Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Page 4
4 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Fréttir Fara átök um stj ómarformennskuna 1 Landsvirkjun til Hæstaréttar? Framsókn vill að Jó- hannes Nordal hætti Guömundur G. Þórarinsson og Valdimar K. Jónsson hugsanlegir arftakar Jóhannes Nordal hefur verið for- maður stjórnar Landsvirkjunar frá stofnun hennar fyrir 30 árum, eða árið 1965. Það hefur verið alveg sama hvaða ríkisstjórnir hafa verið við völd, alltaf hefur Jóhannes haldið embættinu og jafnvel þótt nýir iðnað- arráðherrar hafi verið með yfirlýs- ingar um annað. Nú er Jóhannes aft- ur á móti orðinn sjötugur og hættur sem seðlabankastjóri en mun vilja halda áfram formennsku í Lands- virkjun. Framsóknarmenn fara nú með iðn- aðarráðuneytið og eiga því að til- nefna formann stjórnar. Samkvæmt heimildum DV vilja þeir að Jóhannes láti af formennskunni og yngri menn taki við. Tveir menn eru nefndir sem kandí- datar í formennskuna. Það eru þeir Valdimar K. Jónsson prófessor og Guðmundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur og fyrrum aiþingismaður. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við DV að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvem hann tilnefnir sem formann stjómar Landsvirkjunar. Hann sagði aö enda þótt verið væri að skipa nýja stjóm fyrirtækisins þyrfti hann ekki að tilnefna formanninn jafnhliða. Þannig háttar til að þrír aðilar til- nefna menn í stjóm Landsvirkjunar. Það em Reykjavíkurborg, Akur- eyrarbær og Alþingi. Þar fyrir utan tilnefnir svo iðnaðarráðherra for- manninn. Samkvæmt lögum verður að vera eining innan stjómar Landsvirkjun- ar um formanninn. Ef hún næst ekki kemur það í hlut Hæstaréttar að skipa formanninn. í dag, mánudag, mun Alþingi velja sína fulltrúa í stjóm Landsvirkjunar. Reykjavikurborg hefur tilnefnt sem stjómarmenn þau Pétur Jónsson, Kristínu Einarsdóttir og Vilhjálm Þ. Vilþjálmsson. Fulltrúar Akureyrar hafa ekki verið tilkynntir. Sýknaðuraf áksru fyrir rán og ránstilraun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrítugan karlmann sem ákærður var fyrir rán og ránstil- raun. Manninum var gefið að sök að hafa að kvöldi sunnudagsins 4. desember farið inn fyrir afgreiðsluborðið í versluninni Pétursbúð í Austur- stræti og ráðist á afgreiðslustúlku sem stóð við peningakassa verslun- arinnar. Þá var honum einnig gefið að sök aö hafa nokkm síðar sama kvöld ráðist grímuklæddur inn í söluturninn Bússu á homi Garða- strætis og Vesturgötu, hótað af- greiðslustúlku limlestingum og stol- ið þaðan 15 þúsund krónum. Ekki þótti sannað að maðurinn hefði ætlaö ræna verslunina Péturs- búð, en hann neitaði því eindregið. Einnig neitaöi maðurinn staðfastlega að hafa rænt sölutuminn Bússu. í ljósi þess og að aðeins eitt vitni bar að maðurinn heíði verið þar að verki varhannsýknaður. -pp Væntumþykja við Reynisvatn Þessi unga snót sýndi hestinum sinum mikla væntumþykju að lokinni hópreið Fákskvenna upp að Reynisvatni um helgina, enda hesturinn búinn að standa sig meö prýði. DV-mynd TJ DV Eyjaflörður: Ungurmaður slasaðist Gylfi KristjánsBon, DV, JUcureyri; Ungur maður slasaðist mjög alvarlega í umferðarslysi í Eyja- firði að morgni laugardags, Meiösli hans vom það alvarleg að flytja átti hann suður til Reykjavíkur til aögeröar. Ökumaðurinn sem var einn i bifreið sinni er grunaður um ölv- unarakstur. Hann mun hafa misst stjóm á bifreið sinni með þeim afleiöingum að hún fór út af veginum og valt. Maðurirm er með meiösli á hrygg og hálsi. Bif- reiðin er ónýt. MlklSölvun á Akureyri Gylfi Kriatjánsson, DV, Akiueyii; Mikil ölvun var á Akureyri um helgina og fylgdi henni mikið annríki fyrir lögreglu, að sögn varðsljóra. Ekki urðu þó nein stóróhöpp en aö sögn lögreglu var um „al- mennt fyllirí'1 að ræöa. Skólafólk var ekki mjög áberandi eins og menn höfðu óttast fyrir helgina. Mannlaus bifreið rann af stað frá hílastæðinu við höfuðstöðvar KEA aðíaranótt sunnudags. Fór bifreiðin yfir Kaupvangsstræti og inn á bílastæði við Hótel KEA þar sem hún hafiiaði á annarri bif- reið. Ólafsflörður: Harðurárekstur ígöngunum Gylfi Kristjánaaon, DV, Akureryri: Mjög harður árekstur varð í jarðgöngunum í Ólafsfjaröar- múla á laugardag. Að sögn lögreglunnar var bif- reið ekiö inn í göngin Eyjaíjarð- armegin á röngum vegarhelm- ingi. Ökumaður