Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 6
6 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Fréttir______________________________________________________________ Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Þúsundir missa vinnu í vikunni -fiskvinnslan að verða hráefhislaus vegna sjómannaverkfallsins „Það er ljóst að þegar líða fer á vikuna verða flest fiskvinnslufyrir- tækin í landinu hráfnislaus. Á Vest- fjörðum er auðvitað ekki verkfall, sums staðar verður einhver útgerð smábáta og einhverjir eiga eitthvað af frystum Rússafiski. Einhvers stað- ar verður til eitthvert hráefni en við sjáum fram á að fjögur til fimm þús- unds manns í fiskvinnslunni missi vinnuna þegar hða fer á vikuna og fari því á atvinnleysisbætur," sagði Arnar Sigurmundssson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í samtali við DV í gær. Hann sagði ástandið hjá mörgum fiskvinnslustöðvum vera mjög alvar- legt og margar hverjar mættu alls ekki við stoppi núna. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fisk- vinnsluna og mér er til efs að sumar stöðvarnar muni þola stopp. Reynsl- an hefur sýnt okkur að stöðvist þær sem verst standa gæti orðið mjög erfitt aö koma þeim af stað aftur, ekki síst ef stoppið verður langt. Menn mega engan veginn við þessu nú þegar besti tími sumarsins er að fara í hönd,“ sagði Arnar. Tapið 160 milljónir á dag „Mér reiknast svo til að þjóðarbúið muni tapa 160 milljónum á dag vegna verkfalls sjómanna. Þar miða ég við tekjutap vegna þess sem við missum af síld í Síldarsmugunni, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og rækju í Flæmska hattinum. Þetta eru ekki kvótatengdar veiðar heldur veiðar sem aðeins er hægt að stunda á viss- um tíma á árinu. Síldin gaf sig mjög stutt í fyrra og úthafskarfann veidd- um við um þetta leyti og eitthvað fram í júni. Sjómannaverkfallið gæti þvi þýtt að við yrðum af þessum búbótarverkefnum sem gáfu mönn- um von um smá uppsveiflu," sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, rekstrar- hagfræðingur hjá LÍÚ, aðspurður um áhrif sjómannaverkfallsins á þjóðar- búið. Hann sagði að flotinn væri að stöðvast eins og hann legði sig og allt í allt gæti verið um að ræða 5-600 skip. Engar viðræður fóru fram á milli sjómanna og viðsemjenda þeirra um helgina. Sjávarútvegsráðherra mun ræða við fulltrúa deiluaðila í dag. -SV BílveltaáSæbraut: Drukkinn ogdóp- aður í hraðakstri Sautján ára drengur, sem hafði haft ökupróf í tvo mánuði, velti bíl sem hann ók á Sæbraut klukk- an rúmlega tvö aðfaranótt sunnudagsins. Ökumaðurinn er sterklega grunaður um ölvun og að hafa verið undir áhrifum fikniefna. Þá er hraðakstur talinn orsök þess að bíllinn valt. Fimm ungmenni voru í bílnum en eitt þeirra, ung stúlka, slasaöist nokkuð, en þó ekki alvarlega. Talin er mikil mildi aö ekki fór verr og aö biireiðin lenti ekki á öðrum bílum. Bíllinn fór nánast veltuna á götunni en leigubíl- stjóri, sem kom aðvífandi, sá bara undir botninn, eins og lögreglan orðaði það. Bifreiðin, sem ungi maðurinn ók, var flutt burt meö krana og verður vart ekið i bráð. Ný sundlaug var tekin í notkun á Þingeyri um heigina en fram til þessa hafa íbúar þar þurft að fara til Flateyrar til að fá sér sundsprett. Fjölmenni var opnunina en þar léku nemendur tónlistarskólans fyrir gesti. DV-mynd Hlynur Aðalsteinsson VORTILBOÐ NY SENDING FAGOR 3 ÞU GETUR TREYST FAGOR i RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 5ó8 5868 FAGOR S-23N Kællr: 212 I - Frystir: 16 I HxBxD: 122x55x57 cm Danfoss kælikerfi 38.800 FAGOR D-27R Kæiir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. 49.800 FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 270 I - Frystir: 110 I HxBxD: 175x60x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. 67.800 Pétur Pétursson með 10 punda hrygnu frá Rauðanesi í Borgar- flrði - einhverja þá fyrstu sem fékkst í netin á þessu sumri. DV*mynd G.Bender Borgarí]öröur: laxinn „Fyrstu laxamir eru komnir úr netalögnirmi frá Rauðanesi í Borgarfiröi og þetta var 10 punda og tveir 8 punda. Maður átti kannski von á stærri fiskum í byrjun, en þetta er allt í lagi,“ sagði Pétur Pétursson í Kjötbúri Péturs um helgina. Þeim fækkar óðum netalögnun- um víða við strendur landsins enda keppast menn við að kaupa þær upp. Laxinn er farinn að sjást í nokkrum veiöiám. Veiðitíminn byriar líka á fimmtudaglnn í Norðurá og eftir hádegi í Laxá á Ásum. 50áraafmæliÚA: TóK hundruð manna mat- Gylfi Kristjánaaon, DV, Akureyri: Útgeröarfélag Akureyringa er 50 ára um þessar mundir og verö- ur afmælisins minnst á ýmsan hátt á afmælisárinu. Aðalhátíöahöldin verða föstu- daginn 9. júní í íþróttahöllinni á Akureyri en þar er reiknað með aö um 1200 manns, starfsmenn og fleiri, verði gestir félagsins í matarveislu. Þetta verður fjöl- mennasta matarveisla sem hald- in hefúr veriö á Akureyri og án efa með fjölmennustu veislum sem efnt hefur verið til hérlendis. Að loknu boröhaldi verða stutt ræðuhöld og létt skemmtidag- skrá en síðan verður stiginn dans fram eftir nóttu. Flofkvíin til Akureyrar um helgina Gjrtfi Krístjánsson, DV, AkurOyrí: Áætlaö er að flotkvíin, sem Akureyrarbær hefur keypt frá Litháen, komi til bæjarins nk. sunnudag, gangi ferð dráttarbáts, sem dregur kvína yfir hafið, sam- kvæmt áætlun. Dráttarbáturinn, sem er frá Þýskaiandi og mjög öflupr, lagði af stað með kvína frá Litháen sl. þriðjudag og skipstjórinn áætlaöi að ferðin myndi taka 12 daga. Viðkoma verður höfð 1 Dan- mörku, Noregi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Framkvæmdir við kvíarstæðið á athafnasvæði Slippstöðvarinn- ar Odda hafa gengiömjög vel, þar hefur dýpkunarskipið Perla verið að störfum undanfarna daga og er reiknað með að dýpkun kviar- stæðisins ljúki nú upp úr helg- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.