Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 19
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Merming 31 Stíllinn í list Ás- mundar Sveinssonar Um helgina var opnuö í Ásmundarsafni sýning sem ber yfirskriftina „Stíllinn í list Ásmundar Sveinsson- ar“. Gunnar Kvaran fylgir sýningunni úr hlaöi með því að fjaila um það í veglegri skrá hvernig form- skrift Ásmundar hneigðist í síauknum mæli að því að einfalda alla drætti mótífsins, draga fram eðli þess og innsta kjarna. Að mati Gunnars var Ásmundur undir meiri áhrifum frá súrrealistum en hinir ýmsu fræðing- ar hafa til þessa viljað viðurkenna. Til marks um það sé hið dæmigerða einkenni á verkum súrrealista eins- og Maillols og Arps þar sem er ummyndun mannslíka- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson mans. Gunnar minnist þó hvergi á sjálfan Picasso sem tengdist súrrealistahreyílngunni nokkuð í upphafi og má sjá merkilegan skyldleika með verkum þeirra Ás- mundar á svipuðum tíma, samanber Guernicu Picass- os frá 1937 og Stríð og flótta Ásmundar frá 1943 þar sem báðir leitast við að magna upp spennu með því að reyna á þanþol mannslíkamans, þó hinn fyrmefndi hafi að visu látið sér tvívíðan flöt nægja. Formið einfaldað í frumþætti sína Sýningunni er þannig fyrir komið að í anddyri er natúralískur negrastrákur látinn heilsa upp á gestina. Á aðalhæð kúpulhússins hefur verið komið fyrir ljós- myndum og llkönum af byggingu vinnustofunnar í upphafi fimmta áratugarins. í nýja tengisalnum þar fyrir neðan gefur að líta skúlptúra Ásmundar frá fjórða áratugnum þar sem höggmyndirnar „vega salt á milli raunsæis og tilhneigingar til að einfalda formið í frum- þætti sína“. Hér eru áberandi höggmyndir á borð við Þvottakonumar og Móður jörð, báðar frá 1936. Báðar höggmyndimar, sem og flestar aðrar í þessum sal era hér í hinni smærri framgerð svo eðlisþættir hinna kraftmiklu stóru höggmynda skila sér ekki sem skyldi innan um svo margar myndir. Súrrealísk ummyndun Höggmyndir frá fimmta áratugnum í innsta salnum, gömlu vinnustofunni sem nú hefur verið marmara- lögð, njóta sín til muna betur. Bæði er að þar eru stærri verk innan um eins og stór bronsafsteypa af Móðir mín í kví kví. Eins gefur þar aö líta meiri fjöl- breytileika í efnisvali hkt og sér stað í viðarverkunum Eitt verka Ásmundar. Höfuðlausn og í tröllahöndum. Hér birtist mun meiri tilhneiging til einföldunar en um leið til ummyndunar í súrrealískum anda. Líkt og kemur fram í skránni eru náttúrutilvísanir alltaf viðvarandi í verkum Ás- mundar. Hann hélt alltaf sambandi við móður jörð, þrátt fyrir að á sjötta og sjöunda áratugnum hafi hann farið út í geómetrísk jámverk líkt og má sjá nokkur dæmi um undir kúplinum. Náttúran og frumöfl henn- ar héldu ætíð í hönd listamannsins líkt og sér greini- lega stað í verkum á borð við Þú gafst mér að drekka og Fuglinn Fönix. Saga breyttrar myndhugsunar Af sýningu þessari má ljóst vera að Ásmundur Sveinsson var óragur við að gera formtilraunir og reyna á þanþol myndefnis síns. Greina má þróun módernismans hér landi í gegnum verk haps og hvern- ig almenn afstaða til óhlutbundins myndmáls hefur smám saman breyst á þessari öld. Það er ekki hvað síst í slíku ljósi sem merkilegt er að skoða þessa sýn- ingu pg hefði mátt benda á það í sýningarskrá hve verk Ásmundar eru í raun góðar vörður á leið þjóðar- innar til þroskaðrar myndhugsunar á þessari öld myndhlæðis. Gamlar og nýjar Ijósmyndir þeirra Krist- ins Helgasonar og Kristjáns Péturs Guðnasonar falla vel saman í órofa heild í