Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 dv FjöLmiðlar Örþreyttur Hemmi Gimn Fjölskylduþátturinnn Á tali hjá Hemma Gunn var á dagskrá Sjónvarpsins 1 gærkvöldi. Venju- lega er hann sýndur á miðviku- dögum en vegna eldhúsdagsum- ræðna á Alþingi var hann fluttur til. Þátturinn í gærkvöldi líktist mjög þeim tæplega hundrað þátt- um sem áður hafa verið sýndir og kom á engan hátt á óvart. Misgóðir söngvarar tróðu upp og aðalviðmælandinn, að þessu sinni handboltamaðurinn Geir Sveinsson, kom sér fyrir í sófan- um meðan Edda Björgvinsdóttir þusaöi. Heldur þótti mér þátturinn í gærkvöldi í daufara laginu. Reyndar er það svo að upp á síð- kastiö hefur undirrituðum þótt sem Hemmi væri að missa áhug- ann á þessari þáttagerð. Engir tilburðir eru í þá átt að bjóða upp á eitthvað nýtt og sá frumleiki, sem einkenndi þættina til aö byrja með, hefur vikiö fyrir hefð- inni. Að þessu leytinú má líkja þáttunum víð veðurfréttimar. Skemmtanagildið er svipað en sá munur er á að veðurfréttirnar taka styttri tíma og hafa meira notagildi heldur en þáttur Hemma Gunn. Kristján Ari Arason Andlát Borghildur Pétursdóttir, áður til heimilis á Hringbraut 47, lést á Drop- laugarstöðum þann 22. feþrúar. Ragna Jóhannsdóttir lést á Hvíta- bandinu 11. þessa mánaðar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Ólafsdóttir, vistheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést 22. febrú- ar. Guðmundur Björnsson Ársælsson, Hólmgarði 28, Reykjavík, lést i Landspítalanum 22. febrúar. Páll Ágúst Jónsson, Norðurgötu 5, Siglufirði, andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 13. febrúar sl. Að ósk hins látna hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Jardarfarir Ásgeir Þ. Núpan, fyrrverandi útgerð- armaður frá Höfn í Hornafirði, sem andaðist í Vífilsstaðaspítala að morgni 18. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju laugardag- inn 25. febrúar kl. 13.30. Svavar Árnason, fyrrv. oddviti og organisti, Borgarhrauni 2, Grinda- vík, verður jarðsunginn frá Grinda- víkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Ólöf 0sterby, sem andaðist 19. febrú- ar, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Steinþór Ingvarsson oddviti, Þránd- arlundi, Gnúpveijahreppi, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Jarð- sett verður í Stóra-Núpskirkjugarði. Ferð verður frá BSÍ kl. 12. Hilmar Reynisson, Hæðargarði 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. fe- brúar kl. 13.30. Útfor Gests Hjörleifssonar, fyrrver- andi söngstjóra, Skíðabraut 6, Dal- vík, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. 99*56*70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alia landsmenn. 35 Lalli oct Lina Slöklcviliá-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 24. febrúar til 2. mars, að báðum dögum meðtöldum, verður í Breiðholtsapóteki, Álfabakka 23, sími 557-3390. Auk þess verður varsla í Apó- teki Austurbæjar, Hóteigsvegi 1, sími 562-1044, kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar 1 síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og tU skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyljafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjöröur, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50árum Föstud. 24. febrúar Loftárásirá Þýskaland á morgun úröllum áttum-2öruggirbrú- arsporðaryfir Saar. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensósdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 Og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striða, þá er sími samtak- arrna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, frmmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á mcti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Sannur listamaður myndi láta konunasínasvelta, börnin sín ganga berfætt ogmóðursínasjötuga vinnafyrirbrauðisínu í sveita síns andlitis fremur en að vinna að nokkru öðru en listsinni. G.B. Shaw Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriöjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súöarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-16. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní simnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðumes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjamarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími Adamson 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 25. febrúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Gerðu ráð fyrir töfura þegar þú gengxrr frá áætlimum þínum. Þetta gæti tengst ferðalagi eða því að aðrir eru óstundvísir. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nú er rétt að ræða málin. Það er aldrei að vita nema góðar hug- myndir skjóti upp kollinum. Þú græðir ekki mikið á félagslífmu um þessar mundir. Hrúturinn (21. mars-19. april): Menn eru opnir og jafnvel svolítiö viðkvæmir. Þeir eru tilbúnir að gefa en þiggja um leið. Þú hugleiðir stutt ferðalag. Happatölur eru 3, 22 og 36. Nautið (20. apríl-20. maí); Mikil áhersla er lögð á samskipti milli manna. Þú reynir að ná tali af þeim sem þú hittir sjaldan. Gleymdu ekki yngstu kynslóð- inni. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Þú hugleiðir atburði næstu daga fremur en það sem er að gerast í dag. Þú hefur meira að gera en venjulega. Fjölskyldan á hug þinn. Reyndu að slaka vel á í kvöld. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Fréttír sem þú færð fá þig til þess að hugleiða hvort þú hafir ekki farið nógu varðlega og treyst um of á ákveðinn aðiia. Þú hugleiðir hið liðna með vinum þínum. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Vegna ýmiss konar truflana hefur þú ekki þann tíma sem þú vonaðist eftir. Það þýðir ekki að hamast um of. Reyndu fremur að gera vel þaö sem þú tekur þér fyrir hendur. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú hittir ákveðinn aðila fýrir hreina tilviljun. Gættu þess sérstak- lega að verða ekki of kærulaus. Vogin (23. sept.-23. okt.): Nú er réttí tíminn til þess að ræða mikilvæg málefni. Þú verður þó að gera ráð fýrir því að aðrir séu ekki jafn upprifnir og hress- ir og þú. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þér fellur vel að keppa við aðra. Þú ættir að hafa heppnina með þér. Aðgerðir annarra koma þér á óvart og gætu neytt þig til þess að skipta um skoöun. Happatölur eru 10,13 og 26. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Athugasemd sem feilur gefur ranga mynd af ástandi mála. Ef hún er ekki leiðrétt strax gætí hún valdið langvarandi misskilningi. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú áttar þig á því að þú ert í minnihluta og stendur jafnvel einn. Það skilar engum árangri að rífast. Láttu aðra því um að taka ákvaröanimar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.