hennar beygði snarlega en lenti þá á ganga- veggnum og síðan á bifreið sem kom á móti. Lítið bam I fiamsæti annarrar bifreiðarinnar skali á mælaborði hennar og braut í sér tennur. Bif- reiðamar voru taisvert skemmdar. í dag inælir Dagfari Keppt í fegurð íslendingar eru ekki eftirbátar annarra í keppni hvers konar. Þeir keppa í íþróttum og þeir keppa um hylli kjósenda. Á ungmennafélags- mótum er keppt í pönnuköku- bakstri og nú síðast hefur veriö keppt í handflökun. Því miður fór það svo að sigurvegarinn í handfl- ökuninni kom frá útlöndum, gott ef konan sem sigraði var ekki frá Taílandi, enda fæst enginn sem er maður með mönnum til að vinna í fiski lengur. Fiskveiðiþjóðin nenn- ir ekki að vinna í fiskvinnslu og lætur útlendingum það eftir. Þess vegna sigra Islendingar ekki í handflökun. Hvað um það, áfram höldum við að keppa og nú er nýlokið keppni í fegurð. Hún fer þannig fram að tíu eða tuttugu stúlkubömum er stillt upp á senu og svo er keppt í því hver sé fegurst. Samkvaemt frá- sögn fegurðardrottningar íslands, nýKjörinnar, er það enginn dans á rósum að vera faliegur. Hvað þá aö vera fallegri en allir hinir. Fegurðardrottningin segir að feg- urðin krefjist mikillar vinnu. Þetta er stanslaus vinna í sex mánuði, segir hún og lái henni hver sem vill. Menn verða ekki fallegjr án fyrirhafnar. Hvað þá konur sem em að keppa um það að vera feg- urri en aörar konur. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir heit- ir hún, sem var Kjörin fegurst ís- lenskra kvenna í síðustu viku og Hrafnhildur er yndislega falleg ung stúlka sem lagði það á sig að taka þáft í þessari keppni. Hún þurfti að búa sig undir fegurð sína í marga mánuði. Hún sótti fræðslu námskeið um alnæmi og þarf seinna að flytja fyrirlestra um sjúk- dóminn. Auk þess þarf hún aö leggja mikið á sig, bæði andlega og líkamlega og komast í gott form til sálar og líkama. Það verður enginn fallegur nema standast þetta álag en það er bæði þroskandi og gef- andi, segir Hrafnhildur, og hvetur allar ungar stúlkur að spreyta sig á því verkefni aö vera fegursta kona íslands. Það eina sem þær þurfa að gera er að skipuleggja sinn tíma og standast álagið sem fylgir því spennufaili að vera kjörin. Af öllu þessu sést að keppandinn í fegurðinni þarf að vera alhliða. Það getur enginn oröið sigurvegari nema leggja mikiö á sig til að sigra 1 því að vera fegurstur. Hér skiptir útlitið ekki öllu máli heldur hið andlega form til að standast það gífurlega álag sem fylgir því að vera fagur og vera fegurri en hinir. Það er sem sé ekki nóg að vera fag- ur ef maður er ekki fegurri en hin- ir keppendumir. Með því að vera alhliöa líkist þetta meira stóðhestakeppni þar sem kláramir em metnir eftir fóta- burði, reisn, fjölbreyttum gangi og afkvæmum. Það síðastnefnda er þó ekki talið með í keppni fegurðar- drottninga, því það ku vera bannað að vera móðir áður en maður kepp- ir í því að vera fegurstur. Hins veg- ar em jafnan birtar myndir af for- eldrum sigurvegaranna aö lokinni fegurðarsamkeppninni, þannig að allir geta séð hvaðan fegurðin kem- ur og hvemig afkvæmin munu líta út þegar fram í sækir. Fegurð for- eldranna skiptir miklu þegar feg- urðardrottningin er valin því sjald- an fellur eplið langt frá eikinni og dómendur geta með þeim hætti reiknað út líkurnar á því hvernig böm fegurðardrottninga munu hta út. Ekki dregur það úr ágæti sigur- vegarans að Hrafnhildur er enn á lausu og teljast það ótvírætt með- mæli með fegurðardrottningunni þegar hún er valin. Enda er þess rækilega getið í fréttum af þessum atburði að stúlkan sé á lausu! Dagfari héfur alitaf fylgst spennt- ur með svona keppni, einkum vegna þess að fegurð getur verið fólsk og hún getur verið einstakl- ingsbundin eftir smekk og fegurð er eitthvað sem maður kemur ekki auga á nema allt sé mælt og vegið samkvæmt ströngustu kröfum feg- urðarinnar. Það er gott að hafa lærða dómara til að segja manni, smekklausum manninum, hver sé fegurri en aðrar og í hverju sú feg- urð er fólgin. Hún er ekki endilega mæld í útliti heldur er hitt jafn áríöandi og andlitið að fegurðar- drottningin standist hið andlega álag sem felst í því að vera fegurri en aðrar. Það er nefnilega svo mik- ið spennufall fólgiö í því aö vera kosinn fegurri en aörir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.