Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Page 32
F R ÉTT AS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994. Borgað undir utanaðkom- andi Stjórnarmenn listahátíðar í Hafn- arfirði misstu alla yfirsýn yfir pen- ingamál hátíðarinnar eftir að Arnór Benónýsson var ráðinn. Þetta er haft eftir Gunnari Gunnarssyni, for- manni listahátiðarinnar. í blaðinu Ný vikutíðindi í Hafnarfirði í gær. í frétt blaðsins kemur meðal annars frant að flugfargjöld, hótelkostnaður og fleira virðist hafa verið borgað fyrir fólk sem ekki tengdist hátíðinni. Hagkaup á leið upp á Akranes? „Þeir eru að spá í þetta og munu væntanlega gefa okkur svar eftir helgina, hvort þeir ætli að kaupa Skagaver eða ekki - en það eru líka fleiri verslanir inni í myndinni hjá þeim á Akranesi og viðar. Við eigend- urnir ákváðum að selja, orðnir full- orðnir menn, ég er til dæmis orðinn sjötugur, því lá við að ræða við Hag- kaup um sölu á versluninni," sagði Baldur Guðjónsson, einn af þremur eigendum Skagavers, stærstu mat- vöruverslunar Akraness í samtali við DV í morgun. Forsvarsmenn Hagkaups áttu í við- ræðum við Skagaversmenn í vikunni um kaup á versluninni. Hún stendur við Miðbæ 1 sem liggur á leiö þeirra sem aka inn i Akranesbæ. Gólfflötur verslunarinnar er 1.200 fermetrar. Baldur sagði að ekkert væri endan- legt í málinu - niðurstaða væri vænt- anleg eftir helgi. Ekki náðist sam- band við Óskar Magnússon, forstjóra Hagkaups, í morgun. Nýtt flugfélag í fæðingu: Rætt við aðila í ferðaþjónustu „Við höfum enga þekkingu á flugfé- lögum og rekstri þeirra. Þó sam- keppni sé af hinu góða þá myndum við ekki treysta okkur til að blanda okkur inn í slíkt. Til þess höfum við hvorki þekkingu né fjármagn," segir Paul Richardson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Kristinn Sigtryggsson, fyrrum framkvæmdastjóri Arnarflugs, hef- ur undanfarin misseri unnið að því að koma á fót nýju flugfélagi. Sam- kvæmt heimildum DV hefur hann ásamt hópi manna snúið sér til ýmissa aðila í ferðaþjónustu, bæði innanlands og utanlands, varðandi þátttöku. Rætt hefur verið um að taka þotu á leigu og stunda áætlunar- flug til Bretlands. Mikil leynd hefur hvílt yfir málinu til þessa af ótta við hörð viðbrögð frá samkeppnisaðilum. * Um 300 manns höfðu i gær greitt atkvæði utan kjörfundar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið fer fram í dag og á morgun. Um 15 þúsund sjálfstæðismenn eru á kjörskrá og geta þeir valið um 14 frambjóðendur. DV-mynd BG Sjálfstæðisflokkurinn: Titringur vegna auglýsingar Aukin harka hefur færst í próf- kjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarna daga og er helst tekist á um 3. sætið sem Björn Bjarnason skipar nú. Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir reyna bæði að ná sætinu. Nokkurs titrings gætti í herbúðum frambjóðenda í gær vegna auglýsing- ar sem Geir H. Haarde birti í Morg- unblaðinu þar sem nokkrir nafn- kunnir sjálfstæðismenn lýsa yfir stuðningi viö hann í 3. sætið. í ljós kom að sumir þeirra sem léðu nafn sitt á yfirlýsinguna vissu ekki að þar yrði minnst á þriöja sætið enda höfðu þeir áður heitið Birni eða Sólveigu stuðningi í það sæti. „Þetta var orðað mjög óljóst og ekki talað um neina blaöaauglýs- ingu. Það er bara minn ókunnugleiki að hafa ekki áttað mig á því,“ sagði einn stuðingsmaðurinn. Annar sagð- ist vita að hann gæti átt von á hverju sem væri þegar hann lánaði nafnið sitt og væri því ekki ósáttur en að hann hefði ekki vitað aö 3. sætið yrði tilgreint í auglýsingunni. - sjá bls. 4 Kostnaðarsamur kynningarbækllngur vegna listahátíðar í Hafnarfirði: Endurprentun aðskip- an Guðmundar Árna vildi koma að ávarpsorðum og mynd af sjálfum sér Endurprentun á kynning- arbæklingi vegna listahátíðar- innar í Hafnarfirði síðastliðið sumar kostaði Hafhfirðinga rúmlega 423 þúsund krónur. Á reikningi sem bæjarsjóði barst kemur fram aö endurprentunin var gerð aö skipan Guðmundar Áma Stefánssonar bæjarstjóra. Ástæðan var samkvæmt heim- ildum DV að bæjarstjórinn vildi koma að ávarpsorðum á ís- lensku og ensku með mynd af sjálfum sér. Bæklingurinn var litprentað- ur í 15 þúsund eintökum. Ekki liggur fyrir hver heildarkostn- aðurinn við frumútgáfuna og þá endurbættu er, en Ijóst er að hann hefur verið hátt i millj- ón krónur. Lætur nærri að hver fiögurra manna fjölskylda í Hafnarfirði hafi borgað á þriðja hundrað krónur fyrir bækling- inn. Frumútgáfa bækhngsins fór á haugana á kostnað bæjar- sjóös og án ávarpsorða bæjar- stjórans. Gunnar Gunnarsson, formað- ur stjómar listahátíðarinnar, vildi í samtali við DV í gær- kvöldi ekkert tjá sig um bækl- inginn og bar við að við lög- regluyfirheyrslu myndu stað- reyndir málsins koma fram. Aðspurður hvaðst hann ekki hafa umræddan bækling undir höndum, hvorki frumútgáfuna né þá endurbættu. „Allt sem hefur verið prentaö er til á bæj- arskrifstofunni," sagði Gunnar. Þrátt fyrir nokkra leit hefur frumútgáfa bæklingsins ekki fundist á bæjarskrífstofunum. Endurbætta útgáfan með ávarpsorðum Guðmundar Áma er hins vegar til víöa enda var henni dreift inn á hafnfirsk heimili og til gesta listahátíðar- innar. i hinum kostnaðarsömu ávarpsorðum segir Guðmund- ur Ámi að það hafi vorað vel í Hafnarfirði 1993 og grósku- mikið suraar boðað auk þess sem ailir eru sagðir veikomnir á hátíðina. r LOKI Myndin af bæjarstjóranum gefur bæklingnum óneitan- lega aukiðgildi! Veöriðámorgun: Smáskúr- irog slydduél Á morgun veröur fremur hæg austan- og suðaustanátt, smá- skúrir við suöur- og austur- ströndina en slydduél á norðan- verðum Vestfjörðum. Veðriö í dag er á bls. 36 Flexello Vagn- og húsgagnahjól PoMlxftfl Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.