Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
Fréttir
Delta selur hjartalyf til Þýskalands:
Arsvelta fer úr 400
í 1000 milljónir
- góð búbót, segir framkvæmdastjórinn
Lyfjafyrirtækið Delta hf. í Hafnar-
flrði hefur gert samninga við á annan
tug þýskra lyfjafyrirtækja um sölu á
hjartalyfi í Þýskalandi fyrir hundruð
milljóna króna. Fyrstu sendingar eru
þegar farnar til Þýskalands enda fór
einkaleyfi af lyfinu um síðustu helgi.
Þetta eru einhverjir stærstu sö-
lusamningar sem íslenskt lyfjafyrir-
tæki hefur gert við erlenda aðila.
Með þeim er áætlað að Delta ríflega
tvöfaldi ársveltuna og hún verði ná-
lægt einum milljarði króna.
„Þetta er góð búbót. Markaðurinn
í Þýskalandi er stór fyrir þetta eina
lyf. Smásöluveltan þar er í kringum
13 miHjarðar. Samningarnir eru til
lengri tíma, allt að 5 árum. Fyrsta
árið verður sala til Þýskalands á bil-
inu 500 til 600 milljónir. Við höfum
verið að vinna að þessu verkefni í
3-4 ár en framleiðsla upp í gerða
samninga hefur staðið yfir síðan í
október. Vegna þessa höfum við fjár-
fest í nýjum tækjakosti fyrir um 70
milljónir og bætt við 15 nýjum störf-
um. Alls starfa 65 manns hjá okk-
ur,“ sagði Ottó B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Delta, við DV.
Hjartalyfið, sem nefnist Katopril,
hefur verið á markaði hérlendis síð-
ustu fjögur ár. Það er notaö við há-
þrýstingi og hjartabilun og hefur
mikla útbreiðslu í heiminum. Delta
framleiðir lyfið annars vegar eftir
eigin forskrift og hins vegar eftir for-
skrift sem hluti af viðskiptavinum
fyrirtækisins óskar eftir.
„Aðrir markaðir í Evrópu opnast
ekki fyrr en árið 1997. Einkaleyfi af
Ottó B. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Delta í Hafnarfirði, með hjartalyfið
sem er verið að selja í tonnatali til
Þýskalands fyrir hundruð milljóna
króna. DV-mynd BG
lyfjum falla úr gildi á mismunandi
tímum. Almennt er hægt að sækja
um einkaleyfi á ákveðnum lyfiaefn-
um í flestum löndum. Þá fá menn 20
ár, frá því sótt er um einkaleyfi þar
til það fer af. Hér á íslandi hafa er-
lendir aðilar lítið sótt um einkaleyfi
þannig að við höfum haft tiltölulega
frjálsar hendur. Þetta breytist 1997
vegna GATT-samkomulagsins. Eftir
það fæst einkaleyfi á efnum en í dag
fást einkaleyfi á aðferð við að fram-
leiða efnin. Við horfum björtum aug-
um til framtíðarinnar hvað erlenda
markaðinn varðar. Hér innanlands
er samkeppnin hörö þar sem lyfia-
verð hefur lækkað og sviptingar eru
miklar," sagði Ottó.
Bridgehátíðin:
SveitZia
sigraði
Sveit Pakistanans Zia Mahmood
náði að hampa sigri í sveitakeppni
Bridgehátíöar Flugleiða sem lauk í
gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. ís-
lenskar sveitir höfnuöu í næstu
tveimur sætum, en alls tóku 92 sveit-
ir þátt í þessari keppni.
Sveit Zia Mahmood var í barátt-
unni um efsta sætið mestallan tím-
ann og hafði fyrir lokaumferðina 10
stiga forystu á næstu sveit. Sveit Zia
spilaði við sveit Samvinnuferða-
Landsýnar í síðustu umferðinni og
tapaði þeim leik naumt, 14-16, en
hefði mátt tapa þeim leik 11-19 og
samt hafnað í fyrsta sætinu.
