Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 * 31 Menning Ráðagóður rindill og lofthræddur örn Þaö er illt í efni þegar sjálfur konungur fugl- anna, örninn, er svo lofthræddur að hann þorir ekki að fljúga hærra en svo sem fet frá jörðu. Einleiksþátturinn um lofthrædda örninn fjall- ar um það hvernig hann yfirvinnur hræðsluna með góðri hjálp músarrindilsins, vinar síns, sem er kátur og furðu úrræðagóður, þó að hann sé minnsti fuglinn á svæöinu. Krakkar geta ýmislegt lært af þessum leik- þætti þó lítill sé því að hann segir þeim hvernig þeir sem eru stórir og sterkir þurfa ekki endi- Leiklist Auður Eydal lega að vera hugaðastir allra. En þeir geta líka unnið bug á óttanum, rétt eins og hinir sem minni eru. Ráðagóði rindillinn getur í slíkum tilfellum komið til hjálpar og bent stóru skræfunni á leið til að komast út úr klípunni. í þessum þætti byggist allt á frammistöðu eina leikarans því að sjálfur söguþráöurinn rúmast í örfáum setningum. Ef athygh áhorfenda á ekki að fara út um víðan völl þarf útfærslan að vera lifandi og krydduð leikrænum brellum. Bjöm Ingi Hilmarsson nær ágætlega til barn- anna í þrískiptu hlutverki sínu og bregður fyrir sig bráöskemmtilegum látbragðsleik og hprum töktum, sérstaklega þegar hann í hlutverki arn- arins er að reyna að herða sig upp í það að kom- ast yfir lofthræðsluna. Björn leikur líka músarr- indil og sögumanninn sjálfan. Hver persóna á sér fas, göngulag og rödd viö hæfi og Björn skipt- ir léttilega á milli þegar hann bregður sér úr einu hlutverki í annað. Aht þetta rann snuröulaust, og uppfærslan er vel úr garði gerð, einföld og ásjáleg. Hún er hins vegar sama marki brennd og svo margar sýning- ar sem ætlaðar eru yngstu börnunum, að meira er lagt upp úr því að spila á sjónræna þætti en að segja sögu sem bragð er aö. Og það er eigin- lega dálítil synd því að fátt gleður börnin meira en gott gamaldags ævintýri sem mergur er í. Þjóðleikhúsið sýnir: Lotthrædda örninn hann Örvar Einleikur byggður á sögu Lars Klinting Leikgerð: Peter Engkvist og Stalle Ahrreman Þýðing: Anton Helgi Jónsson Tónlist: Ulf Eriksson Leikstjóri: Peter Engkvist Lofthræddi örninn hann Örvar. /////////////////////: ATH.! Smáauglýsing í helgarblaö DV veróur aó berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavík Talaöu víð okkur um BÍLARÉTTINGAR ASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 Myndbandalisti vikunnar! Allar upplýsingar um það sem er að Myndbandagagnrýni! gerast í heimi myndbandanna 9 9**1 7*00 Verð aðeins 39,90 mínútan. Sviðslós Ný veiðiverslun Veiðilist „Við ætlum að opna Veiðihst, nýju veiöibúðina, seinni partinn í apríl, rétt áður en Elhðavatnið verður opnað fyrir veiðimenn,“ sagöi Aöalsteinn Pétursson, einn af eigendum búðarinnar en hinir eru þeir Ellert Aðalsteinsson og Jóhannes Jensson. Veiðilist verður ein af stærri veiðibúðum landsins en veslunin verður í Síðumúla 11 þar sem bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur var áður til húsa. „Þetta veröur búð fyrir stanga- og skotveiðimenn. Við munum leggja áherslu á að hafa allt það nýjasta og besta sem er í boði fyrir veiðimenn. Við munum kynna ný merki sem ekki hafa verið hérna til sölu áður. Það nýjasta og besta verður til hjá okkur í Veiðihst," sagði Aðalsteinn í lokin. Aðalsteinn er engin nýgræðingur í þessum veiðibransa en hann hef- ur rekið og starfað í Veiðivon frá upphafi. Aðalsteinn Pétursson á árbakkan- um með góða veiði, fimm fallega laxa. Dýna með einföldu gormakerfi. Frekar þétt og hentar léttu fólki, börnum og unglingum. Dýna sem er á góðu verði og yfirdýna fylgir. (margar stærðir) Verðdæmi: 90 x 200cm kr. 12.860,- llúsgíigihiltöllin ’þegíii þú vill sofa vcl GJAFAHANDBÓK /////////////////////////////// FERMINGAR- GJAFAHANDBOK 1995 Á morgun mun 28 síðna FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Tilvalin handbók fyrir lesendur sem eru í leit aö ferming- argjöfum. Þetta finnst mörgum þægilegt nú á dögum tímaleysis og af reynslunni þekkjum við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.