Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
Viðskipti
Kg Þ r i M i F i F ö
Þíngvísit. hiutabr.
Álverö erlendis
1910
$/tonn þ r j
Sterlingspundið
Pundið lækkar
Verö fyrir þorsk á fiskmörkuð-
um hækkaöi nokkuð á Þorláks-
messu, fór aö meðaltali í 134
krónur kílóið.
Hlutabréfaverð fór lækkandi í
síðustu viku þrátt fyrir stóraukin
viðskipti. Þingvísitala hlutabréfa
var 1006 stig eftir viðskiptin á
Þorláksmessu.
Staðgreiðsluverð áls á markaöi
í London var 1907 dollarar tonnið
þegar viðskipti hófust á Þorláks-
messu. Nýrri tölur höfðu ekki
borist í gær enda viðskipti engin
eftir jól.
Gengi sterlingspundsins lækk-
aði í síöustu viku um 0,7%. Sölu-
gengið var 106,97 krónur á Þor-
láksméssu.
Að sjálfsögðu var kauphöllin í
London lokuð 2. í jólum. Á Þor-
láksmessu endaði FT-SE 100
hlutabréfavísitalan í 3083 stigum.
Hlutabréfaviðskipti í desember:
Helmings aukning
- allt að 900 milljóna viðskiptum spáð í vikunni
Starfsmenn verðbréfafyrirtækjanna
búast við hlutabréfaviðskiptum upp
á 700-900 milljónir króna í þessari
síðustu viku ársins. Það er töluvert
meira en á sama tíma í fyrra þegar
hlutabréfaviðskiptin síðustu vikuna
námu um 300 milljónum króna.
Hlutabréfaverð hefur verið að lækka
þar sem framboðið er töluvert um-
fram eftirspurn.
Það sem af er desember hafa hluta-
bréf fyrir 288 milljónir króna skipt
um eigendur á Verðbréfaþingi Is-
lands. Það eru ríflega helmingi meiri
viðskipti en í desember í fyrra þegar
þau námu ríflega 140 milljónum. Er
þá miðað við timabilið 1. til 23. des-
ember. Þessi miklu viðskipti stafa
auðvitað af skattaafslættinum sem
gefinn er af hlutabréfakaupum en
undanfarin ár hefur kapphlaup verið
um bréfin síðustu viku ársins.
Fyrsti virki dagur milli jóla og ný-
árs er yfirleitt rólegur hjá verðbréfa-
fyrirtækjunum. Svo var á ílestum
stöðum í gær en fram að helgi má
búast við örtröð, sér í lagi á morgun
og á fóstudag.
Einstaklingar geta að hámarki
keypt hlutabréf á þessu ári fyrir 130
þúsund krónur. Áttatíu prósent af
þeim kaupum, 104 þúsund, má nota
til að lækka tekjuskattsstofninn.
Fyrir þá sem greiða fullan tekjuskatt
lækka þessi kaup skattinn um 43.500
krónur hjá einstaklingi. Hjá hjónum
nemur tekjuskattslækkunin 87 þús-
und krónum miðað við hámarks
hlutabréfakaup.
„Umræða um hlutabréf og skatta-
afslátt er.meiri en verið hefur,“ sagði
Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá
Landsbréfum, í samtali við DV, að-
spurður um skýringu á tvöfalt meiri
viðskiptum með hlutabréf í desemb-
er en í sama mánuði í fyrra.
„Greiðslukjörin vöktu athygh og ollu
því að fleiri fóru að leiða hugann að
þessu en áður þótt stór hluti kaup-
enda hafi ekki nýtt sér lánafyrir-
greiðsluna," sagði Davíð en verð-
bréfafyrirtækin bjóða fjárfestum upp
á lán til hlutabréfakaupa í allt að 24
mánuði.
Kaup í hlutabréfasjóðum
hagstæðust fyrir byrjendur
Fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta
Viðskipti með hlutabréf — 1. til 23. des. 1993 og 1994 —
Fjöldi viösk: 621
Fjöldi viösk: 401 288,7 milljónir
141,2 milljónir k-caemm ! ' i\
———— des. '93 des. '94
Hlutabréfaviðskipti verða með líflegra móti í vikunni. Myndin er tekin hjá
Landsbréfum í gær þar sem einn kaupandi, til vinstri, spáir i spilin.
DV-mynd ÞÖK
sinn eða eiga lítið af hlutabréfum er
hagstæðast að kaupa bréf í hluta-
bréfasjóðum, samkvæmt upplýsing-
um DV. Sjóðirnir dreifa áhættunni
auk þess sem verðbréfafyrirtækin
sem reka þá sjá um að kaupa bréfin
til baka. Því má losa auðveldlega við
eignina þegar til þess kemur.
Fyrir þá sem lengra eru komnir í
hlutabréfaviðskiptum kemur margt
til greina. Miðað viö þá sem vilja
auðseljanleg hlutabréf getur verið
hagstætt að kaupa bréf stærstu og
virkustu hlutafélaga á markaðnum
eins og Eimskipa, íslandsbanka,
Flugleiða og olíufélaganna þriggja.
