Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Fréttir Stórbruni á Akureyri í gær: Gífurlegt tjón í Glerárkirkju - setja átti upp viðvörunarkerfi í kirkjumii á næstu dögum Gylfi Kristjánason, DV, Akuieyii: „Það er engin leið á þessari stundu að segja fyrir um það með neinni vissu hversu mikið tjón þama hefur orðið. Það er þó ljóst aö tjónið hleyp- ur á milljónum króna og e.t.v. tugum milljóna," segir Jónas Karlesson, sóknarnefndarmaður í Lögmanns- hhðarsókn á Akureyri, en geysilegt tjón varð í Glerárkirkju í eldsvoða um miðjan dag í gær. Eldurinn kom upp í kjaUara kirkj- unnar þar sem rekinn er leikskólinn Krógaból. Grunur leikur á að eldur- inn hafi komið upp í þurrkskápum nærri anddyri þar, og virðist sem eldurinn hafi farið um loft kjallar- ans, klæðningar hrunið niður á gólf- in og að eldurinn hafi lengi kraumað áður en hans varð vart. Það brann því flest sem brunnið gat í kjallara kirkjunnar. „Þaö var ekki komiö upp eldvam- arkerfi í kjallaranum en það hafði verið samþykkt og ákveðiö að fara í þaö á næstu dögum að koma því kerfi upp og beintengja það við slökkvi- stöðina," sagði Jónas Karlesson. Sem fyrr sagði er tjóniö langmest í kjallara þar sem leikskóhnn var. Svo virðist sem allar innréttingar séu ónýtar og menn sem DV ræddi við í gærkvöldi höfðu miklar áhyggjur af tækjum í fullkomnu mötuneytiseld- húsi sem þar er. Þá hafði reykur og sót borist upp í kirkjuskipið á efri hæð og Ijóst að þar þarf aö rífa niöur klæðningar, mála alla veggi og hreinsa öll húsgögn. Sömu sögu er aö segja af skrúðhúsi og skrifstofu sóknarprestsins. Lögmannshlíðarsókn leigöi Akur- eyrarbæ kjallara kirkjunnar og þar vom 84 böm í leikskóla, ýmist hálfan daginn eða frá morgni til kvölds. „Við munum reyna að koma upp einhvers konar neyðarþjónustu fyrir þá sem verða að koma bömum sín- um í leikskólapláss en ég get ekki sagt um það á þessu stigi hvemig þessu verður háttað," sagði Ingibjörg Eyfells, leikskólafulltrúi Akureyrar- hæjar, í gærkvöldi. Fyrirhuguð smkverksmiðja á Grundartanga: Enn engir samningar um hráef niskaupin Forráðamenn fyrirtækisins Zink Corporation of America, sem áform- ar að reisa sinkverksmiðju á Gmnd- artanga, hafa ekki enn náð samning- um um hráefniskaup sem eru for- senda þess aö hér fari einhver fram- leiðsla af stað. Viðræður við nokkra hráefnissala hafa staðið yfir í tæpa fjóra mánuði, eða síðan í byijun feb- rúar sl. en án árangurs. í upphafi stóðu vonir til að þessari vinnu yrði lokiö í sumarbyrjun. Tekist hefur að útvega hráefni í Bandaríkjunum sem dugar fyrir 25% framleiðslunnar en að sögn Bene- dikts Jóhannessonar hjá Talnakönn- un, sem veitt hefur ráðgjöf vegna undirbúnings verksmiðjunnar og fylgst með hráefnisleit Zink Corpor- ation, þarf að útvega hráefni fyrir a.m.k. 75% framleiðslunnar áður en ákveðiö verður að hefjast handa. Áætlanir gera ráð fyrir að verk- smiðja á Gmndartanga geti framleitt 100 þúsund tonn af sinki á ári. Hrá- efni er þvi -komiö fyrir 25 þúsund tonnum. Zink Corporation er að leita að tvenns konar hráefni, annars vegar endurunnu sinki sem fellur t.d. til af skipamálningu og rafhlöðum og hins vegar úr sinknámum með brennisteinsfrítt eða svokallað „hreint“ vinnsluferh. Fáar slíkar námur em starfandi í heiminum og sagði Benedikt það hamla viðræöum. Aðrir kostir með hráefni verða ekki skoðaðir. „Sem fyrr snúast þessar viöræður auðvitað um verð og að hluta til um magn. Þetta lullar í hægagangi í rétta átt, hægar en maður átti von á en kannski var maður of bjartsýnn í upphafi. Hins vegar hefur betur gengið með umhverfismatiö. Zink Corporation mun fljótlega skila um- beðinni skýrslu til íslenskra stjóm- valda um umhverfismat vegna verk- smiðjunnar," Benedikt. -bjb Stuttarfréttir Svifflugfélag íslands hefur tekiö I notkun nýja og fullkomna, tveggja sæta, þýska svifflugvél, Schleicher ASK-21. Leifur Magnússon, fimmfaldur íslandsmeistari I svifflugi, er hér búinn að koma sér fyrir í vélinni en Friðjón Bjarna- son, formaöur Svifflugfélags íslands, fylgist meö. DV-myndJAK 100 króna mynt Ný 100 króna mynt verður sett f umferð í haust. Samkvæmt RÚV er stefnt að því að 2 þúsund króna seðill verði kotninn í notkun um næstu áramót. Nýttíþróttahús Nýttog glæsilegt íþróttahús var vígt á Stokkseyri í gær að við- stöddu íjölmenni. Aðalvik eykur kvóta íslenskir aðalverktakar hf„ eig- endur togarans Aöalvíkur KE, áforma kaup á tveimur skipum í eigu Kirkjusands. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu verður kvóti þeirra, alls 800 tonna þorskígildl, færður yfir á Aðalvikina sem þá yrði meö 1.200 tonna þorskíglid- iskvóta. Þjóðvaki með frumvarp Þjóðvaki er að undirbúa frum- varp um störf stjónunálaflokka þar sem m.a. verður gert skylt aö gera grein fyrir öllum fjár- framlögum til flokka yfir 300 þús- und krónum. Sawyfinadir lifevrissjódír wliMPVWHiw* MlwWI IwwJWVP Sjö verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks stefha að einum lif- eyrissjóði um næstu áramót. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu er um að ræöa félögin Dagsbrún, Sókn, Framsókn, Iðju, Framtíð- ina, Hlíf og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Munaóaríausbömstyrkt Um 2 þúsund íslendingar hafa tekið aö sér að styrkja munaðar- laus böm á vegum alþjóðlegu samtakanna SOS-Bamaþorp, samkvæmt Ríkissjónvarpinu. Skriðjöklar minnka Vegna gróðurhúsaáhrifa má reikna með að fslenskir skriö- jöklar minnki ura allt að 40% að rúmmáJi á næstu öld, samkvæmt Mbl. f-«__«____m ri iM.i isianosmet i Kimi Þrír islenskir fjallgöngumenn steftia að því aö ldifa 6. hæsta fiall heims, Cho Oyu, og slá þar með íslandsmet í klifri, samkv. Mbl. -bjb menní Ókumaður, sem grunaöur er um aö hafa verið undir áhrifum áfengis, ók á staur við Nóatún aðfaranótt sunnudagsins. Öku- maöurinn var einn í bílnum og slapp með skrekkinn, en þurfti að mæta á lögreglustöðina og gera grein fyrir málum sínum áður en hann fór í blóðrannsókn. Þá var ölvaður ökumaöur vald- ur að bílveltu um hálfsexleytiö á sunnudagsmorgun við Langa- tanga í MosfeUsbæ. Maöurinn var settur í blóðrannsókn og síð- an 1 fangageymslu þar sem hann beíð yfirheyrslu. Hann mun hafa verið ósamvinnuþýður við lög- reglu ogþess vegna var hann sett- ur inn. Maðurinn mun hafa neit- að öllum sakargiftum en vitni voru að veltunni. Aðfaranótt sunnudagsins urðu þijú slys þar sem ölvunarakstur var orsökin og þykir lögreglu það allmikið. Þá voru fiórir aörir öku- menn stöðvaðir og kærðir fyrir ölvunarakstur. Grindavík: Bílþjófur staðinn aðverki yigregian í Grindavík hand- samaði ungan pilt þar sem hann var aö stela bíl í bænum um sjö- leytið í gærmorgun. Pilturinn mun hafa verið utanbæjarmaður og var hann tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Máliö er talið upplýst. Gífúrlegt annríki var ftjá lög- reglunni í Grindavík vegna hrað- aksturs um helgina. Á laugardag voru ökumenn níu bíla teknir fyrir að aka á ólöglegum hraða. Fróðárheiöi: Hjólbarði sprakk Kona slasaðist er hún hvoldi bíi sinum á Fróðárheiði um hádegis- bilið í gær. Aö sögn lögreglu er talið aö sprungiö hafi á hjólbarða og við það hafi hún misst sfióm á bílnum. Bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á hvolfi og er algjörlega ónýt. Úthlíð: Alvarlegtslysí Ungur læknanemi liggur nfiög alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Borgarspítaians eftir að hafa stungið sér til sunds í sund- laug við Úthlið í Biskupstungum. Ekki er nákvæmlega vitað hvemig slysið átti sér stað en tal- iö að maðurinn hafi lent á höfð- inu í of grunnri lauginni Hann var meðvitundarlaus er félagar hans, sem einnig voru í lauginni, komu að honum. Þeir brugðust skjótt við og komu honum undh læknishendur. Brotist var inn í allnokkrar bif- reiðar í Hafnarfirði og Garðabæ aöfaranótt sunnudagsins. Þjófamir fóm víða um bæina, brutu rúður og stálu úr bílunum. Að sögn lögreglu er eins og gengi fari um og bijótist inn. Fólk þarf að vara sig á að geyma engin verðmæti í bílum sínum. Þá hefúr lögreglan i Haínarfiröi fundiö fyrir aukningu á ölvunar- akstri undanfamar helgar. Allt að átta ölvaðir ökumenn hafa veriö teknir á einni nóttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.