Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994
Neytendur
Niðurstaða rannsóknar sænskra vísindamanna:
Tyggjó dreifir kvika-
silfri um líkamann
Þarftu aö merkja
framleiðslu þína?
Nýja línan frá Bizerba
* Strikamerking
* Miðastærö, hæð 20-300 mm
* Miðastærð, breidd 20-120 mm
* Stafastærðir, 30 tegundir
* íslenskt letur
* Minni 1 MB/8 MB hámark
* Prenthraði, hámark 100 mm/s.
* Vogatenging
* Tölvutenging RS 232 C. RS 485 PC
* Tækjastærð 283x483x183 mm
* Vörumiðaþjónusta
* Hönnun
RÖKRÁS HF.
Bildshöfða 18 - sími 671020
Engihjalla
Glæsibæ
Laugalæk
Borgarkringlu
Ekkert að óttast
„Það er rétt að þaö er talið að
kvikasilfur leysist upp og gangi út í
munnvatnið en það er í svo litlum
mæli að fólk þarf ekki aö hafa af því
neinar áhyggjur. Viðmiðunartölur
miðast við að hámark 300-500
mikrógrömm af kvikasilfri leysist
upp á dag, er þá miðað við einn mann
og fimm daga vinnuviku. Ef magnið
er undir því er fólki engin hætta
búin. í nýlegri grein í blaði Alheims-
samtaka tannlækna kemur t.d. fram
að rannsóknarmenn hafi mælt aö
u.þ.b. 2 míkrógrömm af kvikasilfri
leysist daglega upp hjá þeim sem eru
með tólf amalgamfyllingar í munni.
Samkvæmt þessu átti það að taka tíu
þúsund ár fyrir allt kvikasilfrið að
leysast upp úr þessum fyllingum,“
sagöi Sigurður Þórðarson, varafor-
maður Tannlæknafélags íslands,
þegar DV bar þetta undir hann.
Mæla með tyggjói
„Ef við tannlæknar værum óábyrg-
ir myndum við að sjálfsögðu mæla
með því að öllum silfurfyllingum
yrði skipt út svo við hefðum nóg að
gera. Staðreyndin er hins vegar sú
að þaö hefur ekki fundist neitt efni
sem getur komið í staðinn og er jafn
gott,“ sagði Sigurður. Hann sagði
tannlækna þvert á móti mæla með
tyggigúmmíi, sérstaklega því sem
innihéldi xylitol, þar sem það yki
munnvatnsflæði, lækkaði sýrustig í
munni og hreinsaði þ.a.l. tennumar.
í þessari sömu grein og Sigurður
vitnaði í kemur fram að kvikasilfur
sé hluti af daglega lífinu og sé ávallt
- ekkerttil að óttast, segir varaformaður Tannlæknafélagsins
Tyggigúmmí getur leitt til þess að
kvikasilfur úr tannfyllingum leysist
úr læðingi, breiðist út um líkamann
og safnist þar fyrir. Það er ekki inni-
haldið í tyggjóinu sem gerir þetta að
verkum heldur þaö að tyggja tyggjó.
Þetta er niðurstaða sænskra vísinda-
manna á rannsóknarstofu í Gauta-
borg sem leggur áherslu á atvinnu-
sjúkdóma og á Rannsóknarstofu at-
vinnu- og umhverfissjúkdóma í
Lundi en niðurstöður rannsókna
þeirra eru birtar í sænska dagblað-
inu Jyllands-Posten.
Vísindamennirnir voru með tvo til-
raunahópa. Annar hópurinn tuggði
a.m.k. fimm tyggjóstykki yfir daginn
í hálft ár eða meira en hinn tuggði
tyggjó í mesta lagi 1 'A tíma á viku á
sama tímabili eða alls ekkert. Allir
voru þátttakendumir með a.m.k. 15
fyllingar af amalgam í tönnunum.
Meira kvikasilfur
Niðurstaðan varð sú að kvikasilfur
mældist mun meira í blóði og þvagi
hjá þeim sem mest tuggðu heldur en
hjá hinum. Vísindamennirnir kom-
ust að þeirri niðurstöðu að kvikasilf-
ursupptakan hjá tyggjó-unnendun-
um samsvaraði u.þ.b. 'A af hæstu
markgildum fyrir starfsfólk í iðnaði.
Þá hafði löngum grunað að það að
tyggja tyggjó gæti leyst kvikasilfur
úr tönnunum en það hefur aldrei
fyrr fengist staðfest að hið uppleysta
kvikasilfur safnist upp í líkamanum
svo það mælist í þvagi og blóði. Nið-
urstöðurnar benda til þess að skýrt
samhengi sé á milli kvikasilfurs-
magns í líkamanum og fjölda tann-
fyllinga. „Það að tyggja tyggjó hefur
ekkert stórfellt heilsutjón í for með
sér en ástandið er þó engan veginn
viðunandi. Það er óþarfi að búa með
þessum hætti til uppsprettu sem eyk-
ur uppsöfnun á kvikasilfri í líkaman-
um,“ var haft eftir einum vísinda-
mannanna, dósentLars Barregaard.
Skiptar skoðanir eru um skaðsemi kvikasilfurs i tannfyilingum. Sænskir
vísindamenn telja ástandið óviðunandi en varaformaður Tannlæknafélags
íslands segir áhyggjur óþarfar. DV-mynd ÞÖK
til staðar í umhverfinu. T.d. losni 150
þúsund tonn af kvikasilfri úr læðingi
árlega við eldgos í heiminum og önn-
ur 40 þúsund tonn við kolabrennslu
og annan iðnað. Þar af leiðandi verði
maturinn sem við borðum, loftið sem
við öndum að okkur og vatnið sem
viö drekkum mengað af kvikasilfri.
Verðkönnuná
Pampers bleium
• einfaldur pakki
35*»" 650
* einungis selt í tvöföldum pakka é 1269 og 1798 krónur
4^0=1
Verökönnuná
kartöflum
— lægsta kílóverö á hverjum staö
ra
'O ro
z o
* einungis selt 12 kg pokum á 36 kr, 89 kr og 123 kr.