Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 Afrnæli Hilmar Pálsson Hilmar Pálsson framkvæmdastjóri, Hagaflöt 14, Garöabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Hilmar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Stokkseyri. Hann lauk prófi frá VÍ1953, stundaði nám við Trygg- ingaskólann 1964-66, vátrygginga- nám í Noregi 1969 og í Bretlandi 1971 og lauk prófi sem löggiltur fast- eigna- og skipamiðlari 1991. Eftir verslunarskólanám stundaði Hilmar afgreiðslu- og skrifstofustörf m.a. hjá Flugfélagi íslands hf., varð fulltrúi hjá Brunabótafélagi íslands 1956, varð þar deildarstjóri vátrygg- inga- og tjónadeildar 1967, aðstoðar- forstjóri Brunabótafélagsins 1981—89 og jafnframt aðstoðarforstjóri BÍ- Líftrygginga 1985-89 ogfram- kvæmdastjóri hjá VÍS eftir samein- ingu Brunabótafélags íslands og Samvinnutrygginga g.t. um eignar- aðild og stofnun Vátryggingafélags íslandshf. Hilmar hefur verið kennari við Tryggingaskólann frá 1968 og próf- dómari þar, hefur stundað vátrygg- ingakennslu við Tækniskóla ís- lands, Ritaraskólann og Endur- menntunarstofnun HÍ, haldið fjölda fyrirlestra um vátryggingamál hjá félögum og í útvarp og samið rit- gerðir, greinar og kennslugögn um efnið. Hann var matsmaður sænskra og franskra vátryggingafé- laga við tjónauppgjör á bygginga- tíma álverksmiðju og raforkuvirkj- aná, tjónamatsmaður hjá Lloyds- umboðinu á íslandi 1967 og útnefnd- ur matsmaður og umsjónarmaður eignatjóna hjá ríkisfyrirtækjum. Hilmar hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í iðgjalda-, skii- mála- og tjónanefndum fyrir ís- lenska vátryggingastarfsemi, hefur setið í stjóm Tryggingaskólans frá 1986 og er formaður stjórnar Alþjóð- legra bifreiðatrygginga á íslandi sf frá 1985. Þá hefur hann gegnt ýms- um trúnaðarstörfum 1 Garðabæ. Fjölskylda Hilmar kvæntist 1.10.1955, Línu Lilju Hannesdóttur, f. 14.9.1935, gjaldkera. Hún er dóttir Hannesar Guðmundssonar, læknis í Reykja- vík, og Valgerðar Bjömsdóttur hús- móður sem bæði era látin. Synir Hilmars og Línu Lilju em Hannes, f. 24.12.1955, námsráðgjafi og kennari við MR, kvæntur Dóra Berglindi Torfadóttur, bókara og húsmóður, og eiga þau þrjú böm; Páll Jóhann, f. 10.3.1962, fram- kvæmdastjóri í Garðabæ, kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur fjármála- stjóra og eiga þau tvö böm; Björn, f. 20.7.1964, tölvunarfræðingur í Garðabæ, kvæntur Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur tölvunarfræðingi og eigaþaueinnson. Systir Hilmars er Ema Sigurpáls- dóttir Noel, f. 1.10.1924, húsmóðir í Bandaríkjnum. Foreldrar Hilmars: Páll Guðjóns- son, f. 23.7.1904, d. 25.6.1959, sérleyf- ishafi á Stokkseyri, og k.h., Hulda Guðmundsdóttir, f. 7.5.1904, hús- móðir. Ætt Páll var bróðir Sigurgests, foður Harðar, forstjóra Eimskips. Páll var sonur Guðjóns, verkamanns í- Reykjavík, Jónssonar, b. í Hafliða- koti, Jónssonar, b. á Ormsvelh, Er- lendssonar, b. í Þúfu á Landi, Jóns- sonar, af Víkingslækjarætt. Móðir Guðjóns var Ingveldur Ól- afsdóttir. Móðir Páls var Jóhanna Jónsdótt- ir, b. í Hreiðarkoti, Jónssonar, bróð- ur Þorsteins, langafa Berthu, móður Markúsar Amar Antonssonar, fyrrv. borgarstjóra. Þorsteinn var eimiig langafi Harðar Ágústssonar listmálara og langafi Þorsteins, föð- ur Víglundar, formanns félags ís- lenskra iðnrekanda. Móðir Jóns í Hreiðarskoti var Steinunn Jóns- dóttir. Móðir Steinunnar var Halla Gísladóttir. Móðir Höllu var Sigríð- ur Ólafsdóttir, systir Margrétar, langömmu Ágústar, afa Ólafs Skúlasonar biskups. Sigríður var dóttir Marínar Guðmundsdóttur, ættföður Kópsvatnsættarinnar, Þorsteinssonar. Hulda er dóttir Guðmundar, b. í Fríarhöfn í Ólafsvík, Eggertssonar, sjómanns í Ólafsvík, Ólafssonar, b. í Miðhúsum í Breiðuvík, Haíliða- sonar, í Brunngili í Bitru, Helgason- ar. Sigfríður Georgsdóttir Sigfríður