Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Ábyrgð á verkfallstjóni
Þegar Hitler réöst inn í Pólland í upphafi síðari heims-
styijaldarinnar sagöi hann, aö þaö væri Pólverjum aö
kenna. Þeir heföu neitaö aö fallast á fáeinar kröfur, sem
hann taldi hógværar. Af sömu ástæöu taldi hann hörm-
ungar stríðsins í heild vera Pólverjum að kenna.
Hitler geröi fræga þá aðferð árásaraðila aö kenna þeim,
sem ráöist er á, um árásina. Rökfræðilega er kenning
hans alkunn endaleysa, hvort sem eitthvað hefur verið
tíl eða ekki í kvörtunarefnum hans gagnvart Pólveijum.
Ábyrgö geranda á aögeröum sínum er rökfræðilega skýr.
Þetta þýðir um leið, aö tjón er ekki þeim að kenna,
sem þumbast við, þegar mótaðih fer í aðgerðir til að
knýja fram sjónarmið sín. Það er ekki ábyrgðarhluti að
þumbast gegn skiljanlegum kröfum, heldur er ábyrgðar-
hluti að valda öðrum tjóni með gerðum sínum.
Þegar verkalýðsfélag á Suðumesjum fór í verkfall og
lokaði Keflavíkurflugvelli varð til dómsmál, sem má taka
sem dæmi. Farþegi var ósáttur við að vera fómardýr
verkfalls og sótti rétt sinn, ekki til þess, sem vinna var
stöðvuð hjá, heldur til félagsins, sem verkfaflið framdi.
Farþeginn vann mál sitt og verkalýðsfélagið var dæmt
til að greiða honum skaðabætur fyrir að missa af flugi.
Þannig er ekki alltaf nóg fyrir verkalýðsfélag að semja
við mótaðilann um, að eftirmál verkfalla falfl niður. Slík
sátt nær ekki til þess tjóns, sem þriðji aðifl sætir.
Þetta gidir kannski ekki um kennaraverkfalflð, sem
nú stendur. Ef til vill dugir samtökum kennara að semja
á endanum við ríkið um, að eftirmál vegna tjóns falfl
niður. Þau geta þó alls ekki bent á ríkið sem þöngulhaus-
inn, sem beri ábyrgð á verkfallstjóni þriðja aðila.
Ef þessi þriðji aðifl vildi sækja rétt sinn vegna meints
tjóns, til dæmis af því að hafa misst önn eða ár úr námi,
mundi hann ekki snúa kröfunni á hendur ríkinu, ef hann
vildi ná árangri í málsókninni, heldur gegn stéttarfélög-
unum, sem framkvæmdu verkfalflð, er olfl tjóninu.
Ef ríkið hefði sett verkbann á kennara, væri ríkið fram-
kvæmdaaðiflnn, sem bæri ábyrgð á tjóni þriðja aðila. Þar
sem kennarar settu verkfall á ríkið, eru þeir fram-
kvæmdaaðiflnn, sem ber ábyrgð á tjóni þriðja aðila.
Þannig eru rökin, hvað sem Hitler sagði í gamla daga.
Hér er ekki verið að tala um málefhin, sem deilt er um
í viðræðum ríkis og kennarasamtaka. Hér er aðeins ver-
ið að vísa annars vegar til málaferla, sem fóru alla leið
á enda í dómskerfinu, og hins vegar til þekkts og margnot-
aðs dæmis um hundalógík úr sagnfræði 20. aldar.
Kennaraverkfalflð hefur staðið í hálfa fimmtu viku.
Svo skammt er til kosninga, að erfitt er að skera á hnút-
inn án þess að úr verði kosningamál. Stjómvöld yrðu
sökuð um að reyna að hafa óviðurkvæmileg áhrif á kosn-
ingaúrsflt, ef þau færa að reyna að leysa máflð núna.
Horfur eru því á, að verkfaflið standi til vors hið
minnsta og breyti tímasetningum í námi þúsunda. Þessir
nemendur eiga sökótt við kennarasamtöidn og geta hugs-
anlega höfðað mál gegn þeim fyrir að valda sér sem
þriðja aðila tjóni í vinnudeilum við annan aðila.
