Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
íþróttir
Guðmundur
vannsexfalt
Guðmundur E. Stephensen úr
Víkingi varð um helgína sexfald-
ur Reykjavíkurmeistari í borð-
tennis'og Eva Jósteinsdóttir úr
Víkingi þrefaldur. Víkingar sigr-
uðu samtals í 10 flokkum á mót-
inu en Örninn í tveimur.
Guðmundur vann Iftgólf Ing-
ólfsson úr Víkingi í úrshtaleik í
meistaraflokki karla, 3-2. Hann
og Ingólfur sigruðu i tvíliðaleik
karla og Guðmundur og Eva sigr-
uðu í tvenndarkeppni. Guðmund-
ur sigraði síðan í piltaflokki, í
tvenndarkeppni unglinga ásamt
Lilju Rós Jóhannesdóttur og í
tvíliðaleik drengja ásamt Mark-
úsi Árnasyni.
Þriðju gullverðlaun Evu voru í
tvílíðaleik kvenna en þar sigiaði
hún ásamt Lilju Rós. Eva vann
einmitt Lilju Rós, 3-1, i úrshta-
leiknum í meistaraflokki kvenna.
Aðrir meistarar voru Kolbrún
Hrafnsdóttir, Víkingi, í stúlkna-
flokki, Tómas Aðalstoinsson,
Víkingi, í flokki pilta 13 ára og
yngri, Ragnar Ragnarsson, Em-
inum, i eldri flokki og Ragnar
sigraði einnig i tvíliðaleik eldri
flokks ásamt Emil Pálssyni úr
Víkingi.
Guðjón varð 32.
Guöjón Guðmundsson hafnaði
í 32. sæti af 58 keppendum á Evr-
ópubikarmótinu í íimleikum í
Paris. Guðjón fékk 8,60 í gólfæf-
ingum, 7,45 á bogahesti, 8,45 í
hringjum, 8,70 í stökki, 8,35 á
svifrá og 7,95 á tvíslá.
Bjarmennað
Bjarni Friðriksson er ekki al-
gerlega hættur í júdóinu því hann
gerði sér litið fyrir ura helgina
og sigraði í opnum flokki á vor-
móti Júdósambands íslands sem
fram fór á gamla Ikea-lagernum
í Fellsmúla i Reykjavík.
Bjarni, sem nú keppír fyrir
Júdóskóla Bjarna Friðrikssonar,
sigraði nemanda sinn úr skólan-
um, Eirík Inga Kristinsson, i úr-
slitaglimunni en Eiríkur sigraði
i -71 kg flokkí á mótinu.
Ármenningar sigruðu í öllum
öðrum flokkum. Gigja Gunnars-
dóttir í kvennaflokki, Höskuldur
Einarsson i -60 kg flokki, Vignir
Stefánsson í -65 kg flokki, Karel
Halldórsson í -78 kg flokki, Jón
Gunnar Björgvinsson í -86 kg
flokki og Ingibergur Sigurðsson í
-95 kg flokki.
ÞrírhjáChelsea
Þrir efnilegir knattspymu-
menn fóru i gærmorgun til Eng-
lands og munu æfa með úrvals-
deildarliðinu Chelsea í tíu daga.
Það eru Auðun Helgason úr FH,
eins og fram kom í Dy í gær, og
þeir ívar Bjarkiind úr ÍBV og Síg-
urbjörn Hreiöarsson úr Val.
Þremenningarnir eru í „leik-
mannahópi framtiðarinnar“ hjá
KSÍ en Eggert Magnússon, for-
maður KSI, samdi við Chelsea um
að taka við piltunum þegar hann
var ellirlitsmaður á Evrópuleik
félagsins fyrir skömmu. Sigurður
Helgason fór með fyrir hönd KSÍ.
ísiand - Færeyjar
ísland og Færeyjar munu leika
A-landsleik í knattspyrnu í sum-
ar hér á landi. Hann fer fram
sunnudaginn 2. júh en leikstaöur
hefur ekki verið ákveöinn. Þetta
verður 15. A-landsleikur þjóð-
anna en sá fyrsti i fimm ár. Síð-
ast mættust liðin í Þórshöfn áriö
1990 og þá sigraði ísiand, 3-2.
Þá hefur verið ákveðiö aö
kvennalandshöið taki þátt í fíög-
urra þjóöa móti í Portúgal 15,-17.
júní. Þar veröa tvcir leikir, fyrst
ein umferö og síðan spilaö um
sætL Ekki er ljóst hvaða tvær
þjóðir veröa með fyrir utan Port-
úgal og ísland.
Michael Jordan sýndi gamla takta gegn Indiana:
Eins og endurkoma
Bítlanna og Elvis
Michael Jordan hitti ekki úr fyrstu
sex skotum sínum og 21 skot af 28
utan af vehi geigaði hjá honum í
leiknum við Indiana í fyrrinótt. Þrátt
fyrir það fékk hann lofsamleg um-
mæli fyrir endurkomu sína í NBA-
deildina með Chicago eftir hálfs ann-
ars árs fjarveru.
