Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Blaðsíða 6
34 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 ♦ *. tónliOt: John Travolta og Samuel L. Jackson koma á óvart fyrir frábæra frammi- stöðu i Pulp Fiction. Perlur úr Pulp Fiction Vinsældir myndarinnar Pulp Fiction hafa komið öllum í opna skjöldu upp á síðkastið. Endurkoma Johns Travolta og leikstjórn Quent- ins Tarantinos eru á allra vörum. Tónhst myndarinnar hefur einnig vakið mikla athygli og meðal annars fór gamla Neil Diamond lagið Girl You’ll Be a Woman soon í flutningi Urge Overkill á topp íslenska listans fyrir stuttu. Önnur lög plötunnar eru: Misirlou flutt af Dick Dafe and His Def-Tones, fonkfagið Jungle Boogie í flutningi Kool and the Gang, Lef s Stay toget- her flutt af Af Green, Bustin Surf- boards í flutningi The Tornadoes, Lonesome Town í flutningi Ricky L & Nelsons, Son of a Preacher Man flutt af Dusty Springfield, Bullwinkle Part 2 í flutningi Centurians, tvistfagið You never Can Tell flutt af Chuck Berry, If Love Is a Red Dress (Hang Me in Rags) flutt af Maria Mackee, Comanche í flutningi The Revels, Flowers on the Wafl flutt af The Statl- er Brothers og Surf Rider í flutningi The Lively Ones. Einnig má geta þess að samræður úr myndinni eru settar inn á milli laga til yndisauka, auk þess sem flutningur Samuels L. Jacksons á Ezekiel 25:17 setur punktinn yfir i-ð og kórónar plötuna. Hlustun er til- valin leið til að endurlifa myndina, ánþessþóaðsjáhana. GBG pl©tugagnrýni Pálmi Gunnarsson- Jólamyndir: ★ ★*/2 landa friðar jóla og Það sem vekur kannski fyrst at- hygli þegar ný jólaplata Pálma Gunnarssonar, Jólamyndir, er leikin er hversu einfold hún er öll í útsetn- ingu og umgjörð. Hér er ekki verið að ofnota sér tækni eða koma með nýjar útsetningar á þekktum jólalög- um, aðeins til þess að breyta, heldur er boðskapurinn látinn njóta sín án óþarfatilþrifa. Fyrir nokkrum árum gaf Pálmi út jólaplötuna Friðarjól sem hefur náð að festa sig í sessi og verið töluvert leikin og var endurútgefin á geisla- plötu í fyrra. Eiginlega hefði sú plata : áttaðdugaþarsemmargtvarvel * gertáhenniognýjólaplatameð Pálma nánast óþörf en Pálma hefur 1 fundist eitthvað vanta og Jólamyndir er vissulega öðruvísi en Friðaijól. Á plötunni eru bæði innlend og erlend lög, ný og gömul. Á fyrri hluta plöt- unnar eru lög sem eru ný eða hafa eeamo l 'iiogeA I hingað til ekki tengst jólum og þykir mér best þeirra laga Frostrós eftir Magnús Kjartansson og Kristján Hreinsson sem reyndar á allflesta texta plötunnar. Þá er einnig ágætt lagið Sú gjöf sem engin á og fengið er að láni hjá þeim félögum Vangelis ogJon Anderson. Þekkt j ólalög eru á plötunni en af einhverri ástæðu hafa verið settir nýir textar á tvö þeirra og er ekkert viö textana að sakast. Þeir eru góöir og þjóna tilganginum eins og allir textar Kristjáns á plötunni en þeir textar sem hafa fest við þessi jólalög heföualveg dugað. Flutningur Pálma á lögunum er góður. Hann hefur alltaf haft gott lag á að koma fallegum og rólegum lög- um vel til skila og þar sem útsetning- ar eru hefðbundnar og einfaldar nýt- ist rödd hans vel. í heild er á Jóla- myndum falleg tónlisi þar sem til- ganginum er náð með því að koma fólkiíhátíðarskap. Hilmar Karlsson Olympia-Olympia ★ ★ lÁ Tölvur, rokk og dans- drungi Hljómsveitin Olympia kom fyrst fram á sjónarsviðið í sumar. Þá gaf sveitin út dansdrungalagið Hvert sem er á safnplötunrii Smekkleysa í hálfa öld. Viðtökur voru góðar og nú er