Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Söfnunin var fyrir fólkið Nú eru nokkrar vikur liðnar síðan snjóflóðin féllu á Súðavík. Eins og jafnan áður og eðlilegt er hafa þeir at- burðir horfið úr huga alls þorra fólks eför því sem fjær dregur og tíminn líður. Það fennir í sporin. Fólkið sem lifði náttúruhamfarimar af, fólkið sem missti ástvini sína og aleigu, situr hins vegar ennþá eftir með sárt ennið og situr uppi með afleiðingar, minningar og gjörbreyttar aðstæður. Sumir hafa snúið aftur heim, þeir sem það geta. Aðrir ætla að byggja upp að nýju í Súðavík og svo eru enn aðrir sem eru fluttir á brott og geta ekki hugsað sér að snúa aftur. En hvar svo sem hinir eftirlifandi taka sér bólfestu flýja þeir aldrei sálarangistina og ástvinamissinn og í raun og veru eru þeir að byija nýtt líf og takast á við sorgina og áföllin. Það hefur ekki fennt í nein spor hjá þeim. Síðustu daga hafa komið fram athugasemdir og óánægja meðal þeirra sem misstu bæði ættingja og eigur sínar í snjóflóðunum að illa hafi verið staðið að hreinsun á staðnum. Þessu fólki hefur ekki gefist kostur á að hirða persónulega muni. Menn mega ekki gleyma tilhtssemi og nærgætni und- ir kringumstæðum sem þessum, enda er fleira verðmæti en það sem í krónum er tahð. Uppbygging í Súðavík er áríðandi en hún má ekki ganga út yfir tilfinningar og minningar sem varðveitast í litlum hlutum sem tengjast hinum látnu og hinu hðna. Það eru einmitt þessi tilfinningatengsl sem þjóðin skildi og fann til með. Þau komu fram í viðbrögðum hlut- tekningar, aðstoðar og hjálpar. Fjölmiðlamir sameinuðust um það strax í vikunni eftir að snjóflóðin féhu að gefa þjóðinni kost á því að rétta fram hjálparhönd til styrktar Súðvíkingum og öðr- um þeim sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóð fyrir vestan. Undirtektir voru frábærar og á einni svipstundu söfnuðust rúmlega tvö hundruð mihjónir króna. í þeim framlögum endurspeglaðist samúð þjóðarinnar og sam- staða með þeim sem hörmungamar bitnuðu á. íslending- ar reiddu fram þetta fé til að hjálpa fólkinu; th að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum th að ná fótfestu á nýjan leik. Nú berast sögur af því að ágreiningur sé sprottinn upp um ráðstöfun söfnunaríjárins. Vonandi er hann á mis- skilningi byggður. Vonandi þurfum við ekki að leggjast svo lágt að rífast um gjafaféð. Forsvarsmenn fjölmiðlanna gáfu ekki þetta fé. Þjóðin gaf. En það er hins vegar á ábyrgð fjölmiðlanna að söfn- unin fór af stað og það er þess vegna í þeirra valdi að hafa skoðun á því hvemig þessu fé er varið. Fénu á að verja th fólksins sem á um sárt að binda, hvort sem það sest aftur að í Súðavík eða annars staðar. Þjóðin var ekki sérstaklega að láta fé af hendi rakna th að byggja Súðavík upp á nýjan leik, þótt ekki sé það verra ef það fer saman. Þjóðin var að rétta fram hjálparhönd í nafni þeirra sem fómst og th þeirra sem eftir standa. Aðalreglan hlýtur að vera sú að eignatjón sé bætt, án tihits th þess hvemig því fé er varið. Það er mál hvers og eins tjónþola. í því sambandi má ganga út frá því að Viðlagasjóður bæti hús og mannvirki. Síðan er söfnunar- féð th viðbótar th að bæta annað tjón, miska og áfaha- hjálp og þann annan skaða sem á annað borð verður bættur. Hér skal fihlyrt að vhji þjóðarinnar og gefenda nær og fjær er sá að söfnunarféð gangi th fólksins. Með því verður fylgst að eftir því verði farið. Ehert B. Schram gjffiÍM „... nú hafa Bandaríkin SÞ að heita má í vasanum og vinna með Rússum og Bretum með hlutleysi Kín- verja,“ segir m.a. í grein Gunnars. Að snúa baki við heiminum FuUtrúadeild Bandaríkjaþings hefur komist að þeirri niðurstööu að umheimurinn komi Bandaríkja- mönnum ekki við. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Fulltrúadeildin á að endurspegla vilja kjósenda og kjósendur kusu þann meirihluta repúblíkana sem nú er allsráðandi á þingi. Bandaríkjamenn upp til hópa hafa mjög þokukenndar hug- myndir um veröldina og almenn- ingur er nær algerlega áhugalaus um það sem gerist utanlands og er fullkomlega andvígur þátttöku bandarískra hermanna í átökum úti í heimi nema tryggt sé að enginn verði skotinn eða slasi sig. Þetta endurspeglast í stefnu nýja meirihlutans í fuiltrúadeildinni, sem boðuð var fyrir kosningar í nóvember og sett fram í formi frumvarps um öryggismál, sem samþykkt var þar í síðustu viku. Þetta frumvarp er afturhvarf til einangrunarstefnu áranna fyrir síðari heimsstyijöld og um leið af- neitun á því að kalda stríöinu sé lokið. Almenningur og þingmenn vilja einfalda ástand heimsmála með lagasetningu. Fortíðarþrá Newt Gingrich, höfundur hins svokallaöa þjóðarsáttmála, sem var