Þessir nemendur eiga ekki sökótt við eiganda skól-
anna, það er að segja ríkið, og mundu ekki hafa neitt
upp úr því að lögsækja ríkið fyrir tjón sitt. Hins vegar
er hugsanlegt, að þeir mundu vinna mál gegn kennara-
samtökunum, geranda málsins, og þannig fá tjónið bætt.
Gagnrýnivert getur verið að neita að fallast á kröfur,
en það er ekki ábyrgðarhluti eins og það, að baka þriðja
aðila tjóni með verkfalfl. Það gildir um nám sem flug.
Jónas Kristjánsson
Þjóðinni er nauðsyn að húsnæðis-
málin verði enn tekin til alvarlegr-
ar umræðu. Tækifærið gefst von-
andi á næstu mánuðum enda al-
þingiskosningar í vor. Stórkostleg-
ir ágallar hafa komið fram í báðum
megiostoðum húsnæðislánakeríis-
ins. Húsbréfakerfið hefur ágalla
sem þegar hafa stórminnkað getu
ungs fólks til húsnæðiskaupa og
valdið varanlegum greiðsluvanda.
Félagslega húsnæðiskerfinu hefur
verið breytt þannig að stórir hópar
fólks ráða ekki lengur við kaup og
þeir sem geta þó keypt verða bein-
línis að þola eignaupptöku.
Húsbréfakerfið drepur
sjálfseignarstefnuna
Vankantar húsbréfakerfisins
koma sífellt betur í ljós. Alvarleg-
ast er að stöðugt færri ráða við að
kaupa íbúð. Það á einkum við ungt
fólk. Auk þess fylgja kerfinu við-
varandi greiðsluerfiðleikar hjá
fasteignakaupendum. Kerfið leiddi
strax í upphafi til mikillar hækk-
unar raunvaxta af húsnæöislán-
um. Þrátt fyrir fullyrðingar um að
„nusnæoisiiaupenDur iaKa a sig anon sem axvaroasi ai mismun a
markaðsvöxtum og nafnvöxtum fasteignaveðbréfanna,“ segir Stefán í
grein sinni.
Húsnæðislánakerf-
ið er stórgallað
vextirnir mundu fljótlega lækka
er ástandið nú verra en í upphafi.
Með hækkandi vöxtum þyngdist
greiðslubyrði húsnæðislánanna og
sá hópur sem ræður við húsnæðis-
kaup minnkaði. - Til að bæta gráu
ofan á svart hefur opinber aðstoð
við þá sem eru að kaupa sínu fyrstu
íbúð stöðugt minnkað.
í vaxtabótakerfinu minnkaði op-
inbera aðstoðin og hefur síðan enn
minnkað því vaxtabæturnar hafa
ekki fylgt almennum verðhækkun-
um. Húsbréfakerfið leiðir hús-
næðiskaupendur stöðugt í
greiðsluvanda. Menn reyna að
skella skuldinni á aðra þætti. Hluta
vandans má auðvitað rekja til efna-
hagsástandsins og þess að fyrstu
reglur um greiðslumat voru ekki
nægilega varkárar. Það hrekkur
þó skammt ef grannt er skoðað.
Skipulag lánakerfisins veldur
greiðsluvanda. Húsbréfalánin eru
verðtryggð annuitetslán og veitt til
aldarfjórðungs. Greiöslubyrði
þeirra minnkar ekki allan þann
tíma. Raunar þyngist hún hjá flest-
um því vaxtabætumar minnka
þegar líður á lánstímann. Það leiðir
óhjákvæmilega til vandræða hjá
stórum hópum húsnæðiskaup-
enda. í grannlöndum okkar minnk-
ar greiðslubyrði húsnæöislána
þegar líður á lánstímann því lánin
eru óverðtryggð, með jöfnum af-
borgunum. Fólk vinnur sig þess
vegna út úr vandanum. Það er ekki
unnt í húsbréfakerfinu.
Þá er enn ónefnt að sá háttur að
haíá fasta vexti á húsbréfunum
skapar mikinn en dulinn vanda.
Húsnæðiskaupendur taka á sig af-
foll sem ákvarðast af mismun á
markaðsvöxtum og nafnvöxtum
fasteignaveðbréfanna. Afíöllin eru
KjaUarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
ekkert annað en vextir sem lántak-
andinn greiðir fyrirfram. Ef hann
vill greiða upp lán eða selja eignina
síðar tapar hann því sem hann
greiddi í afioll. Þessi vandi mundi
ekki koma upp ef bréfin bæru ein-
faldlega markaðsvexti eins og ger-
ist í öðrum löndum.