komin út fyrsta breiðskífa sveitar- innar. í raun er þetta eins manns verk Siguijóns Kjartanssonar, fyrr- verandi liðsmanns Ham. Hann sem- ur alla tónlist auk þess sem hann sér um upptökustjórn á plötunni. Að- stoðarmenn eru: Arnar Geir Ómars- son (trommur), Eiríkur Sigurðsson (gítarsóló), Kjartan Siguijónsson i ng9lxtiUíi{ejgo i; uojofie go ngmjq j si 'iiíIhtA ’iev nöl, emegsl ugnimaalú ; 13 V Blúsbræðingur - J.J. Soul Band gefur út sína fyrstu plötu Eftir rúmlega eins árs samstarf gefur J.J. Soul Band út sina fyrstu plötu. Eftir rúmlega eins árs samstarf gefur J.J. Soul Band út sína fyrstu plötu. Hljómsveitina skipa: John J. Soul (söngur og ásláttarhljóðfæri), Ingvi Þór Kormáksson (hljómborð), Stefán Ingólfsson (bassi) og Trausti Ingólfsson (trommur). John J. Soul starfaði lengi vel sem trommuleikari í Englandi. Nafnið Soul er langt frá því að vera tilbún- ingur enda gamalgróiö ættamafn ytra. Soul giftist til íslands og kynnt- ist Ingva Þór í gegnum konu sína og sameiginlegur tónhstaráhugi kom í ljós. Á árinu hefur hljómsveitin verið ötul við að spila lög eftir Georgie Fame, Mose Állisson, Steve Miller, Van Morrisson og Hoagy Charmic- hael (sem samdi meðal annars Ge- orgia on My Mind). Einnig hafa þeir látið fylgja meö ýmis dægurlög og ahtaf tekið 2-3 latin lög á kvöldi. En þegar Ingvi komst í ljóðasafn J.J. byijuðu hjólin að snúast. Frá Ijóðasafni yfir í lagasafn Ljóðum Soul var síðan breytt yfir í texta og fyrstu lögin sem Ingvi Þór samdi voru við þá texta. Ári eftir að fyrstu upptökur fóru fram lítur út- koman dagsins ljós, 12 laga breið- skífa sem ber nafnið Hungry for News. Ingvi segir tónlist sveitarinnar lit- ast örlítið af þeim flytjendum sem þeir hafa flutt lög eftir, samt séu þeir langt frá því að vera eftirhermur. Ingvi segir ennfremur að uppbygging laganna sé á gamla mátann, ekki lík því sem tíðkist í dag. „Það er ekki okkar stíll að endurtaka viðlögin í sífellu." Sérstök rödd Johns J. hefur líka vakið mikla athygh á liðnu ári. Sumir segja hann hkan Long John Baldry og Robbie Robertsson en aðr- ir segja hann vera mitt á mihi Chris Reá og Tom Waits. Eitt er víst að röddin er sérstök, sjarmerandi og setur sinn svip á tónlist þeirra félaga. Aðstoðarmenn Hungry for News var tekin upp í Studio Stefi á þessu ári. Upptöku- maður var Birgir Jóhann Birgisson en um upptökustjórn sáu þeir Ingvi Þór og J.J. Soul. Aðstoðarhljóðfæraleikarar á plöt- unni eru: Þórður Ámason (gítar), Eðvarð Lárusson (gítar), Vilhjálmur Guðjónsson (gítar), Ari Einarsson (gítar og synth.), Stefán S. Stefánsson (saxófónn), Reynir Sigurðs.son (víbrafónn), Einar Valur Scheving (trommur), Kjartan Guðnason (trommur og slagverk) og Birgir Jó- hann Birgisson (píanó). Platan var síðan masteruð í Stúdíó Sýrlandi af Óskari Páh Sveinssyni. Aldrei komið út fyrir Reykjavík Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi starfað í rúmt ár hefur hún aldrei spilað utan Reykjavíkur. Að sögn Ingva er þetta ekki af áhugaleysi heldur meira kunnáttuleysi við þaö að bóka. J.J. Soul Band er því að leita sér að umboðsmanni eins og stendur og er áhugasömum bent á að hafa samband við Ingva Þór Kormáksson. Sveitin mun hins vegar taka sér smáfrí fram yfir áramót en á nýju ári mun hún taka til starfa á ný af tvöfóldum krafti. GBG (orgel), Jóhann Jóhannsson (Kurz- weih K2000) og Hrafn Thoroddsen (píanó). Allir skila sínum hlut til hins ýtrasta og hljómgæðin skha sér vel th eyrna kröfuharðra hlustenda. Platan byijar