Fyrir áhættusjúka fjárfesta geta
kaup á hlutabréfum útgerðarfyrir-
tækjanna og skyldra fyrirtækja
reynst hagstæð.
Verðhrun í gámasölu
Einn togari seldi afla sinn í Þýska-
landi í síðustu viku. Viðey RE seldi
145 tonn og fékk um 22,5 milljónir
fyrir. Uppistaða aflans var karfi.
Þetta er nokkru lakara verð en fékkst
í Þýskalandi vikuna áður. í gámasölu
í Englandi seldust 394 tonn fyrir 54,3
milljónir. Meðalverðið lækkaði um
40% milli vikna og fór niður í 125
krónur.
Eins og kemur fram á síðunni að
ofan voru viðskipti með hlutabréf líf-
leg í síðustu viku. Alls námu þau um
128 milljónum króna. Sem fyrr var
mest keypt af bréfum hlutabréfasjóð-
anna. Hlutabréfaverð -helstu félaga
lækkaði nokkuð þannig að þingvísi-
tala hlutabréfa hefur lækkaö.
Álverð fór hækkandi á erlendum
mörkuðum í síðustu viku. Stað-
greiðsluverðið fór yfir 1900 dollara
tonnið áður en jólahátíðin gekk í
garð. Engin viðskipti hafa átt sér stað
eftir jól. Sérfræðingar spá því að
staðgreiðsluverðið geti farið í 1930
dollara fyrir lok þessa árs.
Nýrvaxta-
skiptasamning-
urekki gerður
Þann 1. janúar nk. taka gildi
nýjar reglur um verðtryggingu
sparifjár og lánsfjár. Samkvæmt
þeim verður óheimilt að verð-
tryggja óbundin innlán. Þessi
breyting mun leiða til þess að
verðtryggðar eignir innlánsstofn-
ana verða að líkindum meiri en
verðtryggðar skuldir. Af þeim
sökum hafa bankar og sparisjóðir
ekki áhuga á aö gera vaxtaskipta-
samninga við Seðlabankann fyrir
tímabilið 1. janúar til 1. maí 1995.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Seðlabankanum.
I ágúst sl. samdi Seðlabankinn
við banka og sparisjóði um vaxta-
skipti fyrir tímabilið 1. sept. til
1. janúar 1995. Samningarnir
byggðust á þeirri forsendu að
hækkun lánskjaravísitölu á
samningstímanum yrði 1,07% á
ársgrundvelli eins og fyrirliggj-
andi verðbólguspá Seðlabankans
gerði ráð fyrir. Sú spá rættist og
komu vaxtaskiptasamningarnir
því út á sléttu fyrir samningsað-
ila. Munu því engar greiöslur
eiga sér stað á milli þeirra vegna
þessa tímabils.
Markaðskönnun
íæðarrækt
Æðaræktarfélag íslands hefur
samið við Útflutningsráð um að
gera markaðskönnun í vetur. At-
huga á ýmis grunnatriði varð-
andi útflutning og erlenda mark-
aði með það markmið að tryggja
betur í framtíðinni stöðuga mark-
aðssetningu æðardúns. Þetta
kom fram á aðalfundi félagsins
nýlega.
Á árinu hafa verið flutt út tæp-
lega 3 tonn af æðardúni sem er
heldur betri sala en í fyrra. Æða-
ræktarfélagiö varð 25 ára á þessu
ári. í tilefni af því var eini eftirlif-
andi stofnandi félagsins, Sæ-
mundur Stefánsson frá Völlum í
Svarfaðardal, heiðraður á aðal-
fundinum.
Seinni salaá
bréf um Lyfja-
verslunar
Að tillögu framkvæmdanefnd-
ar um einkavæðingu hefur verið
ákveðið að selja seinni helming
hlutabréfa ríkissjóðs í Lyljaversl-
un íslands hf. en fyrri helmingur-
inn var seldur í nóvember sl.
Þetta kemur fram í íjárlögum fyr-
ir 1995 sem Alþingi samþykkti á
dögunum.
Salan á bréfunum fer fram í lok
janúar nk. Hún fer fram með
svipuðum hætti og á álíka kjörum
og í nóvember.
ísland undirritar
orkusáttmála
Sighvatur Björgvinsson, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, undir-
ritaði nýlega í Portúgal fyrir ís-
lands hönd Samning um orku-
sáttmála, Energy Charter Treaty,
sem OECD-ríkin eiga aðfid aö auk
Eystrasaltsríkjanna, ríkja í Aust-
ur-Evrópu og fyrrum Sovétríkj-
unum. Samningnum er ætlað að
skapa lagalegan ramma um viö-
skipti og fjárfestingar á orkusviö-
inu í aðildarríkjum hans.
Fyrir ísland getur samningur-
inn tryggt hérlendum fjárfestum
ákveðna vernd í íjárfestingum á
orkusviðinu í aðildarríkjum hans
og greitt væntanlega fyrir fiár-
festingum þeirra, t.d. í nýtingu
jarðhita. Þá gefur samningurinn
möguleika á þátttöku íslands í
samstarfi í orkurannsóknum. Til
að fullgilda samninginn af ís-
lands hálfu þarf að leggja hann
fyrir Alþingi til samþykktar.
DV