Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 •
Fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson í utandagskrárumræðum á Alþingi:
Vantraust á Guðmund
Árna segi hann ekki af sér
- eða ef forsætisráðherra biðst ekki lausnar fyrir hann
„Mér þykir dapurlegt aö þurfa aö
segja það að þetta mál er komið á þá
endastöö að annaðhvort verður
hæstvirtur félagsmálaráðherra á
næstu dögum að sjá sóma sinn í því
að biðjast sjálfur lausnar eða hæst-
virtur forsætisráðherra verður að
taka þá ákvörðun fyrir hann. Ég tel
rétt að gefa þeim tveimur nokkra
daga til þess að velta þvi máli fyrir
sér. Gerist hvorugt þá vil ég lýsa því
yfir hér að ég mun beita mér fyrir
umræðum meðal þingmanna um
flutning sérstakrar vantrauststillögu
á hæstvirtan félagsmálaráöherra,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson al-
þingismaður í lok utandagskrárum-
ræðu á Alþingi í gær.
Ólafur Ragnar bað um utandag-
skrárumræðuna vegna ummæla
Guðmundar Árna Stefánssonar í
sjónvarpinu á dögunum þegar hann
ræddi þar viö Magnús Jón Árnason,
bæjarstjóra í Hafnarfirði. Ólafur
Ragnar og flestir þingmenn stjómar-
andstöðunnar sögðu aö þar hefði
Guðmundur Árni sem félagsmála-
ráðherra hótað Magnúsi sem bæjar-
stjóra. Inn í umræöuna fléttuðust svo
ýmis önnur umdeild mál sem snerta
Guðmund Árna. Ólafur Ragnar
spurði forsætisráðherra um álit hans
á hótuninni og einnig hvort Guð-
mundur Árni gæti áfram gegnt emb-
ætti félagsmálaráðherra.
„Ég get tekið undir það að þessi
ummæli, eins og þau birtast þama,
eru óheppileg og það má misskilja
þau. Ég hef hins vegar rætt við
hæstvirtan félagsmálaráðherra og
hann hefur fullvissað mig um það
að þaö hafi ekki vakað fyrir honum
að neinu leyti að hafa í hótunum við
bæjarstjórann sem í þættinum með
honum var. Hann var að beina þvi
til bæjarstjórans að nú skyldu menn
horfa fram á veginn og horfa til
þeirra fjölmörgu mála og viðfangs-
efna sem við væri að glíma í framtíð-
inni,“ sagði Davíð Oddsson meðal
annars í svari sínu.
Hann sagði ennfremur að ef til þess
kæmi að bæjarstjórn Hafnarfjarðar
myndi óska eftir því að félagsmála-
ráðuneytið gerði athugun á einstök-
um þáttum í rekstri þess gerði hann
ráð fyrir því að félagsmálaráðherra
myndi vikja sæti og annar ráðherra
yrði skipaöur til að fjalla um þau
mál.
Guðmundur Árni sagði að ef menn
skildu ummæli sín í sjónvarpinu sem
hótun þá væri það alrangt. Hann
sgðist vilja undirstrika það mjög
ákveðið að svo væri ekki.
Fjölmargir þingmenn tóku til máls.
Það vakti hins vegar athygh að
hvorki formaður Alþýðuflokksins né
nokkur þingmaöur hans tók til máls.
Stuttar fréttir
Dönskukvótinn búinn
Tugir dönskunema í Austur-
bæjarskóla hafa ekki fengið bæk-
ur í greininni þvi kvóti skólans
hjá Námsgagnastofnun er full-
nýttur. Mbl. greindi frá þessu.
Yfirtakaámarkaði
Forsvarsmenn Áburðarverk-
smiðjunnar hafa að undanfórnu
átt í viöræðum viö norska fyrir-
tækið Nordísk Hydro um að þeir
taki yfir áhurðarmarkaðinn hér
á landi. Stöð tvö skýrði frá þessu.
Riðavelduráfalii
Farga veröur rúmlega 600 kind-
um aö bænum Ytri-Löngumýn í
Húnavatnssýslu vegna riðu. RÚV
hafði eftir Birni Björnssyni
bónda að þetta væri mikið áfall.
Lánívanskilum
Um 13% þeirra sem skulda hús-
næðis- og húsbréfalán eru i van-
skilum með lánin. Skv. MbL eru
flestir í vanskilum innan felags-
lega kerfisins.
Þessir hressu nemendur í Fjölbrautaskólanum vió Ármúla hófu að leika maraþon í hádeginu í gær og voru enn
að þegar DV fór í prentun í morgun. Ætlunin er að Ijúka þessum maraþonkörfubolta í hádeginu. Alls 30 ung-
menni taka þátt í leiknum en markmiðið er að safna fé í ferðasjóð útskriftarnema. DV-mynd BG
Stuttar fréttir
Húsaleigu-
bótum hafnað
Akraneskaupstaður, Akur-
eyrarhær og Kópavogsbær ætla
ekki að greiða húsaleigubætur á
næsta ári.
Hafnfirðingar fá hins vegar
bæturnar til reynslu í eitt ár.
RÚV gi-eindi frá þessu.
Þörfánýjum
leikskólum
Fjölga þarf leikskólum í
Reykjavík um allt að 20 á næstu
4 árum til að mæta eftirspurn.
Mest er þörfin í Grafarvogi og
elsta hluta austurbæjar. Sjón-
varpið greindi frá þessu.
Rækjuveiðar
ábatasamar
Á síðasta ári var útgerð frysti-
togara rekin með 11% hagnaði en
ísfisktogarar voru reknir með 5%
tapi. Veiðar og vinnsla rækju er
talin skila 13% tíagnaði. Mbl.
greindi frá þessu.