kröftuglega á laginu lst Movement sem fellur undir dans- drunga-kenninguna og er vel fylgt eftir með rokkslagaranum By the Time I Won the Prize. Drive er skemmthega útsett instrumental danslag og enn heldur sambland dansdrungans og rokksins áfram í lögum eins og Symphony og Nations. Hnignun lagasmíða Siguijóns hefst síðan upp úr laginu Self Pity Walz og heldur meira og minna áfram út plötuna. Tónlistin sem Olympia flyt- ur á sér hins vegar enga hliðstæðu hér á landi. Söngur Siguijóns er sér- stakur og jafnvel sjarmerandi á köfl- umenverðurþreytandiogheldur , engan veginn upp heihi plötu. Kven- raddamelódíurnar, sem eru sungnar af Margréti K. Blöndal og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eru upplyft- ing í þeim lögum sem þær koma fram í en gera ekki gæfumuninn. Plötunni fylgirferskurenjafnframtdrunga- • legur andblær á ensku og er það miður þegar litið er á fyrsta útgefna lag sveitarinnar sem er ekki langt frá imiUíimz uHiJMxsq ira onu OjtfinfWM ÍI'IöI BgUÍBTB BÍSg9Vt því aö vera eitt besta íslenska lag ársins. En draumar um útlönd halda víst áfram og þrátt fyrir eiginleika móðurmálsins virkar það ekki alltaf þegar af hólmanum er komið. Síðasta hrósið fer th hönnuðar umslagsins. Þaö er þörf á thraunasveitum sem þessari. Guðjón Bergmann The Beatles - Live at The BBC ★ ★ ★ !/• í öllum sínum einfaldleika Hefði The Beatles nokkurn tíma orðið heimsfræg ef Brians Epsteina og Georges Martins hefði ekki notið við? Enn einu sinni kviknar þessi spuming þegar hlustað er á útvarps- upptökur fjórmenninganna frá árun- um 1963 th ’65. Þeir voru vissulega fyndnir og hressir strákar, auðheyri- lega th í allt, spiluðu kröftuglega og voru vel samæfðir með þéttan hljóm. En ef góðra manna hefði ekki notið við, sem höfðu trú á að úr grófu hrá- efninu væri hægt að búa til eitthvað merkhegt, er hætt við að The Beatles hefði aldrei oröið meira en góð kráar- hljómsveit sem hefði aöallega fengist við að spha vinsæl lög þekktari , hljómsveita og söngvara. Live at The BBC er merkheg plata. Á henni eru 56 sýnishorn af því hvemig Bítlarnir hljómuðu á fyrri hluta ferhs síns. Auðvitað er mestur fengur í elstu lögunum, þeim sem fjórmenningarnir voru að glíma við í upphafi heimsfrægðarinnar. Og merkasta lagið er án efa I’ll Be on My Way - lag eftir Lennon og .lenqo 'iyb 16116 ún abnBfc McCartney sem ekki hefur komiö út með The Beatles á „löglegri" plötu íyrr en nú. Safnarar bootleg-platna höfðu auövitað fyrir löngu kynnst þessum ópusi en nú fá hinir, sem ekki fara eins geyst í sakimar, að kynnast honum líka. Margt annað bráðskemmtilegt er að heyra á þessari fyrstu Bítlaplötu sem út er gefin í 24 ár (Af hveiju er Live at Hollywood Bowl ekki flokkuð með frumútgáfum?). Ringo syngur th dæmis I Wanna Be Your Man og sýn- ir þar í eitt skipti fyrir öll að hann er vondur söngvari! Þá er ekki ama- legt að fá útgáfu Bítlanna á Hippy Hippy Shake sem Swinging Blue Je- ans gerðu vinsælt í upphafi sjöunda áratugarins. Kannski hefði sú sveit slegið endanlega i gegn ef hún hefði haft menn á borð við Brian Epstein og George Martin á sínum snæmm. Ogþó. - . I bæklingi sem fylgir plötunni eru einnig fróðlegar ritgerðir um Bítlana og tíðarandann um það leyti sem þeir voru upp á sitt besta. Jafhframt fylgja nokkur vel vahn orð hveiju lagi. Live at The BBC er því ekki aðeins fyrir eyrað Þaö er gaman að lesahanalíka. Ásgeir Tómasson in9H rrlbnirfOisA niIisvarnojlH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.