Eignaupptaka í félags-
lega kerfinu
í félagslega húsnæðiskerfinu hef-
ur ekki síður orðið slæm þróun síð-
ustu árin. í raun hefur eðli félags-
lega íbúðakerfisins í heild sinni
verið breytt. Vextir hafa hækkað
mikið. Þeir eru nú hærri en vextir
á almennum húsnæðislánum voru
við upphaf verðtryggingar. Sífellt
fleiri lenda í erfiðleikum með að
greiða af lánum sínum og sá hópur
stækkar sem vísa verður frá kerf-
inu vegna lágra launa. Þá hafa ver-
ið leiddar í lög reglur um afskriftir
sem hafa gjörbreytt kerfinu á ein-
um áratug. Árið 1991 voru afskrift-
ir húsnæðis við endursölu hækk-
aðar upp í 1,5%. Fyrir svo miklum
afskriftum eru engin fagleg rök.
Á almennum íbúðamarkaði fyrn-
ast fasteignir um 0,3-0,6% á ári og
fyrir áratug voru félagslegar íbúðir
afskrifaðar um 0,5% á ári sem er í
samræmi við það. í 1,5% afskriftum
felst jafngildi skattlagningar eða
eignaupptöku. Áhrifin eru þau
sömu og að hið margumtalaða hol-
ræsagjald í Reykjavík væri lagt
fimmfaít á félagslegar íbúöir. Við
uppgjör sem fram fer við endursölu
íbúðanna dragast afskriftirnar frá
söluverði svo fólk eignast ekkert
umfram útborgunina í tvo áratugi.
Stefán Ingólfsson
„Húsbréfalánin eru verðtryggð annuit
etslán og veitt til aldarfjórðungs.
Greiðslubyrði þeirra minnkar ekki all-
an þann tíma. Raunar þyngist hún hjá
flestum því vaxtabæturnar minnka
þegar líður á lánstímann.“
Skodanir annarra
Herkostnaður vegna SÍS?
„Ef marka má viðbrögð forráðamanna íjármögn-
unarleigunnar Lindar þá virðist skeíjalaust tap fyrir-
tækisins vera þeirra einkamál. Að því slepptu að
skattgreiðendur þurfa að borga það gegnum Lands-
bankann. ... Hvað kostar sú ákvörðun skattgreið-
endur, og hafði fyrirtækið ekki sjálfstæða stjóm á
sínum tíma? Eða er þetta allt saman hluti af þeim
herkostnaði sem íslendingar verða að greiða vegna
Sambandsins?"
Úr forystugrein Mánudagspóstsins
Mánaðargamalt kennaraverkall
„Kennaraverkfallið er nú orðið mánaðargamalt og
svo virðist sem viðræðurnar séu enn á byrjunarreit.
... Það er því mjög tímabært innlegg sem foreldra-
fundur á vegum landssamtaka Heimilis og skóla kom
með eftir fund sinn.... Þar er lagt til að launaliður
og skipulagsbreytingar verði aðskilin í samningavið-
ræðunum þannig, að samræðugrundvöllurinn verði
skýrari. ... Foreldrar hafa bent á hugsanlega leið,
leið sem virðist skynsamleg."
Úr forystugrein Tímans 18. mars
Heimamið og ffjarlæg mið
„ Afstaða okkar verður að vera sú sama, hvort sem
um er að ræða veiðar á heimamiðum eða fiarlægum
miðum. Það er tímabært að við horfumst í augu við
þennan veruleika, líka í Smugunni. Það er ekki
óhugsandi að við getum náð samningum um ein-
hvern kvóta í Barentshafi. Við verðum að vera menn
til að gera þá samninga, þótt þeir feh í sér umtals-
verðan niðurskurð frá því aflamagni, sem við náðum
á sl. ári í Smugunni. Við eigum orðið hagsmuna aö
gæta víöa á úthöfum. Það mun engin þjóö virða okk-
ur viðlits nema við verðum samkvæmir sjálfum okk-
Ur.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 19. mars