Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 3 Fréttir Ólafsfj arðarbær hafnar húsaleigubótum en niðurgreiðir húsaleigu bæjarstjórans: Með 400 þúsund á mánuði og getur greitt sína húsaleigu sjálf ur - segir Bjöm Valur Gíslason bæjarfulltrúi „Ég greiddi því ekki atkvæöi mitt aö bæjarstjórinn fengi niðurgreidda húsaleigu. Mín rök fyrir aö hafna því eru þau aö maður sem er meö laun fast að 400 þúsund krónum á mánuöi sé ekkert of góöur til aö greiða sína húsaleigu sjálfur. Þetta er bara rugl og gengur ekki. Bæjarstjórinn er meö margföld laun starfsmanna bæjar- ins,“ segir Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi af lista Vinstri og óháðra á Ólafsfirði, um það að bæjar- félagið niöurgreiðir húsaleigu fyrir bæjarstjórann. Hann segir að niður- greiðslurnar séu í kringum 30 þús- und á mánuði og með þeirri uppbót séu laun hans komin yfir 400 þúsund krónur. Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. desember sl. að gera samning viö bæjarstjórann á þessum nótum. „Föst laun hjá honum eru 190 þús- und krónur og hann er með fasta yfirvinnu upp á 65 tíma á mánuði sem leggja sig á 130 þúsund krónur. Hlunnindi og fleira, þar með talin húsaleiga, hleypa honum upp í ör- ugglega 400 þúsund krónur," segir Björn Valur. „Ég samþykkti þetta með þeim fyr- irvara að það væri mjög stutt eftir af kjörtímabilinu og þetta yrði end- urskoðað á þeim tíma. Þessi samn- ingur sem nú er kominn á er bara allt annar samningur og hann felur í sér 40 þúsund króna hækkun á launum bæjarstjórans sem er. mjög umdeOdur," segir Björn Valur. Gagnrýni hefur komið fram á Ól- afsfirði vegna þess aö bæjarstjórn felldi fyrr í haust að greiða húsa- leigubætur tO almennings en sam- þykkti svo bætur til bæjarstjórans. Björn Valur segir að það sé ólga í kringum bæjarstjórann. Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafs- firði, segist ekki kannast við ólgu um sín störf og ekkert vera óeðlilegt í kringum niðurgreiðslu á húsaleigu sinni. Tvíbrotn- aði í vél- sleðaslysi - liggur á gj örgæslu Tíu ára drengur liggur alvarlega slasaður en þó ekki i lífshættu á gjör- gæsludeild Landspitalans eftir að hann kastaðist af vélsleða í Bolung- arvik að kvöldi annars jóladags. Pilturinn var, ásamt tólf ára bróður sínum, farþegi á vélsleða sem tvítug- ur bróðir þeirra ók. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu var sá elsti að sækja áburð þégar hann hitti bræður sína tvo og fengu þeir far með hon- um. Hann ók á milli hjólfara en lenti skyndilega ofan í hjólförunum í sömu mund og hann ók yfir pípuhlið með þeim afleiðingum að yngri bræðurnir tveir köstuðust af sleðan- um. Sá yngsti hentist á stólpa og tví- brotnaði. Tólf ára bróðir hans slapp hins vegar minna meiddur og sá sem ók er ómeiddur. Drengurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og gekkst undir aðgerð í gær. Að sögn lækna er hann á batavegi en auk beinbrot- anna hlaut hann aðra minniháttar áverka. \iðsl<ii >tal )laðiö Fyrir þá sem fylgjast með Skjotlu sloðum undir björgunarslartið! því aö kaupa fíugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkiröu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyöarstund. Mikið úrval - lægra verð Reynsla - þekking - þjónusta alveg á eitt sáttir um þessa niður- stöðu. Þetta er bara hluti af launum. Það að bærinn greiðir ekki húsa- leigubætur tengist þessari ákvörðun ekki á neinn hátt,“ segir Hálfdán. -rt „Þetta er ýmist þannig að bæjar- stjórar eru í fríu húsnæði alfarið eða að þeir greiða einhverja leigu. Ég vildi greiða leigu þannig að ég fengi indi. Þetta var samþykkt og síðar kom það upp að leigan yrði hækkuð upp tO samræmis við það sem gerist á almenna markaðnum. Ég sam- að ég vildi halda sömu kjörum sem þýddi hækkun á launum mínum. Niðurstaðan varð sú að við héldum þessu óbreyttu þar sem það kæmi betur út fyrir bæinn. Menn voru ekki Risaflugeldasyning Hjálparsveitanna í Reykjavík, Kopavogi og Garðakai, við Perluna 29.des. kl.19.301 S'sve,^ * Hjálparsveit skáta í Reykjavík Upplýsingasími: 8 7 4 2 8 8 Nóatún vestur í bæ (JLhúsið) Mörkin 6 (Ferðafélagshúsið) Skátabúöin (Snorrabraut) Skjöldungaheimilið (Viö Sólheima) Bílabúð Benna Globus (Vagnhöfða) (Lágmúla) \ xMjodd (Við Kjöt og fisk) 28.-30. DES. Kl. 10-22 31. DES. Kl. 10-16 LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.