Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 Spumingin Feröu í fermingarveislur? Sólveig Smáradóttir nemi: Nei, ég fer ekki í neina fermingu. Jóhanna Hreinsdóttir nemi: Já, ég fer í þijár fermingar. Hafdís Tryggvadóttir nemi: Já, ég fer líklega í eina fermingarveislu. Marinó Traustason vaktmaður: Já, ég fer í eina fermingarveislu. Ómar Traustason, atvinnulaus: Nei, ég veit ekki til þess að ég fari í neina fermingarveislu. Lilja Birgisdóttir, heimavinnandi: Já, ég fer í eina fermingarveislu. Lesendur Sitjið rétt við stýrið „öruggasta stellingin er að sitja þannig aö handleggirnir séu beinir og ökumaöurinn hafi svigrúm til að bregðast við aðstæðum í umferðinni," segir m.a. í bréfi Grétars. Grétar Gústavsson, bifvélav. og rallycrossökumaður, skrifar: Löngum hefur verið erfitt að kenna fslendingum að aka svo vel fari, sér- staklega frá aðreinum inn á aðal- brautir og yfirleitt þar sem þarf að taka beygjur. En það er kannski ekki svo skrýtið þegar horft er á hvemig margt fólk situr við stýrið. Það virð- ist ekki vera kennt í upphafi þegar fólk fer til ökukennara. Eg hef spurt marga og oftast fengið sama svarið: „Stilltu sætið eins og þér finnst best,“ hafði ökukennarinn sagt. - Ekki minnst á það við nemendur hvemig þeir sitja í senn ömggt og þægilega. Það er hrikalegt að sjá fólk sitja frammi í rúðu, með fangiö „fullt af stýri“, og hnén frammi í mælaborði. Hver maður sér að ekki er hægt að stjóma bíl af neinu viti, hvað þá ör- yggi, í svona stellingu. Ég hef líka horft á fólk sem situr klemmt frammi við stýri fara inn í stæði og út úr þeim og snúa við á plönum og víðar og við þessar aðstæður sést best hve erfitt það reynist með hendur og handleggi sem hafa þá mjög tak- markaða hreyfigetu. Ég hef bent mörgum á þetta. Sumir verða fúlir, aðrir taka því með skynsemi. Ömggasta stellingin er að sitja þannig að handleggimir séu beinir og ökumaðurinn hafi svigrúm til að bregðast við aðstæðum í umferðinni. Annað býður aukinni hættu heim komi til árekstrar. Þá skella hnén í í mælaborðið og stýrið í kviðinn eða bringuna. - Temji ökumaður sér rétta stellingu gerist þetta mun síður. Nú em flestir bílar búnir kippibelt- um sem strekkja að líkamanum við ákveðiö högg svo hann þeytist ekki fram í stýri eða rúöu. Sá sem er með nefið í stýrishjólinu hefur enga vöm í beltinu. Meira að segja líknarbelgur í stýrinu kemur að takmörkuðu gagni fyrir þann sem situr í svona stellingu þar sem mun þrengra verð- ur milli mannsins og stýrisins, mælaborðsins og framrúðunnar. Ég hef kennt fólki að siija rétt sem hefur fundist það vera með nefið í framrúðunni. Ráðið er að færa sætið einu haki aftar á dag, eða á viku, þangaö til ökumaðurinn er kominn í rétta akstursstellingu sem gefrn- honum eðlilegan hreyfanleika og ör- yggi í fjarlægð frá þeim hörðu hlut- um sem honum stafar helst hætta af. - Ég skora á flesta að prófa þetta og sjá hvort ekki fækkar aðeins slys- mn, bara vegna þessa eina atriðis. Og það væri líka fróðlegt að heyra frá einhveijum sem reyna þetta, hvemig það hefur gengið og hvort þeim líður ekki betur undir stýri eft- ir en áður. Alnafni, Einar Ámason: Að gef nu tilefni Einar Árnason hagfr. (030256—7869) skrifar: Umræddur Einar Árnason skrifaði lesendabréf í DV mánud. 20. mars sl. og gerði þar að umræðuefni flutning á málverki af fyrsta heiðursborgara Reykjavíkur, séra Bjama Jónssyni. Lesendabréf þetta birtist án kenni- tölu, starfsheitis eða myndar af höf- undi. Þetta hefur aö sjálfsögðu leitt til þess aö ég og sjálfsagt allir aðrir „Einarar Árnasynir" geta í sjálfu sér verið taldir höfundar þessara greina. Senn líður að kosningum. Ég býst við að Einar Árnason 1 hafi aðra skoðun en Einar Árnason 2 á ýmsum „þjóðþrifamálum“ eins og hvort borgarstjóri vilji hafa málverk af afa forseta borgarstjómar upp á vegg hjá sér í Ráðhúsinu eða ekki. Ég, alnafni greinarhöfundar, kýs að kynna sínar skoðanir sem sínar eigin en ekki einhvers annars Einars Ámasonar. Þess vegna liggur í hlut- arins eðh, aö til nánari aðgreiningar á alnöfnum þarf að koma til. Hjá DV fékkst upplýst að ekki er skylt að höfundar lesendabréfa gefi nánari deili á sér en fram kemur í upphafi bréfa. Þykir mér það miður þar sem um viðkvæm pólitísk mál getur verið um aö ræða. Hver ber þá ábyrgð á