Viðræðuslit borgarinnar:
Guðrún gerir þetta
persónulega og upp
á eigin spýtur
- segir Gunnar Jóhann Birgisson
félögin greiða 600 miUjónir í At-
Hæstiréttur dæmir í hrottafengnu líkamsárásarmali:
Fórnarlambið
missti sjón
á öðru auga
- árásarmaöurinn dæmdur í 9 mánaöa fangelsi
„Ég lýsi furðu minni yfir þessum
vinnubrögðum og veit ekki í hverra
umboði Guörún Ágústdóttir er aö
skrifa þetta bréf. Það hefur ekki ver-
ið fjallað um þetta bréf í borgarráði,
það var ekki fjallað um það innan
borgarstjómar og ekki í nefndinni.
Ég lít þannig á að hún sé að gera
þetta persónulega og upp á eigin
spýtur," segir Gunnar Jóhann Birg-
isson sem á sæti í framkvæmdanefnd
um Reykjavík sem reynslusveitarfé-
lag.
Gunnar Jóhann er þarna að vitna
til bréfs sem Guðrún Ágústsdóttir,
formaður neíhdarinnar, hefur ritað
félagsmálaráðherra. Guðrún til-
kynnir þar aö fifiltrúi borgarinnar
taki ekki þátt í viðræðum verkefnis-
stjómar reynslusveitarfélaganna og
formanna framkvæmdanefnda
reynslusveitarfélaganna fyrr en rík-
iö hætti við áform um að láta sveitar-
vmnuleysistryggingasjoð a næsta
ári.
„Hún viröist stíga þessi skref á eig-
in ábyrgð og án samráðs við nokkum
annan. Þetta em furðulega óvönduð
vinnubrögð í jafn mikilvægu máli og
gefur í raun tóninn um það að þessu
máh verði einfaldlega ekki siglt í
höfn undir stjórn þessa ágæta fólks.
Það er ekki hægt að blanda saman
annars vegar vinnu sem fer fram um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
og hins vegar deilum sveitarfélag-
anna við ríkisvaldiö um þaö hvort
ríkisvaldið æth að standa við gerða
samninga," segir Gunnar Jóhann.
Hann segir að svona ákvarðanir
eigi ekki að taka fyrr en að undan-
genginhi málefnalegri umræðu á
réttum vettvangi innan borgarkerf-
isins."
ÁtaksverkeM:
íslenskt,já
takkogVersl-
um heima
Senn hefst mesti verslunartími
ársins hér á landi. Um leiö fer
aftur í gang átaklð íslenskt, já
takk. Gert var hlé á þessu átaks-
verkefni í sumar eftir mikla her-
ferð síöastliöinn vetur. Aðilar að
þessu átaki eru ASÍ, BSRB, ís-
lenskur landbúnaður, Samtök
iðnaðarins og VSÍ.
í dag fer svo í gang annað átaks-
verkefhi sem nefníst Verslum
heima. Það eru kaupmenn sem
fyrir því standa og miðast átakið
við það að fá þá sem fara til út-
landa í verslunarferðir til að
versla hér heima og styðja um
leiö íslenska verslun.
íslenskar
ferjurílagi
Athugun sú er Siglingamála-
stofnun gerði á íslensku bíiaferj-
unum hefur leitt í Ijós að ekkert
er athugavert við tíúnað þeirra.
Athugunin var gerð í firamhaldi
af því að farþegafeijan Estonia
fórst í Eystrasalti.
Hæstiréttur dæmdi í gær tvítugan
Hafnfiröing í níu mánaða fangelsi,
þar af þrjá mánuði skilorðsbundna
fyrir að hafa barið tæplega þrítugan
karlmann men 840 gramma bjórkrús
í andlitið aðfaranótt 31. júlí á sein-
asta ári í Hafnarfirði. Maöurinn sem
varð fyrir árásinni missti sjón varan-
lega á öðru áuga og hlaut verulega
áverka. Sjónmissirinn varö til þess
aö hann getur ekki lengiy unnið það
starf sem hann áður sinnti.
Málavextir eru þeir aö sá sem varð
fyrir árásinni hafði afskipti af tveim-
ur ungum mönnum þar sem þeir
voru aö rífa upp tré með rótum í
miðbæ Hafnarfjarðar. Ákvað hann
að veita þeim ráðningu þar sem þeir
hlustuöu ekki á hann þegar hann baö
þá að hætta og sneri upp á hönd ann-
ars þeirra og sparkaði í rass hans.
Stuttu síðar hitti hann svo ungu
mennina aftur. Gekk annar þeirra
að honum og sló bjórkrúsinni í and-
lit hans. Skildu þeir manninn eftir í
blóði sínu í götunni en hann hlaut 9
skurði í andlitið við höggið.
Hæstiréttur telur árásina hrotta-
fengna og háskalega vegna þess að
glerkrús var notuð við verknaðinn
en vegna ungs aldurs ákærða og að-
stæðna hans að öðru leyti þótti rétt-
inum mega fresta fullnustu hluta
hins níu mánaða fangelsisdóms.
Fórnarlambinu voru dæmdar ein-
ar hæstu bætur í líkamsárásarmáli
fyrir undirrétti eða 4 milljónir.
Hæstiréttur taldi forsendur bóta-
kröfunnar ekki nógu ljósar til þess
aö dómur yrði lagöur á hana og vís-
aöi henni frá dómi. Ekki er útilokað
að til einkamáls kunni að koma þar
sem bætur verða sóttar.