Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Page 6
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 Neytendur Útflutningur 10 tonna af „hreinu íslensku nautakjöti“ til Bandaríkjanna: Hef ur engin áhrif á framboðið hér - markmið útflutnings að ná fram lægra verði fyrir innanlandsmarkað Kjötframleiðendur hf. og Kaup sýslan hf. fengu nýlega leyfi hjá bandarískum tollayfirvöldum til að flytja út 10 tonn af „hreinu íslensku nautakjöti". Þetta kjöt þarf að upp- fylla mjög strangar kröfur varðandi efnainnihald og þarf aö sæta ná- kvæmu eftirliti tollayfirvalda. Það selst líka á mun hærra verði en venjulegt kjöt. Því telja útflytjendur þaö þarna sé um mikinn tímamóta- viðburð að ræða. Kaupfélag Þingey- inga annaðist vinnslu kjötsins í neyt- endaumbúðir. Verðið sem fékkst fyr- ir kjötið er það hæsta sem fengist hefur fyrir kjöt á erlendum markaöi og skilaverð kjötsins til bænda er svipað og á innanlandsmarkaði. Engin áhrif á framboð nautakjöts á innanlandsmarkaði Kjötframleiðendur telja að þessi 10 tonn sem flutt voru út hafi engin áhrif á framboð nautakjöts á innan- landsmarkaði. Heildarframleiðsla nautgripakjöts er tæp 3.500 tonn á ári og hér sé því aðeins um lítið brot að ræöa. Mun meira megi flytja út áður en áhrifa fari að gæta. Fram- leiðendur leggi líka höfuðáherslu á að áfram verði heimamarkaðurinn langmikilvægastur. Meginmarkmið útflutningsins sé enda að ná fram hagkvæmari framleiðslu og lægra verði fyrir innanlandsmarkaðinn. Með markvissu markaðsstarfi sé stefnt að því að smáauka útflutning- inn og tryggja markaði sem skila háu verði sem aftur skili bæði íslenskum neytendum og framleiðendum ávinningi. Segjast ekki vera að tappa af innanlandsmarkaði Framleiðendur segja ásakanir sem fram hafa komið um að meö þessum útflutningi séu þeir að „tappa af‘ innanlandsmarkaði offramleiðslu til að halda verði uppi ekki eiga við rök að styðjast. Minnkandi framboð á innanlandsmarkaði megi fyrst og fremst rekja til mikillar lækkunar á framleiðendaverði nautgripakjöts á undanfomumtveimurárum. -Ari/rt Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda og stjórnarformaður Kjötframleiðenda hf., og Erlend- ur Garðarsson hjá Kaupsýslunni hf. eru bjartsýnir á gott gengi við útflutning nautakjöts til Bandaríkjanna. DV-mynd BG íslensk kjötsúpa sem bollasúpa í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins á síðasta ári og vegna fjölda fyrir- spurna hefur TORO nú sett á markað íslenska kjötskúpu sem bollasúpu. Leiðbeiningar á umbúðum eru á ís- lensku og einnig á ensku til að koma til móts við þarfir aukins fjölda er- lendra ferðamanna. miiSK KIÖISÖA lCfLANDtC MiAÍWXJB' 'ai>> < vtatAíos AMtKt: Pakkarnir eru skreyttir með myndum af Hornbjargi. Tveirafhverjum þremur ánægðir meðNeytenda- samtökin Rúmlega tveir af hverjum þremur Islendingum eru jákvæð- ir í garð Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í nýrrí könnun sem Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands geröi fyrir samtök- in. Aðeins 5,5% svarenda eru mjög neikvæð gagnvart samtök- unum. Konur eru almennt jákvæðari í garð samtakanna en karlar og eldri aldurshópar eru jákvæðari en þeir yngri. Munur er milli starfsstétta á viðhorfum til Neyt- endasamtakanna; sjómenn og bændur virðast einna neikvæö- astir. Háskólagengið fólk hefur jákvæðara viðhorf en þeir sem eru meö styttri menntun. Fram kemur í könnuninni að 58% aðspurðra telja að Neytenda- samtökin eigi að leggja mesta áherslu á verðlassmál almennt Kynningar- bæklingurum neytendalán í apríl 1993 voru sett lög um neytendaián og í september 1994 voi-u felld inn i þau ný ákvæði. Með lögunum var verið að upp- fylla þau ákvæði EKS-samnings- ins sem varða neytendalöggjöf og við samningu þeirra voru tilskip- anir Evrópubandalagsins um neytendalán höfð til hliðsjónar en einnig var stuðst við dönsk og sænsk lagafrumvörp um sama efni. Með setningu nýju laganna hef- ur réttur íslenskra neytenda ver- iö tryggður betur en áöur og xná segja að með þeim hafi íslenskir neytendur öðlast réttíndi sem neytendur víða á Vesturlöndum hafa notiö í meira en tvo áratugi. Samkvæmt lögunum annast Samkeppnisstofnun eftirlit með ákvæðum þeirra. Af þeim ástæð- um hefur nú verið gefinn út kynningarbækiingur á vegum stofnunarinnar og er hann ætlað- ur til að auðvelda neytendum að glöggva sig á hagsbótum sem í lögunum eru fólgnar. 9 9*17•00 - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. hiutverk vftmnfna B-2 Ríbóflavín Helsta hlutverk: Tekur þátt í efna- skiptum kolvetna og próteina. Uppspretta: Mjólk, ostur, egg, dökkt grænmeti. Efnaskipti j DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.