Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 32
562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTiÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - ÐREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPtN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA* AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMORGNA Verslunarmenn á Höfn: Verkfallið stóð í einn og hálf an tíma Frjálst,óháð dagblað FOSTUDAGUR 31. MARS 1995. Verslunarskólinn: Sáttatillaga í kjaradeilunni Flugfreyjur: Þriggja daga verkfalli lokið Björguðu páfagauk LOKI Þurfti stórt útkall á gaukinn? Verkfall verslunarmanna á Höfn hófst á miðnætti síðastliðnu og stóð í einn og hálfan tíma. Félagsfundur var kallaður saman klukkan 1.30 í nótt. Þar voru kjarasamningarnir bornir upp aftur en meö viðauka fyr- ir helming félagsmanna, það er þá sem starfa hjá kaupfélaginu, og voru . þeir samþykktir. Hjördís Sigurþórsdóttir, formaöur Verkalýðsfélagsins Jökuls, vildi ekki skýra frá út á hvað þessi viðauki til helmings verslunarmanna á Höfn gengur. Hún sagöist ekki hafa leyfi til þess. Ríkissáttasemjari lagöi fram í gær- kvöld sáttatillögu í kjaradeilu kenn- ara við Verslunarskólann og við- semjenda þeirra. Hún var síðan rædd í samninganefndunum fram á nótt. Þá var samningafundi frestað og annar boðaöur eftir hádegi í dag. VerkfaU heldur því áfram hjá kennurum Verslunarskólans og héð- an af hefst kennsla þar varla fyrr en á mánudag. Stefnubreyting Norðmanna vegna Smuguveiða: Norðmenn með Ivf ið í lúkunum - segir Jón Baldvin - auðveldar sammnga, segir Þorsteinn „Hugsandi mönnum í Noregi er löngu orðið ljóst að þessi deila um veiðirétt í Barentshafi, utan lög- sögu strandríkja, verður aldrei leyst við íslendinga nema með því að semja um kvóta. Hingað til hefur það verið eíns og að nefiia snöru í hengds manns húsi í Noregi opin- berlega aö íslendingar fái kvóta í Barentshafinu," segir Jón Baldvin Harmibalsson utanrikisráðherra vegna þeirrar breyttu afstöðu Odd- mund Bye, formanns Norges Fisk- arlag, að hann útilokar ekki lengur aö Islendingar fái kvóta í Smug- unni. Þetta nær þó aðeins til Smug- unnar en ekki Svalbarðasvæðisins þar sem íslenskir togarar veiddu stóran hluta aflans í fyrra. Yfirvofandi málsókn „Þaö er á Svalbarðasvæðinu þar sem snaran hangir í húsi hengda mannsins. Þeim er raunvéruiega orðið það ijóst að aðildarþjóðir Svalbarðasamningsins hafa ekki fallist á sjálftökurétt þeirra og eng- ar þjóðir hafa gert það nema Kanadamenn sem álpuðust til þess. Þeir eru með lífið í lúkunum vegna yfirvofandi málsóknar," segir Jón Baldvin, „Þetta verður aldrei að veruleika nema við samningaborðið milh þjóðanna þriggja, íslendinga, Norð- manna og Rússa, og þá í fyrsta lagi á næsta formlega fundinum, hvort Norðmenn eru loks fáardegir til að hugsa um heildarlausn varðandi Barentshaf, síldarsmugu, Reykja- neshrygg og rækjuna," segir Jón Baldvin, Jákvætt skref „Þaö er jákvætt þegar forystu- maður í norskum sjávarútvegi opnar á samninga um þessar veíð- ar. Hins vegar höfum við verið að tala um útfærslu á jafnræðisregl- unni í Svalbarðasamningnum jafn- hliða lausn á deiiunni um Smug- una. Þetta er auðvitaö jákvætt skref sem þeir stíga meö þessu og ætti aö auðvelda norskum stjóm- völdum að ganga til samninga,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra. -rt Þriggja daga verkfalli flugfreyja lauk á miðnætti síðasthðnu. í morg- un var því allt flug með eðlilegum hætti. