Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 13 Spurt um árangur Laugardaginn 10. des. sl. birtir DV athyglisvert viðtal við Sigrúnu Hallgrímsdóttur. Eftir 30 ára bú- setu í „guðs eigin landi“ ætlaði hún að setjast aftur að á gamla landinu, en segir sínar farir ekki sléttar, þegar hún reyndi að verða sér úti um vinnu. Sigrún kveðst hafa sótt um ein 50 störf og fengið 4 svör til baka. Sams konar þrautagöngu þekkja því miður aUt of margir, en viðbrögð og viðmót atvinnurekenda urðu til þess að Sigrún ákvað að taka stefnuna aftur vestur um haf. Ekki er hægt að lá Sigrúnu Hall- grímsdóttur, þótt biturð skíni í gegnum frásögnina af þessari reynslu. Hins vegar er ekki hægt að láta sem vind um eyru þjóta, á hvem hátt hún afgreiðir íslenska kvennabaráttu og þá sérstaklega Kvennahstann, sem hún hefur þó augljóslega ekki kynnt sér. Henni blöskrar aö vonum launamunur kynjanna og aðgerðaleysi stjórn- valda vegna atvinnuleysis kvenna, og auðséð er, að hún hefur engar spurnir haft af öllum þeim tillögum, ályktunum og greinum, sem komið hafa frá Kvennahstanum um þau efni. Nær væri að gagnrýna, hversu lítið hefur verið hlustað á þá rödd. Mál fyrir kvenfólk í stjórnmálum Þá talar Sigrún um misnotkun á börnum og nauðganir, sem henni finnst ekki nægilega tekið á hér á landi.-„Þetta eru svona mál, sem mér fyndist að kvenfólk í stjórn- málum gæti tekið meira fyrir. Hvað er þessi Kvennalisti eiginlega búin að gera fyrir konur á íslandi, ég bara spyr?“, er haft eftir Sigrúnu, og kannski veit blaðakonan ekki betur eða hvorug hefur kært sig um að hafa þetta öðruvísi. Sjálfsagt má gagnrýna Kvenna- listann fyrir margt, en alveg áreið- anlega ekki þetta. Ein af fyrstu fyr- irspurnum. Kvennalistans á Al- þiiigi var einmitt um kærur og dóma í nauðgunarmálum, og í framhaldi af þeirri umræðu var lögð fram tillaga um könnun á meðferð nauðgunarmála og úrbæt- ur í þeim efnum. Þetta var fyrsta tillaga kvennalistakvenna, sem Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans samþykkt var á Alþingi íslendinga og markaði upphafið að mikilli og vandaðri vinnu fagfólks í ýmsum greinum. Nefndin skilaði gagn- merkri skýrslu um máhð og tillög- um um úrbætur, sem margar hafa verið teknar til greina, þó ekki all- ar, en kvennahstakonur hafa verið óþreytandi að þrýsta á um aðgerð- ir. Gjörbreytt meðhöndlun fórnarlamba Vissulega hefur ofbeldinu ekki hnnt, en mar gt hefur breyst til hins betra í meðferð nauðgunarmála. Mikilvægust úrbóta er rekstur neyðarmóttöku, sem opnuð var 8. mars 1993 við slysadeild Borgar- spítalans. Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingkona Kvennahstans, átti drýgstan þátt í undirbúningi móttökunnar og er umsjónarlæknir hennar. Þar er boðið upp á samræmda og mark- vissa þjónustu og aðstoð við fórn- arlömd kynferðisbrota, og er óhætt að fullyrða, að rekstur neyðarmót- tökunnar hefur gjörbreytt með- höndlun þeirra, sem verða fyrir ofbeldi af þessu tagi. Á þessu sviði hefur orðið viðhorfsbreyting, enda er það einn þáttur í starfseminni að fræða og þjálfa fólk til að takast á við þessi mál. Kvennalistinn hefur komið mörgu til leiðar, en þótt ekki heföi verið fyrir annað en þennan árang- ur, sem að ofan er talinn, hefur hann sannað tilverurétt sinn. Kristín Halldórsdóttir „Mikilvægust úrbóta er rekstur neyðarmóttöku, sem opnuð var 8. mars 1993 við slysadeild Borgarspítalans." - Frá opnun móttökunnar. „Ein af fyrstu fyrirspurnum Kvenna- listans á Alþingi var einmitt um kærur og dóma í nauðgunarmálum, og 1 fram- haldi af þeirri umræðu var lögð fram tillaga um könnun á meðferð nauðgun- armála og úrbætur 1 þeim efnum.