uppistaðan í stefnuskrá repú- blíkana, viU sem minnst af útlönd- um vita. Því er nú samþykkt að fjárveitingar tíl friðargæslu Sam- einuðu þjóðanna verði að heita má afnumdar, bandarískir hermenn verði aldrei settur undir yflrstjóm SÞ og að kostnaður við einhliða aðgerðir Bandaríkjanna, svo sem á Haiti, dragist frá framlögum Bandaríkjanna til SÞ. Ef önnur ríki, svo sem Japan og Bretland, fylgja á eftir er friðargæsluhlut- verki SÞ lokið. Ennfremur hefur fuiltrúadeildin í fortíðarþrá sinni ákveðið að leggja megináherslu á eldflaugavamir Bandaríkjanna sjálfra, rétt eins og árás sé enn yfirvofandi frá Rúss- landi, og efla enn árásarmátt lang- drægra vopna. Samtímis samþykk- ir fulltrúadeildin aö Pólland, Tékk- Kjallariim Gunnar Eyþórsson blaðamaður land, Slóvakía og Ungveijaland skuli tekin inn í Nato, enda þótt ákvörðun um slíkt sé hjá Nato sjálfu og í aðild felist að Banda- ríkjamenn em skuldbundnir til að grípa til vopna til að verja þessi ríki. AUt er þetta heldur mglingslegt. Og ennfremur ákveður þingið að setja á stofn 12 manna nefnd til að endurskoða langtíma öryggishags- muni ríkisins. Hugsunarháttur Ef þessi löggjöf næði fram að ganga yrði Clinton að heita má sviptur frumkvæði og völdum í utanríkismálum sem mun vera til- gangurinn. Víst er það að Jesse Helms, núverandi formaður utan- ríkisnefndar öldungadeildarinnar og steinrunninn afurhaldsmaður í flestu 'tilliti, er hrifinn af þessu. Engu aö síður er þetta framvarp hvergi nærri orðið að lögum. Öldungadeildin á eftir að fjalla um það og að síðustu gæti Clinton beitt neitunarvaldi gegn því. Trú- lega verður þetta því aldrei meira en sýnishom af hugsunarhætti hins nýja meirihluta á Bandaríkja- þingi. Það sem einna mest minnir á gamla daga er ijandskapurinn við Sameinuðu þjóðimar. Sú var tíðin að SÞ voru andsnún- ar Bandaríkjunum en nú hafa Bandaríkin SÞ að heita má í vasan- um og vinna með Rússum og Bret- um með hlutleysi Kínveija. Nýi meirihlutinn lifir í fortíðinni. Fyrr- nefndur Jesse Helms hefur heitið því að binda enda á nær alla aðstoð Bandaríkjanna við erlend ríki og kyndir upp almenning með fullyrð- ingum um að milljarðar dollara fari þar í súginn. Samt veitir þetta ríkasta land veraldar aðeins 0,7% af þjóðartekj- um til útlanda, ekki miidu meira en ísland, að miklu leyti í formi hemaöaraðstoðar og að lang- stærstum hluta til eins ríkis, ísra- els. Þegar allt kemur til alls er ólík- legt að þetta frumvarp verði að lög- um en þarna getur samt að líta sýnishom af raunverulegum hug bandarískra kjósenda til umheims- ins eins og hann endurspeglast í atkvæðum þingmanna. Vilji kjós- enda er ótvírætt sá að skipta sér sem minnst af umheiminum og enginn bandarískur valdhafi getur hunsað þann vilja til lengdar. Gunnar Eyþórsson „ ... almenningur er nær algerlega áhugalaus um það sem gerist utan- lands og er fullkomlega andvígur þátt- töku bandarískra hermanna í átökum úti í heimi nema tryggt sé að enginn verði skotinn eða slasi sig.“ Skoðanir annarra Kennarar, annaðhvort eða... „Valkostir kennara í kjaradeilu þeirra eru ekki margir. Annað hvort ganga þeir nú til samninga, sem taka mið af því, sem um hefur verið samið á mark- aði, eða þeir ákveða að hafna samningum við ríkis- valdiö, sem verði hliðstæðir við þá samninga sem tekist hafa á almenna markaðnum. Velji kennarar síðari kostinn, era þeir um leiö aö velja langvinnt verkfall." Úr forystugrein Mbl. 22. febr. Greiðsluaðlögun fyrir alla? „Þingmenn Framsóknarflokksins hafa flutt frum- varp á Alþingi um greiðsluaðlögun... Hugsunin með frumvarpi framsóknarmanna er vafalaust sú að koma til móts við þá sem misst hafa tökin á fjár- málum sínum vegna minni tekna og atvinnuniissis. Mat á því að greiðsluaðlögun teljist sanngjöm fyrir skuldara og lánardrottna er vandasamt, en þó er það nauðsyn vegna þess að ekki er sanngjamt að þjóðfé- lagið komi til skjalanna í málefnum þeirra sem lifa einfaldlega umfram efni.“ Úr forystugrein Tímans 22. febr. Úrelt samningsgerð „Hin miðstýrða samningsgerö sem fram fer á ís- landi hefur löngu gengið sér til húðar, enda tekur hún í langfæstum tilfellum nokkurt mið af þeim raunveruleika sem ríkir á vinnumarkaði... Það er afar ólíklegt að þau auknu útgjöld sem kjarasamn- ingar kosta hið opinbera jafnan, séu til þess fallin að bæta lífsskilyrði almennings í landinu... Hið sama gildir í opinbera geiranum. Það ófremdará- stand sem ríkir í kjarasamningum kennara nú sýnir enn skýrar en áður, að réttast er að hið opinbera feli stjómendum opinberra stofnana samningsgerð við sína starfsmenn." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 22. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.