Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 9 dv Stuttar fréttir Til Nordur-Kóreu Háttsettur bandarískur erin- dreki fór til Norður-Kóreu í morgun til að fá þyrluílugmann leystan úr haldi. Fjarlægðir ísraelskir hermenn fjarlægðu mótmælendur frá landnámsjörð gyðinga á Vesturbakkanum. Cliníon dáðastur Bill Clinton Bandaríkjafor- seti er dáðastur aRra karl- mannaþarábæ en eiginkona hans, I-Iillary, og móðir Ter- esa voru jafnar að stigum meðal kvenna, segir í nýrri skoðanakönnun. SpennaiBihac Spenna er í Bihac í Bosníu og gæti hún tafið samninga um endalok stríðsins. Sefja skilyrði Stjórn Bosm'u segist ekki ræða um fjögurra mánaða voprtahlé fyrr en Serbar láti af hemaöi i Bihac. Gjaldmiðill hrapar Pesóinn, gjaldmiðill Mexíkós, hrapaði í veröi um tíu prósent af ótta við óróa í Chiapas-fylki. Lifaskemur Konur sem smitaðar eru af HlV-veirunni lifa skemur en karlar og er sérlega hætt við að fá lungnabólgu. Bushreiður George Bush, fyrrum Banda- ríkjaforsetí, veittist harka- lega að þeim sem nota mál njósnarans Aldrích Ames til að rakka nið- ur leyniþjónustuna CIA en Bush stjórnaði henni á áttunda ára- tugnum. Dómarar mótmæla Dómarar i spillingarmálum i Mílanó hafa-áfrýjað ákvörðun um að skerða völd þeirra. Hættirvið Leiðtogi stærsta andstöðu- flokksins í Perú er hættur við að bjóða sig fram í forsetakosning- um. Eldmaður ákærður Maðurinn, sem sprengdi eld- sprengju í neðanjarðarlest í New York, hefur verið ákærður fyrir m.a. morðtilraun. Undir eftirlití Bandarískar hersveitir höfðu eftirlit með aðalstöðvum hersins á Haítí í gær eftir óeirðir. Banda ekki lagður inn Kamuzu Banda, fyrrum einvaldur í Afr- íkurikinu Malaví, liggur ekki á sjúkra- húsi i Suður- Afriku, að sögn einkalæknis hans, en útvarpið í SuöurrAfríku hafði haldið því fram. Þyrla fórst Tveir létu lifið þegar þyrla í æfmgaflugi hrapaði á þriggja hæða íbúðarhús í Zúrich i Sviss í gær. Blaðamenn deyja Aldrei fleiri blaðamenn hafa látið lífið við störf sín en á þessu ári, alls 115 menn, og voru flestir drepniriRúandaogAlsír. Reuter Alsírsku flugræningjamir ætluöu aö sprengja vélina á flugi: Viklu flugeMa- sýningu í París Morðin á fjórum rómversk- kaþólskum prestum í Alsír kynda nú undir ótta manna í Frakklandi um að landið eigi eftir að dragast inn í borgarastríðið í Alsír eftir að vík- ingasveit frönsku lögreglunnar drap íjóra flugræningja á flugvellinum í Marseille á mánudag og frelsaði áhöfn og farþega. Flugræningjarnir höfðu rænt vélinni í Algeirsborg á aðfangadag. Prestamir, þrír Frakkar og einn Belgi, voru myrtir í gær í bænum Tizi-Ouzou í norðurhluta Alsír, dag- inn eftir áhlaupið á flugvélina. Als- írsk stjórnvöld kenndu heittrúuðum múslímum um ódæöisverkið. Fréttirnar um dauða prestanna bundu enda á fagnaðarlæti Frakka yfir lausn gíslatökunnar á flugvellin- um í Marseille. Ekki varö það svo til að styrkja taugar franskra þegna þegar Charles Pasqua, innanríkis- ráðherra Frakklands, sagði að flug- ræningjarnir hefðu viljaö fljúga til Parísar og sprengja vélina í loft upp yfir borginni. „Markmið hryðjuverkamannanna var sjálfsmorðsárás á París,“ sagði Pasqua á fundi með fréttamönnum í gær. Flugræningjarnir höfðu komið fyrir um tuttugu dínamíttúpum und- ir sætum vélarinnar. „Þeir vildu halda flugeldasýningu yfir París,“ sagði alsírski söngvarinn César Ferhat sem var meðal farþega í vélinni. Pasqua sagði einnig aö prestarnir hefðu hugsanlega verið myrtir í hefndarskyni fyrir aðgerðir frönsku lögreglunnar. Alsír fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1962 eftir sjö ára styrjöld. Heit- trúaðir múslímar í Alsír saka frönsk stjórnvöld um að vera í vitorði með herforingjastjórninni. Mikil skálm- öld hefur veriö þar síðan herforingj- arnir aflýstu kosningum árið 1992 þar sem útlit var fyrir sigur heittrú- aðra múslíma. „Nýja stríðiö í Alsír er komið yfir Miðjaröarhafið," sagði franska dag- blaðið Le Monde í gær, áður en frétt- ist af morði prestanna. Reuter Ættingjar og vinir fagna farþegunum sem voru i (rönsku flugvélinni sem heittrúaðir múslímar rændu í Alsir á aðfangadag. Farþegarnir komu til Parísar í gær eftir miklar þrekraunir. símamynd Reuter Engin lausn í sjónmáli á