“ Dulbúnar árásir Það er orðið þreytandi að þurfa stöðugt að vera á varðbergi gegn leyniskyttum stjórnvalda sem sett- ar eru til höfuðs dreifbýli þessa lands. Síðasta skeytið kom úr nokkuð óvæntri átt eða frá nefnd sem stjórnvöld skipuðu th að gera tillögur um bætta meðferð á auð- lindum hafsins umhverfis landið. Eins og skipan nefndarinnar gefur tilefni til sér hún flestar alvarleg- ustu hættumar í athafnasemi smá- bátanna og er með beinskeyttar til- lögur til að koma böndum á þennan stórhættulega trihuflota. Þeir leggja th að hámarksafli krókaleyf- isbáts verði miöaður við þann afla sem 85% krókaleyfisbáta sé innan við í dag. Fáir en afkastamiklir Við skulum kryfja þessa sakleys- islegu tölu til mergjar og þá ættu menn að skflja hvað ég á við með orðunum leyniskyttur og dulbúnar árásir. Krókaleyfisbátar á íslandi eru um 1000. Ef 150 þeir hæstu eru frá- taldir má gera ráð fyrir að enginn hinna fái meira en 50-60 tonn á ári. Flestir hinna 150 eru gerðir út frá stöðum þar sem trilluútgerð stendur undir verulegum hluta at- vinnulífs og sums staðar er ekki KjaUaiinn Sveinbjörn Jónsson sjómaður Súgandafirði um annað að ræða. Við skulum miða við að hámarkið sé 55 tonn á bát og skoða áhrifin á Suðureyri. Á þessum stað háttar svo til að smábátar standa undir nær allri hráefnisöhun. Þeir eru tiltölulega fáir en í hópi afkastamestu smá- báta landsins. Meðalafli 10 hæstu krókaleyfisbátanna á staðnum er upp undir 200 tonn á bát á ári enda eru þeir gerðir út á línu mestallt árið og skapa verulega atvinnu bæði í kringum útgerðina og í vinnslunni í landi, - Tillaga leyniskyttnanna felur í sér aflaminnkun þessara báta úr u.þ.b. 2000 tonnum niður í 550 tonn og jafngildir að mínu mati beiðni um loftárás á staðinn. Ég geri ráð fyrir að Grímsey og nokkrir aðrir staðir séu í svipaðri aðstöðu. Þáð er tímanna tákn að hér á íslandi skuh vera til Mð sem lætur sig hafa að uppfylla óskir stjórnvalda með tillögum af þessu tagi. Þurfum við að velja á milli? Það er jafnframt tímanna tákn að nú þegar kosningar fara í hönd skuU ekki vera th stjórnmálaflokk- ur á íslandi sem þorir að taka á stefnuskrá sína nýjan valkost í stjórnun fiskveiða jafnvel þótt nú- verandi kerfi hafi gjörsamlega brugðist og afleiðingar þess séu óviðunandi fyrir hinar dreifðu byggðir og reyndar flest verkafólk þessa lands. Hversu lengi ætlar þjóðin að taka við þeirri blekkingu að vernd auð- lindarinnar fehst í því að takmarka afkastagetu þeirra smæstu og ganga á rétt þeirra sem ríkast th- kall eiga til nýtingar hennar sam- kvæmt alþjóðlegum samþykktum? Verður það hlutskipti okkar trillu- karla að verða að velja á milli þess að hlíta lögum þessa lánds eða að gegna skyldum okkar við fjölskyld- ur og byggðarlög? Miöað