Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
Fréttir_____________________________________________i
Skipun fulltrúa háskólaráðs í fomleifanefnd:
Þetta er f agleg íhlutun
- segir dr. Sveinbjöm Rafnsson prófessor
„Þetta er fagleg íhlutun sem ekki
hefur tíðkast í háskólanum. Hugur
okkar til tilneftiingar í forleifanefnd
kemur skýrt fram í tillögu sagn-
fræðiskorar að dr. Vilhjálmur Órn
Vilhjálmsson uppfyllir öll skilyröi og
þar að auki kennir hann námskeið i
fornleifafræði í heimspekideild, því
var þessi tillaga borin upp af forseta
heimspekideildar í háskólaráði. Það
er líka gert á faglegum forsendum.
Það eru fá eða engin dæmi þess að
aðrar deildir hlutist til um fagleg
málefni einstakra deilda í háskóla-
ráði. Það gerist til dæmis ekki um
tilnefningar í læknisfræði og lög-
fræði að ég veit,“ segir dr. Sveinbjörn
Rafnsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla íslands og fyrrverandi for-
maður fornleifanefndar.
Eins og greint var frá í DV sl. föstu-
dag er urgur innan sagnfræðiskorar
meö tilnefningu háskólaráðs í forn-
leifanefnd. Háskólarektor æskti álits
sagnfræðiskorar háskólans á hvaöa
fulltrúa ráðið ætti að tilnefna og valdi
meirihluti hennar dr. Vilhjálm Örn
Vilhjálmsson, fornleifafræðing hjá
Þjóðminjasafninu og stundakennara
við HÍ. Þrátt fyrir þetta var Mjöll
Snæsdóttir fomleifafræöingur til-
nefnd af háskólaráði í nefndina í
september síðastliðnum en ekki
gengiö formlega frá tilnefningu
hennar. Á fimmtudag var svo fundur
í háskólaráði þar sem ætlunin var
að ganga frá tilnefningu hennar en
niðurstaðan varð að senda málið lög-
skýringarnefnd HÍ og bíða álits
hennar.
Málið var sent lögskýringarnefnd
þar sem ný lög um fornleifanefnd
tóku gildi um mitt ár. Þau kveða á
um að tveir af þremur fulltrúum í
nefndinni hafi lokið háskólaprófi
með fornleifafræði sem aðalgrein.
Þótt Mjöll hafi langa reynslu við
fornleifarannsóknir uppfyllir hún
ekki þau skilyrði sem lögin gera til
nefndarsetu.
í fomleifanefnd sitja þrír fulltrúar,
fulltrúi þjóðminjaráðs, fulltrúi Fé-
lags fomleifafræðinga og einn til-
nefndur af háskólaráöi. Gengið hefur
verið frá tilnefningu tveggja fyrst-
nefndu fulltrúanna.
Aðspurður hvað gert verði ef geng-
ið verður á svig við álit sagnfræði-
skorar og gengið frá tilnefningu
Mjallar í fornleifanefnd segir Svein-
björn best að bíða eftir lögfræðiálit-
inu áður en þeirri spurningu verði
svarað.
Keflavík:
Deilanímynd-
bandaleigumál-
inuenníhnút
Ægir Már Káraaon, DV, Suöamesjum;
„Þeir virðast hafa stofnað lög-
legt fyrirtæki og okkur finnst
ekki rétt að fetta fingur út í þaö.
Hins vegar er spurning hvort sið-
ferðiö í þessum viöskiptum er
eðlilegt, einkum eins og atvinnu-
ástandið er í dag. En það er ansi
lítiö sem við getum gert,“ sagði
Guðni' Þorgeirsson hjá Kaup-
mannasamtökunum við DV.
Eigendur myndbandaleiga í
Keflavík hafa leitað til kaup-
mannasamtakanna og beðið um
aðstoð í því stríði sem þeir eiga í
við knattspymumenn í Kefiavík
eftir að knattspymudeildin þar
opnaði myndbandaleigu og skýrt
hefur veriö frá frá hér í blaðinu.
