Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 VINNIN LAUGA (21 GSTÖLUR RDAGINN 18.3.1995 ^5^16) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 2 7.508.460 2.S«10 105.970 3. 4af 5 272 6.720 4. 3af 5 8.714 480 Heildarvinningsupphæd: 22.087.180 m : tík ; BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR KAUPMENN - INNKAUPAFOLK ADAMASTOR - HYGRADE Hvit stigvél fyrir matvælaiðnaö- inn, s.s. frystihús og kjötvinnslur Þau eru: Sérlega víð yfir ökklann, þess vegna auðvelt að fara í og úr. Einnig eru þau sérstaklega breið yfir fótinn og há á ristina. Heildsölubirgðir JÓN BERCSSON H.F. Langholtsvegi 82 Sími 5888944, fax 5888881 9 9 - 1 7 5 0 Verö kr. 39,90 mín. Taktu þátt. Þú gætir unnið Ijúffenga fjölskyldu- veislu fyrir sex. Muniö aö svörln við spurningunum er aö finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síöasta föstudag. Sviðsljós litfagurt krulluflauel Breska ofurfyrirsætan Kate Moss er hér mætt í ærið litfögrum skrúða, vesf- ispeysu og höfuðfati úr litfögru krulluflaueli og pilsi með silfurgráum grunn- tóni. Þessi kynþokkafulla múndering var meðal þess sem gestir sáu þegar fískuhönnuðurinn Vivienne Westwood sýndi haust- og vetrartískuna í Lon- don um helgina. Simamynd Reuter Vivienne Westwood virðist gefa brjóstunum lausan tauminn í sinni hönnun, alla vega virðist þetta þrönga ullarvesti ekki vera þess megnugt að halda miklu innan klæða. Madonna sýndi náttkjólinn sinn þeg- ar hún kom til náttfataveislu á veg- um sjónvarpsstöóvarinar MTV sem haldin var um helgina. Madonna var veislustjóri og notaði tækifærði til að kynna nýjasta myndbandið sitt, Bedtime stories. 30 þátttakendur, dregnir út vikulega, fá aö launum nýútgefna bók um Nell frá Úrvalsbókum og bíómiöa fyrir tvo á kvikmyndina Nell sem veriö er aö sýna í Háskólabíói um þessar mundir. Stórkallar leika úrvalslöggur Það eru engir smákallar sem koma saman í myndinni Mulholland Falls. Nokkuð er síðan þeir Nick Nolte og Chazz Palminteri létu bóka sig en nú hafa þrír stórir og stæðilegir starfsbræður þeirra bæst í hópinn. Þeir heita John Malkovich, Michael Madsen og Chris Penn. Sá sem ætlar að stjóma þessu einvalaliði er Nýsjálendingurinn Lee Tamahori sem gerði myndina Once Were Warrior. Sú er væntanleg í reykvískt kvikmyndahús á næstunni en hún hefur hlotið lofsamlega dóma erlendis. Mulholland Falls, fyrsta mynd Tamahoris í Ameríku, gerist í Los Angeles á sjötta áratugnum og segir frá úr- valsdeild innan lögreglunnar sem gekk undir nafninu „hattarnir fjórir" Löggurnar vora allar saman í einum risakádilják og eltu ræningja og morðingja og annan óþjóöalýð. Hlutverk þessara lögvarða veröa í höndum þeirra Noltes, Palmint- eris, Madsens og Penns. Það má því gera ráð fyrir að Maikovich leiki einhvem erkibófann. Nú, eða kannski löggustjórann. „Þetta er einhver fjölhæfasti hópur sem viö höfum unnið með,“ sagði Lih Fini Zanuck sem er annar fram- leiðenda myndarinnar. Auk ofangreindra þungavigtarmanna koma fram í myndinni Treat Williams, Cary Elwes, Wilham Petersen, Bruce Dem og margir fleiri. Nick Nolte er ekkert óvanur því aö leika útsmogna löggu. Stútur við stýri Söngvarínn góðkunni, John Denver, slapp naumlega þegar ákæru á hendur honum fyrír að keyra fullur var vísað frá i rétti í Colorado-fylki. Denver ók Por- che-bílnum sínum á tré í fyrra- sumar og var grunaður um öl vun við akstur. Saksóknarinn sætti sig ekki við málalok i réttinum vegna fordæmisgildis og má þvi eiga von á að ölvunarakstur Den- vers fari fyrir hæstarétt. Aftur á skjáinn Don Johnsonhefur tekið að sér að leíka í nýjum sakamáiaþáttum sem bera nafiúð „Off duty“ eða Á frívaktinni. Fjalla þeir um lög- reglumann i San Francisco sem er tvískilinn og neyðist til aðtaka að sér svarta vinnu til að eiga fyrir meðlögunum. Johnson hef- ur tekið saman viö konu sína, Melaine Griffith, eftir skilnaö í fyrrasumar en hann fór i meðferð vegna drykkjuvandamála. Olétt aftur Leikkonan Marilu Henner kom samstarfsfólki sínu verulega á óvart þegar hún sagðist vera ófrísk. Mariiu á 10 mánaða son sem hún er enn með á bijósti. Bameignirnar hindra hana þó ekki í vinnu og er hún önnum kafin sem aldrei fyrr. Hefur hún samþykkt að taka að sér hlutverk í nýrri mynd Ted Ðansons en tök- ur á henni hefjast í maí. nyjan mjaðmarlið í nýrri ævisögu Elísabetar Taylor segist hún ailtaf hafa litið á sig sem úrhrak og því hafi hin- ir einmana, afskiptu og veiku höfðað til sín. Lif hennar hafi snúist um kvikmyndatökur og kvikmyndahandrit frá því hún hóf að leika sem barn. Taylor, sem er 63 ára, er að ná sér eftir að hafa fengið nýjan mjaðmarlið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.