Sveit Samvinnuferöa tryggði sér
annað sætið í mótinu með sigrinum
á sveit Zia. Með Zia í sveit voru Bret-
inn Tony Forrester og Kanadamenn-
imir George Mittelman og Fred Git-
elman. í sveit Samvinnuferða voru
Helgi Jóhannsson, Guðmundur S.
Hermannsson, Bjöm Eysteinson,
Aðalsteinn Jörgensen og Rúnar
Magnússon. Lokastaða efstu sveita
varö þannig í mótinu:
1. Zia Mahmood 196
2. Samvinnuferðir-Landsýn 188
3. Tryggingamiðstöðin 184
4. Norge ísland 184
5. Rita Shugart 183
6. VÍB 182
7. Bretland, yngri spilarar, 181
8. Landsbréf 180
Guðrún Helgadóttir:
Stofnaásérstakt
ríkisdagblað
Guörún Helgadóttir alþingismaður
sagði í utandagskrárumræðum um
sammna fiölmiðla og fiölmiðlavald á
Alþingi í gær að hún treysti Ríkisút-
varpinu best allra fiölmiðla hér á
landi. Hún sagöi að nú væri að henn-
ar dómi komið að því að þjóöin eign-
aðist dagblað. Alþingi ætti að kjósa
yfirstjóm þess sem svo aftur réði rit-
stjóra. Þama ætti að vera um að
ræða ríkisdagblað á sama hátt og nú
er rekið ríkisútvarp og sjónvarp.
Þessi hugmynd Guðrúnar fékk
ekki mikinn hfiómgrunn á Alþingi.
Vel á þriðja þúsund framhaldsskólanemar söfnðuðst saman á Ingólfstorgi í Reykjavík i gærdag til að mótmæla
boðuðu verkfalli kennara. Nemendurnir gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir skilningsleysi á gildi menntunar. Á fundinum
tóku þau Friörik Sophusson fjármálaráðherra, Eiríkur Jónsson, formaöur KÍ, og Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK,
á móti undirskriftalistum með nöfnum hátt i tuttugu þúsund nemenda þar sem skorað er á stjórnvöld og kennara-
félögin að semja strax. DV-mynd GVA
Vemlegur munur er á launum
karla á kvenna, hvort heldur hrein-
um dagvinnulaunum, dagvinnu-
launum og aukagreiðslum eða jafn-
aðarkaupi. Konur em aðeins með 78
prósent af hreinum dagvinnulaun-
um karla. Þegar tekið er tillit til
aukagreiðslna era þær með enn
minna eða 70 prósent af launum
I karla. Miðað við jafnaðarkaup em
■ konur með 68 prósent af launum
; karla. Þetta kemur fram í niðurstöð-
um könnunar á launamun í flómm
opinberum stofnunum og fiórum
einkafyrirtækjum sem unnin var af
, Félagsvísindastofnun.
i Enginn munur er á launum karla
|og kvenna sem hafa ekki stundað
! nám eftir gmnnskóla en töluverður
j munur er á launum karla og kvenna
! sem hafa lokið framhaldsskóla- eða
háskólaprófi. Konur með framhalds-
skólamenntun em með 78 prósent
af dagvinnulaunum og aukagreiðsl-
um karla með sambærilega menntun
og konur með háskólamenntun em
verst settar með aöeins 64 prósent
af launum háskólamenntaðra karla.
Félagsmálaráðhera kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi í gær. Ráð-
gjafarhópur verður skipaður til að vinna gegn launamun kynjanna.
DV-mynd Brynjar Gauti
í niöurstöðum könnunarinnar seg-
ir að starfsstétt, menntun, starfsald-
ur, aldur, fiöldi yfirvinnutíma og það
hvort starfað sé hjá einkafyrirtæki
eða hinu opinbera skýri stóran hluta
af launamunirtum. Þessir þættir hafi
mun meiri áhrif á laun karla til
hækkunar en kvenna.
