Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 14
14 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Enn við botninn Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þorskstofninn á íslandsmiðum sé nú loksins á uppleið. Samt sem áður er þessi mikil- vægi fiskstofn okkar íslendinga enn nálægt sögulegu lág- marki - það er enn við botninn. Samkvæmt þeirri skýrslu um ástand og aflahorfur helstu nytjastofiia, sem stofnunin sendi frá sér fyrir helg- ina, er veiðistofn þorsksins nú talinn vera um 560 þús- und tonn og hefur þá stækkað úr 510 þúsund tonnum frá síðasta mati sérfræðinganna. Hrygningarstofninn meta þeir nú um 300 þúsund tonn sem er aukning frá fyrra mati um 70 þúsund tonn. Þetta eru vissulegar uppörvandi tíðindi, ekki síst þeg- ar haft er í huga að mörg undanfarin ár hefur mun meira verið veitt úr þorskstofhinum heldur en fiskifræð- ingar Hafrannsóknastofnunar hafa lagt til á hverjum tíma. Því hafa ráðið pólitískar ákvarðanir. En það er mikilvægt að hafa ríkt í huga að enn er langt í frá að þorskstofninn sé sterkur. í áhti fiskifræðinganna kemur fram að allt frá árinu 1985, eða í heilan áratug, hafa allir árgangar í þorskstofhinum nema einn verið undir meðallagi. Og þessi eini sem sker sig úr, 1993- árgangurinn, er talinn aðeins í meðallagi. Þróun þorsk- stofnsins mun mótast af þessari lélegu nýhðun í nánustu framtíð. Samhhða skýrslu fiskifræðinganna hefur verið kynnt ný vinnuregla stjómvalda við ákvörðun um hversu mik- ið megi veiða úr þorskstofninum. Samkvæmt henni skal einungis heimila veiði á 25 prósentum, eða fjórðungi, af stærð veiðistofhs þorsks á hverju ári - en þó aldrei minna en 155 þúsund tonn. Þorskurinn er enn í slíku lágmarki að hórðungur veiðistofnins er verulega fýrir neðan þetta nýja lágmark, eða aðeins 140 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lýsir því yfir að ef stjómvöldum takist að halda afla hvers árs innan þeirra marka sem þessi nýju nýtingarregla setur séu nánast engar líkur á hruni þorskstofnsins. Margt er þó óvíst í því efni, ekki síst hin náttúrulegu skhyrði í hafinu kringum landið. Gífurlegur sjávarkuldi úti fýrir Norðurlandi er nýjasta dæmið um aðstæður sem geta haft mikh áhrif á vöxt og viðgang fiskstofnana - aðstæður sem mannlegur máttur fær ekkert við ráðið. Það er engu að síður th mikilla bóta að stjómvöld skuh loksins hafa markað nýtingarstefhu sem byggist fýrst og fremst á mati vísindamanna. Það ætti að auð- velda stjómmálamönnum að standa fastar en þeir hafa gert hingað th á móti óábyrgum kröfum um meiri þors- kveiði en stofninn þolir. Ef raunverulegur afh á næsta fiskveiöiári verður í samræmi við þessa nýju nýtingarstefnu er ljóst að þor- skaflinn minnkar enn á mihi ára. Hann er nú talin verða um 165 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári, eða tíu þúsund tonnum meiri en stefiit er að fyrir næsta ár. Þjóðhags- stofhun telur að þetta geti minnkað áætlaðan hagvöxt næsta árs um hálft th eitt prósent. Eftir sem áður reikn- ar stofiiunin með umtalsverðum hagvexti á árinu 1996. Þetta nýjasta áht fiskifræðinga gefur vissulega ástæðu th nokkurrar bjartsýni um framtíð þorskstofnins. En það em engin stökk fram undan í því efhi. Uppbygging þessa mikhvægasta fiskstofns á íslandsmiðum verður í besta falli hæg og sígandi næstu árin. Það er nefhhega mun tímafrekara og vandasamara að byggja slíkan stofn upp að nýju en að eyðheggja hann með rányrkju. Elías Snæland Jónsson Það slys hefir hent í utanríkis- stefnu Islands að hinn 28. maí 1980 gerði þáverandi utanríkisráðherra Islands samning við Noreg um loðnuveiðar á svæðinu milli ís- lands og Jan Mayen, svo sem kunn- ugt er. Þessi samningur hefir síðan verið framlengdur tvisvar sinnum og Grænland gerst aðili að honum. Skipting loðnuveiðanna á Jiessu hafsvæði er nú þannig að Island hefir 78% en hin löndin 11% hvort. Samningurinn var síðast fram- lengdur í fyrra og gildir hann nú til 30. apríl 1998, en eftir þann tíma framlengist hann „sjálfkrafa um 2 ár í senn, nema einhver aðilanna segi honum upp. (15. gr.)“ I tillögu utanríkisráðuneytisins til Alþingis um samþykki fram- lengingar í fyrra er tekið fram, að „Fulltrúar hagsmunaaðila í sjávar- útvegi tóku þátt í samningaviðræð- unum um gerð samningsins og hafa mælt með staðfestingu hans.