Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 Ummæli Nekt á ekki að bera á borð fyrir ókunnuga. Til einkaafnota „Nakið hold í mínum augum er eimmgis ætlað til einkaafnota og á ekki að bera á torg fyrir ókunna." Gunnar Þorsteinsson i Mánudagspóstinum. Var ekki vaxinn upp úr stuttbuxunum „Ég vissi að Davíð var ekki vax- inn upp úr stuttbuxunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn gerði hann að forsætisráðherra.“ Regina Thorarensen i DV. Bítum á jaxlinn „Núna þurfum við að bretta upp ermarnar og bíta á jaxlinn. Við erum mjög greinilega minnimátt- ar í þessum slag við Olíufélagið en erum ekki smeykir." Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, i DV. Ar hluthafanna „Þó ég komi á marga aðaifundi þá kem ég nú ekki á þá alla og ég hef ekki spumir af atkomu margra fyrirtækja en það má vel vera að þetta sé ár hluthafanna. Bent Scheving i Mánudagspóstinum. Frammi fyrir dauðanum „Ég hef aldrei staðið svona frammi fyrir dauðanum áður. Maður gat ekki ímyndað sér að svona ætti eftir að koma fyrir mann.“ Stefán Einarsson í DV. Giftur sundinu * „Ég er giftur sundinu og held við skólann." Logi Jes Kristjánsson í DV. Fyrsta gufueimreiðin Enski verkfræðingurinn Ric- hard Trevithick smiðaði frum- stæða en nothæfa eimreið fyrstur manna. Eimreiðinni var ekið til reynslu árið 1804 á 15 kílómetra langri námubraut. Þetta var eins strokks vél sem tengd var stóru kasthjóli og tannhjóh er flutti orkuna til drifhjólanna. Eimreið- Blessuð veröldin in ók með 20 km hraða á klukku- stund en þegar farmurinn var 10 tonn náði hún aðeins 8 km hraða. Engin fjöðrun var á þessari eim- reið og brustu brautarteinar því brátt undan álaginu. Var þá til- raunum hætt þar sem ódýrara þótti að nota hesta. Trevithick er þrátt fyrir þetta talinn höfundur háþrýstigufuvéla. Margir reyndu aö betrumbæta 1810-1820 reyndu margir að betr- umbæta eimreiðina. Á þessum árum töldu flestir að núnings- mótstaða milii sléttra hjóla og sléttra brautarteina væri of lítil til að eimreið gæti dregið umtals- verðan farm. Englendingurinn Blekingsop smíðaði eimreið sem reyndist ágætlega til kolaflutn- inga en það var William Hedley sem smíðaði fyrstu eimreiðina, Pufflng Billy, sem dugði að ein- hverju gagni til kolaflutninga. Rigning og súld Fram eftir degi verður allhvöss suð- austlæg átt og rigning, mest suðvest- an- og vestanlands. Síðdegis verður Veðrið í dag sunnan kaldi eða stinningskaldi og súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands en norðaustan- og austanlands styttir upp. Veður fer hlýnandi og hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur allhvöss suðaustanátt og rigning fram eftir degi en síðan sunnan kaldi eða stinningskaldi og súld eða rign- ing með köflum. Hiti 4 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.45 Sólarupprás á morgun: 7.23 Siðdegisflóð í Reykjavik: 21.35 Árdegisflóð á morgun: 9.58 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 4 Akurnes alskýjað 2 Bergsstaöir alskýjaö 3 Bolungarvik skýjað » 2 KeflavíkurflugvöUur rigning 3 Kirkjubæjarklaustur rigning 2 Raufarhöfn skýjað 1 Reykjavík rigning 3 Stórhöföi rigning 4 Helsinki srxjókoma 0 Kaupmannahöfn léttskýjað 3 Stokkhólmur léttskýjað 1 Þórshöfh skýjað 4 Amsterdam skýjaö 5 Beriín skýjað 4 Feneyjar heiðskirt 2 Frankfurt skýjað 3 Glasgow skýjað 1 Hamborg skýjað 4 London léttskýjað 0 LosAngeles alskýjað 16 Lúxemborg skýjað -1 MaUorca léttskýjað 4 Montreal léttskýjað 6 Nice léttskýjað 7 París hálfskýjað 1 Róm heiðskírt 3 Vín skúr 3 Washington alskýjað 14 Winnipeg alskýjaö 1 Alfheiður Ólafsdóttir, stjómarmaður í Bændasamtökum íslands: „Ég er bóndi í Vopnafirði og minn búskapur er minkar, kýr og kindur en ég hef auk þess starfað i búnað- arfélaginu í minni sveit og hef starfað í búnaðarsambandinu fyrir austan," segir Álfheiður Ólafsdótt- ir sem kosin var í stjóm hinna nýju heildarsamtaka bænda, Bændasamtaka íslands, á búnaðar- þinginu í Reykjavik. Þar með braut hún blað x sögu bændasamtaka, þar Maöur dagsiris sem hún er fyrsta konan sem kosin er í stjóm bændasamtaka. „Ég hef tekið þátt í undirbúningi fyrir þetta bændaþing á vegum Búnaðarsam- bands Austuriands, en við erura þrír fulltrúarnir sem komum á þingið á vegum sambandsins." Álfheiður er sátt við þessi nýju heildarsamtök bænda og segir að þetta sé góð byrjun. „Þetta er að Alfheiður Ófafsdóttir. því er ég held 4 þeim farvegi sem bændur hafa vonast eftir og hvaö mig varðar þá er ég mjög ánægð með að fá tækifæri til aö taka þátt í mótun sambandsins auk þess sem ég er stolt fyrir hönd helmings mannkynsins að vera fyrsta konan í stjóm bændasamtaka hér á landi.