stóra-Vatnsskarði, bróður Stefáns,
afa Stefáns íslandi, og bróður Jóns,
langafa Ingibjargar, móður Bjama
Dags dagskrárgerðarmanns. Sig-
urður var sonur Bjarna, skyttu í
Sjávarborg, Jónssonar, hreppstjóra
í Álftagerði, Bjarnasonar. Móðir
Sigurðar var Guðrún Þorsteinsdótt-
ir, hreppstjóra og skálds á Reykja-
völlum, Páissonar, bróður Sveins
landlæknis. Móðir Bjarna var Sal-
björg Sölvadóttir, b. á Steini, Ólafs-
sonar.
Móðir Önnu Guðrúnar var Val-
gerður, systir Árna Hafstað, afa
Bjarni Valgeir Guðmundsson.
Árna Hjartarsonar jarðfræðings og
Árna Árnasonar, ritstjóra hjá
Námsgagnastofnun. Valgerður var
dóttir Jóns, hreppstjóra og dbrm. á
Hafsteinsstöðum, Jónssonar, hrepp-
stjóra á Hóli, Jónssonar. Móðir Jóns
var Sigríður Magnúsdóttir, hrepp-
stjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal,
Ásmundssonar. Móðir Valgerðar
var Steinunn, systir Páls, hrepp-
stjóra á Ysta-Mói, og Sveins, hrepp-
stjóra á Felh, dóttir Árna, hrepp-
stjóra á Ysta-Mói, Þorleifssonar.
Bjarni tekur á móti gestum í hátíð-
arsal íþróttahúss Bessastaðahrepps
íkvöldkl. 20.00.
Fólk í fréttum
Pétur Þorsteinsson
Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á
Kópaskeri, er frumkvöðull að - og
einn af stjórnendum íslenska
menntanetsins, tölvunetkerfis sem
langflestir íslenskir skólar eru
tengdir við. Eins og fram kom í
DV-frétt í gær hefur kerfið fengið
lofsamlega umflöllun í nýlegri
skýrslu framkvæmdastjórnar ESB.
Starfsferill
Pétur fæddist á Daðastöðum í
Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu
og ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA1970, stundaði nám í
líffræði, sögu og félagsfræði við HÍ
1970-71, stundaði réttindanám við
KHÍ1980-90 og lauk þaðan prófi
1990.
Pétur var skólastjóri Barnaskól-
ans í Grímsey 1971-72, kennari við
Barna- og unglingaskólann á Rauf-
arhöfn 1972-74, bóndi á Daðastöðum
jafnhliða kennslu 1972-82, kennari
við Miðskólann í Lundi í Öxarfirði
1975-78 og skólastjóri Grunnskólans
á Kópaskeri frá 1979.
Pétur hefur kennt á námskeiðum
á vegum KHÍ og Fræðsluskrifstofu
Norðurlands eystra. Hann átti
frumkvæði að stofnun Imbu, Tölvu-
miðstöðvar skóla á Kópaskeri sem
starfrækt var 1988-92 og síðan ís-
lenska menntanetsins og er nú einn
af stjórnendum þess.
Pétur starfaði í Fylkingunni um
árabil og sat í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins 1983-87.
Fjölskylda
Systkini Péturs eru Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 10.6.1938, þýðandi og
kennari hjá Námsgagnastofnun,
kvæntur Bríeti Héðinsdóttur; Val-
gerður Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f.
18.8.1945, ritari við Landsbanka ís-
lands, gift Árna Scheving tónlistar-
manni.
Foreldrar Péturs: Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 24.7.1909, d. 20.2.1976,
hreppstjóri á Daöastööum, og k.h.,
Ólína Bjarney Pétursdóttir, f. 25.12.
1907, húsfreyja.
Ætt
Þorsteinn var sonur Þorsteins,
hreppstjóra á Daöastöðum, Þor-
steinssonar, hreppstjóra á Daöa-
stöðum, Þorsteinssonar, b. á Hafra-
fellsstöðum, Þorsteinssonar. Móðir
Þorsteins og amma Péturs var Petr-
ína, systir Halldóru, móður Hólm-
gríms, prests á Raufarhöfn, Þor-
steins, b. á Vogi, og Jóhanns tón-
skálds Jósepssona (Ormarslóns-
bræðra). Önnur systir Petrínu var
Jóhanna, móðir Lárusar Pálssonar
leikara. Petrína var dóttir Þorgríms,
b. á Ormarslóni, bróður Jónasar, afa
Þorkels Jóhannessonar háskóla-
rektors. Annar bróðir Þorgríms var
Kristinn, afi Níelsar Árna Lund,
deildarstjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu og varaþingmanns. Þor-
grímur var sonur Kristjáns, b. í
Leirhöfn á Sléttu, Þorgrímssonar,
b. í Hraunkoti, Marteinssonar. Móð-
ir Kristjáns var Vigdís Hallgríms-
dóttir, ættföður Hraunkotsættar-
innar, Helgasonar. Móðir Petrínu
var Hólmfríður Pétursdóttir, b. á
Oddsstöðum á Sléttu, Jakobssonar,
hreppstjóra og alþm. á Breiðumýri,
Péturssonar, hreppstjóra á Stóru-
Laugum, Jakobssonar. Móðir Hólm-
fríðar var Margrét, systir Þórunnar,
ömmu Gunnars Gunnarssonar
skálds. Margrét var dóttir Hálfdán-
ar, b. á Oddsstöðum, bróður Stef-
áns, langafa Einars Benediktssonar
skálds. Hálfdán var sonur Einars,
prests í Sauðanesi, Árnasonar, og
Margrétar Lárusdóttur Scheving,
systur Jórunnar, ömmu Jónasar
Hallgrímssonar skálds.
