Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. DESEMER 1994 23 4 w ► A ^ > - tónl^t > . ^ < ^ w Tuttugu ára afmælis minnst með tuttugu laga plötu: Hljómplötuferli Mannakorns lokið - kominn tími til að snúa sér að öðru, segir Magnús Eiríksson Blúsinn kallar „Mannakom er ekkert endilega að hætta. Mér finnst bara ekki ástæða til að gefa út fleiri plötur undir þessu nafni en það getur vel verið að hljómsveitin Mannakom eigi eftir að spila oftar með þeim mannskap sem er. í henni núna eða einhverjum öðrum,“ segir Magnús Eiríksson, laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar frá upphafi. Hann segir tíma kominn til að snúa sér að öðrum hlutum og segist sannfærður um að Pálmi Gunnarsson, félagi sinn frá fyrstu æfingu Mannakoms, sé sama sinnis. Hljómsveitin sendi fyrir nokkrum dögum frá sér plötuna Spilaðu lagið. Hún er tuttugu laga og kemur út í tilefni þess að núna í haust vora liðin tuttugu ár frá þvi Mannakom varð til. Þá hófust æfingar fyrir fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kom út árið eftir. Lögin tuttugu hafa öll komið út áður, flest á Mannakornsplötum og fáein á sólóplötu Magnúsar, Smámyndum. Nafhið, Spilaðu lagið, má segja að sé táknrænt fyrir það hvemig efnið var valið. „Ég fæ reglulega sent yfírlit frá STEFi um lögin mín sem era spiluð í.útvarpi," segir Magnús. „Fyrir ári eða svo ákvað ég að setja upp lagalista fyrir Mannakorn sem ég byggði á mest spiluðu lögimum. Það kom svo í ljós að þetta voru næstum ná- kvæmlega sömu lögin og fólk bað um þegar við vorum að spila. Þau valdi ég síðan á plötuna. Reyndar vildi útgefandinn, Japis, ekki að þau yrðu nema tuttugu, enda held ég að piatan Hljómsvertin Mannakorn: Eftir tuttugu ár er nóg komið af plötum þótt hljómsveitin fái ef til vill að lifa áfram. DV-mynd ÞÖK te nafri vikunnar sé svo sneisafull að meira komist ekki á hana.“ Magnús segist í sjálfu sér vera sáttur við þetta val fjöldans á hugverkum hans þótt sjálfur hefði hann kosið að eitthvað af flóknari lögum og beittari textum hefði einnig komist að. „Nei, nei, ég get alls ekki kvartað," segir hann. „Þetta eru einfoldustu lögin mín og það hefur alltaf verið ljóst að fólkið vill frekar franskbrauð en heilhveitibrauð og það gildir það sama þegar tónlistin er annars vegar.“ Auk Magnúsar og Pálma Gunnarssonar hafa Gunnlaugur Briem og Kjartan Valdimarsson skipað hljómsveitina Mannakorn upp á síðkastið. Hljómsveitin hefúr starfað af krafti síðustu þrjú til fjögur árin og farið um allt land. Reyndar tekið sér góð frí öðra hverju eins og reyndar allan tveggja áratuga starfstímann. Plötumar era samtals orðnar sjö og Magnús segist vera sáttur við þær allar. „Þær vora böm síns tíma, hver um sig, í hljómi og leik,“ segir hann. „Sumar vora mikið unnar í stúdíói. Það þótti flott þegar þær voru gerðar en ég er ekki sáttur við það í dag. Nú vil ég að þær hljómi eins og maður spilar. En fyrst þú vilt að ég nefni einhverja eina sem ég er ánægðari með en hinar þá get ég nefht Gulu plötuna, í ljúfum leik. Mér þótti hún vel heppnuð." Þótt Spilaðu lagið sé síðasta plata Mannakoms er Magnús Eiriksson þó síður en svo að leggja gítarinn á hilluna. Hann ætlar að fara að snúa sér að gömlu óskabarni, blústón- listinni, og hyggst ljúka plötu sem byrjað var á fyrir löngu og átti að koma út undir merkjum Blús- kompanísins. „Við eigum sennilega þrjú eða fjögur lög tilbúin síðan við unnum síðast í þessu verkefni. Nú langar mig. til að fá gott fólk með mér til að klára plötuna og ég ætla að taka janúar, febrúar og mars í það. Ég á til nóg af lögum en það er eins og fyrri daginn að ég er dálítið seinn með textana! En þeir koma.“ Ekki segist Magnús vera búinn að velja tónlistarmenn til að vinna að blúsplötunni með sér. Er ekki einu sinni viss um að Pálmi félagi hans verði með. „Bærinn er fullur af æðislegum spilurum og ég kvíði því ekki að það verði erfitt að fá fólk. En ég vil heldur ekki láta þessa plötu fara frá mér fyrr en ég verð virkilega ánægður með hana sjálfur." -ÁT- Tónlistargetraun DV og Japis I" Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram aö í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Unfinished Novels með hljómsveitinni Birthmark sem er í verðlaun. Hér koma svo spumlngamar: 1. Minningarplata um djassistann Guðmund Ingólísson er nýkomin út. Á hvaða hljóðfæri lék Guðmundur? 2. Hvað heitir nýjasta plata Kolrössu krókríðandi? 3. Hljómsveitin Spoon sló í gegn síðasta sumar með laginu Taboo. Hvað heitir lagið með þeim sem nú nýtur mikilla vinsælda? Dregið verður úr réttum lausnum 22. desember og rétt svör verða birt í blaðinu 29. desember. Hér era svörin úr getrauninni sem birtist 1. desember: 1. Babbidí-bú. 2. María Björk, Guðrún Gunn- .inyeaiisgzA iníatsiob U ninnu la Að þessu sinni er það geisladiskurinn Unfinished Novels með hljómsveitinni Birthmark sem er í verðlaun. ars, Ema Gunnars, Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Egill Ólafsson. 3. Strigaskór 42. Vinningshafar í þeirri getraxm sem fá plötuna Spilaðu lagið með Mannakomi í verðlaun em: Bjamrún Jónsdóttir Kambaseli 79,109 Reykjavík Steinunn L. Sigurðardóttir Dofrabergi 15, 220 Hafnarfjörður Stefán Þór Steindórsson Höfðavegi 63,900 Vestmannaeyjar TOPP 20 f JAPIS 1. Spoon 2. Minningar 3 3. Mannakorn Spilaðu lagið 4. Guðmundur Ingólfsson 5. Unun 6. Kolrassa krókríðandi Kynjasögur 7. Pálmi Gunnarsson Jólamyndir 8. Olga Guðrún - Babbidí-bú 9. Skagfirska söngsveitin - Kveðja að heiman 10. Svanhildur Litlu börnin leika sér 11. Haukur Morthens Hátíð í bæ 12. Olympía Olympía 13. Gunnar Kvaran 14. Utangarðsmenn Utangarðsmenn 15. Birthmark Unfinished Novels 16. Siggi Björns Bísinn á Trinidad 17. Bubbieflies Pinocchio 18. Bryndís Halla Gylfa- dóttir 19. Bragi Hlíðberg í léttum leik 20. Tómas R. Einarsson Landsýn Ef þú býrð úti á landi og pantar 5 diska af þessum lista, er póstkröfukostnaður enginn. JAPISS tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Símar 625290 og 625200 Dreifing: Simi 625088 VbQ nooiO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.