“ Aöspurö um eigið bú sagöí Álf- heiður að þau væru sex fullorðnar manneskjur sem rækju búið og lét hún vel af minkaræktinni; „Rækt- un minks er skemmtileg búgrein, þaö er aftur á móti verðið á skinn- unum sem er mjög hverfult." Álfheiður kvaðst gera ráð fyrir að í framtíöínni þjrfti hún að sinna meira störfum fýrir bændasamtök- in en áður, en sagði alveg ófullmót- að hvemig hin nýja stjóra ynni. Álfheiður kvaðst hafa h'tinn tíma fyrir áhugamál, en sagðist vera lestrarhestur mikill og hafa áhuga á félagsmálum. Hún er í sambúð með Bimi Halldórssyni og eiga þau tólf ára son. Myndgátan Lausngátunr. 1175: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki Úrslitaleikir í handbolta og körfubolta í kvöld verður önnur viðureign Vals og KA um íslandsmeistartit- ilinn i handbolta og veröur leikiö á Akureyri. Valur vann fyrsta leíkinn en Akureyringar eru erf- iðir heim að sækja og verða að teljast líklegir til sigurs. Þá verð- ur einnig önnur viðureign Stjörn- íþróttir unar og Fram um íslandsmeist- aratitilinn í handbolta kvenna. Stjarnan vann frekar auðveldan sigur á heimavelh en í kvöld er leikið í Framhúsinu. í kvöld verður einnig leikið í undanúrshtum í úrvalsdeildinni i körfubolta. í Njarðvíkum leika heimamonn við Skallagrím og ef Njarðvík vinnur leikixm eru þeir komnir í úrslit. í Grindavik leika Grindvikingar við Keflvikinga en þessi liö lxafa unxúð sinn leikinn hvort. Skák Noröurlanda- og svæðamótið í skák hefst á Hótel Loftleiðum í dag. Tuttugu skákmenn tefla á mótinu, þar á meðal fimm íslendingar. Stigahæstu keppend- umir eru Curt Hansen, Danmörku, og Simen Agdestein, Noregi, en hann er tvö- faldur Norðurlandameistari og á titil að verja. Á mótinu 1989, sem fram fór í Finn- landi, kom þessi staða upp í skák Agde- steins, sem hafði hvítt og átti leik, og Curts Hansens. Agdestein fann laglega leið til sigurs: 48. Rri + Kf4 49. Hh4 +! Rxh4 50. Hxe4 + og svartur gafst upp. Ef 50. - Kxe4 51. Rd6 + og siðan 52. Rxc8 og svartur ræð- ur ekki við a-peð hvíts. Jón L. Árnason Bridge Að stökkva beint á sjötta sagnstig eftir opnunardobl á fyrsta sagnstigi er ekki mjög algengt en þó eðlilegasta sögnin í þessu tilfelli. Norður veit að a-v eiga ann- aðhvort eitt eða ekkert hjarta á milli sirma handa og eiga örugglega góða sam- legu í einhveijum lit (eða litum). Því var næsta víst að a-v ættu a.m.k. góða fórn gegn 6 hjörtum sem þó gætu vel staðið. Spilið kom fyrir í tvímenningi, suður gjafari og allir á hættu: ♦ 73 V G987643 ♦ ÁDG4 * ÁD106 V -- ♦ 1083 + ÁDG984 ♦ KG9842 »2 ♦ 7 + 107652 ♦ 5 --- V ÁKD105 ♦ K9652 + K3 Suður Vestur Norður Austur 1» dobl 6V 6* 7V dobl p/h Austur gat ekki annað en sagt 6 spaða við 6 hjörtum og suður freistaði gæfuxm- ar í 7 hjörtum. Ef spilið hefði komið fyrir í sveitakeppni myndi vestur næsta ör- ugglega hafa sagt 7 spaða til að forðast stóra sveiflu í spilinu en þar sem þetta var tvímenningur ákvað vestur að dobla í trausti þess að hann fengi slag á minnsta kosti annan hvorn ásanna í svörtu litun- um. En síðan var að velja útspilið. Frá sjónarhóli vesturs var næsta öruggt að austur átti lengd í spaðalitnum og því allar likur á að spaðaútspil yrði trompað, úr þvi að n-s fóru óhræddir í 7 hjörtu. Því ákvað vestur, eftir nokkra yfirlegu, að spila út laufaásnum, en það reyndist banvænn leikur fyrir vörnina. Sagnhafi gat nú hent 2 spöðum í blindum, öðrum í laufkónginn og hinum í fimmta tígulinn og sagnhafi stóð spilið. Spil sem þessi með góðri samlegu í tveimur litum eru alltaf varhugaverð og líkleg til að valda miklum sveiflum og því er það góð regla að fara sérstaklega varlega í öllum ákvörðimum í slikum spilum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.