stjómarkreppunni á Ítalíu: Óeining í flokki Berlusconis um forystuhlutverk hans - rætt um aðra menn í stól forsætisráðherra Þingmenn Norðurbandalagsins, fyrrum samstarfsílokks Silvios Ber- lusconis í síðustu ríkisstjórn Ítalíu, hafa alfariö hafnað því að gengið verði strax til kosninga eftir að Ber- lusconi sagði af sér í síðustu viku. Norðurbandalagið lagði einmitt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Samstaða hefur nú náðst um þessa skoðun í Bandalaginu en Berlusconi hafði vonast til þess að um 40 upp- reisnarmenn í flokknum myndu styðja tillögu hans um að ganga til kosninga strax. Leiðtogar Norður- bandalagsins vilja mynda ríkisstjóm sem þeir kalla „ríkisstjórn forset- ans“, stjórn sem allir flokkar gætu átt aðild að. Á sama tíma og þessi samstaða næst í Norðurbandalaginu virðist vera komin upp óeining í flokki Ber- lusconis sjálfs, Áfram Ítalía. Þar a bæ eru ekki allir sammála því að Berlusconi sé eini maðurinn sem flokkurinn geti stutt til þess að leiða Silvio Berlusconi haföi vonast til þess að fá uppreisnarmenn í Norð- urbandalaginu til að styðja tillögu um kosningar. Það gekk ekki eftir. í flokki ‘Berlusconis er ekki eining um hann sem næsta forsætisráð- herra. Simamynd Reuter næstu stjórn Ítalíu. Vittorio Dotti, leiðtogi flokksins i neðri deild þings- ins, segir að það eigi að vera megin- markmið flokksins að leiða næstu ríkisstjórn en það sé ekki endilega krafa að það geti einungis verið Ber- lusconi sem leiði ríkisstjórnina. Oscar Luigi Scalfaro, forseti italíu, sem talinn er hafa framtíö ítalskra stjórnmála í hendi sér, hefur afdrátt- arlaust lýst því yfir að hann vilji ekki boða til kosninga strax. Hann ræddi við forseta beggja þingdeilda í gær og hyggst ræða við forystumenn stjórnmálaflokkanna í dag. Carlo Scognamiglio, þingforseti efri deildar, sem fjölmiðlar telja lík- legan sem næsta forsætisráðherra, lét hafa eftir sér í gær að hann sæi ekki að stjórnarkreppan leystist á næstunni. Berlusconi hefúr farið fram á það við Scalfaro forseta að hann skipi sig sem forsætisráðherra þar til kosningar verði haldnar. Reuter Útlönd Amessegirfieiri KGB-moldvörp- urinnanCIA Aldrich Ames, háttsett- ur liðsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA. sem var dæmd- ur fyrir njósnir í þágu Moskvu- stjómarinnar í vor, segir að hugs- anlega séu fleiri moldvörpur að störfum fyrir þá rússnesku KGB innan bandaríska njósnakerfis- ins. Ames lét orð í þá vera falla í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN sem sýnt var í gærkvöldi. Ames afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir njósnir sínar. Fulltrúi CIA var viöstaddur þegar viðtaiið var tekið til að koma í veg fyrir að Ames kæmi upp um einhver leyndarmál. Konur í meiri hættuaf völdum lungnakrabba Þeim sem reykja meira en fjór- tán sígarettur á dag er 26 sinnum hættara við að deyja úr lungna- krabba en þeim sem ekki reykja. Þá eru konur í meiri hættu en karlmenn. Þetta kemur. fram í rannsókn sem sænska tölfræðistofnunin gerði og birti í fréttabréfi sínu um velferðarmál. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að hlutfallslega miklu færri hafa bytjað að reykja á undanförnum áratug en áður. Það á þó einkum við um karlpeninginn. Hagstofan kannaði samband milli reykinga ög lungnakrabba hjá einstaklingum með því að tengja saman upplýsingar úr rannsókn á lifnaðarháttum og upplýsingar um dánarorsakir. Samkeyrsian leiddi 1 ljós að dauðsföllum af völdum lungna- krabba híá konum fór fjölgandi á 9. áratugnum. Reuter, TT Viðskii )taJ )laðið Alltaf á miðvikudögum i Nr. Lelkur: ____________________Rdðln Nr. Lelkur: ______________Hóðln 1. Leeds - Newcastle -X - 2. Chelsea - Man. Utd. --2 3. Leicester - Liverpool --2 4. Arsenal - Aston V. -X - 5. Coventry - Notth For. -X - 6. Norwich - Tottenham --2 7. C. Palace - QPR -X - 8. Southamptn-Wimbledon--2 9. Everton - Sheff. Wed - -2 10. West Ham - Ipswich -X - 11. Sheff. Utd - Middlesbro -X - 12. Oldham - Wolves 1 - - 13. Tranmere - Derby 1 -- Heildarvinningsupphæð: 104 mllljónlr 13 réttirf 12 réttir | 11 réttir > 10 réttirl 2.771.660 116.340 9.470 2.250 kr. kr. kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.