Rannveig Guðmundsdóttir félags-
málaráöherra, sem kynnti niður-
stööurnar á blaðamannafundi ný-
lega, segir að fyrirhugað sé að skipa
ráðgjafarhóp með aðilum vinnu-
markaðarins til aö vinna gegn launa-
mun, til dæmis með fræðslustarfi.
Þá veröi hugsanlega teknar upp sam-
ræmdar reglur um starfsmat.
Launamunur kynjanna:
Teknar upp samræmdar
reglur um starfsmat
Ákveðið í dag
hvort Hitt
húsiðferí
Geysishúsið
Borgarráð tekur í dag ákvörðun
um það hvort starfsemi Hins
hússins verður flutt úr Þórscafé
í Geysishúsið á horni Aðalstrætis
og Vesturgötu og verður greinar-
gerð íþrótta- og tómstundaráðs,
ITR, um fyrirhugaða starfsemi á
nýjum stað lögö fram á fundin-
um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segist vonast til að
hægt verði að flytja starfsemina
strax í vor nái tillagan um það
fram að ganga.
í greinargerð ÍTR koma fram
ákveðnar skoðanir á því að Geys-
ishúsið henti vel fyrir Hitt húsið
og að hægt sé að koma því þar
fyrir í áfóngum. Borgin hefur
leigt húsnæði undir Hitt húsið í
Þórscafé og þyrfti borgin að
kaupa húsnæðið fyrir að minnsta
kosti 120 milljónir og fara í kostn-
aðarsamar endurbætur á húsinu
ef Hitt húsið yrði þar áfram. í
fiárhagsáætlun er gert ráð fyrir
að 20 milljónir fari í endurbætur
á Geysishúsinu á þessu ári.
„Ég vil leggja áherslu á að horfa
ekki á alla starfsemi sem tengist
ungu fólki með neikvæðu hugarf-
ari. Það er meðal annars gert ráð
fyrir að leikhópar hafi aðstöðu í
Geysishúsinu og að þar verði að-
staða fyrir framhaldsskólanema,
menningar- og listasamtök ungs
fólks, fundahöld, og tómstunda-
starf ásamt lesaðstöðu. Ég vona
að tillagan verði samþykkt í dag
til þess aö hægt sé að fara af stað
meö þessa vinnu,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Hundur glefsar
íböm
Tilkynnt vartil lögreglu í Hafn-
arfirði í gærkvöld að hundur
hefði glefsað í þrjú börn. Bömin
sakaði ekki og viðurkenndu þau
að hafa espað hundinn upp þann-
ig að hann glefsaði í þau. Að sögn
lögreglu verða engir eftirmálar
þar sem foreldrarV bamanna
krefiast þess ekki að aðhafst verði
í málinu.
Stuttar fréttir
Hópur manna, sem nýveriö
gékk út af landsfundi Þjóðvaka,
íhugar sérframboð á Reykjanesi.
Mbl. greindi frá þessu.
Hreinir iskubbar
ískubbar úr Vatnajökli eru að
verða eftirsótt vara. Að sögn
Stöðvar tvö er fyrirtækið Eðalís
að hefia útflutning á þessari
óvenjulegu vöru. ísinn er sagðm-
þúsund sinnum hreinni en venju-
legt kranavatn.
Breskt raforkufyrirtæki hefur
áhuga á að fiármagna lagnmgu
tveggja sæstrengja milli Islands
og Bretlands. Talið er að kostnað-
urinn sé um 100 milljarðar, Stöö
tvö greindi frá þessu.
Sútafiskroð
Nýtt fyrirtæki um rekstur fisk-
roössútunarverksmiðju hefur
veriö stofnaðáSauðárkróki. RÚV
greindi frá þessu.
Maðursáttaferaustur
Ætlunin er aö Geir Gunnarsson
vararikissáttasemjari fari til Eg-
ilsstaða til að liðka fyrir kjara-
samningum á Fáskrúösfirði.