Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
Útlönd
Atta fórust þegar flugvél í útsýnlsflugi yfir Miklagljúfri fórst:
Reyndi nauðlendingu
en hrapaði of an í gil
- flugmaðurinn tilkynnti um vélarbilun skömmu eftir flugtak
Átta manns fórust þegar lítið flug-
vél í útsýnisflugi hrapaði til jarðar
nærri Miklagljúfri í Bandaríkjunum
í gær, að sögn yfirvalda. Tveir kom-
ust lífs af.
Flugmaður vélarinnar sem var af
gerðinni PA-31 Navajo varð var við
vélarbiiun skömmu eftir flugtak frá
Miklagljúfursflugvellinum í Tusay-
an í Arizona. Að sögn Freds O’Donn-
ells, talsmaður bandarísku flugmála-
stjórnarinnar, hrapaði flugvéhn nið-
ir í gil þegar hún var að snúa við og
reyna að nauðlenda.
Talsmaður sýslumannsins í Cocon-
ino sýslu í Flagstaff í Arizona sagði
að átta manns hefðu látist og tveir
hlotiö alvarleg meiðsl. Ekki var vitað
hvort þeir sem komust af voru far-
þegar eða úr áhöfn vélarinnar. Alla
jafna eru bæði flugmaður og aðstoð-
arflugmaður í véUnni.
FlugvéUn sem var í útsýnisflugi tók
sig á loft skömmu eftir klukkan hálf-
þijú síðdegis í gær aö staðartíma og
hrapaði aðeins sex mínútum síðar, í
þriggja kílómetra fjarlægð frá flug-
veUinum sem er rétt sunnan gil-
barmsins, að sögn O’Donnells.
„Flugmaöurinn tilkynnti um vélar-
bilun, lýsti yfir neyðarástandi og við
teljum að hann hafi verið að reyna
að snúa aftur til flugvaUarins,” sagði
O’Donnell.
FlugvéUn var í eigu fyrirtækis sem
sérhæfir sig í aö fara með fjárhættu-
spflara og ferðamenn frá Las Vegas,
þaðan sem hún lagði upp í ferðina, í
útsýnisflug yfir þjóðgarðinn í Mikla-
gljúfri.
Á undanfomum árum hafa nokkr-
ar flugvélar og þyrlur hrapað í sams
konar útsýnisflugi og hefur það vald-
ið yfirvöldum áhyggjum. Reuter
Færeyska
bankadeilan
gætileitttil
sjálfstæðiskröfu
Bankadeilan milU Færeyja og Dan-
merkur gæti leitt til víðtæks stuðn-
ings í Færeyjum við kröfur um sjálf-
stæði eyjanna, segir Lise Lyck, lektor
við Kaupmannahafnarháskóla og
sérfræðingur í málefnum Færeyja.
Hún segir í viðtali við blaðið Det
Fri Aktuelt í dag að deilan geti einn-
ig leitt til þess að dönsk fyrirtæki fái
ekki að vera með þegar spáð verði í
oUuvinnslu undan ströndum Fær-
eyja.
Lise Lyck spáir því að þeir flokkar
í Færeyjum sem styðja sjálfstæði
landsins muni gjörsigra þá sem vilja
áframhaldandi tengsl við Danmörku
í næstu kosningum. Það sem skiptir
sköpum, segir hún, er að færeyska
Lögþingið stendur sameinað í kröfu
sinni um aö krefjast dómsrannsókn-
ar á bankamáUnu. Forráðamenn Den
Danske Bank eru sakaðir um að hafa
blekkt færeysku landstjómina þegar
þeir losuðu sig við hlutbréf sín í
Færeyjabanka.
Danska stjórnin hefur ávaUt hafn-
að þeirri kröfu Færeyinga en þess í
stað viljað koma á fót nefnd sérfræð-
inga til að rannsaka máUð. Poul Nyr-
up Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, ítrekaði þá afstöðu sína
í bréfi sem var gert opinbert í gær.
Færeyska Lögþingið ræöir svar Nyr-
ups í dag. Ritzau
■ ■
Franski sundmaðurinn Guy Delage, sem synti einn síns liðs yfir Atlantshafið og lagði að baki 3748 kílómetra á
55 dögum, er nú aftur kominn heim til Frakklands. Hér ræðir hann við Clément, fimm ára gamlan son sinn, áður
en hann spjallaði við fréttamenn í Paris í gær. símamynd Reuter
Friðrik, krónprins Danmerkur, orðinn stjornmálafræðingur:
Fékk sætar kvenærbuxur í útskriftargjöf
- hvað er hægt að gefa manni sem á allt? spurðu skólafélagamir
Friörik, krónprins Danmerkur,
útskrifaðist sem stjórnmálafræðing-
ur frá Háskólanum í Árósum um síð-
ustu helgj eftir fimm ára nám. Þar
með er hann fyrsti „akademíkerinn”
í kongungsíj ölskyldunni og mamma
Magga er víst ógurlega stolt af synin-
um. Strákurinn ku hafa fengið fínar
einkunnir og það sem meira er: hann
kláraði námið á réttum tíma sem er
fáheyrt meðal stúdentai flanmörku
nú um stundir. Drottningin móðir
hans stundaði líka nám í stjórnmála-
fræði við Árósaháskóla á sínum tíma
en lauk aldrei námi.
