Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Side 12
- 12 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Undarlegt skilyrði Undanfarnar vikur hafa kanadískir viöskiptajöfrar sýnt áhuga á að flytja hingaö til lands olíu og bensín. Það fylgir sögunni aö þeir hyggist bjóöa upp á lægra bensínverð en íslendingum hefur hingaö til staðið til boða. Hér er um að ræða fyrirtækið Irving Oil, sem er í eigu feðga sem eiga og reka tugi fyrirtækja og eru sagðir með efnuðustu mönnum veraldar. Viðbrögð hér heima hafa verið misjöfn og sum nokkuð undarleg. Olíufyrirtækin þrjú, sem hér hafa starfað, brugðust við með því að leggja inn lóðaumsóknir fyrir fleiri bensínstöðvar í Reykjavík og nefndu þar til sögunn- ar að þau heföu siðferðilegan forgang að slíkri úthlutun vegna langrar sögu og viðskipta 1 borginni. Öllum er auðvitað ljóst að hér er verið að gera tilraun til að stöðva „innrás“ Irving Oil með því að koma í veg fyrir hugsan- legar lóðaúthlutanir. Næst gerist það að samgönguráðherra kveður sér hljóðs og hefur þá skoðun að viðskipti við Irving Oil verði því aðeins tekin upp að kanadísk stjórnvöld heim- ili Flugleiðum að hafa Halifax sem lendingarstað! Ráð- herrann vill með öðrum orðum skilyrða fjárfestingu hins kanadíska olíufyrirtækis að Flugleiðir fái lendingarleyfi í Kanada! Er nema von að Irving-feðgarnir hafi rekið upp stór augu! Nú er það svo að íslenskir ráðamenn hafa talað fjálg- lega um að nauðsynlegt væri að örva erlenda fjárfest- ingu. Enda ekki vanþörf á. í fróðlegri skýrslu Aflvaka Reykjavíkur er frá því skýrt að erlend fjárfesting hafi numið 22 milljónum króna á þessu ári. Það er öll ásókn- in. ísland virðist ekki vera eftirsóknarverður markaður eða vettvangur erlendra fjárfesta og sannleikurinn er sá að við íslendingar getum þakkað fyrir hvern þann útlend- ing sem sýnir áhuga á umsetningu hér á landi. Það merkj- um við meðal annars 1 örvæntingarfullri- leit okkar að aðilum sem vilja nýta sér orkuframleiðslu okkar til stór- iðju. Þó er ódýr orka nánast okkar eina aðdráttarafl. Svo þegar það gerist að hingað koma viðurkenndir og vel efnaðir viðskiptajöfrar og vilja fjárfesta 1 hafnar- mannvirkjum og olíuviðskiptum á okkar htla markaði rísa áhrifamiklir menn upp á afturfæturna og hafa allt á homum sér. Er við því að búast að erlendir fjárfestar sýni landinu mikinn áhuga þegar viðbrögðin eru á þann hátt sem raun ber vitni? Hvort skyldu þeir Irving-feðgar hafa reiðst meira eða undrast yfir því furðulega skilyrði sem sjálfur samgönguráðherra íslensku þjóðarinnar vill setja þeim til höfuðs? Vel má vera að það sé hagsmunamál fyrir Flugleiðir að fá lendingarleyfi í Kanada, en það er auðvitað algjör- lega óskylt mál og allt önnur Ella. Við verðum að átta okkur á því að hér eru engin efni til að setja sig á háan hest. Tími hörmangaranna er hð- inn. Sögu viðskiptaþvingana er lokið. Ráðherrar kunna að vera mikhr menn í sinni heimabyggð, en þeir stjórna ekki markaði fjárfestinga og viðskipta með valdboðum og skilyrðum. Hvað þá að gamalgróin olíufyrirtæki hér á landi geti fælt frá eða hafnað samkeppni á fomri frægð. Flugleiðir verða að bjarga sínum málum með öðmm hætti en þeim að ráðherra banni útlendingum aðgang að okkar landi, nema við fáum aðgang að öðrum löndum. Olíuviðskipti em eitt, flugsamgöngur annað. Annaðhvort viljum við erlent fjármagn eða ekki. Annaðhvort viljum við taka þátt í alþjóðlegri viðskiptasamvinnu eða ekki. Flóknara er það ekki. EUert B. Schram íslenskur lyfjaiðnaður í umræðu um nýsköpun at- vinnulífs hefur lítt verið gefinn gaumur að möguleikum á útflutn- ingi lyíja. Lyíjaiðnaður á íslandi stendur á gömlum merg. Apótek hafa framleitt lyf um árabil og hér eru starfrækt nokkur fyrirtæki í lyfjaframleiðslu. Pharmaco og Delta eru þekkt fyrirtæki. Stefán Thorarensen hf. hefur rekið lyfja- verksmiðju um áraraðir og nýverið stofnuðu nokkrir aðilar Ómega Pharma hf. til töflusláttu og ann- arrar lyfjaframleiðslu. Lýsi hf. framleiðir og flytur út lýsistöflur í framhaldi af merku þróunarsamstarfi. íslenska heilsu- félagið og fleiri eru að reisa lyfja- verksmiðju í Litháen sem byggist á íslenskri þekkingu. Lyíjaverslun ríkisins hefur um áratuga skeið framleitt lyf, einkum dreypilyf, töflur og reagensa. Lyfjaverslunin er gott fyrirtæki sem stendur traustum fótum. Bræðurnir Erling og Jón 0. Edwald stýrðu því fyrir- tæki um áratuga skeið og