Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Spumingin Ætlarðu að endurbæta húsnæði þittfyrir jólin? Petra Sveinsdóttir: Já, ég ætla aö fá mér nýjar innréttingar í eldhúsið. Jörundur Þorsteinsson: Nei, ég býst ekki við því núna. Valgarður Halldórsson: Já, ég ætla að mála. Valgerður D. Sumarliðadóttir: Já, ég ætla að mála. Helga Sigurðardóttir: Nei. Magnús Guðmundsson: Nei. I i ‘ I Lesendur_______ Á að hækka leigu- gjald prestssetra? Hækki leiga prestssetra er líklegt að laun sálnahirða þurfi að aukast tals- vert, segir Konráö m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Prestssetur koma annað veifið til umræðu. Einkum vegna hinnar lágu húsaleigu er prestar greiða fyrir hús- næði sem þeim er úthlutað. Spum- ingin er hins vegar sú hver skilyrðin fyrir þessari búsetu eru. Ber prestum t.d. að sjá um viðhald eignanna af eigin launum eða kemur þar alfarið til kasta kirkjusjóðs? Samkvæmt fréttum er nú verið að skoða þessi mál og hugsanlega færa þau í annan búning. Líkleg niður- staða er að prestar muni greiða 2% af mati bústaða og 3% af mati bú- jarða og hlunninda er fylgir sumum jarðanna. Allt tal um prósentur af mati eigna og að nota þær síðan til aö reikna út húsaleigu er nokkuð sem vert er aö skoða nánar. Þessi aðferð er athugunarverð að ýmsu leyti. Einnig er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir ákveðnum stað- reyndum. Það gilda nefnilega ekki sömu lögmál á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu þegar að húsnæðismálum kemur. Það er t.a.m. ekki óalgengt að eignir á lands- byggðinni séu seldar á 50-55% af brunabótamati. Svipað gildir um leigumarkaðinn, að viðbættum hit- unar- og ljósakostnaði. Brunabóta- matið utan höfuðborgarsvæðisins er óraunhæft í dag. Því er nauðsynlegt aö skoða máhð allt. Kirkjueignir eru þar ekki undanskildar. Og annað til viðbótar: Ef leiga prestssetra hækkar um, segjum 40-50%, er ekki ólíklegt að laun sálnahirðanna þurfi að aukast tals- vert. Vart kemur til greina að kirkj- unnar þjónar þurfi aö hafa áhyggjur af því hvort þeir geti greitt húsaleig- una efiegar rafmagnsreikningana um næstu mánaðamót. Starf prests- ins felst enda í því að styrkja menn í kristinni trú og peningaáhyggjur eru einfaidlega fyrir neðan virðingu og köllun presta. Því þarf að skapa þeim viss skilyrði til að slíkt ástand skapist ekki. Það sem kirkjan á að gera er að festa einhverja ákveðna tölu sem á við um allt landið - kannski 8-10 þús. kr. Að auki mætti vel hugsa sér að hún fengi aukreitis þar sem hlunnindi fylgja. Kirkjan þarf þó fyrst af öllu að líta til uppruna síns og köllunar sinnar og forðast verður að framkvæma hluti einvörðungu til þess að friða menn eða hópa sem hátt hrópa á hveijum tíma. Stóðu ekki fyrir slagsmálum Þráinn Stefánsson skrifar: Tilefni þessara skrifa er frétt í DV 19. okt. sl. þar sem stóö: „Tuttugu nýbúar réðust á okkur“. Málið er mér skylt vegna þess að taílensk fóst- urdóttir min var stödd á Gullinu þetta kvöld. - í fyrsta lagi voru þess- ir nýbúar (leiðinlegt orðskrípi) að- eins íjórir eða fimm (16-19 ára) krakkar sem hafa aldrei staðið fyrir slagsmálum og þaðan af síður gengiö með vopn á sér. Lýsingar Birgis (í fréttinni) undirstrika einungis kyn- þáttafordóma hans og að hann hefur horft á of margar bíómyndir. Lög- reglumenn sem voru á vettvangi hafa allt aðra sögu að segja og ég legg meiri trúnað á þeirra orð. Þessir krakkar fá lítinn frið, jafnt á skemmtistöðum sem annars stað- ar, einungis vegna þess að þeir eru öðruvísi á litinn en íslenskir. Ótrú- legt hve margir íslendingar eru van- þroska á þessu sviði og þykjast fremri öðrum kynþáttum. Það er hjá- kátlegt því á þessum tímum erum við íslendingar með allt niður um okkur á alþjóðavettvangi og ættum því að líta í eigin barm í stað þess að abbast upp á fólk af öðru þjóðemi. Mikið af þessum fordómum er sprottið vegna öfundar yfir því hve þessu fólki gengur vel að fóta sig í íslensku þjóðfélagi og margt af því hefur stofnað fyrirtæki og skapað íslendingum störf. Já, það er stutt í kynþáttafordómana hér á landi þótt oft sé annað látið í veðri vaka. - En sem sé; það voru íslendingar sem réðust á nýbúana en ekki öfugt. Fyrst með svívirðingum, síðan með högg- um. Lýsingar Birgis áðumefnds era eins og teknar upp úr spennandi reyfara og eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Jón Hannesson skrifar: Ekki er allt á eina bókina lært hjá þessum stjórnmálamönnum. Og þarf ekki ráðherra eða þingmenn til. - Einn