Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 11
, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
11
I kjallara Bíóbarsins, á horni Klapparstígs og Hverfisgötu, hefur verið opn-
að nýtt og sérstakt kaffihús sem nefnist Síberia. Síberia er svokallað net-
kaffihús og býður viðskiptavinum sínum upp á að setjast við tölvu og komast
í samband við umtöluðustu tækninýjung nútímans, alþjóða tölvuupplýsinga-
kerfið Internet. Kaffihús sem þetta hafa sprottið upp erlendis og notið mik-
illa vinsælda. Síberia er opin kl. 12-1 alla daga. Á myndinni eru forvitnir
kaffihússgestir að virða fyrir sér undur Internetsins. DV-mynd GVA
Sjávarkuldinn fyrir Norðurlandi:
Þarna var meira
af f iski árið 1989
- þegar sjórinn var enn kaldari, segir Ólafur Karvel
„Það er erfltt að meta það hveijar
afleiðingar verða af þessu. Hvort
þetta hefur áhrif á þorskstofninn fer
allt eftir því hvort þessi breyting
verður varanleg eða ekki,“ segir Ól-
afur Karvel Pálsson fiskifræðingur
um sjávarkuldann fyrir Norðurlandi
þar sem botnhiti sjávar er nú sá
minnsti síðan 1989 eða um 0 gráður.
Ólafur Karvel segir að ekki hafi
enn verið skoðað hver útbreiðsla á
fiski sé á þessum slóöum. Togarinn
Rauðinúpur, sem tók þátt í togara-
ralh á þessum slóðum, fékk minnsta
afla sem fengist hefur frá því rallið
hófst fyrir 11 árum.
„Það er ljóst að fiskur hefur sópast
af þessu svæði. Við höfum ekki skoð-
að þessar niðurstöður enn þannig að
þeð er ekki hægt að segja til um áhrif
þessa. Það er þó ljóst að þarna var
meira af fiski 1989 þegar sjór var
kaldari en nú,“ segir Ólafur Karvel.
-rt
Akureyri:
Snjómokstur fyrir 20 milljónir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi:
Kostnaður við snjómokstur á göt-
um Akureyrar það sem af er árinu
nemur nú um 20 milijónum króna
en samkvæmt fjárhagsáætlun bæjar-
ins átti að verja 14,1 milljón króna
til þess þáttar á árinu öllu.
Að sögn Guðmundar Guðlaugsson-
ar, yfirverkfræðings Akureyrarbæj-
ar, kostar moksturinn á götum bæj-
arins 1600-1800 þúsund krónur í
hverri viku og þær eru margar vik-
umar framundan sem öll tæki bæj-
arins þurfa að vera í notkun vegna
þess gifurlega snjómagns sem er á
og við götur bæjarins þótt ekki snjói
öllu meira. Þegar hlánar tekur við
annars konar törn hjá bæjarstarfs-
mönnum við að halda niðurföllum
opnum og koma krapinu af götunum
svo að þær verði ekki kolófærar og
þá þarf að keyra snjóinn í burtu víða
í bænum.
Fréttir
Kristileg stefnuskrá:
Vilja banna kyn-
skipti og bræðslu
á gæðaf iski
Alþingi standi fyrir kristinni guðsþjónustu á Þingvöllum árið 2000
Kristileg stjórnmálahreyfing
hefur tekið saman stefnuskrá fyrir
alþingiskosningarnar í vor og er
þar tæpt á öllum helstu málaflokk-
um í þjóðfélaginu, til dæmis sið-
ferðismálum, skattamálum og at-
vinnumálum. Hreyfingin virðist
ætla að ganga lengra en aðrir ís-
lenskir stjórnmálaflokkar í nokkr-
um málaflokkum, til dæmis varð-
andi fóstureyðingar og kynhverfu,
og vill ýmist heimila eða banna, til
dæmis sjónvarpsefni, myndbönd,
tölvuleiki, spO, hljóðsnældur og
prentað efni.
