Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Síða 29
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 41 dv________________________Meiming Grímur Marinó Steindórsson sýnir í Gerðarsafni: Fuglar og vopn Það er eiginleiki sterkra malma að í þá má túlka jöfnum höndum mik- il þyngsli og tæran léttleika. Styrkur stálsins gerir það að verkum að úr því má smíða hluti sem gætu alls ekki staðið óstuddir ef þeir væru gerð- ir úr öðru efni og virðast því yflrvinna þyngdaraflið á einhvern óskiljan- legan hátt. Grannir stönglar geta teygt sig hátt upp en samt borið þungan ávöxt á endanum. Þunnar útskornar plötur geta haldið uppi stórum verk- um sem samt eru að mestu bara loft, fangað í rými útlínunnar. Á hinn bóginn er stálið auðvitaö ímynd hörkunnar, þungt, þétt í sér og hættu- legt. Af því eru smíðuð vopn. Þessa tvo þversagnakenndu eiginleika málmsins hefur Grímur Marinó nýtt sér vel í mörgum verkanna sem hann sýnir nú í Gerðarsafni og á túninu bak við safnið. Margar áhrifa- mestu myndirnar byggja á léttleika málmsins og þær sýna fugla sem virð- Myndlist Jón Proppé ast um það bil að hefja sig til flugs og slíta þannig grannan málmþráðinn sem enn tengir þá við jörðina. Grímur Marinó sýnir í þessum verkum að hann hefur næman skilning á hreyfingu og orku, og hann nýtir sér eiginleika efnisins til að fanga bæði léttleikann og styrkinn í flugi fugl- anna. Harka málmsins er hins vegar viðfangsefni hans í sumum hinna verkanna og þau bera mörg nöfn frægra drápstóla, til dæmis Rimmigíg [svo] og Konungsnautur, eða heiti sem vísa til grimmrar forneskju: Goð- orðsstafur, Fórnarhnífur. Þetta eru ógurleg vopn, stór og þung þótt sum séu reyndar nokkuð stílfærð. Líkt og hin verkin sýna loftið og flug fugl- anna vekja þessi myndir jarðarinnar og minni blóðhefnda og fóma. Á sýningunni era líka veggmyndir, eins konar lágmyndir gerðar úr tilskom- um málmplötum sem hamraðar eru til og meðhöndlaðar með loga. Mynd- ir af þessu tagi hefur Grímur Marinó sýnt áður og líkt og áður eru flest- ar veggmyndirnar á þessari sýningu frekar óklárar; þær skortir alveg tærleikann og knappan stíl þrívíddarmyndanna. Það hefði kannski verið best að velja aðeins úr tvær eða þrjár þeirra bestu, enda eru þegar svo mörg verk á sýningunni að nóg hefði verið án hinna. Grímur Marinó hefur haldið allmargar sýningar og eftir hann standa líka nokkur útiverk á opinberum stöðum víðs vegar um landið. Leikhús &W)j, ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins kl. 20.00. Föd. 2/6, mád. 5/6, löd. 9/6, Id. 10/6, sud. 18/6, löd. 23/6. Sýningum lýkur í júni. íslenski dansflokkurinn: HEITIR DANSAR Fid.1/6, síöastasýning. „Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins" Freyvangsleikhúsið sýnir: KVENNASKÓLAÆVINTÝRIÐ eftir Böðvar Guðmundsson Sunnud. 11/6 ki. 20.00, uppselt. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. Mvd. 31 /5, lid. 1 /6, löd. 2/6, fid. 8/6, löd. 9/6, Id. 10/6, fid. 15/5, föd. 16/5, föd. 23/6, Id. 24/6, sud. 25/6, fld. 29/6, föd. 30/6. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Aukasýning töstud. 2/6. Siðustu sýningar á leikárinu. Munið gjafakortin okkar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Sími miðasölu 680680. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús STifcYJÍTÍí ji Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Fösd. 2/6 kl. 20.30, Id. 3/6 kl. 20.30. Síðustu sýningar. ★★★★ J.V.J. Dagsljós Miðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartíma. Greiðslukortaþjónusta. Hringiðan Hópreið Fákskvenna Konur í Hestamannafélaginu Fáki fjölmenntu á fákum sínum upp aö Reynis- vatni á fóstudag. Hátt á annað hundraö konur tóku þátt í reiðinni sem gekk vel og skemmtu þær sér konunglega. DV-mynd TJ Stúdíó hár og húð í nýtt húsnæði Hárgreiðslu- og snyrtistofan Stúdíó hár hefur opnað í nýju hús- næði að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði, við hlið Miðbæjar. Stofan var áður til húsa að Reykjavíkurvegi 16. Hár- greiðslumeistarar eru Þuríður Ella Halldórsdóttir og Guðrún Karla Sig- urðardóttir en auk þeirra mun snyrtifræöingur starfa á stofunni. Boðið er upp á alhliða hár- og snyrtiþjónustu fyrir dömur og herra og sérstök áhersla er lögð á hárlitun og brúðargreiðslur. Stofan er að jafn- aði opin alla virka daga frá kl. 10-18 og 10-16 á laugardögum, enn fremur á öðram tímum sé þess óskað. Fjölskyldudagur Á laugardaginn var íjölskyldudagur um land allt. Þær Hulda Hólmgeirsdótt- ir og Ásdis Gylfadóttir voru áhugasamar um dýrin í Húsdýragarðinum en gáfu sér þó aðeins tíma til að brosa fyrir ljósmyndara DV. DV-mynd TJ Friðþjófur Þorkelsson dæmdi gæðinga Hafnfirðinga um helgina. Honum til aðstoðar var Þuríður Sigurðardóttir söngkona. DV-mynd E. J. Sigvaldi Sigurjónsson og Óskar Grímsson litu á gæðingana hjá Gusti í Kópavogi. DV-myndE.J. AIIIH 9 9-17-00 Verö aöeins 39,90 mín. m U 4j „5j Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin 11 Vikutilboö stórmarkaöanna 2! Uppskriftir 1 j Læknavaktin 2JApótek _3J Gengi 4 m)jejm7ÆE 1\ Dagskrá Sjónv. 2j Dagskrá St. 2 3 Dagskrá rásar 1 4 [ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5j Myndbandagagnrýni 6 ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin lj Krár 2 Dansstaðir 3j Leikhús 4j Leikhúsgagnrýni 5J Bíó 6 j Kvikmgagnrýni GmlhmismMSM 1[ Lottó _2j Víkingalottó : 3] Getraunir ZJSSBSBSB 1 [ Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna nímmn 9 9-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.