Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Qupperneq 10
10 . MÁNUDAGUR 29. MAÍ1995 Fréttir Nánast sömu aöilar rannsaka og úrskurða í forsjár- og umgengnismálum: Vil ekki fullyrða hvort þetta er skynsamlegt - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra - ástæða til að skoða þetta eins og annað „Ég veit að víða á félagsmálastofn- unum er unnið gott starf og ástæðu- laust að rengja hæfni þess fólks. Ég treysti mér hins vegar ekki að svo komnu máli til að fullyrða um hvort þetta er skynsamlegt fyrirkomulag," sagöi Páll Pétursson félagsmálaráð- herra í samtali við DV, aðspurður um álit hans á umræöum og deilum í forsjár- og umgengnismálum hér á landi í kjölfar nýlegra voðaatburða í Hafnarfirði. Eins og fram hefur komið í DV á síðustu misserum hafa skjólstæðing- ar félagsmálastofnunar ítrekað kvartað yfir því að sami aðili, það er félagsmálastofnanir, annist rann- sóknir í viðkvæmum fjölskyldumál- um og hafi einnig úrskurðarvald. Álita er aflað sem gjaman eru borin undir barnaverndarnefndir. - Er viðeigandi að sami aðili rann- saki og úrskurði? „Ég vil ekki endilega fullyrða að það sé óeðlilegt. Varðandi sýslu- mannsembættin hér áður fyrr vom þau bæði rannsakandi og dæmandi. Því var síðan breytt. Ég veit ekki hvort það var verulega nauðsynlegt að gera það. Það kom krafa um það að utan. Ég held að menn hafi kannski ofmetið hættuna af því.“ - Er ástæða til að kanna hvort þessi vinnubrögð í stjómsýslunni séu al- mennt eðlileg, m.a. í ljósi síðustu at- burða og reynslu mikils fjölda fólks á síðustu árum? „Það getur vel verið að það sé ástæða til að skoða þetta eins og ann- að en ég er ekki tilbúinn að kveða upp úr meö það hvort þetta sé óeðh- legt eins og það er,“ sagði Páll Péturs- son. -Ótt Nýtt pósthús rís á Flúðum Sigmundur Sigurgeirsson, DV, núðum: Á Flúðum í Hrunamannahreppi er mú að rísa nýtt pósthús og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun í byijun ágúst. Pósthúsið á að þjóna Flúðum og næsta nágrenni en ekki er enn búið að ákveða hvert póst- númerið verður. Fyrirkomulag póstdreifingarinnar hefur ekki veriö ákveðið en hug- myndir eru uppi um að íbúarnir sæki póstinn sinn í pósthólf. Öll póst- þjónusta hefur verið í Versluninni Grund og póstur borinn út þaðan. barbecook 99-1750 Við leitum til þín eftir slagoröi fýrir Barbecook Grill-strompinn! Taktu þátt í þessari skemmtilegu leit meö því aö hringja í síma 99-1750 og leggja inn þína tillögu. Þú getur lagt inn eins margar tillögur og þú vilt. Barbecook Grill-strompurinn er þylting á íslandi fyrir grilláhugamenn sem vilja fá hiö ómissandi kolagrillbragö af matnum. Grilliö sameinar þaö besta úr kola- og gasgrillum því grilliö nýtir kolin betur, gerir fólki kleift að grilla I hvaða veðri sem er og gefur hiö ekta grillbragð. Barbecook Grill-strompurinn er náttúruvænn því þaö þarf engin kemísk efni, eins og t.d. grillolíu, til þess aö kveikja upp í grillinu og grilliö er tilbúiö á innan viö 15 mínútum. Verðlaun: Glæsileg verölaun eru í boði fyrir heppna þátttakendur. Meðal annars hlýtur eigandi besta slagorðsins 10 manna grillveislu sem Klúbbur matreiöslumeistara sér um. Matreitt verður á Barbecook Grill-strompinum sem síðan veröur skilinn eftir hjá vinningshafa. Þú getur lagt inn slagorð til 16. júní. Eigendur Hilmis ST 1, Unnar Ragnarsson skipstjóri, t.v., og Jón Vilhjálmur Sigurðsson, um borð. DV-mynd Guðfinnur Hólmavlk: Hilmir hættur veiðum Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavflc „Hann kom til Hólmavíkur 1946 og er sjötta elsta skipið í íslenska flotan- um með gilt haffærisskírteini, aðeins tvö skipanna eru stærri en hann. Næsta sjómannadag hefur hann verið á höfninni hér í 49 skipti, “ seg- ir Unnar Ragnarsson, skipstjóri og einn eigenda Hilmis ST 1 á Hólma- vík. Skipið hefur nú að öllum líkind- um komið úr sinni síðustu veiðiferð. Hilmir er 27,63 rúmlestir að stærð, smíðaður í Keflavík 1942. „Þetta er eikarbátur, alveg ófúinn og mjög gott sjóskip. Ánægjulegt væri ef hægt yrði aö varðveita hann til einhverra nota svo hann grotnaði ekki niður. Það yrði sárt að horfa upp á það því manni þykir orðið vænt um þennan bát,“ segir Unnar Ragnarsson skipstjóri. Grindavlk: Átaksverkefni svip- að og undanf arin ár Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Átaksverkefni á vegum bæjarins verður svipað og hefur verið undan- farin tvö ár. í sumar verður farið í að hlaða gijótgarða og gera bæinn enn fegurri en hann er, þótt hann sé mjög fagur og góður," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Grindvíkingar hafa fengið leyfi frá Atvinnuleysistrygingasjóði til aö ráða menn í átaksverkefni á vegum bæjarins. Að sögn Jóns verður ráðið í verkefnið á næstu dögum. Hann sagði að þeir hefðu fengið það sem þeir báðu um hjá sjóðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.