FoFráðmenn knattspymudeild-
arinnar hafa sent bréf til allra
þeirra 67 fyrirtækja i Kefiavik
sem skrifuðu undir bréf eigenda
myndbandaleiga um að hætta að
styrkja knattspyrnumenn í
Keflavík. Forráðamennirnir
skýrðu þar sína hlið á málinu og
eigendur fyrirtækjanna, sem
undirrituðu bréfið, hafa flestir
enn ekki tekið ákvörðun um hvað
þeir gera í málinu.
Jólaskíðin próf uð
Agnar Þór er ekki hár i loftinu en hann getur þó ekki beðið eftir því að
prófa nýju skíðin. Það er Valdís sem styður hann fyrstu skrefin á jólaskíöun-
um. DV-mynd GVA
Halldór Blöndal vlll skllyrði vegna Irwing Oil:
Flugleiðir
f ái að f Ijúga
til Kanada
„Við íslendingar höfum viljað þegar þeir vilja passa upp á Air
frjálsræði á sviði samgangna milli Canada gagnvart Flugleiðum," sagði
Kanada og íslands. Við höfum meðal. Halldór Blöndal samgönguráðherra
annars farið fram á það að Flugleiðir við DV. Halldór vill skilyrða úthlut-
fái, á leið sinni vestur um haf, að un lóðar til kanadíska olíufélagsins
koma við í Halifax. Hefur sú beiðni Irwing Oil sem mögulegt er að fái lóö
verið rökstudd með því að vestan- fyrir starfsemi sína í Sundahöfn.
hafs eru raunar fleiri menn af ís- „í annan stað segi ég að ef Reykja-
lensku bergi brotnir en á íslandi víkurborg hefur lóð fyrir erlent olíu-
sjálfu. Því sé eðlilegt aö halda uppi félag finnst mér sjálfsagt að borgin
góðum samgöngum milli landanna. auglýsi það þannig að fleiri en einn
Mér finnst það ekki sjálfgefið að á geti sótt um og hægt verði að sjá
sama tíma og við höfum ekki frelsi hvað er í boði. Mér finnst að við eig-
til athafna í þessu vinalanái okkar um að hugsa eins og íslendingar í
séum við að opna athugasemdalaust þessu máli, gæta okkar viðskipta-
fyrir umsvif kanadískra stórfyrir- hagsmuna. Það er því alveg sjálfsagt
tækjahérálandi. Þaðerefviðviljum að við tökum Flugleiðamálið upp i
halda uppi verndunarsjónarmiðum tengslum við þessa beiðni kanadíska
með sama hætti og-Kanadamenn olíufélagsins," sagði Halldór.
Með Bryndísi í eftirdragi
Ein af eftirlætisiðjum alþingis-
manna er að spyrjast fyrir um
kostnaö af utanferðum ráðherra.
Alveg sérstaklega hafa þó þing-
menn áhuga á kostnaði vegna feröa
maka ráðherra og eftir því sem
Dagfari man best, er það árviss at-
burður að slík fyrirspum er lögð
fram á þingi. Þaö er sömuleiöis
árviss atburður að íjölmiðlar slá
því upp í fréttum hjá sér hversu
margar krónur hver hafi fengið
fyrir að ferðast.
Helst er að skilja að ráðherrar
eigi að borga með sér ef þeir eru á
annað borð að leggja land undir
fót. Raunar má ætla að ráðherrar
séu oftast í hreinustu erindisleysu
í útlöndum og búi sér til ferðir til
að safna fé í eigin vasa. Ferðalög
ráöherra eru rækilega tíunduð með
tilheyrandi fussi og sveii yfir öllu
því bruðli sem utanferðunum fylg-
ir. Er svo komið að ráðherrar reyna
að laumast úr landi og láta fara sem
minnst fyrir sér til að láta nú ekki
blessaða þjóðina fá vitneskju um
aö þeir hafi þurft að sinna embætt-
isskyldum sínum erlendis. Hvað
þá ef hagsmunir þjóðarinnar eru í
húfi. Það má alls ekki fréttast.