lögöu mikinn metnað í að gera veg ísl. lyfjaiðnaðar sem mestan. Hafa margir hlotið orðu af minna tilefni. Möguleikar á útflutningi Þótt lyfjaiönaður eigi hér hefð er markaður lítill og því nauðsyn að nýta þekkinguna til útflutnings. Sá galli er á gjöf Njarðar að þróunar- ferill lyfja er langur og óheyrilega dýr. Framkvæma þarf áralangar „kliniskar" prófanir sem kosta hundruð milljóna, jafnvel milljarða áður en lyf er samþykkt sem sölu- vara. Möguleikar ísl. lyfjaiðnaðar til stækkunar felast því frekar í fram- leiðslu dýralyfja. Fer þar saman þekking og möguleikar til öflunar hráefnis úr blóði dýra sem laus eru við ýmsa þá sjúkdóma sem herja annars staðar. Á Keldum hefur um áraraðir verið framleitt sermi sem notað er við blóðkreppusótt í lömb- um og einnig verið selt til Dan- merkur til nota gegn svínasjúk- dómi. Mikhr möguleikar eru á stór- auknum útflutningi ef framleiðslu- aðstaða væri til staðar á Keldum. Fleiri hér á landi hafa framleitt dýralyf en Keldur. Einar Birnir og fyrirtækiö G. Ólafsson hf. hófu af stórhug framleiðslu á PMSG horm- ón úr hryssublóði. Keypt var þekk- ing og tæki frá Danmörku sem Ein- ar og samstarfsfólk hans endur- bætti af mikilli leikni. Reist var fullkomin verksmiðja og komið á víðtækri blóðsöfnun í samvinnu við hrossabændur. Líftækniiðnaður Hormónar eru einungis ein vara Kjallariim Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri af mörgum sem unnt er að fram- leiða úr hrossablóði. Þrátt fyrir dugnað og atorkusemi Einars Birn- is reyndist framtakið of dýrt til að hann næði að ljúka ætlunarverki sínu. Þróunarfélagið stofnaði líftækni- fyrirtækið ísteka hf. fyrir nokkrum árum og tók yfir verksmiöju og framleiðslu G. Ólafssonar hf. til að tryggja að verkefnið héldi áfram. Bergþóra Jónsdóttir, fyrrum verksmstj. ísteka, Sigrún E. Jóns- dóttir og Hreinn Jakobsson hafa öll unnið ötullega að útflutningi á lyflum með góðum árangri. Lyf sem ísteka hf. framleiðir hef- ur um nokkurt skeið verið dreift í Evrópu undir merkjum eins stærsta lyíjafyrirtækis í heimi. Hjá ísteka hf. hefur veriö stunduð merk þróunarvinna. Dr. Hörður Kristj- ánsson hefur t.d. þróað fylpróf sem selt hefur veriö tU fjölmargra landa. Slík dæmi um dugandi fólk og velheppnaða vöru gefa von um að unnt verði að byggja hér upp öflug- an lyfja- og líftæknnðnað. Gunnlaugur M. Sigmundsson „Möguleikar ísl. lyfjaiðnaðar til stækkunar felast því frekar í framleiðslu dýralyfja," segir Gunnlaugur i grein sinni. „Þótt lyfjaiönaður eigi hér hefö er markaður lítill og því nauðsyn að nýta þekkinguna til útflutnings. Sá galli er á gjöf Njarðar að þróunarferill lyfja er langur og óheyrilega dýr.“ Skodanir annarra Ekki góð sending frá BHMR „í desemberhefti BHMR-tíðinda birtast afar: „At- hyglisverðar tölur um ævitekjur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða"... Ef til vill er „athyglisverðast" af öllu við þessa útreikninga í BHMR blaðinu að þeim skuh skellt á jólaborðið núna af sömu aðilum og í orði segjast styðja sjúkraliða heils hugar. Okkur hin- um finnst þetta ekki góð sending til láglaunafólks sem staðið hefur í sex vikna verkfallsbaráttu sem enn sér ekki fyrir endann á.“ Ögmundur Jónasson, form. BSRB, í Mbl. 24. des. Rafmagnið, stóriðjan og fólkið „Kemur ekki til greina að þjóðin verði að sætta sig við aö fá ekki óskaverð fyrir rafmagnið í stóriðjuna til þess að fólkið fái vinnu? Hverju breytir það í kílówattverði að lengja afskriftartíma virkjana upp í 100 ár? Þær sýnast ætla að endast það ef ekki leng- ur... Skyldi ekki vera betra að láta orkuna knýja eitthvað hér innanlands, sem þarf íslenzkra handa við, heldur en að setja upp síritamæla þar sem hund- urinn liggur til útlanda í einhverri þokukenndri framtíð?" Halldór Jónsson verkfr. í Mbl. 23. des. í samfélagi vinstrivéla „í samfélagi þar sem vinstrivélar hggja sem hrá- viði út um allt eða í skötulíki og flokksvél Sjálfstæðis- flokksins ein er gangfær, hættir kjósendum til að leggja traust sitt á hana. Hins vegar dreymir jafnvel ryðgaöa varahluti aö komast í hana, ef eitthvað skyldi nú bila. Færri komast en vildu. Er rétt af vinstrivélunum að vera stöðugt meö brak og bresti út í loftið, því þær vita undir niðri að borgaralegu vélinni hennar Salome Þorkelsdóttur verður alltaf að treysta á sínum stað?“ Guðbergur Bergsson rithöf. i Vikublaðinu 22. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.