Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deiidir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Lífrænt eða vistvænt Lífræn framleiðsla á matvælum er skilgreint hugtak, sem fer eftir alþjóðlegum stöðlum, er settir hafa verið af alþjóðasamtökum um framleiðslu lífrænna afurða. Hugtakið felur meðal annars í sér, að einungis er notað- ur lífrænn áburður og beitt er svonefndri skiptiræktun. Sérstakar og sjálfstæðar vottunarstofur ábyrgjast, að farið hafi verið eftir reglum, svo að hægt sé að markaðs- setja afurðimar undir fána lífrænnar framleiðslu. Það gefur hærra verð en ella fyrir vöruna á alþjóðlegum markaði og gerir ræktunarfyrirhöfnina arðbæra. Lífræn ræktun hefur verið stunduð á nokkrum stöðum á landinu um nokkurra ára skeið, einkum í Mýrdal. Fimm sveitarfélög hafa komið á fót vottunarstofu, sem fullnægir hinum alþjóðlegu stöðlum. í stjóm stofunnar em líka fulltúar Verzlunarráðs og Neytendasamtakanna. Stofnanir landbúnaðarins em að reyna að leggja stein í götu lífrænnar ræktunar. Meðal annars neitar digurt sjóðakerfi landbúnaðarins að styðja lífræna ræktun eins og aðra ræktun. Þá hafa bændur í lífrænni ræktun orðið að kosta ráðgjöf á því sviði og fá hana frá útlöndum. Óháðar vottunarstofur em eitt af því, sem fer í taugar ráðamanna landbúnaðarins. Þeir vilja, að stofnanir land- búnaðarins votti sjálfar hér eftir sem hingað til, að allt sé hollt og gott, sem frá landbúnaðinum kemur, en ekki fengnir til þess óháðir aðilar eins og í öðrum greinum. Sem mótleik í vandamáli þessu hafa stofnanir land- búnaðarins fengið sér ímyndarfræðing til starfa og búið til hugtak, sem heitir vistvænn landbúnaður. Það hugtak á sér enga alþjóðlega skilgreiningu og engar alþjóðlegar reglur em um störf vottunarstofa á því sviði. Stofnanir landbúnaðarins munu ekki geta selt útlend- ingum íslenzkar landbúnaðarafurðir á yfirverði undir óljósu flaggi vistvæns landbúnaðar. Útiendingamir munu spyrja, hvað sé átt við með því og hvaða óháður vottunaraðili ábyrgist, að rétt sé farið með. ímyndarfræðingur landbúnaðarins hefur hins vegar selt formönnum þingflokka hugmyndina og fengið þá til að leggja fram frumvarp, sem felur í sér, að kvartmillj- arði af fé ríkis og opinberra sjóða verði sóað til að mark- aðssetja íslenzkan landbúnað sem vistvænan og lífrænan. í frumvarpinu og greinargerð þess er ruglað fram og aftur um vistvænan og lífrænan landbúnað, oftast í sömu málsgreininni. Að baki hggur óskhyggja um, að unnt verði að selja óskilgreindan landbúnað sem skilgreindan, svokallaðan vistvænan landbúnað sem lífrænan. Það er ekki nýtt, að formenn þingflokka séu ginntir til að flytja saman iha undirbúin mál. Stjómarskráin var næsta dæmið á undan. Senn fer að verða ástæða til að stinga við fótum í hvert sinn, sem nöfn þingflokksfor- manna sjást saman undir frumvarpi á Alþingi. Skynsamlegt er að salta þetta vitlausa frumvarp. í stað- inn þarf að skilgreina muninn á lífrænum og svonefndum vistvænum landbúnaði og kanna markaðsmöguleika hvors um sig á alþjóðlegum vettvangi. Þá kemur fljótlega í ljós, að einungis lífrænn landbúnaður á möguleika. Ráðamenn landbúnaðarins era vanir að ráða sjálfir málum af þessu tagi án atbeina annarra aðila. Þeir era ófærir um að skilja, að óháðir aðilar og samtök neytenda og verzlunar þurfa að vera málsaðilar til að eitthvert vit verði í markaðssetningu á nýjum sviðum í landbúnaði. Ráðamenn landbúnaðarins stunda sjónhverfingar og hugtakaragling. Þeir geta ginnt þingmenn, sem era síður en svo neytendavænir, en fáa aðra og sízt útlendinga. Jónas Kristjánsson Meöan kalda stríðið var á fullu ríkti grimm fullvissa um að póli- tískir andstæöingar gengju erinda annarshvors risaveldisins. Komm- ar voru handbendi Rússa, íhalds- menn handbendi Kana og svo áfram hringveginn. Allir sátu á næsta bæ við landráð. Þetta var haldur kaldranalegt og dapurlegt, fáir áttu það örlæti að þeir leyíðu andstæðingi að hafa rangt fyrir sér á hans eigin forsend- um. Hann hlaut barasta að vera handbendi þeirra sem réðu heims- taflinu. Þeir íslendingar fengu heldur ekki að vera í friði fyrir þessum látum sem vildu fyrst og fremst standa við það fyrirheit sem þeir höfðu gefið sjálfum sér við lýð- veldisstofnun að island skyldi standa utan við hernaðarbandalög. Sá sem ekki er með mér er á móti mér! Römm sannfæring Vissulega áttu þessi læti sér for- sendur. Upp úr heimsstyrjöldinni síðari voru sósíalistar saimfærðir um að Sovétmenn og fylgiríki þeirra væru bólvirki