“ „Norðurhafið er innhaf, umlukið af fiskilögsögu íslands, Færeyja, Nor- egs og Rússlands ... og Norðmenn eiga þar ekki nein sérréttindi." Uppsögn loðnusamnings við Noreg Eigin túlkun Norðmanna Norðmenn hafa síðan í fyrra byggt fiskveiðistefnu sína á þeirra eigin túlkun á þessum samningi og á henni byggist yfirráöastefna þeirra á Norðurhafinu, þar sem þeir hafa dregið upp 200 mílna fiskilögsögu í kringum Jan Mayen, Bjarnarey og Svalbaröa. Þetta nefna þeir nú Noregshaf og telja sig mega sljóma þar eftir eigin reglugerð frú Gro Brundtland frá því í ágúst í fyrra. Með þessum hætti hafa þeir myndað Smuguna og Síldarsmug- una og vilja stjóma veiðum þar líka, þótt þetta séu almenn veiði- svæði utan 200 mílna fiskilögsögu samkvæmt núverandi alþjóðarétti. Eðlileg viðbrögö íslendinga við þessari nýlendustefnu Norðmanna á hafinu er að segja strax upp loðnusamningum við Norðmenn og nú líka Grænlendinga. Það er nauðsynlegt og mjög aðkallandi að afstaða íslands til úthafsveiöa í Norðurhafinu (sem reyndar hefir stundum verið nefnt Norður-íshaf- iö, þótt það sé íslaust mikinn hluta ársins) sé skýr og afdráttarlaus. KjáUariim Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís upp. Meðan þetta er ekki gert halda islenskir fiölmiðlar áfram að túlka rétt Norðmanna til stjómunar veiða í Norðurhafinu og Norðmenn að vísa öllum sanngjörnum við- ræðum við íslendinga á bug, svo sem komið hefir fram að undan- fömu. Fiskilögsaga Noregs nær aðeins 200 mílur út frá heimaland- inu samkvæmt núgildandi alþjóða- lögum. Það var mjög óheppilegt aö hags- munaaðilar í sjávarútvegi skyldu hafa samþykkt framlengingu loðnusamningsins í fyrra, því að úthafsveiðarnar þar byggjast nú á þessu samkvæmt túlkun Norð- manna. Útgerðarmenn verða að breyta þessari afstöðu og krefiast fullra eðlilegra veiðiréttinda í Norðurhafinu og niðurfellingar á „Eölileg viöbrögö íslendinga við þess- ari nýlendustefnu Norðmanna á hafinu er aö segja strax upp loönusamningum við Norðmenn og nú líka Grænlend- Fiskilögsaga er sett til að vemda hagsmuni þess fólks sem hýr í að- liggjandi landi. Þessar forsendur em ekki til staðar í eyjunum í Norðurhafinu og því er þar ekki nein fiskilögsaga. Þetta kemur greinilega fram af því að Bretar fá nú ekki lengur haldið yfirlýstri fiskilögsögu sinni við Rockall, rétt utan við 200 mílna heimalögsögu þeirra, þar sem þessar sömu for- sendur em nú taldar niður fallnar. Hlutverk núverandi stjórnvalda Þaö hefir orðið algjör breyting á þessum reglum um fiskilögsögu frá 1980 og því verður þáverandi utan- ríkisráðherra íslands ekki kennt um núverandi túlkun á þessum reglum. Það er hlutverk núverandi stjómvalda og núverandi utanrík- isráðherra að taka af skarið og segja þessum úrelta loðnusamningi yfirgangi Norðmanna þar. Noröurhafið er innhaf, umlukið af fiskilögsögu íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands. Sfiómun veiða þar á aö vera í höndum þess- ara ríkja sameiginlega og Norð- menn eiga þar ekki nein sérrétt- indi. - Það þýðir ekki að reyna samningaleiðina við bijálaöa Norðmenn. önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Áhrifamikil verkfallsboðun „Á undanfömum mánuöum hafa staðiö yfir við- ræður á milli íslenzkra sfiómvalda og Svissneska álfélagsins um stækkun álversins í Straumsvík. Þær viðræður hafa verið jákvæðari en búast mátti við í upphafi og verulegar vonir bundnar við, að af þess- ari stækkun verði... Verkfall í Straumsvík stuðlar ekki aö því, að Svisslendingar komist að jákvæðri niðurstöðu um þetta mál. I raun og vem er ekki hægt að hugsa sér áhrifameiri aðferð en þessa verk- fallsboðun til að koma í veg fyrir að af stækkuninni Úr forystugrein Mbl. 24. maí. Útgerðarofríki „Ofríki útgerðarmanna er ekki tilviljun. Á síöustu árum hefur stétt þeirra sölsað undir sig meiri auð og völd en dæmi em um í lýðveldissögunni. Útgerð- armenn hafa í skjóli geðlítilla ráðamanna og sundr- aðs þingheims fengiö einkarétt á nýtingu fiskistofna við ísland án þess aö greiða krónu fyrir í sameigin- legan sjóð landsmanna. Engum hópi manna hefur verið úthlutað viðlika verðmætum í samanlagöri búsetusögu landsins." Úr forystugrein Vikublaðsins 24. mai. Agaleysi frá landnámi „Island er eina þekkta lýðveldið í heiminum sem hefur ekki lotiö aga frá landnámi... Heíðu íslending- ar alist upp við herskyldu, myndi landslið þjóðarinn- ar keppa í handbolta á næstu ólympíuleikum. íslend- ingar náöu eins langt á heimsmeistaramótinu í hand- bolta og agalaus þjóð getur náð innan um þjóðir sem ganga í takt. Lengra verður einfaldlega ekki komist með leikaöferð Ingólfs Amarsonar... Svisslending- ar vissu hvað klukkan sló þegar þeir léku við íslend- inga, og ekki nema von hjá úrmakaraþjóð. Fyrir leik- inn voru þeir sigurvissir og sögðu agann mimdu duga best gegn íslendingum. Svo einfalt var það nú.“ Ásgeir Hannes i föstudagspistli Timans 25. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.