Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 5 Fréttir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um grunnskólafrumvarpið: Hef afar litla von um að ná samkomulagi úr þessu „Nei, ég hef afar litla von um að ná samkomulagi við stjórnarand- stöðuna um grunnskólafrumvarpið úr því sem komið er. Við munum bara hefja aðra umræðu um frum- varpið á morgun og sjá hvað verð- ur,“ sagði Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra í samtah við DV í nótt þegar samkomulagsumleit- anir ráðherra við stjórnarandstöð- una fóru út um þúfur. „Við báðum ráðherra að koma með eitthvert útspil í málinu sem stjórn- arandstaðan og kennarasamtökin gætu sætt sig við. Hann gerði það ekki og því gat ekki orðið um neitt samkomulag að ræða,“ sagði Svavar Gestsson í nótt. í allt gærkvöld og fram undir klukkan 2 í nótt stóðu yfir samkomu- lagstilraunir miUi menntamálaráð- herra og stjórnarandstöðunnar um gnmnskólafrumvarpið. Stjómar- andstaðan tekur undir með kennur- um um að ekki sé hægt að afgreiða frumvarpið fyrr en réttindi kennara við flutning grunnskólans th sveitar- félaganna eru tryggð. Menntamála- ráðherra hefur átt samningaviðræð- ur við kennara um máhð en án ár- angurs. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í gærkvöld að útilokað væri fyrir hann sem fjármálaráð- herra að gefa út loforð til kennara um það að kennarar framtíðarinnar, sem ráðnir verða þjá sveitarfélögun- um, fái fuh réttindi í lífeyrissjóði rík- isstarfsmanna eins og kennarar kreíjast. „Ég hef ekki gefið upp aha von um að samkomulag takist um að afgreiða frumvarpið. Látum nóttina hða og sjáum hvað gerist á morgun," sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, formað- ur menntamálnefndar Alþings. Hún var í nótt bjartsýnni en aðrir þing- menn sem DV ræddi við um máhð. Önnur umræða grunnskólafrum- varpsins hefst klukkan 10.30 í dag. Fastlega er búist við að stjórnarand- staðan komi í veg fyrir afgreiöslu frumvarpsins nema von Sigríðar Önnu rætist að samkomulag takist í máhnu. Stjómarskrárfrumvarpið liklega afgreitt í dag: Gagnrýnendur enisæmilega ánægðir með breytingar „Ég held að við getum verið þokka- lega sátt við þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Það hefur verið tekið tilht th fj'ölmargra atriða sem við bentum á að nauðsyn- legt væri að gera á frumvarpinu,” sagði Jóhanna Eyjólfsdóttir hjá Am- nesty International um bréytingath- lögur þær sem gerðar hafa verið við frumvarpið um mannréttindakafla stjómarskrárinnar. Fmmvarpið var th annarrar umræðu á Alþingi í gær. Búist er við að það verði af- greitt frá Alþingi í dag. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Lögmannafélagið hefði lagt blessun sína yfir frumvarpið með þeim breytingum sem gerðar hefðu verið. Lúðvík Geirsson, formaður Blaða- mannafélagsins, og Vhhjálmur Eg- hsson, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs, sögðust báðir sæmhega sáttir við þær breytingar sem gerðar hefðu verið. Þessi samtök höfðu gagnrýnt 11. grein frumvarpsins um tjáningar- frelsið. Ágúst Guðmundsson hjá Mannréttindafélagi íslands sagðist í samtah við DV ef til vhl ekki vera ánægður með niðurstöðuna en hann sagðist geta sætt við breytingamar. Sá vamagli sem settur er inn í 11. greinina th að tryggja málfrelsið enn betur en gert var hljóðar svo: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu ahsherjar- reglu eða öryggis ríkisins, th vemdar hehsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra enda tejjist þær nauðsynlegar og samrým- ist lýðræðishefðum.” Amnesty, Mannréttindafélagið og Lögmannafélagið gerðu athuga- semdir við flestar greinar frum- varpsins og hefur verið tekið tilht th flestra athugasemdanna. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aöalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 1993 í Efri þingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins ril samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hceð frá og með 9. rnars kl. 14:00. Dagana 10. og 13. til 15. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. Bílssdlð Garðars - Nóatúní 2 - sími 6i 10 10 FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA Toyota touring 4x4 GLi ’91, ek. 49.000 km, einn eigandi. Nissan Sunny SLX ’93, ek. 34.000 km, sjálfskiptur. Subaru Lcgacy ’91, 2,2, ek. 67.000 km, 5 gíra, hátt og lágt drif. lúga, ABS o.fl. o.fl. 'Bílar við allra hæfi - Skiptamöguleikar." Ford Explorer ’94, Limited, ek. Ford F-350 crew cab '91, 7,3, 8.000 km, leðurinnrétting, sól- dísil, ek. 41.000 km, 35» dekk, m/öllu. Einnig Ski-doo Grand touring SE ’94 Bílasalan Braut - Borgartúni26 - sími 61751? Nlssan Primera ’91, ek. 68.000 km, ssk., m/öllu, skipti á 47.000 km, ssk. o.fl. Skipti. ód. Renault 19 Chamade'91, ek. Toyota Corolla 47.000 km, 5 gíra o.fl. Hyundai Sonata ’94, ek. Toyota Corolla ’92, ek. 17.000 20.000 km, 5 gíra, m/öllu, skipti km, ssk., vökvast., skipti á ód. á ód. MIKIÐ URVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.