Jordan skoraði 19 stig, tók 7 frá-
köst, átti 6 stoðsendingar og stal bolt-
anum þrisvar.
„Ég get ekki ímyndað mér að nokk-
ur annar gæti komið í leik eftir svona
lítinn undirbúning og spilað eins og
hann gerði. Hann er ekki kominn í
form en mýktin og stökkkrafturinn
eru fyrir hendi. Þetta er eins og end-
urkoma Bítlanna og Elvis til sam-
ans,“ sagði Larry Brown, þjálfari
Indiana, sem hrósaði sigri, 103-96.
„Þetta er fyrsti leikurinn. Ég vissi
að þetta kæmi ekki allt í einum leik
en ég er byrjaður. Það er allt sem
skiptir máh. Auðvitað viljum við
vinna leiki en ég þarf að gefa mér
tíma til að vinna mig í form. Eins og
þið sáuð eru skotin mín dálítið óná-
kvæm og fyrir mína parta var ósigur-
inn veruleg vonbrigði. En ég er kom-
inn til að vera út þetta tímabil. Mað-
ur er alltaf svekktur yfir því að spha
illa en þetta er alls ekki eini slaki
leikurinn minn á ferlinum," sagði
Jordan við fréttamenn.
„Michael sýndi snilli sína á margan
hátt en hann féll ekki alveg inn í leik
liðsins," sagði Phil Jackson, þjálfari
Chicago.
Reggie Miller lenti í árekstri við
Jordan þegar 3 sekúndur voru eftir
af venjulegum leiktíma og fór af velli
um stund meiddur á læri en dæmd
var villa á Jordan. „Þetta var vel
gert hjá Jordan því hann braut það
snemma á mér að ég komst ekki í
skotstöðu og fékk ekki vítaskot.
Hann er besti leikmaður sem hefur
nokkru sinni snúið aftur og það var
verulega spennandi að hann skyldi
velja leik gegn okkur til þess. Þetta
var nánast eins og úrslitaleikur,"
sagði Reggie Mhler.
Jordan leikur nú í treyju númer
45, ekki númer 23 eins og hann gerði
ódauðlegt á fyrri hluta ferilsins með
Chicago. Sú treyja hangir nú í rjáfri
hallarinnar í Chicago og Jordan seg-
ist ekki klæðast henni aftur vegna
föður síns sem lést fyrir tæpum
tveimur árum. „Hann sá síðasta leik
minn í treyju númer 23,“ sagði Jord-
an.
Forest í athugun
Félagaskipti fjögurra knattspyrnu-
manna, sem keyptir voru til enska
úrvalsdeildarfélagsins Nottingham
Forest á níunda áratugnum, eru nú
til gaumgæfilegrar athugunar í Eng-
landi.
Leikmennirnir, sem keyptir voru,
eru Þorvaldur Örlygsson og Hohend-
ingarnir Johnny Metgod, Hans van
Breukelen og Franz Thijssen. í til-
felli þeirra allra var kaupverðið
hærra en fram kemur í bókhaldi
Forest. Þorvaldur Örlygsson var
seldur til Forest og kaupverðiö var
sagt 174 þúsund pund. í bókhaldi
Forest er kaupverðið sagt 150 þúsund
pund. Þarna munar 24 þúsund pund-
um eða um 2,5 milljónum íslenskra
króna. Brian Clough var fram-
kvæmdastjóri Forest á þessum tíma
en hann hefur neitað öhum ásökun-
um um fjárdrátt. Á dögunum var
George Graham rekinn frá Arsenal
eftir ásakanir í hans garð um íjár-
drátt. Sérstök nefnd á vegum skatta-
yfirvalda í Englandi rannsakar nú
félagaskipti allra leikmanna utan
Englands til enskra liða.
Birna og Bryndís í landsliðið I sundi
Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum;
íslenska landsliðið í sundi, sem keppir á smáþjóða-
leikunum í Lúxemborg í sumar, hefur verið valið.
Athygli vekur að Bima Bjömsdóttir, SH, og Bryndís
Ólafsdóttir, sem báðar voru að hefja keppni eftir nokk-
urt hlé, eru í landsliðshópnum sem annars er skipaður
eftirtöldum sundmönnum:
Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, Magnús Konráðsson,
Keflavík, Óskar Örn Guöbrandsson, ÍA, Ómar Þor-
steinn Ámason, Óðni, Richard Kristinsson, Ægi, Sig-
urgeir Þór Hreggviðsson, Ægi, Magnús Már ÓLafsson,
Ægi, Amar Freyr Ólafsson, Þór, Eydís Konráðsdóttir,
Keflavík, Berglind Daðadóttir, Keflavík, Elín Sigurðar-
dóttir, SH, Þorgerður Benediktsdóttir, Óðni, Lára
Hrund Bjargardóttir, Ægi, Margrét Vilborg Bjarna-
dóttir, Ægi, Bryndís Ólafsdóttir, Ægi, Birna Bjöms-
dóttir, SH, og Hildur Einarsdóttir.