Bróðir Óhnu Bjarneyjar var
Bjarni, faðir Péturs, alþm. og
fræðslustjóra á Vestflörðum. Ólína
Bjarney er dóttir Péturs, skipstjóra
á Bíldudal, Bjarnasonar, og Valgerð-
Pétur Þorsteinsson.
ar Kristjánsdóttur, skipasmiðs á
Bíldudal, Kristjánssonar, b. á Veðr-
ará, Vigfússonar. Móðir Kristjáns á
Veðrará var Þórkatla Ásgeirsdóttir,
prests í Holti, Jónssonar, bróður
Þórdísar, móður Jóns Sigurðssonar
forseta. Móðir Þórkötlu var Rann-
veig Matthíasdóttir, stúdents í Vig-
ur, Þórðarsonar, ættföður Vigur-
ættarinnar, bróður Ingibjargar, föð-
urömmu Jóns forseta. Þórður var
sonur Ólafs, lögsagnara á Eyri og
ættföður Eyrarættarinnar, Jóns-
sonar.
Uppboð á lausafjármunum
Eftirtaldar bifreiðar og dráttarvélar verða boðnar upp við lögreglustöðina á
Hvolsvelli föstudaginn 28. október nk. kl. 15.30:
LV-352 GR-347 P-768 X-3369 X-2900 Ö-9375 R-68192
N-139 ZK-535 ZM-551 KI-621 BG-410
Einnig: Ámoksturstæki, AALÖ árg. 1991. Uppþvottavél, gufuofn og 5
hausa gaseldavél.
Vænta má að greiðsla v§rði áskilin við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU
LiTTi
Vinningstölur
19. okt. 1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n6afe 2 24.180.000
Tm% 5 af 6 tffl+bónus 0 1.440.181
RH 5 af 6 4 63.677
EH 4 af 6 204 1.986
3 af 6 Ca+bónus 841 206
fljirinniniur fór til Noregs ogSvíþjódar
Aðaltölur:
7) (23) (26)
BÓNUSTÖLUR
(s)@@
Heildarupphaeð þessa viku
50.633.279
áísi, 2.273.279
UPPLY8INGAR, SlMSVARI 81- 88 15 11
LUKKULlNA 9B 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYHIRVARA UM PRENTVILLUR
80 ára
Jóna Erlingsdóttir,
Norðurbrún 1, Reykjavík.
75ára
GuðmundurBrynjólfsson,
Hlöðutúni, Stafholtstungnalireppi.
Sigríður Bj arnadóttir,
Skálabrekku 19 A, Húsavík.
Kona Hilmars er Ágústa Guð-
bjartsdóttir,
Þautakaámóti
gestum i Snar-
fara, félags-
heimilisport-
bátaeigenda við
Elliðanaust,
laugardaginn
22.10. kl. 18.00-
20.00.
Judith tekur á móti gestum í safn-
aðarheimih Fella- og Hólakirkju,
Hólabergi 88, laugardagiim 22.10.
kl. 15.00-19.00.
Valgeir Sigurðsson,
Vesturgötu 26, Akranesi.
40 ára
Andrés Jóhannsson,
Þrastarhólum 10, Reykjavík.
Hallgrimur Ólafsson,
Dalbraut 29, Akranesí.
Reynir Guðbjartsson,
Kjarlaksvöllum, Sauxföæjarhreppi.
Hilmar Þorbjörnsson,
aðstoöaryfirlögregluþjónn og
formaður Snarfara,
Engjateigi 17, Reykjavik, verður
sextugur á sunnudaginn.
Eyjólfur Guðmundsson,
bifVélavirkjameistari,
Engjaseli 11, Reykjavík.'
Eiginkonahans
erEygló
Ebenesersdótt-
ir.
Þau taka á móti
gestumíKiw-
anishúsinu,
Smiðjuvegil3
A, Kópavogi,
millikl. 17.00 og
19.00 ídag.
Judith E. Christiansen,
Orrahólum 7, Reykjavík.
Steinunn Skúladóttir,
Dalatanga 2, Mosfehsbæ.
Guðrún Jónsdóttir,
Lyngbergi 23, Hafnarfirði.
Sigurjón R. Grétarsson,
Háaleitisbraut 153, Reykjavík.
Ingibjörg Ingólfsdóttir,
Seilugranda 3, Reykjavík.
Elna Katrín Jónsdóttir,
Vesturgötu 33 B, Reykjavík.
Sigurður Hreinn Jónasson,
Njarðarholti4, Mosfellsbæ.
Sigurður Hreinn er erlendis.
Arnar Grétar Pálsson,
Móatúni 9, Tájknafiröi.
Ingvar Benedikt Ástmarsson,
Holtabrún 8, Bolungarvík.
Gísli Einarsson,
Smáratúni 11, Keilavík.