Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 Sviðsljós Skærasta dýfingastjama Bandaríkjanna með alnæmi Bandaríska dýfingastjaman Greg Louganis lýsir því yfir í viötali sem sjónvarpað verður á ABC-sjónvarps- stöðinni í Bandaríkjunum í kvöld að hann sé smitaður af alnæmi og hann hafi þegar haft HlV-veiruna á ólymp- íuleikunum í Seoul í Kóreu 1988 og vitað af því, en þá vann hann til gull- verðlaima í dýfingum og bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Loug- anis er orðinn 35 ára gamall. í einu stökkinu í keppninni í Seoul rak Louganis höfuðið í stökkbrettið og slasaðist nokkuð. Þegar hann steig upp úr vatninu á eftir kom í ljós að það blæddi verulega. Atriði þetta var sýnt aftur og aftur í sjón- varpi og vakti mikla athygli. Læknir gerði að sárum Gregs berhentur en Louganis þorði ekki að segja honum frá því að hann væri smitaður. Þjálf- ari Louganis og örfáir aðrir vissu þó Allar upplýsingar um það sem er að Myndbandagagntýni! gerast í heimi myndhandanna 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mínútan. af sjúkdómnum. Hins vegar tilkynnti hann aldrei bandarísku ólympíu- nefndinni um ástand sitt. „Mér hugkvæmdist aldrei að þetta gæti gerst. Mér datt aldrei í hug sá möguleiki að mér mundi blæða. Ég var gjörsamlega lamaður af ótta. Ég hugsaði allan tímann um ábyrgð mína en þorði ekki að segja frá leynd- armáli mínu,“ segir Louganis um atvikið í Seoul. Louganis fékk að vita það sex mán- uðum fyrir keppnina í Seoul að hann væri HlV-jákvæður. Fyrrum ást- maður hans var þá að dauða kominn af völdum sjúkdómsins. Það var þó fyrst á síðasta ári sem Louganis við- urkenndi opinberlega að hann væri hommi. Hann uppgötvaði hins vegar að hann væri samkynhneigður þegar hann var tólf ára og hafði sætt sig við það á ólympíuleikunum 1976. Þegar hann var tólf ára íhugaði hann sjálfsmorð vegna uppgötvunar sinn- ar. Síðustu ár hafa verið nijög erfið fyrir Greg, hann hefur þjáðst af þunglyndi og áfengissýki. Reuter Greg Louganis varð ólympíumeist- ari í dýfingum í Seoul árið 1988. GJAFAHANDBÓK /////////////////////////////// FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK Miðvikudaginn 22. mars mun hin sívinsæla FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægi- legt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkj- um við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 13. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 27 00 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.I Bréfasími okkar er 563 27 27. Sauma þurfti fimm spor í Louganis eftir að hann rak höfuðið í brettið. Læknirinn sem saumaði vissi ekki að Louganis væri með HlV-veiruna og var berhentur þegar hann saumaði. Tvífari Mr. Beans: 300 einkamálaauglýsingar - ekki enn skilað kærustu Tvífari sjónvarpsklaufans Mr. Beans á í mestu vandræðum með að finna stúlku sem vfil. elska hann, dá og dýrka og kennir því um hversu nauðalíkur hann er fyrrnefndum Bean. Hann hefur sett yfir 300 aug- lýsingar í einkamáladálka dagblaða á heimaslóðum sínum í Leicester- skíri á Englandi síöustu tvö árin en aðeins ein stúlka hefur hingað til fallist á að hitta hann. Sú stakk hins vegar af um leið og hún sá hann. Flestar stúlkumar fara fram á að fá myndir sendar og eftir að hann hefur sent myndimar hafa þær ekki sam- band aftur. Tvífarinn er sannfærður um að leikarinn Rowan Atkinson hafi eyðilagt líf hans en hefur enn ekki farið fram á skaðabætur. Maður þessi heitir Shane Thorpe og er 24 ára gamall starfsmaður í mjólkurbúi. Hann þykir alveg nauðalíkur Mr. Bean, jafnvel í fram- komu líka. Helstu áhugamál hans em sjónvarpsgláp sólarhringum saman og söfnun geisladiska. Hann býr enn hjá foreldrum sínum. Shane hefur nú tekið upp nýja að- ferð til að vinna hylli kvennanna. Nú auglýsir hann: „Tvífari Mr. Bean vill kynnast ungri stúlku sem þarf ekki að fá senda mynd af mér.“ „Vandamálið er að ég er feiminn og dálítið mikill auli, en mig langar bara að eignast kærastu. Ég vil bara vera venjulegur," segir aumingja Shane. Þeir eru sláandi líkir, Mr. Bean og Shane Thorpe. Cruisehittir Tom Cruise og eiginkona hans, Nicole Kidman, ættleiddu nýlega dreng sem hefur fengið það mikil- úðlega nafn Connor Anthony Kidman Cruise. Tom fékk að sjá litla stráksa í fyrsta sinn á dögun- um, rétt áður en hann flaug til Evrópu að leika í myndinni Mission lvnpossible. Nicole kem- ur síðan með gurtann, svo og tveggja ára dóttur þeirra, Isa- bellu, til pabba þegar hún verður búin að leika i nýjustu Batman- Kenny sjálfur í sýningunni Kenny Rogers, söngvari og sjónvarpsmyndaleikari, fékk snjalla hugmynd um daginn þeg- ar hann ákvað að leika sjálfan sig í sýningu sem er á fjölunum i Las Vegas. Venjulega er það tvíí'ari hans, Mark Hinds, sem fer með lilutverkið. Áhorfendum var ekki sagt frá því fyrirfram en þeir hafa sjálfsagt haft gaman af. Kenny fékk hugmyndina þegar hann var tekitm í misgripum fyr- ir tvífarann. aflett Michael Jackson hlýtur aö vera ósköp feginn. Sljórnvöld f Kóreu hafa nefmlega afiétt banni sem þau settu á söngvarann þar sem þau töldu hann mundu misbjóða kóresku siðgæði. Nú má hann sem sé koma til Seoul að spila og er búist við að hann mæti þegar í júni í sumar. Útmeð allar rottumar Ameríski milljarðamæringur- inn Donald Trump á helminginn af Empire State byggingunni í New York. Hann vill því hafa hönd í bagga þegar reksturinn er annars vegar. Tvænnt vill hann; Reka út rotturnar, í fyrsta lagi, og í öðru lagi vill hann reka rekstraraðilana, fyrirtæki í eigu þeirrar frægu Leonu Helmsley. Gaman, gaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.