við það fordæmi sem stjórnvöld gáfu er þau hleyptu tog- araflotanum til veiða innan 12 mílna og brutu þar með eigin lög th að þjóna skammtíma markmið- um, ætti valið að vera auðvelt. Sveinbjörn Jónsson „Það er jafnframt tímanna tákn að nú þegar kosningar fara í hönd skuli ekki vera til stjórnmálaflokkur á íslandi sem þorir að taka á stefnuskrá sína nýjan valkostí stjórnunfiskveiða... “ Meðog Gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurlistans Blönduð leið „Reykjavik- urlistinn stóð frammi fyrir mjög erfiðri stöðu. Rekst- urinn Reykjavík hefurhækkað mjög á und- anförnum SlgninMagnúsddHir, árum Og tek- oddvili Reykiayikurlisl- ur nánast allt ans- skattfé borgarinnar. Ef eitthvað á að framkvæma er nánast ekkert annað eftir en að taka lán. Okkur þótti slæmur kostur að taka bara lán vegna þess að það er ávísun á framtiðina. Þess vegna vildum við fara blandaða leið og ákváð- um að leggja á holræsagjald, eins og gert er nánast undantekninga- laust í kaupstöðum landsins, meðal annars vegna þess að viö stöndum frammi fyrir stórtram- kvæmdum á því sviði. Óhjá- kvæmilegt er að taka einhver lán til aö geta haldið uppi atvinnu- stigi. Þá erum við að skoða hvort hægt er að draga saman i rekstri. Sjálfstæðismenn ákváðu á sið- asta vetri að setja á mengunar- gjaldið enda hefur það verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisnefnd borgarimtar allt síðasta kjörtíma- bil þar sem meíri kröfur eru gerð- ar i hehbrigðismálum. í fyrra var svokölluðu hehbrigðisgjaldi á kjötvinnslur, verslanir og gisti- hús sleppt og því komum viö því í framkvæmd núna enda fannst okkur rétt að þeir sem menga greiddu slíkt gjald. Breytingin var samþykkt samhljóða i heh- brigðisnefnd, líka af fulltrúum sjálfstæöismanha." Óréttlátt „Við höfum verið á móti holræsagjald- inu því að þarna er nýr skattur á ferðinni, nýj- ar álögur á fólk. Sústefna hefur alltaf verið höfð lyá sjálfstæöis Inga Jóna bórdardóUir borgarfullfrúí. mönnum í Reykjavíkurborg aö reyna að láta skatta á fasteigmr vera eins lága og kostur hefur verið. Það hefur sýnt sig i lægstu fasteignagjöldunum á höfuðborg- arsvæðinu. Þessu er verið að breyta. Nú eru'fasteignagjöldin ekki lengur lægst. Holræsagjald er óréttlátur skattur sem tékur ekki tillit til tekna eöa aðstæðna fólks heldur fer fyrst og fremst eftir því hús- rými sem fólk hefur yfir að ráða. Það kemur illa við tekjulítið, eldra fólk sem á stórt húsnæði og vih búa þar áfrarn og bam- margar fjölskyldur sem þurfa stórt húsnæði en eru ekki endi- lega tekjuháar. Gjaldiö leiðh- að öllum líkindum til hærri húsa- leigu og eykur því álögur á heim- ili sem mega ekki við auknum álögum. Sjálfstæðismenn voru búihr að leggja á ákveðið mengunarKjald og vhja halda sig við það. R-líst- inn bætir við heilbrigðisgjaldi á nánast allan atvinnurekstur án þess að nokkuð sé kostaö th auk- innar þjónustu til þessara fyrir- tækja. Við sjálfstæöismenn höfum lagt th í borgarstjórn að holræsagjald- ið lyti sömu lagaákvæðmn og fásteignaskatturinn. Þannig yrði hægt aö taka thfit th tekna aldr- aðra og öryrkja. Meirilhutinn vísaði tillögunni til borgarráðs.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.