Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Page 9
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995
Útlönd
ÖfLugur jarðskjálfti reið yfir Sakhalineyju:
Óttast að þúsundir
hafi látið lífið
- gríðarlegt umhverfisslys yfirvofandi
Björgunarmenn óttast aö allt að
þrjú þúsund manns kunni að hafa
látið lífið eða verið grafin lifandi í
jarðskjálftanum sem reið yfir rúss-
nesku eyjuna Sakhalin, norður af
Japan, aðfaranótt sunnudags.
Skjálftinn mældist 7,5 á Richters-
kvarða.
Jafnframt er óttast að gífurlegt
umhverfisslys hafi orðið. í ljós hefur
komið að 90 kílómetra löng olíu-
leiðsla hefur rifnað á að minnsta
kosti 15 stöðum. Einnig var tahn
hætta á að olía rynni úr geymslu-
tönkum. Samkvæmt rússneskum
fréttastofum höfðu olíu- og gasleiðsl-
ur til meginlandsins ekki skaddast.
Mikil olía er í jörðu á Sakhalineyju
og taka mörg vestræn olíufélög þátt
í olíuvinnslu á eyjunni.
í bænum Neftegorsk, sem er olíu-
vinnslubær á norðurhluta eyjunnar,
jöfnuðust öll íbúðarhús, um 20 tals-
ins, við jörðu. Um var að ræða
margra hæða fjölbýlishús og voru
íbúamir í fastasvefni er skjálftinn
reið yfir.
Rússneskar fréttastofur sögðu í
gær að flestir íbúa bæjarins, sem eru
3200, væru í rústunum. Interfax-
fréttastofan hafði það eftir björgun-
armönnum að stunur heyrðust úr
rústum flestra húsanna. í gær voru
allir vegir til bæjarins ófærir.
Skemmdir af völdum jarðskjálft-
ans urðu í mörgum öðrum bæjum
Sakhalineyju. í gær höfðu ekki borist
neinar fregnir af mannskaða á suð-
urhluta eyjunnar en bærinn Nefte-
gorsk er á norðurhlutanum þar sem
skjálftinn átti upptök sín. Neftegorsk
er í nokkur hundruð kílómetra fiar-
lægð frá skjálftamiðju.
Jarðskjálftar eru algengir á þessu
svæði og var skjálftinn nú um helg-
ina sá þriðji á einu ári. í janúar spáðu
rússneskir jarðskjálftafræðingar
stórum skjálfta á svæðinu á þessu
ári. í hafnarborginni Kobe í Japan
létu um 5 þúsund manns lífið í öflug-
um jarðskjálfta. í október síðastliðn-
um létust að minnsta kosti 11 manns
í jarðskjálfta á Kúrileyjum.
Jeltsín Rússlandsforseti fyrirskip-
aði í gær viðamiklar björgunarað-
gerðir og í Moskvu var sett á laggim-
ar miðstöð björgunarstarfsins. Hóp-
ur rússneskra ráðherra fór frá
Moskvu í gær tl að fylgjast með
björgunarstarfinu. Björgunarstarfið
gekk í fyrstu illa í gær vegna slæms
flugveðurs. Þegar veðrinu slotaði var
flogið með tjöld, teppi, mat og lyf frá
rússneska meginlandinu. Rússnesk-
um landamæravörðum og hermönn-
um var skipað að taka þátt í hjálpar-
starfinu. Japönsk yfirvöld hafa boðið
aðstoð sína í þakklætisskyni fyrir
aðstoð Rússa í kjölfar jarðskjálftans
í Kobe í janúar síðastliðnum.
Varaforsætisráðherra Rússlands,
Oleg Soskovets, kvaðst í gær óttast
að skjálftinn á Sakhalineyju væri sá
versti er komið hefði í Rússlandi.
Reuter.TT
Afgreiðslutími
aðeins 2-4
vikur ef bíllinn
er ekki til á
lager.
Grand Cherokee
Pickup
Nýi Blazerinn
Getum
lánað allt að
80% af
kaupverði.
Suzuki-jeppar
EV BILAUMBOÐ
Egill Vilhjálmsson hf. Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200.
Fæm motmæla
hvalveiðum en áður
Grænfriðungar áttu í erfiðleik- 100 manns sem gengur um göturn-
umígærmeðaðfáBretatiiaðfiöl- ar til að mótmæla hvalveiðum
mennaímótmælagöngugegnhval- Norðmanna og safna peningum
veiöum. Ársfundur Alþjóða hval- handa samtökum grænfriöunga.
veiöiráðsins hefst í Dublin í dag og AIls höfðu mótmælagöngur verið
af þvi tilefiii efhdu græníriðungar skipulagðar á 233 stöðum um allt
í Bretlandi til mótmæla. Það voru landið. Fulltrúi frá hverjum þess-
þóekkinemaumlOþúsundrnanns ara staða ætlar tíl Dublin í dag.
í öllu Bretlandi sem þátt tóku í Græníriðungar krefiast þess að
mótmælunum en fyrir tveimur norsk yfirvöld viðurkenni reikn-
árum voru mótmælendurnir tvö- ingsskekkju í stærðarmælingum á
falt fleiri. hrefnustofninum og að þau stöðvi
í London voru það ekki nema um hvalveiðamar strax. NTB
Verðandi Noregsdrottning hneykslar Óslóarbúa:
Gekk hálf nakin
um Karl Johan
- krónprinsinn fylgdi á eftir með kossum og kjassi
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
Með peysuna bundna um mittíð og
í svo stuttum buxum að vart er hægt
að tala um buxm- gekk verðandi
Noregsdrottning um götur Óslóar í
blíðunni mn helgina. Hún var ekki
ein á ferð því Hákon krónprins fylgdi
fast á eftir og kysstí sína heittelskuðu
við annað hvert fótmál. Hann var og
nær klæöalaus.
Eftir sýninguna efast fáir Norð-
menn um að hin íðilfagra fyrirsæta,
Cathrine Knudsen, verði næsta
drottning landsins. Undanfama
mánuði hafa gengið sögur um sam-
drátt hennar og krónprinsins og nú
þykir það dagljóst að kátt hefur verið
í höllinni í allan vetur.
Sómakærum Norðmönnum þykir
það jaðra við hneyksli hvemig nýja
drottningarefnið er kynnt fyrir þeim.
TU þessa hefur þaö ekki verið hefð
að ný Noregsdrottning sýni sig fyrst
opinberlega nær klæðalaus með
kossrnn og kjassi á Karl Johan að
þúsundum manna ásjáandi.
Það hefur heldur ekki verið hefð
fyrir að norskir fiölmiðlar fialli opin-
Cathrine Knudsen.
skátt um konungsfiölskylduna og
ástarmál hennar. Hinn nýi bersöglis-
stíll leiddi í vor til þess að Sonja
drottning boðaði ritsfjóra Óslóar-
blaðanna á sinn fund og bað bömum
sínum, Hákoni og Mörtu Lovísu,
griða. Ritsfiórar lofuðu öllu fogru en
hafa nú sýiúlega gleymt öllu aftur.
"i'
■
Láttu það ekki
vaxa þér í augunra
að eignast
draumabflinn!
Sjóvá-Almennar geta lánað þér
allt aö 75% af kaupverðinu.
Bílaldn Sjóvd-Almennra er einfalt, fljótlegt og þægilegt
°g til afgreiðslu strax hjd öllum bílaumboðunum.
STOFN-félagar hjd Sjóvd-Almennum greiða lœgri Idntökukostnað