sýningarskrá sem er ágæt- lega hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur. Sýning Sofííu Sæmundsdóttur 1 Stöðlakoti: ÁHahallir og engla- byggð á sýningu Það svífur andi ævintýra yfir vötnunum á sýningu Soffíu Sæmundsdóttur í Stöðlakoti að Bókhlöðustíg 6. Á sýningu Soffíu eru fimmtán verk, níu grafíkverk og sex lágmyndir, skomar út í tré. Grafíkverkin eru öll einþrykk unnin með tréristum og við fyrstu sýn virðast þau flest hver óhlutbundin, en við nánari skoð- un koma í ljós í gegnum þokukennda áferðina ævin- týralegar persónur; prinsessa, engill og ferðalangur nokkur. Á ferðalagi um englabyggð í sýningarskrá er að finna vísi að ævintýri eftir lista- konuna sem væntanlega á að vera jafnframt vegvísir um sýninguna: „í hröðum heimi reynir hún að stöðva tímann. Hún leggst út í vorið við Alfahöllina. Finnur vorangan... I Flauelsmjúkt vorið ber hana á höndum sér á vit ævintýra og sagna ... / í draumi fylgir hún litlum ferðalangi um englabyggð ... hann leitar visku og skilnings." Hér er því sýnilega um að ræða leit að þeim sannleika og þeirri einlægni sem felst í hinu bamslega og draumkennda, þar sem fordómar og streita kæfa ekki sköpunarkraftinn og hina eðlilegu framrás ímyndunaraflsins. Draumveruleikakennd Einþrykkin hafa sum hver yfirbragð gamalla hand- rita sem þó hafa fengið vel útilátið af lit. Verk nr. 8, .. .niður, er að mínu mati sérstaklega vel heppnað að þessu leyti með því að þar helst draumveruleikakennd- in í hendur við ævintýraheim myndarinnar jafnframt því sem bernskt yfirbragð er á frágangi rammans og verksins í heild. Verk nr. 7 og 8 hafa einnig dágóðan skammt af næfri kennd í litasamspili sem einkennist af djúpum og skærum tónum. Önnur verk skortir hins vegar talsvert á þá tæru og einlægu myndsýn er þama birtist. Útskornar ævintýraverur Á lofti Stöðlakots gefur að líta útskorin smáverk. Þar er um að ræða sömu fígúrur og birtast í einþrykkj- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson unum. Þær njóta sín þó mun síður einar sér en á litauð- ugum grunni grafíkmyndanna. Það er eins og hvítmál- uð umgjörðin hefti þær frekar en hitt og smæðin ger- ir það ennfremur aö verkum að uppsetningin á loftinu missir nokkuð marks. Það sem þessi smáverk hafa hins vegar til að bera er viss frumstæður kraftur sem á einmitt samleið með fyrmefndum bemskum tón og þyrfti að öðlast markvissari farveg hjá listakonunni. Einlægni bemskunnar stendur alltaf fyrir sínu sem útgangspunktur því þar eru hlutimir jú í nýju ljósi sem er ólíkt drunga hins vanabundna lífs hinna eldri og „þroskaðri". Sýning Soffíu Sæmundsdóttur í Stöðla- koti stendur til 19. júní. Utboð F.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboð- um í aðalræstingu og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur. Verkið nefnist: „Aðalræsting og bónun gólfa i grunnskólum Reykja- víkur“. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi í 3 ár. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. júní 1995 kl. 11.00. skr. 66/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2 58 00 Landsins mesta úrval af keramikvörum > Islensk framleiðsla . . í L Gjafavara í úrvali Listasmiðian Dalshraun 1 - Hafnarfirði - Simi 652105 - Fax 53170 Utskriftarmen 14 k gullhálsmen með perlu Fallegur skartgripur í útskriftina Verð kr. 4.900 án festar. Laugavegi 49, sími 561 7740 Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMl 91-624260 ▼'▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼I Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.