Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 7
Ætli stærsta frétt ársins 1994 í tónlistarheiminum sé ekki sjálfsmorð Kurts Cobains í apríl. Cobain var aðaltexta- og laga- höfundur rokktríósins Nirvana. Liðsmenn Nirvana voru frum- kvöðlar hins svokallaða Seattle- hljóms sem síðar fékk nafngiftina grunge. Við fráfall Cobains var hijómsveitin öll. Þann 16. desember 1993 kom hljómsveitin hins vegar fram í hinum heimsþekkta sjón- varpsþætti MTV’s Unplugged en hann var tekin upp i Sony Studios New York þann 18. nóvember 1993. í fremstu röð tónleikagesta voru meðlimir í aðdáendaklúbbi sveitar- innar í stóra eplinu. Útkoman var 53 mínútna tónlistarglaöningur sem nú er fáalegur á geislaplötu sem ber einfaldlega nafnið Nirvana Unplugged in New York. Lagasafnið Á plötunni er að fmna 14 lög í flutningi hljómsveitarinnar. Lögin koma úr ýmsum áttum. „Við vildum ekki gera þetta eins og aðrar hljómsveitir," segir Grohl. Kurt lék kynni og sagði skrítlur inn á milli laga, Novoselic kom með har- mónikuna sina og Grohl notaði lítið trommusett og bursta í stað kjuðanna. Af þessum fjórtán lögum sem Nirvana flutti voru 6 eftir aðra en þá. Þar á meðal eru 3 eftir Meat Puppets, Plateau, Lake of Fire og Oh Me. Einnig má finna lögin Jesus Doesn’t Want Me for a Sunbeam sem var upprunalega flutt af Vaselines, lag Davids Bowies, The Man Who Sold the World, og Where Did You Sleep Last Night eftir blúsarann Ledbelly. Af sínu eigin efhi fluttu þeir: About a Girl af fyrstu plötu sveitarinnar (lagið er m.a. í toppsæti íslenska listans), af fimmfóldu platínu- plötunni Nevermind (1991) tóku þeir lögin Come as You Are, Something in the Way, On a Plain og Polly, af þrefaldri platínuplötu In Utero (1993) fluttu þeir lögin Dumb, Penniroyal Tea og All Apologies. GBG Ny Aerosmithplata á næsta ári Hljómsveitin Aerosmith byrjar að vinna að nýrri plötu í mars og stefnir að því að ljúka henni í ágúst. Hljómsveitin sendi fyrir nokkrum vikum frá sér safnplötuna Big Ones þar sem er að fmna nokkur helstu lög hennar frá síðustu árum og jafnframt lagið Blind Man sem hefur heyrst nokkuð í útvarpi að undanfomu. Síðasta stúdíóplatan var hins vegar Get a Grip sem liðsmenn Aerosmith hafa fylgt eftir með hljómleikaferðum víðs vegar um heiminn undanfarið ár og rúmlega það. Stephen Tyler, hinn stórmynnti söngvari Aerosmith, sagði nýlega í blaðaviðtali að hann væri sérlega ánægður með lífið og öll ferðalögin sem em að baki. Sér í lagi er hann kátur með að hafa komist til Suður- Ameríku og ýmissa staða í Evrópu sem harm hafði ekki haft tækifæri til að koma til áður. Hann nefndi sem dæmi Búdapest og Prag sem umboðsmenn hljómsveitarinnar þorðu lengi vel ekki að hafa á ferðaáætluninni vegna þess orðspors sem fór af hljóðfæraleikurunum sem dópistum. Þá segir Tyler að Aerosmith geti nú farið til Kanada og spilað. Þangað hafi þeir félagamir ekki verið velkomnir til skamms tíma. En fram að því að Aerosmith fer í hljóðver á ný þarf hljómsveitin að spila á nokkrum stöðum vestanhafs þar sem hún varð frá áð hverfa í fyrravetur vegna veðurs. Hljómsveitin Aerosmith: Henni standa nú allar dyr opnar. Liðsmenn Nirvana voru frumkvöðlar hins svokallaða Seattle-hljóms sem síðar fékk nafng'rftina gmnge. •'tugagnrýni Mannakorn - Spilaóu lagið ★ ★ ★ Kammer- sem hljóma á Spilaðu lagið. Mismikið er breytt út frá gömlu útsetningunum en þar sem Mannakomsmenn gerast frjálslegastir og óformlegastir tekst þeim best upp. Blús í G er til dæmis sérlega skemmtilegur. Þá er fær Braggablúsinn nýtt lif í nýju v útsetningunni. Sömu sögu er af segja af Hudson Bay og fleiri lögum. Svo er reyndar til dæmi um lag sem var áheyrilegra í upphaflegu útgáfúnni: Einhvers staðar einhvem tíma aftur. Lagavalið á Spilaðu lagið er eftir bókinni nema hvað Göngum yfir brúna náði aldrei slíkum vinsældum aö maður hefði búist við að fmna það á safhi sem þessu. Hins vegar ber að fagna því að það fékk náð fyrir augum höfundar þegar hann valdi lög á plötuna. Ásgeir Tómasson músík Mannakorns Tæpast er beinlínusamband milli Kinksbræðranna Davies og Mannakomsfóstbræðranna Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar. Eigi að síður kjósa þeir'að gera gömlu lögunum sínum keimlík skil um líkt leyti. Færa þau niður á kammermúsíkurstigið sem svo mjög er í tísku um þessar mundir. Þó er Mannakom ívið rafmagnaðra en Kinks-sveitin og jafhframt meira lagt í útsetningar. Það em þekktustu smellimir frá tveggja áratuga ferli Mannakoms Þursaflokkurinn -Á hljómleikum ★ ★ Góður konsert, vondur hljómur Hljómleikar Þursaflokksins í Þjóðleikhúsinu vorið 1980 em áreiðanlega ógleymanlegir öllum þeim sem vom svo heppnir að vera viðstaddfr. Egill Ólafsson, Þórður Ámason, Tómas Tómasson, Ásgeir Óskarsson, Karl Sighvatsson og Rúnar Vilbergsson sýndu sínar bestu hliðar, slógu bæði á létta strengi og þunga og enduðu á ógleymanlegri útsetningu lagsins Jón var kræfur karl og hraustur með dálitlum millikafla úr Föðurbæn sjómannsins. Sannarlega óvæntur og kátlegur endir á góðum konsert. Því miður tókst ekki að fanga augnablikið með þeirri hljóðritun sem hér er gefm út. Hér er reyndar um endurútgáfu að ræða. Platan kom fyrst út 1980 og hljómaði satt að segja voveiflega. Ég vonaði að hægt yrði að laga hljóminn þegar kæmi að því að taka hljóðritunina í gegn fyrir útgáfu á geislaplötu. Það hefur því miður ekki tekist sem skyldi. Tónlistin skilar sér sæmilega en allar kynningar era ákaflega daufar, nánast jafti ógreinilegar og letrið á umslagi plötimnar sem er svo smátt að mann verkjar í augu við að reyna að lesa sig ffarn úr því. Stjömumar sem fylgja þessari umsögn em því eingöngu vegna góðrar ffammistöðu Þursanna á hljómleikunum. Tóngæðin fá hauskúpu. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.