Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 29. MAÍ.1995
5
Fréttir
>
I
*
Fuglafriðunarlögum beitt á grásleppukarla:
Mjög ósáttir við
framgang
landeigenda
- segir Jóhannes Haraldsson á Reykhólum
„Viö erum mjög ósáttir við fram-
gang landeigenda sem telja sig geta
nýtt sér fuglafriðunarlögin á þann
hátt að þeir einir geti veitt grásleppu
í sjónum innan fuglafriðunarmarka.
Á Breiðafirði útilokar þetta veiðar
annarra en viðkomandi landeigenda
á stórum svæöum enda krökkt af
eyjum og skerjum á firðinum. Menn
beita þessum lögum einnig á sker
sem eru á kafi meiripart sólarhrings-
ins og á eyjar þar sem vart sér til
sólar fyrir veiðibjöllu," segir Jó-
hannes Haraldsson, grásleppukarl á
Reykhólum.
Verulegrar óánægju gætir meðal
grásleppuveiðimanna við Breiða-
fjörð og víðar á landinu vegna þeirr-
ar túlkunar landeigenda að þeir geti
sölsað undir sig stór veiðisvæði út frá
landareignum sínum með skírskot-
un til fuglafriðunarlaga. Samkvæmt
þeim eiga bændur rétt til veiða og
nytja á fuglum 110 metra út frá land-
areign sinni. Um er að ræða land-
helgi sem nær hringinn í kringum
landið. Tvo mánuði á ári, á vorin, eru
mörkin 250 metrar út frá friölýstum
æðarvörpum.
Að sögn Jóhannesar er óeðlilegt að
fuglafriðunarlög séu látin stjórna
fiskveiðum. Dæmi séu jafnvel um að
landeigendur leigi aðgang að auð-
lindinni. Þá veki það furðu að Land-
helgisgæslan skuli standa vörð um
hagsmuni landeigenda og láta þannig
stjórnast af hagsmunum æðarrækt-
enda einna. Mörg dæmi séu um það
enda hafi skip og þyrla Gæslunnar
hringsólað um fjörðinn fyrir
skömmu í þessum tilgangi.
„Það þarf að breyta lögunum á
þann hátt að menn geti ekki átt meira
hafsvæði en þeir geta vaðið í klofstíg-
vélum. Fiskurinn getur ekki verið
eign einstakra bænda því samkvæmt
lögum um stjórn fiskveiða er hann
sameign þjóðarinnar. Menn gleyma
því að þjóðin lifir á ílskveiðum en
ekkiæðarrækt.“ -kaa
Breiðaflörður:
Grásleppunet á
friðlýstum svæðum
Amheiöur Ólafedóttir, DV, Stykkfehólmi:
Landhelgisgæslan fór í eftirlitsferð
um Breiðafjörð helgina 20.-21. maí.
Tilgangurinn var sá að athuga hvort
lögum nr. 64/1994 um vernd, friðum
og veiðar á villtum fuglum og spen-
dýrum væri framfylgt.
Æðarbændur í Breiðafjarðareyjum
höfðu sent sýslumönnum Dalasýslu,
Barðastrandarsýslu og Snæfells- og
Hnappadalssýslu bréf þar sem farið
er fram á aðgerðir af þeirra hálfu
vegna þess að grásleppunet eru lögð
of nærri æðarvarpi og seUátrum og
væru brögð að því að æðarfugl og
selur lentu í netin.
Það var því að undirlagi þessara
þriggja sýslumannsembætta og
dómsmálaráðuneytisins að varð-
skipið Ægir og þyrlan Sif fóru í þessa
eftirlitsferð um helgina. Viö nokkrar
eyjar á Breiðafirði, sem tilheyra
Dalasýslu, fundust net nær landi en
leyfilegt er.
Málið er því í rannsókn í því um-
dæmi. Lögin um vemdun, friðun og
veiðar á viUtum fuglum og spendýr-
um eru nýleg og hefur ekki reynt á
þau áður með tilliti tU æðarvarps á
Breiðafiröi.
Viðurlögin við brotum varða sekt-
um, varðhaldi eða fangelsi, sviptingu
skotvopna og veiðUeyfis og upptöku
á veiðarfærum.
Að sögn Ólafs K. Ólafssonar sýslu-
manns í Stykkishólmi var í upphafi
þessara aðgerða ákveðið að málum
þessum yrði flýtt. Því ætti niðurstaða
að liggja fyrir fljótlega.
Nokkurrar reiði gætir meöal íbúa i Breiðholti eftir að borgarstarfsmenn (jar-
lægðu nýlega körfuboltaspjaid sem var uppi á vegg nærri Bónusversluninni
i Efra-Breiðholti. Spjaldið var fjarlægt vegna endurtekinna kvartana íbúa í
nágrenninu sem töldu að ónæði fylgdi körfuboltaleiknum á staðnum. Aðrir
íbúar í nágrenninu telja hins vegar að borgarstarfsmenn hafi ekki þurft að
fjarlægja spjaldið því aö þá geta börn og unglingar í hverfinu ekki lengur
stundað þá vinsælu íþrótt sem körfuboltinn óneitanlega er. DV-mynd GVA
Cl
« s m
SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVIK
SÍMI 568 9050, FAX 581 2929
24 klukkutímar
Lánareglur okkar eru einfaldar og
óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki.
Ef öll gögn liggja fyrir af þinni
hálfu, er umsóknin því
afgreidd innan sólarhrings.
Fáöu ítarlegan upplýsingabækling í næsta
útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka
Islands eða hringdu beint í okkur.
Kynntu þér þá margvíslegu möguleika
sem fjármögnunarleiga hefur umfram
aðra kosti á lánamarkaðinum.