Og auðvitað er það flottræfils-
háttur, sem þjóðin getur seint eða
aldrei fyrirgefið, ef makar ráðherr-
anna fara með. Auðvitað eiga ráð-
herrar að fara einir til útlanda og
makarnir geta gjört svo vel að bíða
heima á meðan. Þeir eru heldur
ekki of góðir til að taka á móti er-
lendum gestum og halda þeim boð
og haga sér eins og manneskjur.
Þó það nú væri.
Makar eru ekki á launum hjá rík-
inu enda ekki kosnir til trúnaðar-
starfa. Makar eiga að vera stilltir
og prúðir og fylgja með eins og
hundar í bandi og helst að vera
sætir og fínir þegar gesti ber að
garði, enda er það svo fínt aö vera
ráðherra og ennþá finna að vera
maki ráðherra að þeir eru ekkert
of góðir að sinna því fyrir ekki
neitt.
Nú var það einn ganginn enn að
listi er birtur yfir utanferðir og
dagpeninga og enn einu sinni reka
menn upp stór augu þegar í ljós
kemur að utanríkisráðherra og
hans kona hafa verið mest á ferð-
inni. Hvað er utanríkisráöherra að
gera til útlanda? Getur hann ekki
sinnt starfi sínu hér heima?
Og ekki nóg með það. Reiknings-
glöggir menn finna það út að dag-
peningar Bryndísar utanríkisráð-
herrafrúar hafi numið heilum 360
þúsund krónum á þessu ári. Hvílíkt
og annað eins hneyksli. Það hefur
kostað þjóðina 360 þúsund krónur
að hafa ráðherrafrúna í ferðalög-
um með bónda sínum! Það slagar
hátt upp í helminginn af forstjóra-
launum í heilan mánuð!
Nú var lag, nú var enn eitt tæki-
færið til að ná sér niöri á þeim hjón-
um enda skilst manni að Jón Bald-
vin sé óvinsælasti stjórnmálamað-
ur landsins og á ekkert gott skilið.
Hann liggur vel við höggi og þá
ekki síður konan hans, sem þar að
auki er bæði vel af guði gerð og
frambærilegri öðrum konum.
Það hentar ekki þjóðinni að hafa
frambærilegt fólk í forsvari og það
ber vel í veiði að níða skóinn af
ráðherrafrúnni þegar hún er farin
aö kosta þjóðina þvílíka peninga
að þjóðin stendur ekki undir því.
Þetta hefur Bryndís séð í hendi
sér og hefur nú ákveðið aö losa
þjóðina undan þessu oki. Hún er
hætt og hefur sent þjóðinni reikn-
ing fyrir störf sín í þágu þjóðarinn-
ar, sem auðvitað verður aldrei
greiddur því ráöherrafrúr eiga ekki
að senda reikninga. Þær eiga að
sinna skyldustörfum sínum fyrir
ekki neitt. Þær eiga bara að vera
upp á punt.
Nú verður ríkisstjórnin og ís-
lenska þjóðin án utanríkisráð-
herrafrúar það sem eftir lifir kjör-
tímabilsins og mikið hlýtur ráð-
deildarmönnum almenningsálits-
ins og fyrirspyrjendum á Alþingi
að létta. Loksins tókst þeim að
hrekja í burtu þessa dýru konu sem
er óvart gift utanríkisráðherra og
hefur plagað þjóðina með fram-
komu sinni og ferðalögum um ára-
bil.
Hér eftir ferðast Jón Baldvin einn
og hér eftir mætir hann í móttök-
urnar einn og heldur sínar veislur
einn, enda er það of kostnaðarsamt
fyrir ríkissjóð að drattast með
Bryndísi við hliðina á Jóni. Það
hefur dregið þjóðina niður í svaðið
og rýrt álit þessarar vönduðu og
sparsömu þjóðar.
Dagfari