Það sem hefur vakið mesta athygli
samstúdenta og kennara er hversu
alþýðlegur krónprinsinn er. í skólan-
um var Frikki bara nákvæmlega jafn
hallærislegur í klæðaburði og „en
almindelig dansker” og féll því full-
komlega inn í íjöldann. Segir af Sauð-
krækingi einum sem hóf nám í
Hvað er hægt að gefa manni sem á
allt? Vlnir Friðriks krónprins gáfu
honum því silkikvenærbuxur í ut-
skriftargjöf þegar hann útskrifaðist
frá Árósaháskóla.
stjórnmálafræði við háskólann í
Árósum og sat sama námskeið og
krónprinsinn. Maður þessi hefur að
að jafnaði þótt ágætlega“glöggur á
dægurhetjur og fyrirmenni en hann
uppgötvaði þó ekki fyrr en nokkrar
vikur voru liðnar af náminu að það
var krónprins Danmerkur sem sat í
sömu sætaröð og hann.
Friðrik sat iðulega á kaffístofunum
með skólafélögunum og drakk kafli
og spjallaöi. Eini munurinn á honum
og hinum stúdentunum var sá að
flestir hinna voru yfirleitt lífvarða-
lausir. Lífverðir Friðriks reyndu þó
að láta lítið á sér bera og biðu oftast
fyrir utan skólabygginguna í bifreið
sinni. Þegar Frikki steig síðan upp í
sportkerru sína eftir skóla og brun-
aði af stað áttu þeir venjulega í mestu
vandræðum með að fylgja honum
eftir á litla Fordinum sínum. Hann
stakk þá líka reglulega af. Krón-
prinsinn er mikill áhugamaður um
bíla og hefur oft lent í vandræðum
með þá, meðal annars keyrt út af og
verið grunaöur um að aka undir
áhrifum áfengis.
Við útskriftina um helgina fékk
Friðrik ýmsar gjafir. Ein vakti þó
langmesta athygli en það voru kven
ærbuxur úr silki, svokallaðar pils-
brækur, sem hann fékk frá bestu vin-
um sínum úr skólanum. Þegar þeir
voru spurðir hvers vegna í ósköpun-
um þeim hefði dottið í hug að gefa
honum kvenærbuxur spurðu þeir:
Hvað í ósköpunum er hægt að gefa
manni sem á allt? Glöggir menn telja
þó að annarlegar hvatir hafi legið að
baki gjöf þessari. Friðrik hefur nefni-
lega verið aö slá sér upp með stúlku
síðustu árin sem er þekkt undirfata-
módel í Danmörku.
Stuttarfréttir
Norðmennlesamest
Norðmenn eru enn heims
meistarar í blaöalestri. Flest
stærstu norsku blööin bættu viö
lesendum á síðasta árí. Verdens
Gang þó mesL
Niðurskurði mótmæit
Starfsmenn sjónvarps- og út-
varpsstöðva á Norðurlöndum
mótmæla kröfuglega í samein-
ingu fyrirhuguðum niðurskurði
hjá sænska ríkisútvarpinu.
Eistlenska þingið hefur lýst yfir
stuðningi við sjálfstæðisbaráttu
Tsjetsjena.
Nokkrir
flokksmenn
Framfara-
flokksinsíDan-
mörku reyna
nú að koma
stofnandanum
Mogcns GIis-
trup aftur inn í
flokkinn en hann var rekinn úr
honum árið 1990. Forystan vill
ekki verða við þessum óskum.
Hótar að drepa kennara
18 ára menntaskólanemanda í
Karlskrona í Svíþjóð hefur verið
vísað úr skóla vegna þess að hami
hefur ítrekað hótað að drepa tvo
kennara.
Einokunbráttlokíð
Einokun „ríkisins" í Noregi á
áfengisinnflutningi og sölu heyr-
ir brátt sögunrd til. Norðmenn
ætla að verða við tihnælum eftir-
litsstofnunar EFTA um aö af-
nema einokunina.
Sprenging í skðlastofu
Fimm nemendur og kennari
slösuðust þegar sprenging varð i
keimslustofu i efna- og eðhsfræði
í Malmö í Sviþjóð.
Erkibiskup leiður
Erkibiskup-
inn af Canter-
bury segist
mjög leiöur yfir
hjónabandserf-
iðleikum Díönu
og Karls en seg-
ist þó standa
með þeim í
blíðu og stríðu.
Israelar eru á varðbergi vegna
hugsanlegra sjálfsmorðsspreng-
inga Palestínumanna en nú er ár
frá blóðbaðinu í Hebron en þar
drap gyðingur fiölda múslíma
sem voru við bænahald.
Einhliða vopnahlé Perú
Rikisstjórn Perú hefur lýst yfir
einhliða vopnahléi í Ifinu átján
daga gamla stríði við Ekvador.
AtkvæðiumEvrðpu
Frjálslyndir demókratar í
breska þínginu hafa fengið fram
atkvæðagreiðslu í þinginu um
Evrópumálin en afstaöa þeirra
sjálfra er óljós.
Vinsældir Bills Clintons auk-
ast. 53% aöspm’ðra styðja hann
enn en 42% eru á móti honum.
Skorið niður í geimnum
Skoriðverður
verulega niður
geimferðaá-
ætlun Banda- ■
rikjatnanna en ;
áfram verður
haldið áfram
áætlunum um
að byggja stóra
og dýra gehnstöð.
; Reutér/TT/NTB/Ritzau/ETA