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, vildi ekki greina frá hvert yrði framhaldið hjá þeim í kjaradeiltmni takist ekki samningar. Á trúnaðarmannaráösfundi í gær- kveldi voru teknar ákvarðanir um framhaldiö en neitað að greina frá hvert það yrði. Flugfreyjur geta boðaö verkfall aft- ur með viku fyrirvara. Menn eru að gera því skóna aö þær muni boða til verkfalls í páskaönninni í fluginu. Slökkviliðið var kallað út í gær- kvöld á Laufásveg til aðstoðar fugl- eiganda einum. Páfagaukur hafði sloppið úr búri sínu og flogið út um glugga og sat í tré fyrir utan húsið. Slökkvihðsmennm handsömuðu . fuglinn. Hann var við góöa heilsu og virtistmálhress. -pp/rt Veðriðámorgun: Víða stinn- ingskaldi A morgun verður víðast hvar vestan stinningskaldi á Vestur- landi en um landið austanvert má gera ráð fyrir norðvestan og vestan stinningskalda, jafnvel hvassviðri. Á norðanverðu og vestanverðu landinu verða él en suðaustanlands verður léttskýj- að. Hiti fer minnkandi og frost verður á bilinu 2 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 „Ég hef séð áht dýraiæknanna í dýraverndarráði, þeirra Árna Mathi- esen og Ólafs Jónssonar. Þeir sem það lesa munu með engu móti geta séð að verið sé aö halda hlífiskildi yfir hinum meintu sakborningum í Gýmismálinu," sagði Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra að- spurður um viðbrögð hans við bréfi Sigríðar Ásgeirsdóttur, lögfræðings í dýravemdarráði, til Össurar. Þar segist hún telja að Árni þurfi að víkja úr dýravemdarráði við umíjöllun þess um Gýmismáhð vegna kunn- ingsskapar hans við eigandann, Hin- rik Bragason, og dýralækni hans. Eins og DV hefur skýrt frá er dýra- verndaráð margklofið í áhtsgerð sem ríkissaksóknari óskaöi eftir aö ráöið gæfí, m.a. um sýnarannsóknir sem áttu að leggja sönnur á hvort hross- inu hefðu verið gefm staðdeyfilyf fyr- ir keppnina þegar það fótbrotnaði. „Mér þykir mjög miöur aö ráðiö hafi ekki náö aö sameinast um eitt áht í máhnu. Varöandi óskir Sigríðar Ásgeirsdóttur um að skipta út einum eða tveimur mönnum í ráöinu er ein- ungis um aö ræða skoðun hennar þess efnis," sagði Össur. Hann mun ekki leggja th að Árni víki sæti. Árni hefur í bréfi greint ráðherra ítarlega frá fundum og afgreiðslu dýraverndarráðs í Gýmismálinu. Samkvæmt upplýsingum DV taka þeir Árni og Olafur harkalega á að- standendum Gýmis í framangreindri skýrslu þar sem fast er tekið th orða um atriði sem Sigríður hefur fullyrt að ekki sé hægt að afgreiða vegna kunningsskapar. -Ótt Úthaf skarffi Grundarfjarðar m á i ísfisktogarinn Ocean Hunter land- aði 180 tonnum af úthafskarfa í Grundarfirði í dag. Togarann, sem er skráður í Kanada, hefur Hrað- frystihús Grundarfjarðar á leigu næstu þrjá mánuðina. Aflinn fékkst ívikuveiðiferð. -rt Veðriðveldurusla Í i Vinnustaðafundir stjórnmálamanna þykja skemmtileg tilbreyting á mörgum vinnustöðum. Á slíkum fundum gefst fólki tækifæri til að spjalla við stjórnmálamennina og fræðast um helstu áhersluatriði stjórnmálaflokkanna i kom- andi alþingiskosningum. össur Skarphéðinsson, sem skipar annað sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavik, mætti fyrir skömmu i matsal Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og spunnust þar fjörlegar umræður um landbúnaðar- stefnu Alþýðuflokksins. DV-mynd ÞÖK Mjög hvasst var á Suður- og Suð- vesturlandi í morgun. Smábátar voru hætt komnir í höfninni í Grindavík og þurftu hafnarstarfs- menn og eigendur báta að treysta landfestar til að forðast óhöpp. í Reykjavík og nágrenni losnuðu þak- plötur á einhveijum húsum. í Eyjum fuku lausir hiutir um bæinn en á svæði lögreglunnar á Selfossi fuku bhar út af uppi á heiði í gærkvöld ognóttenenginslysurðuáfólki. -pp Flexello Vagn- og húsgagnahjól Suðurtandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.