í drögum að stefnuskrá Kristi-
legrar stjórnmálahreyfmgar kem-
ur fram að hreyfingin vill afnema
lög sem leyfa fóstureyðingar þar
sem börn eiga rétt á því að fæðast
og alast upp hjá foreldrum. Kristi-
leg stjórnmálahreyfing er fylgjandi
því að hjón geti fengið læknishjálp
til að eignast börn en stendur gegn
því að kynfrumur eða líkamsvefir
annarra komi þar nærri. Hreyfmg-
in vill banna kynskiptaaðgerðir
enda verði fólk þá örkumla og ætl-
ar að sporna við því að samkyn-
hneigðir fái löggildingu á sambúð.
Biblían verði undirstaðan
Kristileg stjómmálahreyfmg vill
aö þekkingin á Biblíunni verði
undirstaða annarrar menntunar í
þjóðfélaginu og vill ekki að stærri
einingar í þjóðfélaginu, til dæmis
skólar, taki ráöin af fjölskyldunni.
Hreyfingin vili afnema kvótakerflð
og gjörbreyta stefnu í nýtingu af-
urðanna með minna magni upp úr
sjó. Allir greiöi 10% af söluveröi
aflans til sveitarfélaga og í ríkis-
sjóð. Bannað verði að setja hágæða-
fisk í bræðslu og allur fiskur verði
settur á flskmarkaði í landi.
Kristileg stjórnmálahreyfing vill
að bændur stofni fyrirtæki sem
framleiði og markaðssetji í tengsl-
um við viðskiptaskrifstofur víða
um land. Hún vill hafa náið sam-
starf við þjóðir heimsins, sérstak-
lega Ísraelsríki og nágrannaþjóð-
irnar, viðhalda htlum sveitarfélög-
um til að tryggja betur lýðræði og
Alþingi haldi hátíðarfund, sem að
formi og innihaldi yrði kristin
guðsþjónusta, á Þingvöllum sum-
arið 2000.
LEIKURI rj jj
Taktu þátt í skemmtilegum leik og svaraöu tveim laufléttum
spurningum. Þú ferö meö þátttökuseöilinn á McDonald's,
Suöurlandsbraut 56, og meö því aö kaupa eitthvaö af girnilegum
matseðli McDonald's ert þú kominn í pottinn. Skilafrestur er til 8. apríl.
aá, 1) Hvað heita afsláttarmáltíðir McDonalds?
a) Skýjamáltíðir b) Stjörnumáltíöir c) Stjánamáltíðir
ém 2) j4 hvaða dögum kemur Barna-DV út?
a) Laugardögum b)Mánudögum c) Þriöjudögum
NAFN______________________________________________
HEIMILISFANG______________________________________
SÍMI -1______«.___________________________________
Ferðaþjónustan
Jökulsárlóninu
ÆVINTÝRALEG
VERÐLAUN I BOÐI
Daglega næstu þrjár vikurnar
veröa tveir heppnir þátttakendur
dregnir úr pottinum og hljóta þeir
ferð á Vatnajökul ásamt
glæsilegum hádegisverði í
Jöklaseli á vegum Jöklaferða og
siglingu á Jökulsárlóninu á végum
Ferðaþjónustunnar Jökulsárlóni.
Verðmæti hvers vinnings er 9.000
kr. Innifalið er rútuferö með
Austurleið frá Kirkjbæjarklaustri,
Skaftafelli eöa Höfn í hornarfirði.
Nöfn vinningshafa verða birt
vikulega í DV á föstudögum.
cs
RYKMÆLI
fotrof
M DRAGAN LEG S
GEYMSLA FYRIR FYLGIHLUTi
KRAFTMIKILL 1200 WATTA MÓTOR
Styllanlegur SOGKRAFTUR
breytilegur haus fyrir hörð gólf og TEPPI
létt og meðfærileg (4,9kg)