skrifunum? Þar sem ekki fékkst upplýst hjá DV hver þessi Einar væri vil ég skora á hann að koma fram á sjónarsviðiö og kynna sig. í hita hins pólitíska leiks mætti halda að viðkomandi greinEU'höfundur, Einar Ámason, vilji skapa óeiningu hjá meirihlutan- um í borgarstjóm. Harðfiskurinn dýri Guðmundur Þórðarson skrifar: Ég kaupi stundum harðfisk eins og maður hefur gert í gegnum tíðina. Þar sem ég versla oftast, í Nóatúns- búðunum, hefur lengi verið sama „Auðvitað er harðfiskurinn á óheyri- iegu verði,“ segir bréfritarí m.a. verö á pakkningunni af harðfiski frá Vestfirsku harðfisksölunni, þetta frá 150 kr. og upp í kannski 260 eða 270 kr. eftir þyngd. - Og er enn. Þetta má ekki hærra vera því harð- fiskinn kaupir maður nú á dögum rétt eins og sælgæti í dýrari kantin- um, verðsins vegna. Auðvitað er harðfiskurinn á óheyrilegu verði, á 2.956 kr. kílóið. En gleymum þvi í bili. í mörgum öðrum verslunum fást svo eingöngu pakkningar sem kosta yfir 300 kr. sem era þá eitthvað yfir 100 g. - Þetta gerir það að verkum að ég kaupi ekki slíkar pakkningar en myndi gjaman kaupa harðfiskinn á lægra verði, þ.e. eininguna. Harð- fiskurinn er orðinn þaö dýr að ég læt nægja að kaupa pakkningu sem er verðlögð talsvert innan við 300 kr. Nú er mér tjáð af viðkomandi heildsölu að þar sem kaupmenn panti harðfiskinn frá heildsölunni ráði þeir því sjálfir hve þungar ein- ingamar era sem þeir fá í verslun- ina. Kaupmenn ættu að leggja áherslu á að panta pakkningar á mismunandi verði, t.d. líka pakkn- ingar undir 300 kr. Hitt fælir mann bara frá kaupunum. DV Lækkun land- búnaðarafurða -ánESB HJ. skrifar: Því hefur oft verið haldið fram, og þykir sniöll kosningabrella nú, að itmganga íslands í Evrópu- sambandið sé nauðsynleg til aö ná fram lækkuðu verði á land- búnaðarafuröum. Þeir sem halda þessu fram ættu að hafa í huga að ESB stóð lengi í vegi fyrir frjálsuro viðskiptum með land- búnaðarafuröir þegar verið var að setja saman GATT-samning- inn og stuðlaði þannig að hærra veröi þessara vara bæði hér á landi, í eigin ríkjum og víöar. ESB stundar einnig gífurlegar niður- greiðslur til landbúnaðar þannig aö Ijóst er að það er ekki til fyrir- myndar í þessum efnum. Danska matar- karf an ódýrari Gunnar Jónsson hringdi: Hvað sem öllum deilmn Iíður um matarverö hér á landi og ann- ars staðar þarf ekki vitnanna við um dönsku matarkörftina. Hún er rúmlega helmingi ódýrari en sú íslenska. - Það er því engin spuming að um þetta er m.a. kos- ið í komandi kosningum hér. Krafist er mun ódýrara vöra- verös hér á landi af næstu ríkis- stjóm, hver sem hún verður. Aldraðar flugfreyjur: Hugaaðævi- kvöldinu Guðný hringdi: Merkilegt hvemig mannskepn- an er innréttuð. - Núna eru flug- freyjur í kjarabaráttu og þá eru það hinar elstu þeirra sem sýnast ráöa mestu um kröfugerðina. Þær era farnar að huga aö ævi- kvöldinu og þar sem þær þykjast sjá fram á að þær nái ekki að starfa til 70 ára aldurs vilja þær láta Flugleiðir brúa bilið launa- lega séð þar til þær ná þeira aldri. Hvað mættum við, almennir launþegar, segja? En kannski ryðja flugfreyjur brautina. Hver veit? Styðjum Kanadamenn Friðrik skrifar: Éger undrandi á þeirri ládeyöu sem hvílir yfir uraræðu hér á landi vegna atburðanna á miðun- um viö Nýfundnaland. Ég hélt að viö íslendingar ættum þar hags- muna að gæta meö Kanadamönn- um því senn liður að því aö viö komumst í nákvæmlega sömu aöstöðu og Kanadabúar þegar erlend skip flykkjast hér norður eftir til veiða. Ef t.d. Japanar senda lúngað einhvem fiskiflota að ráði til veiöa á Reykjanes- hryggnum megum við bíðja fyrir okkur. Okkur er sannarlega óhætt að lýsa yfir stuöningi og samstöðu með Kanada. Samningar við kennara: SetjaalHúr skorðum Guðjón hringdi: Það er ekki nokkur vafi að mínu mati að saraningar, sem kennur- um vora boönir, setja allt úr skorðum á vinnumarkaði hér á landi. - Þaö var engin ástæða til að þrýsta á samninga við kennara að svo komnu máli. Þaö verður hvort eð er engin mynd á skóla- starfi á þessu vori og aliir nem- endur óánægðir meö framvind- una og framkvæmdina á því. Ef svo verður gengið til samninga við aðra á þessum nótum, sem verður þá aö gera, era almennir kjarasamningar upp í loft og allur stöðugleiki fyrir bí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.