Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 5 13 V Frálögreglunni: ferðflugelda og áfengis Lögreglan vill vekja athygli fólks á aö fara varlega með flug- elda og blys um áramótin. Skot- elda má ekki selja yngri en 16 ára. Fullorðió fólk þarf að hafa vit fyrir börnunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af blysum og flugeldum. Börnin eru stund- um áköf og vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og ganga þá stundum lengra en æskilegt getur talist. Slysin gera ekki boð á und- an sér. Lesiö leiöbeiningar sera fylgja flugeldum og blysum og farið eft- ir þeim en umfram allt farið var- lega. Ennfremur hvetur lögreglan fólk til þess að gæta hófs í áfengis- neyslu um áramótin. Þaö er von hennar að foreldrar gleymi ekki börnum sínum á þeirri fagnaðar- stundu. Áfengisneysla fullorð- inna, ætluö til að auka við gleö- ina, getur leitt til þess aö börnin gleymast og þá er hætta á að eitt- hvað geti farið úrskeiðis sem ekki veröur aftur tekið. Foreldrar eru því hvattir til þess að fagna nýju ári með sómasamlegum hætti og að þeir sjái til þess að börn þeirra á öllum aldri megi eiga ánægjuleg áramót. Hverjum og einum á að vera þaö ljóst aö meðferð áfengis og notkun flugelda og blysa fara alls ekki saman. Um leið og þessum skilaboðum er komið á framfæri vill lögregl- an oska ölium gleði, farsældar og friðar á nýju ári. Fréttir Áhugasamir skautamenn hafa nýtt sér veðurblíðuna undanfarna daga. Ágætt skautasvell er nú á Reykjavíkurtjörn og því margir á svellinu. Sólin er nú farin að hækka á lofti og speglast i ráðhúsinu i baksýn. DV-mynd GVA ísafjörður: Metár í fæð- ingum Sigurjón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: Það stefnir í metár í fæðingum á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði eft- ir því sem bestu heimildir telja. Um jólin höfðu fæðst 100 börn á sjúkra- húsinu en metið er 101 barn. Það var 1992 og samkvæmt fréttum er von á fleiri fæðingum í ár. Stúlkur eru í meirihluta þeirra 100 barna sem fæðst hafa eða 53 á móti 47 drengjum. Flestar fæðingar í ein- um mánuði urðu í júní. Þá fæddust 14 börn. í október fæddust 13 börn á sjúkrahúsinu og 12 í apríl. Flest börn á einum sólarhring fæddust 12. júní eða fjögur. íslendingur handtekinn með tvö kíló af hassi í Færeyjum: Úrskurðaður í gæslu- varðhald fram yfir nýár - fíkniefnin voru grafin í j örðu við flugvöllinn Islendingur hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald í Færeyjum til 4. janúar eftir að hann var handtek- inn 21. desember síðastliöinn með tvö kíló af hassi á sér. Að sögn Georgs Otthamars, rann- sóknarlögreglumanns í Færeyjum, var íslendingurinn handtekinn á flugvelhnum í Þórshöfn með fíkni- efnin innanklæða. Hann segir ekki ljóst hvort maðurinn á efnið einn eða hvort hann er burðardýr en grunur leikur á um slíkt. Efnið hafði verið grafið í jörðu í nágrenni flugvallarins og ferðaðist íslendingurinn undir fólsku nafni. Þetta er annar Islendingurinn sem er handtekinn með hass í Færeyjum á skömmum tíma. Þriðja desember síðastliðinn var íslendingur hand- tekinn með 100 grömm af hassi í Færeyjum en sá maður hafði nýlega verið í Danmörku og komið til Is- lands um Færeyjar. Georg Otthamar útilokar ekki tengsl á milli málanna tveggja en fullnaðarrannsókn er ólokið. Hann segir að möguleiki sé á því að þeir sem hyggist smygla fíkniefnum til íslands noti Færeyjar sem umskip- unarhöfn en enn sem komið er sé þetta einungis tilgáta. FLUGELDASALA TIL STYRKTAR VÍMUVÖRNUM 6 BRJÁLAÐAR RAKETTUR AÐEINS 500 KR. ÚTSÖLUSTAÐIR Kolaportinu, Tryggvagötu, austur endi Eddufelli2, við hliðina á 11-11 Jardhúsunum, Ártúnsbrekku TIL STYRKTAR VIMUVORNUM -meðal barna og unglinga- ÍUT-ÆSKUL ÝÐSSAMTÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.