Samstarfssamningur HM’95 og Coca Cola
Framkvæmdanefnd HM’95 í handknattleik á íslandi og Coca Cola undirrit-
uðu um helgina samstarfssamning. í fréttatilkynningu segir að það verði
verðugt hlutverk Coca Cola að styðja við bakið á HM'95 með þvi að kapp-
kosta að öll umgjörð og aðstaða verði óaðfinnanleg og íslandi og íslending-
um til sóma. Til þess að allt megi heppnast sem best er góö samvinna
alira lykilorðið. Coca Cola leggur ofurkapp á að hvetja starfsfólk sitt til
dáða og eru nú markaðsaðgerðir í fullum gangi þar sem starfsfólk úr öllum
deildum tekur þátt í. Myndin er frá undirskriftinni sem fram fór í höfuðstöðv-
um Vífilfells. DV-mynd Sveinn
Framhaldsaðalfundur
Framhaldsaðalfundur íþróttafélagsins
Leiknis verður haldinn miðvikudaginn
29. mars kl. 20.30 að Gerðubergi 1,3. hæð.
Steinar með Fjölni
Steinar Ingímundarson, sem
þjálfaði 3. deiidar lið Fjölnis í
knattspyrnu síðasta sumar, mun
leika áfram með liðinu í ár.
Jafntefliogtap
Akranes gerði jafntefli við
Kongsvinger, Noregi, 3-3, en tap-
aði fyrir Frölunda, Svíþjóð, 5-1, á
knattspyrnumóti á Kýpur um
helgina. Frölunda fékk_ 7 stig,
Start 3, Kongsvinger 2 og í A 2 stig.
Tveggja marka sigur
ÍBV varrn Fram, 21-19, í 2. deild-
irrni í handbolta um helgina, ekki
21-20 eins og sagt var í DV í gær.
Brynjaí42.sæti
Brynja Þorsteinsdóttir frá Ak-
ureyri varð í 42. sæti í svigi á HM
unglinga í Voss í Noregi.
Loksinsrauttspjald
Norwich sigraði Ipswích í
ensku úrvalsdeildinni í gær-
kvöldi, 3-0. Cureton (53.), Ward
(58.) og Eadie (77.) skoruðu eftir
að John Wark, 38 ára, hafði verið
rekinn út af í fyrsta skipti í 20 ár
og annað sinn á ferlinum. Staða
neðstu liöa er þannig:
WestHam...M 10 7 17 33-44 37
Cr. Palace....32
Southampton ..31
Ipswich.......33
Leicester.....34
8 10 14 23-34 34
6 15 10 41-50 33
6 5 22 31-75 23
4 9 21 36-55 21
NBA-deiIdiníköi
Spurs vai
Dennis Rodman, frákastakóngur
NBA-deildarinnar, var íjarri góðu gamni
í nótt þegar San Antonio Spurs vann
mikilvægan sigur á Seattle, 104-96. Rod-
man lenti í mótorhjólaslysi á sunnudag-
inn og var ekki leikfær en J.R. Reid tók
stöðu hans og skilaði henni með sóma.
San Antonio vann þarna sinn fjórða leik
í röö og þann 14. af síðustu 16.
Úrslitin í nótt:
Atlanta - LA Clippers.....106-102
Blaylock 35, Smith 19 -
Cleveland - Dallas........100-102
Hill 29 - Mashburn 28, Kidd 20, Tarpley 14.
San Antonio - Seattle.....104-96
Robinson 24/10, Person 14/11, Reid 13/11 -
Sacramento - Denver....... 91-89
- Abdul-Rauf 27.
Það þurfti að framlengja leik Cleve-
land og Dallas tvisvar, og úrshtin réðust
loks þegar Jamal Mashburn skoraði sig-
urkörfu Dallas þegar 2 sekúndur voru
eftir af síðari framlengingunni. Mash-
bum, sem gerði 16 stig í framlengingun-
um, hafði jafnað, 100-100, með 3ja stiga
körfu þegar 45 sekúndur vora eftir. Cle-
veland tapaði þama í 9. skiptið í síðustu
12 leikjunum.
Atlanta vann nauman sigur á Clip-
pers, sem leiddi fram í fjórða leikhluta,
en þá tók Mookie Blaylock öll völd og
gerði út um leikinn fyrir Atlanta.
Walt Williams skoraði sigurkörfu
Sacramento gegn Denver þegar 2,4 sek-
• Zoltán Belánýi verður enn að bíða
því að fá íslenskan ríkisborgararétt.
• Mitch Richmond hjá Sacramento sæk
ers hjá Denver er til varnar.