Georgsdóttir húsmóðir, Bústaðavegi 105, Reykjavík, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigfríður fæddist á Brekku í Ytri- Njarðvíkum og ólst þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur 1934 og hefur átt þar heima síðan. Auk heimihsstarfa var Sigfríður matráðskona við bamaheimili Rauða krossins að Varmalandi í Borgarfirði sumarið 1949 og 1966 og einnig við bamaheimili Rauða krossins í Laugarási í Biskupstung- um og starfaði við mötuneyti ís- lenska álfélagsins 1967-90 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigfríður var trúnaðarmaður á vinnustaðítólfár. Fjölskylda Sigfríður giftist 2.3.1940 Jóni Pét- urssyni Einarssyni, f. 27.9.1914, d. 29.10.1994, leigubílstjóra. Hann var sonur Einars Einarssonar sjómanns og Oktavíu Kr. Pétursdóttur hús- móður. Börn Sigfríðar og Jóns era Ottó Einar, f. 31.12.1936, múrarameistari í Borgamesi, kvæntur Guðleifu Andrésdóttur leiðbeinanda og eiga þau þijú böm; Örn Snævar, f. 12.1. 1938, múrarameistari í Hafnarfirði, kvæntur Friðbjörgu Haraldsdóttur kennara og eiga þau tvær dætur; Baldur, f. 4.5.1939, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur deildarsfjóra og eiga þau eina dóttur; Sigfríður, f. 27.8. 1941, d. 8.2.1991, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Sigurði Sveinbjarnar- syni sjómanni og eignuðust þau fimm böm en fjögur þeirra era á lífi; Jón, f. 7.6.1943, múrari í Dan- mörku, kvæntur Guðrúnu Sveins- dóttur, forstöðukona við leikskóla, og eiga þau eina dóttur; Pétur Ingi- berg, f. 3.1.1947, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Eddu Guð- mundsdóttur húsmóður og á hann fjögur stjúpböm; Laufey, f. 21.6. 1950, húsmóðir í Reykjavík, gift Ey- steini Nikulássyni múrara og eiga þau íjögur börn; Emilía Guðrún, f. 8.11.1951, ritari í Reykjavík, gift Ein- ari Ólafssyni húsasmíðameistara og eiga þau tvö böm; Ólafur, f. 4.5.1954, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg, kvæntur Kristínu Guðmunds- dóttur, fjármálastjóra hjá Granda, og eiga þau tvö börn; Ragnar, f. 30.6. 1956, tónhstarkennari í Mývatns- sveit, kvæntur Kristínu Hannes- dóttur húsmóður og á hann fimm börn. Bamabörn Sigfríðar era tuttugu og fimm talsins en langömmubörnin sautján. Sigfríður Georgsdóttir. Foreldrar Sigfríðar vora Georg Enúl Pétur Pétursson, f. 2.4.1880, d. 22.12.1950, og k. h., Guðrún Magn- Úsdóttir, f. 16.4.1890, d. 5.7.1985, húsmóðir. Andlát Bjöm Jónsson Bjöm Jónsson, yfirflugumferðar- stjóri og framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, lést í Reykjavík 21.3. sl. Hann var jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjuígærdag. Starfsferill Bjöm fæddist á Akureyri 25.1.1915 og ólst þar upp til 1923 og síöan í Reykjavík. Hann lauk prófi frá VÍ 1933, svifflugnámi í Þýskalandi 1937 og öðlaðist kennsluréttindi í svif- flugi, stimdaði nám í flugumferðar- sfjóm á vegum RAF1945-46, vél- flugnám 1946-47, og nám í flugum- sjóníNewYorkl950. Bjöm stundaði verslunarstörf 1927-41, var öryggisvörður vegna loftvama 1941-43, stundaði flug- rekstrar- og skrifstofustörfhjá FÍ 1944-45, var yfirflugumferðarstjóri 1946-55, flugrekstrarstjóri Keflavík- urflugvallar 1951-52, framkvæmda- stjóriflugöryggisþjónustu 1955-63, tækniráðunautur þjá ICAO í París 1961-66, var varaflugreRstrarstjóri Loftleiða 1966-72, framkvæmda- sfjóri alþjóðadeildar hjá Flugmála- stjóm 1973-86 og oft staðgengih flug- málastjóra í fjarvera hans. Bjöm var oft í forsæti íslenskra sendinefnda á alþjóðlegum fundum um flugmál. Hann starfaði í skáta- hreyfingunni 1930-37, var dehdar- foringi í skátafélaginu Væringjum, var meðal stofndnda Svifflugfélags íslands og Flugmálafélags íslands 1936, kenndi sviftlug 1937-49, var fyrsti yfirkennari Sviftlugfélagsins og um árabh í stjóm þess, formaður í fyrstu stjóm Félags flugmála- starfsmanna ríkisins