Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994. 4 4 4 Rjúpnaskyttur skutu hreindýr Lögreglan á Egilsstööum handtók í gær tvo menn fyrir ólöglegar veiðar á hreindýri. Mennirnir voru á rjúpnaveiöum og gistu í sumarbú- staö á Fljótsdal. Lögreglunni barst tilkynning um að mennirnir, sem eru aðkomu- menn, heföu skotið hreindýr og var fariö á staðinn og máliö kannaö. í ljós kom aö nýskotið hreindýr var á staönum. Lögreglan lagði hald á veiöiriffil og kjötið. Mennirnir viöur- kenndu viö yfirheyrslur að hafa skotiö dýrið. Hreindýraveiðitíman- um lauk 15. september síðastliðinn. Rafmagnsspennir féll: Kanna PCB- meng- un vegna olíuleka íOddsskarði „Það er PCB á sumum þessara spenna. Við eigum eftir að kanna hvort um slíkt hafi verið að ræöa í þessu tilviki," sagði Magnús Péturs- son, rafveitustjóri á Eskifiröi, í sam- tali við DV í morgun. Spennir, sem notaður var fyrir skíðasvæðið og göngin um Odds- skarð, féll niður af búkkum þar sem hann beiö flutnings með þeim afleið- ingum að olía lak af honum. Verið var að skipta um spenni en rigning er m.a. talin hafa orsakað fallið. Þegar DV fór í prentun var verið að kanna umfang olíulekans og hvort PCB-efni hefði verið í spennaolíunni. Magnús sagðist ekki geta sagt til um hve mikið magn af olíu hefði verið í spenninum, slikt væri mjög mismun- andi. í þessu tilfelli hefði verið um tiltölulega lítinn spenni að ræöa. Suöureyri: Selja 80 pró- sent af kvót- amim burt „Við höfum sagt upp um 40 manns vegna fyrirsjáanlegs hráefnisskorts eftir 1. desember þegar krókabátarn- ir fara í lögbundið veiöibann," segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Freyja hefur átt í rekstrarerfiðleik- um undanfarin ár og samningar um sölu á Sigurvon eina bát fyrirtækis- ins eru komnir á lokastig. Með bátn- um fara um 80 prósent af kvóta Súg- firðinga af staðnum og þá hefur fyrir- tækið ekki á neinu að byggja nema afla krókabátanna sem verða að • stoppa frá 1. desember til 1. febrúar. LOKI Þýðir þetta að grunnur grunnskólans sé andlega alkalískemmdur? Tollgæslan á Vellinum gómar burðardýr: Þrír í haldi efftir amfeta mínsmygl • / Fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavikurflugvelli fann í fyrra- kvöld 313 grömm af amfetamíni á karlmanni á fertugsaldri. Maður- inn var að koma frá Lúxemborg þegar grunsemdir vöknuöu um að hann hefði efnið innanklæða og var málið sent ávana- og fikniefnadeild lögreglunnar. Að sögn Kristjáns Inga Kristjáns- sonar, lögreglufúlltrúa og yfir- manns fíkniefnadeiidar, lék grunur á að maðurinn væri einungis burð- ardýr, það er að hann væri einung- is að flyfja efnið gegn greiðslu, og var því krafíst gæsluvarðhaldsúr- skurðar yfir honum. Héraðsdómur féllst síðan á 8 daga varðhald. Tókst að knýja fram játningu hjá manninum og að sögn Kristjáns var síðan farið síðdegis i gær og rúmlega þrítugur maður handtek- inn í Kópavogi og annar maður sem var í för með honum. Sá þrítugi er grunaður um aö hafa fjármagnað kaupin en þáttur hins er í rann- sókn. Mennirnir voru handteknir á þeim stað þar sem burðardýriö átti að afhenda efnið og fá greitt fyrir viðvikið. Nokkuð víst er að krafíst verði gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim þrítuga sem handtekinn var í Kópavogi en samkvæmt upplýs- ingum DV útiloka rannsóknaraðil- ar málsins ekki að fleiri tengist því. Báðir mennimir hafá áöur komið við sögu lögreglu. Um er að ræða samvinnuverkefni fíkniefnadeild- ar Tollgæslunnar á Keflavíkurflug- velli og ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar. Börnin i Hafnarfirði njóta þess að náttúran er bæði fögur og hrikaleg innan bæjarmarkanna. Ufið hraunið tekur á sig hinar fjölbreytilegustu myndir í barnshuganum þannig að hvert skref er sem ferð um heim ævintýranna. Mynd- in er tekin á Viðistaðatúninu og eins og sjá má kunna börnin að vel að meta umhverfið. DV-mynd GVA Veðriðámorgun: Víða all hvasst Á morgun verður norðlæg átt, víða allhvasst. Slydda eða rigning á Noröur- og Austurlandi en úr- komulaust suðvestanlands. Hiti 0-7 stig, hlýjast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Þjóðhættu- lega lélegir grunnskólar? „Það hafa nýlega komið út skýrslur um framhalds- og grunnskólastigið. í þessum skýrslum kemur fram að það er hreint ótrúlega hátt hlutfall nemenda sem ekki nær lágmarksár- angri á grunnskólaprófi. Það er Mka vitað að árangur milli skóla er afar mismunandi. Það er vel varöveitt leyndarmál og ekki gefið upp gagn- vart foreldrum hver árangur skól- anna er. Þannig að kerfið í dag vinn- ur gegn samanburði, vinnur gegn samkeppni og skilar langt í frá þvi sem það ætti að geta skilað,“ segir Þórarinn V Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, um grunnskóla- kerfið í landinu. Á ráðstefnu sem haldin var í gær sagði Þórarinn grunskólana vera „þjóðhættulega lé- lega.“ Veigamesta skýringin að mati Þór- arins er að allt of litlir peningar séu settir í grunnskólana af hinu opin- bera. „Við leggjum of lítið til grunn- skólanna og fáum allt of lítið út úr þeim. Það vantar annað launakerfi til kennara. Umbuna þarf þeim kennurum sem ná bestum árangri." Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri Valhúsaskóla á Seltjamamesi, sagði við DV að þetta væri kjaftæði í Þór- arni. „Hann hefur engin tök á að dæma skólakerfið. Miðað við mjög lítið framlag hins opinbera miðað við önnur lönd þá erum viö með nokkuð góða skóla hérlendis. Launakerfi kennara er það sem er hættulega lé- legt,“ sagði Ólafur. Vanaf astir inn- brotsþjófar Tilraun var gerð til innbrots í Björnsbakarí við Hringbraut í morg- un. Er þetta í 9 skipti sem reynt er að brjótast inn eöa brotist hefur ver- ið inn í bakaríið á skömmum tíma. Átt hafði verið við hurð á bakaríinu og unnar skemmdir á henni. Þjófarn- ir komust þó ekki inn og var enginn handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang í morgun. Félagsmálaráöherra: Les skýrsluna „Eg hef ekki séð þessa skýrslu og 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 get ekki lagt neitt mat á hana en ég les hana vafalaust. Ég tel ólíklegt og ekki í samræmi við venjur að fram- kvæmdastjóri listahátíöar hafi getað gengið í sjóði bæjarins," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson félagsmála- ráðherra í morgun um nýkynnta endurskoðunarskýrslu um fjármál Listahátíðar Hafnarfjarðar. -sjábls.5 4 4 NITCHI SKAFTTALÍUR Suduriandsbraut 10. S. 686499. 4 4 4 4 á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.