Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 Fréttir Hæstiréttur gagnrýnir saksóknara fyrir vítaverðan drátt á afgreiðslu máls: Ars fangelsi fyrir stórfelld tollsvik - flutti inn 100 tonn af frönskum en borgaði einungis hluta tollanna Hæstiréttur dæmdi í gær fyrrum innflytjanda franskra kartaflna í árs fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðs- bundið til tveggja ára, og greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð fyrir stórfelld toflalagabrot. Það var árið 1991 sem maðurinn flutti til landsins 6 sendingar af frönskum kartöflum, yfir 100 þúsund tonn samtals. Frönsku kartöflurnar voru fluttar til landsins frá Kanada á vegum fyrirtækis mannsins. Hann framvísaði við tollayfirvöld vöru- reikningum og aðflutningsskýrslum, sem sýndu einungis hluta af inn- kaupsverði vörunnar, í því skyni að svíkjast undan greiðslu aðflutnings- gjalda. Námu vangreidd gjöld af þessum sökum af fimm vörusending- um, sem tollafgreiddar voru, rúm- lega 6,6 milljónum og vanreiknuð gjöld af einni sendingu, sem ekki fékkst tollafgreidd, rúmlega 1,3 millj- ónum. Rétturinn féllst ekki á þá röksemd mannsins og taldi hana reyndar frá- leita að hann hefði tahð sig vera í góöri trú á sínum tíma að framvísa lægri reikningum hverju sinni og væri þar um að ræða samkomulags- atriði mifli hans og seljanda hveiju sinni. Var hann þvi dæmdur í eins árs fangelsi. Níu mánuðir skyldu hins vegar vera skilorðsbundnir, annars vegar þar sem maðurinn hafði ekki sætt refsingu áður en einnig í ljósi þess að óhæfilegur dráttur varð á rekstri málsins hjá saksóknara. „Ekki hafa fengist viðhhtandi skýr- ingar á þeim vítaverða drætti sem orðið hefur á rekstri málsins hjá embætti ríkissaksóknara,“ segir í dómiHæstaréttar. -pp Stuttar fréttir Stuðningurviðumsðkn Ríílega helmingur kjósenda á Suöurlandi vill láta á það reyna með aðildarumsókn hvemig samningum hægt er að ná við Evrópusambandið. Þetta er nið- urstaða skoðanakönnunar bjá Skáis. Alþýðublaðið skýrði frá. Dýrmætar sjávaraf urðir Útflutningsverðmæti sjávaraf- uröa hefur aukist á undanförnum árum þrátt fyrir að kvóti hafi minnkað. í fyrra voru seldar sjáv- arafurðir til útíanda fyrir 87 mifljarða miðað við 74 mifljarða áriö á undan. RÖV greindi frá. SkuidSr heimiia aukast Á undanförnum 5 árum hafa bankalán heimiianna aukist að raungíldi um 19 mifljarða. A sama tima lækkuðu ián fyrir- tækja um 9 mifljaröa. Tíminn greindi frá þessu. Visttaiafær nýttnafn Heiti framfærsluvísitölunnar veröur breytt í neysluvöruvísi- tölu. Vísitalan tekur við af láns- kjaravisitölunni i verðtryggðum iánaviðskiptura innanlands. Hiýnandi veður Hlýrri sjór og aukin gróður- húsaáhrif þýðir hægfara hlýindi hér ó landi næstu sjö árin. Þetta kemur fram í nýrri langtímaspá Páls Bergþórssonar veðurfræö- ings. Timinn segir Pál hafa unnið að slikum spám í aldarQórðung. Samningar samþykktir Fjöldi stéttarfélaga hefur sam- þykkt nýgerða kjarasamninga. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Hlif og Iðja sara- þykktu samningana í gær en áður höfðu VR, Trésmiðafélag Reykja- vikur og 4 félög innan Rafiðnað- arsambandsins samþykkt þá. -kaa | Oskar Sigurðsson i Vestmannaeyjum hampar hér Kristsmyndinni sem slapp við logana f sorpbrennslustöðinni { Vestmannaeyjum, eins og fré var sagt f DV i gær. „Fyrst eftir að myndin kemur f sorpeyðingarstöðina er henni sturtað, ásamt öðru drasli, f djúpa gryfju. Þaðan er hún hffð upp i stórum krabba sem hendir henni á færibandiö sem er með stórum skúffum. Svo stoppar stööin þegar myndin rambar yfir eldinum," sagði Óskar sem er sann- færöur um aö þarna hafi guð almáttugur haft hönd í bagga. DV-mynd Ómar Þorrablót: Húsvörður bitinn og lögreglumaður barinn Til mikilla áfloga kom á þorrablóti á Sauðárkróki um síðustu helgi sem enduöu með því að húsvörður félags- heimilisins var bitinn í olnboga og lögreglumaður á frívakt barinn í höfuðið með vatnskönnu. Áverkana fengu þeir frá blótsgesti sem gekk í skrokk á konu sinni undir lok þorra- blótsins. Húsvörðurinn og lögreglu- maðurinn reyndu að stifla til friöar með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglumaðurinn, sem var eins og áður sagði á frívakt og einn af blótsgestum, hlaut slæman skurð á höfuðið og þurfti að sauma á annan tug spora. Þorrablótið fór að öðru leytí. vel fram. Auðlindatillagan: Ferekkií gegná þessu þingi Ljóst er að frumvarp alþýðu- flokksþingmanna um að það skuli bundið í stjómarskránni að auölindir hafsins umhverfls ís- land séu sameign þjóðarinnar veröur ekki afgreitt á þessu þingi. Það olli mikilli reiði meöal margra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og fulltrúa flokkanna í stjórnarskrárnefnd þegar þetta frumvarp kom fram. Þingmenn Sjálfstæöisflokksins höfðu ekki hugmynd um að Davíð Oddsson forsætisráðherra haföi samþykkt að kratar legðu frumvarpið fram. „Þetta er aflt meö ólikindum. Við höfðum rætt það í stjórnar- skrárnefhdinni hvort taka ætti þetta mál með í sfjórnarskrár- breytingunní en svar fulltrúa stjórnarflokkanna var alltaf neikvætt Viö alþýðubandalags- menn höfðum áhuga á að taka þetta atriði með en þegar ekki var áhugi fyrir því vildum við ekki tefja störf í nefndinni og létum kyrrt liggjasagöi Ragnar Am- alds, formaöur þingflokks Al- þýöubandalagsins. Alþingiínótt: Mæltfyrir samninga- frumvörpum Davið Oddsson forsætisráð- herra og Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra mæltu í gær- kvöld og í nótt fyrir þeim frum- vörpum sem snerta nýgerða kjarasamninga og afgreiða á fyrir þinglok. Allmiklar deilur urðu um fyrsta frumvarpið á þinginu í nótt. Reyndir þingmenn héldu þvi raunar fram að þama væri stjómarandstaðan með málþóf meðan ekki var ljóst hvernig samningaþófinu um grunnskóla- frumvarpið lyki. Um leið og það lá fyrir að grunnskólafrumvarpið yrði ekki tekið fyrir fór aflt í gang og umræður styttust mjög um þau fmmvörp sem á eftir komu. Hæstiréttur hefur dæmt 39 ára mann til eins árs fangelsisvistai*, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir stórfelld tékkasvik og aöra tékkamisnotkun. Maðurinn var eigandi fyrirtæk- is sem rak tvo veitingastaði í Reykjavík. Á ámnum 1992 og 1993 gaf hann út 4 tékka á reíkning fyrirtækisins að fiárhæð rúmlega þrjár mifljónir til áfengiskaupa fyrir veitingahúsin. í ljósi þess að manninum haföi ekki áöur verið gert að sæta refs- ingu fyrir brot gegn hegningar- lögum þóttí Hæstarétti rétt að skilorðsbundni hlutí refsingar- innar yrði 8 mánuðir í staö sjö eins og kveðiö var á um í dómi héraðsdóms. Jafnframt var manninum gert aö greiða 220 þúsund krónur í bætur vegna einshinnafiögurratékka. -pp Innbrotífisk- vinnslu Brotist var inn í fiskverkunar- hús við Grandatröð 1 Hafnarfirði í nótt. Einkum var stolið búnaði af skrifstofu fyrirtækisins. Eng- inn hafði verið handtekinn f morgun en málið er i rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.