og formaður þar aftur síðar og forseti Flugmála- félags íslands 1967-79. Bjöm stóð fyrir, skipulagði og kenndi á fjölda námskeiða fyrir einkaflugmannspróf, atvinnuflug og blindflug og stóð fyrir eina nám- skeiðinu sem haldið hefur verið fyr- ir flugumsjónarmenn hér á landi. Bjöm hlaut „Diplome Tissandier" frá Fédération Aéronautique Int- emationale fyrir brautryðjanda- störf í flugmálum, var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu, riddarakrossi hinnar konung- legu sænsku norðurstjömu, heið- urspeningi úr guhi 1. fl. frá Dan- mörku, heiðurspeningi með kórónu úr silfri frá Svíþjóð og gullmerki Flugmálafélags íslands. Þá var hann heiðursfélagi Félags íslenskra einkaflugmanna. Fjölskylda Bjöm kvæntist 23.4.1941 Jóhönnu Maríu Hafhðadóttur, f. í Flatey á Breiðafirði 6.1.1920, húsmóður, dóttur Hafliða Péturssonar, b. og sjómanns og síðar húsvarðar í Reykjavík, og Steinunnar Þórðar- dóttiu-húsmóður. Böm Bjöms og Jóhönnu Maríu era Hafhði Öm, f. 2.6.1941, radíó- virki og flugmaður, jiú fuhtrúi hjá Flugmálastjóm, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Maju Þuríði Guð- mundsdóttur, aðstoðarstúlku hjá tannlækni, og eiga þau þrjú böm; Hhmar Þór, f. 28.8.1945, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Svanhhdi Sig- urðardóttur, fuhtrúa hjá Flugleið- um, og eiga þau tvö böm; Steinunn Ásta, f. 20.10.1948, ritari hjá ísal, búsett í Reykjavík, gift Jóni Frí- manni Eiríkssyni kaupmanni og eiga þau eitt bam; Sigríður Bima, f. 18.8.1956, innanhússarkitektí Kaupmannahöfn, gift Steen Hu- gaard vélaverkfræðingi og eiga þau tvöböm. Systkini Bjöm; Bergsveinn, f. 18.12.1908, d. 21.12.1971, fthltrúi hjá varnarhðinu á Keflavíkurflugvelli; EggertThorberg, f. 12.8.1911, d. 2.3. 1988, fthltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur; Ingibjörg, f. 2.1.1917, d. 11.9.1989, húsmóðirí Reykjavík; Kjartan, f. 21.4.1918, bifreiðastjóri í Reykjavík; Steinunn Ásta Ehsabet North, f. 13.6.1920, húsmóðir í Eng- landi; Friðrik, f. 4.7.1921, skipstjóri og dehdarstjóri hjá Sementsverk- smiðju ríkisins; Kristbjörg María, f. 2.4.1924, verslunarmaður í Reykja- vík; Þórarinn Óttar Berg, f. 24.7. 1925, d. 15.11.1978, flugrekstrar- stjóri, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Bjöms vora Jón Eyjólf- ur Bergsveinsson, f. 27.6.1879, d. 17.12.1954, skipsfjóri, yfirsíldar- matsmaður og erindreki SVFÍ, og k.h., Ástríður María Eggertsdóttir frá Fremri-Langey, húsmóðir. Hilmar Pálsson. Tilhamingju með afmælið 31. mars 90 ára Friðrika Guðmundsdóttir, Suðurhólum 28, Reykjavík. JónasG. Jónsson, Álfhóli 6, Húsavík. Kristján Stefánsson, Einholt i ííC, Akureyri. : GuðniFriðriksson, Lindasíðu 4, Akureyri. Þórsteinn Þorsteinsson, Flókagötu 62, Reykjavík. Eggert Magnússon, Eyravegi 18, Selfossi. Jörgen Jóhannesson, Ásmundarstööum I, Ásahreppi. Halldór Halldórsson, Skógarlundi4, Garðabæ. Hulda Elísa Ebenesersdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. Kristín Andrea Schmidt, Strembugötu 26, Vestmannaeyj- um. Halla Kristjánsdóttir, : Brúarlandi, Hofshreppi. Theódóra Káradóttir, Háseylu3. Njarðvík. Sigtryggur EyfjÖrð Benedikts- son, Grænatúni 12, Kópavogi. Guðmundur Hafliðason, Melgerði 17, Reykjavík. Helgi Loftsson, Krammahólum 57, Reykjavík. Ingólfur Ingólfsson, Grundargili, Reykdælahreppi. Hitardal, nui uy t Helga GuðbjörgSk Garðavegi4,ísafirði Guðrún S verrisdót Asbúð 69, Garðabæ. Húntekurá móti gestum í Iönaðarmanna- húsinuvið Hallveigarstíg mihikl. 20.00 og 23.00. Díana BjörkHólmsteinsdóttir, Lyngholti 11, ísafirði. Oddnýlnga Hólmsteinsdóttir, 'rúnbrekku 4, Kópavogi. Helgi Svavar Reimarsson, Skipasundi 1, Reykjavík. Ragnar Þór Arnljótsson, Barmahlíð38, Reykjavík. Gunnar Þorláksson, Holtaseh 39, Reykjavík. Guðmundurörn Njálsson, ÁsholtiS,/ ‘ ' ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.