daginn, á meðan kommar og íhald vom enn í minnihluta í bæjar- stjóm Hafnarfiarðar, stigu þeir á stokk, formæltu andstæðingum sín- um og sökuðu þá um eyðslu og ósóma. Nú þegar þeir komast 1 stjómunaraðstöðu falia þeir sjálfir í hinn djúpa spillingarpytt. Núverandi meirihluti í Hafnarfirði hefur ekki legið á gagnrýni sinni á fyrrverandi meirihluta. - Á sama tíma eyöir hann um tveimur milljón- um króna í utanlandsferðir fyrir sig og eiginkonur sínar og kaupir ný borð og stóla fyrir bæjarstjómar- fundi fyrir hátt á aðra milljón króna. Búnað sem aðeins er nýttur skamm- an tíma tvisvar í mánuði. Við núverandi aðstæður ætti þaö ekki að vera bæjarfulltrúunum of- verk að sitja á gömlu stólunum við sömu borð og áður. Ekki er vitað til þess að þeir hlutir hafi látið á sjá eða séu ónothæfir. Allaballamir höfðu hátt á sínum tíma og fordæmdu kratana fyrir að leita ekki útboða en gleymdu svo sjáifir að leita útboða í umræddan búnað. íhaldiö sá um smíðina á kostnað bæjarbúa. Hefði nú ekki ver- ið nær að ljúka við útivistarsvæöið viö Álíholt eða leggja fyrirhugað fé í smiði nýs skátaheimilis, líkt og fyrir- hugað var. - Nei, má ég þá, þrátt fyr- ir allt, biðja um stjórn krata á ný, í stað kommanna og íhaldsins. Bæjarfulltrúum ætti ekki að vera ofverk að sitja á gömlu stólunum og við sömu borð og áður,“ segir í bréfi Jóns. Pólitíska svínaríið 1 Hafnarfirði: Bið frekar um kratana á ný Jarðgangagerð óraunhæf Ragnar Sigurðsson skrifar: Ég las í DV nýlega skoðana- skipti tveggja þingmanna um jarðgangagerö, annars frá Aust- urlandi, hins úr Reykjavík. - Landsbyggðarþingmaðurinn sagðist hlynntur jarögangagerð þótt menn segðu aö víð heföum ekki eíhi á slíkri framkvæmd á Austurlandi. Hinn þingmaðurinn sagði hreint út að við hefðum ekki efni á þessum framkvæmd- um í bili og taldi rétt að fresta þeim á meðan við værum að ná jafnvægi í ríkisfiármálum. Þetta eru orð að sönnu. Það er nefhi- lega ekki nóg að vera hlynntur hinum og þessum framkvæmd- um ef við höfum ekki efni á þeim. Það er furðuiegt að þeir sem auglýsa eldhúsinnréttingar, sem margar hverjar em hinar glæsi- legustu, skuli ekki hafa látið sér detta í hug að reikna þau tæki, t.d. isskáp, eldavél, viftu og vask, sem sýnd eru í innréttingunni með í heildarverðinu. Þetta auð- veldaöi ungu fólki, sem ekki hef- ur of míkla fiármuni, að átta sig á hvað heildarpakkinn í eldhúsið kostar. - Tækin þyrftu svo ekki endilega að vera þau sem við- komandi vill kaupa, heldur önn- ur dýrari eða ódýrari. En þetta gæfi auglýsingunni meira vægi sem slíkri og er algengt á erlend- um auglýsingamarkaði. Próf kjör sjálfstædis* manna á Rey kjanesi Gísli Guðmundsson hringdi: Mér sem sjálfstæðismanni hér í kjördæminu finnst meira en tími kominn á elstu þingmenn okkar hér og skora á kjósendur að veita nýju fólki brautargengi. - Ég bendi t.d. á tvær ágætar kon- ur í framboði, þær Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem er tiltölulega nýr þingmaður, og Sigurrós Þor- grímsdóttur stjómmálafræðing, og síðan má með góðri samvisku endurkjósa nafnana, þá Áma R. Árnason og Árna Mathiesen. Mér finnst að endurnýjun hér hafi átt alltof erfitt uppdráttar til þessa. Hótelíhrægamminn Bjarni Sigurðsson skrifar: Mér sárnaði að lesa frétt um að nýtt hótel og fullkomið, Holiday Inn, skuli þurfa aö leggja upp laupana og fara beint í hræ- gamminn, eins og ég vil orða þaö þegar góðar og gildar eignir em yfirteknar af bönkunum. - Þetta hótel var byggt af stórhug og bjartsýni þótt rekstrargrundvöll- ur fyrir því hafi brostið eins og víðar í þjóöfélaginu. Hætt er við að fleiri slík mannvirki fari sömu leiðina þegar haft er í huga að Holiday Inn hefur haft bestu nýt- ingu hótela hér á landi eða 90-95%. Hvernig fer þá þá fyrir minni fyrirtækjum? Grófamjöliðfrá Þorvaldseyri Edda Sigurðardóttir skrifar: Ég hef gegnum tíðina keypt og notað ýmsar tegundir af gróf- koma mjöli eða musli sem svo er kallað. Ekkert þeirra hefur nýst mér á þann hátt som ég hef vænst. Fyrir nokkrum vikum datt ég niður á tegund af grófmöl- uðu byggi sem sagt er eiga rót að rekja til Þorvaldseyrar þar sem þaö er ræktaö. Ég hef borðað þetta í súrmjólk eða jógúrt og það bregður svo við að þeir kvillar sem hafa angraö mig, þ.á m. melt- ingartruflanir, hafa skyndilega horfið. Mér þykir þetta áhrifarík nieðferð eftir ekki lengri tíma. Ég vissi svo sem að grófi mjöl er bætandi en þessi áhrif eru sann- arlega stórkostleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.