friðar gegn yfirgangi bandarískrar heims- valdastefnu og þar að auki væru þeir að byggja upp gott þjóðfélag. Þeir borgaralegu voru jafnvissir um að Bandaríkin og Nató væru nauðsynlegir verndarar lýðræðis Slíkar teikningar birtust gjarnan þegar menn þreyttust á endalausu víg- búnaðarkapphlaupi kalda stríðsins. Að ganga erinda stórveldanna gegn kommúnísku alræði. Þessum sterku sannfæringum fylgdi og sú siðbhnda að menn fyrirgáfu ansi margt þeim aðila sem þeir settu traust sitt á - neituðu reyndar flest- ir að sjá afbrot mörg og stór nelna „hjá hinum“. Nauðhyggja í rénun Allt var í viðjum pólitískrar I nauðhyggju sem dæmdi menn á tiltekinn bás. En því má ekki i gleyma að undanhald þessarar ; nauðhyggju hófst nokkuð snemma. Um og eftir 1960 kemst skriður á þróun sem atburðir eins og Víet- namstríðið og innrásin í Tékkósló- vakíu hertu mjög á. Fordæming á yfirgangi sovéskrar heimsveldis- stefnu (Ungveijaland, Tékkósló- vakía), á mannréttindabrotum í austurblökkinni já og á stj ómarfari þar yfirleitt fór vaxandi meðal þeirra sem stóðu til vinstri, hvort sem þeir kölluðu sig sósíalista eða öðrum nöfnum. Frá miðju og hægri heyrðist um leið skýrari gagnrýni á margt í bandarískri utanríkisstefnu, ekki barasta á stríðinu í Indókína, held- ur og á bandarískri baktryggingu margra illræmdra einræðisherra („okkar tíkarsona") - auk þess sem ungt fólk víöa um ýesturlönd gerði sig líklegt til að taka margt til rót- tæks endurmats í eigin þjóðfélög- um. Pólitískur heittrúnaður hraktist smám saman undan efasemdum og gagnrýni. Þessi þróun var skrykkj- KjaUarinn Árni Bergmann rithöfundur ótt - en hún varð og hún fjölgaði þeim mönnum, til vinstri sem hægri og á miðjunni breiöu, sem vildu koma sér fyrir í vissri gagn- rýnifiarlægð frá risunum tveim sem skiptu heiminum milli sín. En margir þeir sem tóku ástríður og aðferðir kalda stríðsins rækilega inn á sig héldu jafnan í gömlu tví- skiptinguna eftir mætti. Það eru svik og bleyðiskapur, sögöu harðir Sovétvinir sem eftir voru, að standa ekki með ríkjum sósíalism- ans í blíðu og stríðu (og svo sögðu þeir upp Þjóðviljanum í mótmæla- skyni við hans Sovétskrifi). Það er argasti moðhausaháttur, sögðu harðir Natóvinir, að bera saman stórveldin og ávirðingar þeirra, það gerir Rússum alltof hátt undir höfði og þjónar þeirra hag. Og svo framvegis. Það eru slíkar ræður sem öðru freinur dylja það fyrir mönnum í sögulegri upprifiun síðustu daga, að þótt kalda stríðið stæði lengi byrjaði það og þær römmu einfald- anir sem því fylgdu að molna sund- ur löngu áður Berlínarmúrinn hrundi. Árni Bergmann „Þessum sterku sannfæringum fylgdi og sú siðblinda að menn fyrirgáfu ansi margt þeim aðila sem þeir settu traust sitt á - neituðu reyndar flestir að sjá afbrot mörg og stór nema „hjá hin- Skoðanir annarra Vísitölubinding eða verðbólga „Fyrr eða síðar mun markaðurinn annaðhvort hafna vísitölubundnum skuldabréfum og útgáfu þeirra verður hætt eða að verðbólga blossar upp á ný. Hér er ekki fullyrt að vísitölubinding fiárskuld- bindinga verði orsakavaldur aukinnar verðbólgu á komandi árum, heldur einungis það að fiárfestar vilji sjá að ástandið „lág veröbólga" hafi fest í sessi. Þetta mun að mestu ráðast af framvindu ríkisfiár- mála.“ Yngvi Harðarson hagfr. í Viðskiptabl. 22. febr. Sjálfumgleði á hálendinu „Full ástæða er til aö gagnrýna þann ofmetnað og sjálfumgleði, sem virðist vera að festa rætur í hópum hálendisfara og lýsir sér í því að það er að veröa hluti af sportinu að bjóða Veðurstofunni byrginn. Breytist andinn og hugarfarið hvað þetta varðar ekki sjálfkrafa hjá þeim sem þetta sport stunda, eins og það hefur gert varðandi ýmis önnur öryggisatr- iði, einkum varðandi útbúnaö, þá er spuming hvort ekki beri að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana. BG. í Tímanum 21. febr. Fylgishrun Kvennalistans „AUar skoðanakannanir að undafornu sýna ÓM- rætt að tíma Kvennalistans í íslenskum sfiómmálum er senn lokið... Fram kemur, að stuðningur við flokkinn er nær einvörðungu bundinn við reykvísk- ar menntakonur á miðjum aldri. Annars staðar er fylgið vart mælanlegt... Málefnaleg sérstaða flokks- ins er löngu horfin út í veður og vind. Grasrótarlýð- ræðið svokallaða hefur umbreyst í forhert flokks- ræði. Örlítil klíka ræöur ríkjum, og vílar ekki fyrir sér að ógilda niðurstöður forvals ef niðurstaðan er ekki í samræmi við hagsmuni flokksklíkunnar.“ Úr forystugrein Alþbl. 22. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.